Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 11
irstöðu að fela einkaréttarlegum aðila, eins og kauphöll í hlutafélagaformi, að gegna hlutverki hins lögbæra yfirvalds. Breytinga er hins vegar að vænta. Af hálfu Evrópusambandsins hefur verið unnið að því að draga úr hlutverki kaup- halla á sviði yfirstjórnar og reglusetningar á sviði opinberrar skráningar bæði vegna hætt- unnar á vandamálum vegna hagsmunaárekstra en einnig til að fækka aðilum sem koma að þess- um málum og þar með einfalda rammann um verðbréfamarkaði. Samkvæmt nýrri tilskipun Evrópusambands- ins um útboðs- og skráningarlýsingar nr. 2003/ 71, sem var samþykkt í júlí sl., verður aðgrein- ingin milli svokallaðra opinberra skráðra verð- bréfa og annarra skráðra verðbréfa afnumin, en tilskipunin mun taka til bæði verðbréfa sem boð- in eru með almennu útboði og verðbréfa sem skráð verða á skipulegum verðbréfamörkuðum. Hugtakið opinber skráning missir þar með þýð- ingu sína og í staðinn munu sömu reglur gilda um skráningu verðbréfa á hvers konar skipuleg- um verðbréfamörkuðum. Sú breyting samkvæmt tilskipuninni sem skiptir máli hér er að gerð verður sú krafa til að- ildarríkjanna að hin lögbæru yfirvöld innan þeirra séu stjórnvöld og njóti algers sjálfstæðis gagnvart aðilum markaðarins þannig að forðast megi hagsmunaárekstra. Það má nefna að sam- kvæmt upphaflegum drögum framkvæmda- stjórnarinnar átti algerlega að setja loku fyrir það að kauphallir færu með verkefni hins lög- bæra yfirvalds. Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins rökstuddi það með því að þar sem kauphallir eru nú reknar sem fyrirtæki í hagn- aðarskyni leiði það til hagsmunaárekstra og því ættu þær ekki að bera ábyrgð á opinberum verkefnum eins og að staðfesta útboðs- og skráningarlýsingar. Tilskipunin heimilar þó ákveðið framsal á verkefnum hins lögbæra yfirvalds til annarra aðila, þ.á m. einkaréttarlegra aðila eins og kaup- halla. Skilyrði er þó að það eigi sér stað sam- kvæmt ströngu ferli þar sem skýrt er hvaða verkefni séu framseld og skilyrði meðferðar þeirra. Framsalið þarf m.a. að hafa að geyma skilmála sem skyldar viðkomandi aðila sem tek- ur við verkefninu að vera skipulagður þannig að komið sé í veg fyrir hagsmunaárekstra og sam- keppnishindranir. Í tilskipuninni er jafnframt lögð áhersla á að stjórnvaldið geti ekki framselt ábyrgð sína. Efling stjórnunarhátta í kauphöllum Sú krafa sem gerð verður til skipulags einka- réttarlegs aðila sem fær vald framselt sam- kvæmt nýju tilskipuninni, er í eðli sínu krafa sem lýtur að eflingu stjórnunarhátta viðkom- andi fyrirtækis. Í þessu sambandi er fróðlegt að horfa til þróunar þessara mála í Bandaríkjun- um. Að frumkvæði bandaríska fjármáleftirlits- ins (SEC) hefur undanfarið verið unnið að end- urbótum stjórnunarhátta í Kauphöllinni í New York og á Nasdaq-markaðnum í því skyni að efla innra eftirlit, sjálfstæði stjórnar kauphall- anna og koma í veg fyrir hagsmunaárekstra við ákvörðunartöku í málefnum markaðarins. Bandaríska fjármálaeftirlitið hefur lagt ríka áherslu á að kauphallirnar geri ekki minni kröf- ur til sjálfra sín um stjórnunarhætti og þær gera til hlutafélaga sem skráð eru hjá þeim. Ein þeirra leiða sem færar eru til að skapa traust til kauphalla er að bæta stjórnkerfi fyr- irtækisins. Þannig getur hlutafélag sem rekur