Vísir - 19.12.1980, Qupperneq 3
Föstudagur 19. desember 1980
3
___________________vísm___________________
r~ Þúrsnáíilápiögarinn: “ "J
i SAMI UMBOBSMMUR FYRIR i
i SELJAHBR Ufi KMIPRHDA? i
„Ég veit ekki hvort ég á að
■ segjast vera lögfræðilegur
1 ráöunautur þeirra. Ég hef verið
■ að aðstoða þá við þessi skipa-
* kaup”, sagði Benedikt Sveins-
| son lögfræðingur, þegar Visir
■ spurði hann hvort hann væri
■ lögfræðilegur ráðunautur Út-
I gerðarfélags N-Þingeyinga
■ vegna margumtalaðra togara-
I kaupa félagsins.
Benedikt var spurður hvort
. verð skipsins hefði hækkað frá
I þvi sem upphaflega var talað
| um. Hann sagði það ekki vera,
| frekar hið gagnstæða, þvi prútt-
I að hefði verið við Norðmenn og
veröinu hefði heldur verið þokað
niður fyrir hugmyndir Norð-
manna.
Á stjórnarfundi i Hraðfrysti-
stöð Þórshafnar hf. var talað
um lægra verð, þegar ákveðið
var að standa að togarakaup-
um, og Benedikt var spurður i
hverju sá munur lægi.
,,Ég var ekki á þeim fundi, og
hef ekki heyrt fyrr að þeir hafi
ekki verið með rétt verð”, sagði
hann.
Benedikt sagði, að mikið hefði
verið leitað að skipum áður en
kaupin voru ákveðin og meðal
annarra skipa hefði Svalbard,
eitt þeirra skipa, sem Skúli
Ólafsson bauð, verið skoðaður,
en ekki talinn henta. Sama væri
að segja um önnur skip, sem
svöruðu til lýsinga á skipum
þeim, sem Skúli bauð án þess að
nafngreina þau og hefðu þau
þó verið á lægra verði en Skúli
nefnir.
Þá var Benedikt spurður
hvort hann væri umboðsmaður
seljenda.
„Ekki vil ég nú segja það
kannski. Seljendurna þekki ég
ekki þannig. Hins vegar hef ég
staðið að skipasölu, er milli-
maður og hef frekar reynt að
passa upp á kaupendur en selj-
endur.
Ég las þaö i einhverju blaði að
þessum mönnum hefði verið
heimilað að kaupa skip og þá
hafði ég samband viö þá og bauð
þeim þjónustu mina, vegna
þess, að ég hef unnið á þessu
sviði”.
SV.
r1
I
I
I
I
I
I
I
-J
y BEINT í BÍLINN *
HÖFUM FENGIÐ
r JÚGÓSLAVNESK
TRÉHÚSGÖGN í MIKLU
ÚRVALI:
BORÐ OG STÓLAR
Jón
Loftsson hf,
Hringbraut 121
Sími 10600
—11 i.j m
iiaaoq
_l J i JOO
húsið
OPIÐ
730-
23.30
Shellstöðinni
v/Miklubraut
HERERBOKIN!
Ásgcir Jakobsson:
GRÍMS SAGA TROLLARASKÁLDS
„Sagan segir frá því sem Grímur reynir á togurunum á stríðs-
árunum og þar er allt á sínum stað: lífsháskinn, hjátrúin, veðurhörkur,
manntjón, slagsmál, rosalegar uppákomur og tilsvör, fyllerí og kvennafar.
„sjómannabók“ fer í hinn betri flokkinn.“ — Árni Bergmann, Þjóðviljinn.
LOKSINS SJÓMANNABÓK, SEM SELTUBRAGÐ ER AF!
SKUGGSJÁ
BÓKABÚÐ OL/VERS STE/NS SE
„Saga Gríms trollaraskálds er afbragðsvel rituð, sögð á lifandi og kjarngóðu
sjómannamáli... saga sem allir ættu að lesa... Þessi bók er tvímælalaust merkust og
íslenskust þeirra nýju skáldsagna sem ég hef lesið í vetur.“ — Jón Þ. Þór, Tímanum.
„Mér var sannarlega oft dillað við lestur sögunnar... Þar er lífinu, veiðunum og
lífshættunni á togurunum lýst af meiri þekkingu og glöggskyggni en nokkur hefur
gert áður... Mér dettur í hug að einhvern tíma gerist það, að ungur og metnaðar-
gjarn íslenskur fræðimaður — eða jafnvel breskur — grípi þessa bók feginshendi
sem tilvalið efni í doktorsritgerð." — Guðm. G. Hagalín, Morgunblaðinu.
i