kauphöll styrkt umgjörðina um rekstur verð- bréfamarkaðs og ákvörðunartöku sem snýr að útgefendum. Í skýrslu stjórnar kauphallarinnar 2002 er einmitt að finna það viðhorf að það sé verkefni stjórnar þingsins að búa til þann trú- verðugleika sem kauphöllin þarf að hafa. Það kom fram í skýrslu stjórnar á aðalfundi móð- urfélags Kauphallarinnar í vor að Kauphöllin ætlar að leggja áherslu á málefni sem snúa að stjórnunarháttum fyrirtækja. Hún gæti því hvað varðar stefnumótun og reglur um eigin stjórnunarhætti verið fyrirmynd íslenskra hlutafélaga. Það hlýtur að koma vel til greina fyrir Kaup- höll Íslands hf. að fylla og útfæra nánar reglur um stjórnkerfi hennar, skipan eftirlits og ákvörðunartöku innan ramma kauphalla- og hlutafélagalaga, bæði með setningu reglna í samþykktir og almennra starfsreglna. Þannig mætti setja reglur um faglegt hæfi stjórnar- manna, um að meirihluti þeirra þurfi að teljast sjálfstæður og enn fremur hvaða skilyrði þurfi að uppfylla í því skyni. Einnig gæti hluthafa- fundur Kauphallarinnar ákveðið að setja á fót sérstaka óháða eftirlitsnefnd með svipuðum hætti og starfar í Kauphöllinni í Ósló. Grund- vallaratriði í þessu sambandi væri síðan auðvit- að að birta reglur um stjórnunarhætti Kauphall- arinnar til að aðilar markaðarins geti sjálfir lagt mat á gæði reglnanna og sannfærst um að treysta megi að fagleg hæfni og hlutleysi sé til staðar við ákvörðunartöku á sviði opinberrar skráningar og eftirlits. Vafi um lögmæti framsals viðurlaga- ákvarðana til forstjóra Í fyrrnefndu viðtali við stjórnarformann Kaup- hallarinnar 30. október sl. kom einnig fram að stjórnin hafi ákveðið í júní í fyrra að fela for- stjóra að taka ákvarðanir í eftirlitsmálum. For- stjóri, ásamt starfsmönnum, tekur því ákvarð- anir um beitingu viðurlaga vegna brota á reglum Kauphallarinnar, þar með talið ákvarð- anir um févíti og áminningar. Þessi mál eru því ekki á borðum stjórnar. Þetta áréttar forstjóri Kauphallarinnar í 47. tbl. Vísbendingar frá 21. nóvember sl. þar sem segir að eftirlitsþátturinn í starfsemi Kauphallarinnar sé algerlega í hönd- um forstjóra. Í síðustu ársskýrslu stjórnar kem- ur fram að þessi ráðstöfun sé gerð til að efla trú- verðugleika Kauphallarinnar. Í ljósi ófrávíkjanlegra reglna laga um valdsvið félagsstjórnar og framkvæmdastjóra í hluta- félögum leikur vafi á um hvort þessi skipan er yfirhöfuð til þess fallinn að vekja trúverðug- leika. Samkvæmt hlutafélagalögum annast framkvæmdastjóri daglegan rekstur félagsins og skal í þeim efnum fara eftir stefnu og fyr- irmælum stjórnarinnar. Tekið er fram að hinn daglegi rekstur taki ekki til ráðstafana sem eru óvenjulegar eða mikils háttar. Spyrja má hvort ákvarðanir á sviði eftirlits kauphallar, m.a. við- urlagaákvarðanir gagnvart útgefendum, hljóti ekki að teljast mikilvægar ákvarðanir. Stjórn beri því að lögum að taka þessar ákvarðanir og sé óheimilt að framselja ákvörðunarvaldið til framkvæmdastjóra. Í ljósi þess að fram- kvæmdastjóri er í störfum sínum bæði lögum og eðli máls samkvæmt settur undir félagsstjórn, á m.a. starf sitt og launakjör undir henni, getur þessi skipan heldur ekki talist sérstaklega til þess fallin að auka traust. Ætti að losa Kauphöllina undan hlut- verki hins lögbæra aðila? Það er ljóst að skipan yfirstjórnar opinberrar skráningar og eftirlits á verðbréfamarkaði skiptir verulegu máli um hvort tekst að skapa skilvirkan og öflugan verðbréfamarkað með þátttöku innlendra sem erlendra fjárfesta. Nauðsynlegt er að endurskoðun fari fram á skipan þessara mála hér á landi og yfirstjórn op- inberrar skráningar verðbréfa og eftirliti verði skipað þannig að traust ríki á verðbréfamarkaði. Ekki er ástæða til að bíða gildistöku framan- greindrar tilskipunar Evrópusambandsins. Eins og fram hefur komið er engin nauðsyn að sá aðili sem rekur viðskiptakerfi fari jafnframt með ákvörðunarvald um hverjir fullnægi á hverjum tíma kröfum um opinbera skráningu verðbréfa. Auk framangreindra leiða til úrbóta sýnist mér vert skoðunar að færa ákvörðunar- vald um opinbera skráningu og viðurlagaheim- ildir frá Kauphöllinni og fela það Fjármálaeft- irlitinu. Með því að fela einum aðila eftirlitið og ábyrgðina væri skipulagið einfaldara og einnig værum við laus við umræðuna um nauðsyn þess að afmarka verkaskiptingu Fjármálaeftirlitsins og Kauphallarinnar. Undanfarið hefur reyndar mátt merkja ákveðna þróun í þá átt að færa ákvörðunarvald frá Kauphöllinni til Fjármálaeftirlitsins. Með breytingu á verðbréfaviðskiptalögum árið 2000 var utanumhald á innherjalistum fært frá Kaup- höllinni til Fjármáleftirlitsins og enn fremur eft- irlit og staðfesting útboðslýsinga í tengslum við almenn útboð. Í löggjafargögnum kemur m.a. fram að þessi breyting sé eðlileg þar sem Kaup- höllin sé rekin sem hlutafélag í einkaeigu. Í hlutafélagavæddum rekstri verða til ný rekstrarleg viðmið, þ.á m. kröfur um arðsemi, skilvirkni og hagkvæmni og ekki sjálfgefið að hagsmunir hluthafa á hverjum tíma eigi samleið með ríkum hagsmunum hins opinbera af tryggu eftirliti með verðbréfamarkaðinum og að ríkar kröfur séu gerðar til útgefenda skráðra verð- bréfa. Afnám takmarkana á eignarhaldi móð- urfélags Kauphallarinnar, sem fyrirhugað er ár- ið 2004 samkvæmt samþykktum félagsins, gæfi einnig tilefni til að endurskoða hlutverk Kaup- hallarinnar á sviði yfirstjórnar opinberrar skráningar. Þá er ekki ólíklegt að hlutafélagið sem rekur Kauphöllina teldi sig vera betur sett án eftirlitshlutverksins en forsvarsmann félags- ins virðast almennt leggja meiri áherslu á þjón- ustuhlutverk kauphallarinnar og að viðameiri eftirlitsmál snúi fremur að Fjármáleftirlitinu. Það kann því að vera eftirsóknarvert fyrir kaup- höllina að losna við hlutverk hins lögbæra yf- irvalds og kostnaðinn sem því óhjákvæmilega fylgir. Höfundur er dósent í félagarétti og stundar nú rannsóknir við Háskólann í Cambridge, Englandi. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2003 B 11 NVERÐBRÉF  JÁ, VIÐ ERUM GAMALDAGS ef það er gamaldags að standa við gefin loforð Hjá Gutenberg er nýjasta tækni sjálf- sagður hlutur – en ekki aðalatriði. Aðalatriðin verða alltaf þau sömu; traust, sveigjanleiki og fagmennska. Engin tækni kemur í staðinn fyrir það að standa við gefin loforð. Það er þessi hugsun og metnaður starfsfólksins sem tryggt hefur Gutenberg sæti meðal fremstu prentsmiðja landsins í 100 ár. Á morgun fögnum við nýjum degi og nýjum verkefnum með þessu sama „gamaldags“ hugarfari. Síðumúla 16 Sími 545 4400 gutenberg.is Arnar Halldórsson, prentari. ÍS L E N S K A A U G L Ý S IN G A S T O F A N /S IA .I S G U T 2 2 3 7 6 1 1 /2 0 0 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.