Vísir - 19.12.1980, Síða 21
Föstudagur 19. desember 1980
vtsm
21
Með sumardraumlnn á skáld-j
vængjum úr g|á dauðans :
Steingrfmur Baldvinsson:
HEIÐMYRKUH. — Ljó6.
Almenna bókafélagiö.
Steingrimur Baldvinsson
bóndi i Nesi i Aðaldal var
hugarheitur gáfumaður sem
hafði djúp áhrif á hvern þann,
sem kynntist honum vel. Hann
var svo mikill náttúruunnandi,
að hún lifði i honum, og hann i
henni. Allir vissu, að hann var
málslyngur hagyrðingur
—hnyttinn og glettinn, þegar við
átti, en einnig djúpskyggn,
mildur og rökvis þegar þyngra
var yfir. Hann var einn af
„snilllingunum” hans Daniels
læknis i visnaleik þeirra þingey-
inga hér á árunum. En Stein-
grimur var i raun og veru mikið
skáld, og þótt hann væri kunn-
astur af ferskeytlunni, sem
kastað var fram i annriki dags-
ins, eða á góðra vina fundi, orti
hann einnig lengri kvæði og ljóð
um hin dýpri rök tilverunnar,
vorið, sólina og náttúruna alla
og gimsteina sina i mannlifinu
umhverfis. En hann var svo
hógvær að hann flikaði þvi litt
og birti fátt, en þó komu eitt og
eitt kvæði i blöðum og timarit-
um og vöktu óskipta athygli
ljóðaunnenda fyrir málfegurð,
ihygli og milda og markvisa
gamansemi.
Það er þvi vonum siðar, að ut
kemur ljóðabók Steingrims i
Nesi, og þegar af þvi verður er
hann allur fyrir góðri stundu.
En nú fá menn i hendur fallegt
kver. Kristján Karlsson hefur
valið þar til geymdar nokkru
hugtækustu kvæði Steingrims
og haglegustu lausavisur, en þvi
vali fylgir auðvitað tvimælið um
það, hvað vert sé að taka, og ég
sakna þarna ýmissa hendinga,
sem sest höfðu að i mér. En þó
held ég að þetta val sé gert af
mikilli smekkvisi og nægi til
þess að sýna hver Steingrimur
var, þótt hann birtist þar ekki
allur.
Formálinn að ljóðakverinu er
hluti af kistukveðju, sem Karl
Kristjánsson, alþingismaður,
| flutti við útför Steingrims, en
hann var náinn vinur, sam-
ferðamaður og aðdáandi hans.
Þótt siik umfjöllun sé að sjálf-
sögðu með andblæ þeirrar skiln-
aðarstundar, var varla um að
ræða betri leiðavisi til þess að
njóta þessara ljóða, svo næm og
faguryrt er sú heimanfylgd.
Eitthvert besta kvæði Stein-
gríms heitir Heiðmyrkur og er
ort við óvenjulegar aðstæður — i
myrkri og heljarkulda, þar sem
hann beið dauðans I djúpri gjá i
Aðaldalshrauni i svartasta
vetrarskammdeginu. Hann
hafði hrapað i gjána niður um
snjóþak, átti þess litla eða enga
von að hann fyndist áður en lifið
fjaraði út i kulda og sulti, eða
Laxá flæddi i hraunið og fyllti
gjána i frostbólgu sem oft bar
við.
Þetta kvæði er ekki aðeins
óbrotgjarnt listaverk og hug-
fleygur skáldskapur, heldur
einnig vitnisburður um mikinn
hugarstyrk og rósama karl-
mennsku, sem sækir afl sitt i
skáldskap og trúarstyrk, og það
er ekki i fyrsta sinn, sem þær
disir gefa manni sigur yfir dauð-
anum, hvort sem hann kemst
lifs af úr árauninni eða ekki. En
Steingrimur fannst og bjargað-
ist úr gjánni fyrir einstaka til-
viljun.
Steingrimur leitar styrks i
þessari dauðaglimu i minningu
um hið fegursta, sem hann hef-
ur lifað og sækir þangað
hugarafl. Hann horfir upp i
heiðmyrkrið og hefur „höfuð-
lausn” sina með þessum orð-
unu_.
Það er eins og myrkrið leggist
að m ér þykkt og þungt
og þrengi andardrátt,
en lífið standi álengdar svo létt
ogfrjálst ogungt,
—það lif sem ég hef átt.
Og gamanskynið bregst hon-
um ekki einu sinni á þessari
stundu:
Skyldi nokkur áður hafa ort i
sinni gröf
eftirmæli sin?
Og þó:
...héltég ekkiað myrkurgæti
orðið svona svart
og svona dauðahljótt.
En hann á sinn bjargvætt þvi
að:
Ljóma vorsins sveipuð -er
löngun
sú og þrá
er laðar mig til sin.
þaðallt sem mérerhelgast og
hjartaðkærastá
og heima biöur min.
Hugur, lát þinn sumardraum
með sólarljós og yl
sefa mína kvöl,
er smýgur gegnum hrauniö holt
1 og hjartans seilist til
hendi kvöld og þvöl.
Og siðan flýgur hugur hans i
kvæðinu „úr faðmi kaldrar næt-
ur”. Það er þetta sem skáld-
skapurinn einn getur gert —
hann er vængir þessanar hug-
svölunar. Það er engin tilviljun,
að næsta kvæðið f bókinni á eftir
Heiðmyrkri heitir Vor. Stein-
grimur „bjargaðist upp i ljósið
með sumardrauminn heilan og
óskemmdan”, segir Karl, og
„hélt áfram að yrkja vor-
söngva. Kvæði hans eftir þrek-
raunirnar eru hlaðin sólskini
sumardraumsins”.
...mildur er blærinn, moldin
angar
—mor gunn i P aradls...
Það er af þessum sökum sem
ég felli mig heldur illa við nafnið
Heiðmyrkur i bókinni og þá
grimmköldu hringi, sem ráða á
kápunni. Þótt þetta kvæði sé
mikill skáldskapur á örlaga-
stundu er það ekki rétt tónkvisl
að meginskáldskap Steingrims,
og raunar kveður við allt annað
lag i því kvæði, þvi að það er
beinlfnis hólmganga við heið-
myrkrið. Auk þess er heiðmyrk-
ur i nöfnum annarra bóka af allt
öðrum toga, og ég held að
ekkert orð sé fjarlægara skáld-
hug Steingrims. Þegar menn
velja lýsiorð til nafngiftar,
verða þau að vera sönn. En lik-
lega skiptir nafn á ljóðabók ekki
máli. Menn gleyma þvi að
minnsta kosti þegar þeir eru
komnir inn i bókina.
Ljóð Steingrims I Nesi eru
perlur að gerð. Þau hreyfa oft-
ast við þvi besta, sem maðurinn
— hluti náttúrunnar — á i huga
sér. Þau verma og gleðja. Þessi
fallega bók yljar gömlum kunn-
ingjum og samferðamönnum
Steingrims i Nesi, og ég held, að
margur ókunnugur muni lika
sækja sér þangað drjúgan skerf
af glöðu hugrekki á komandi ár-
um. Hér er skáld á ferð.
Rlkt hugmyndaflug
Sigrún Eldjárn: ALLT t PLATI.
Reykjavik, Iöunn, 1980.
Höfundur bókarinnar Allt í
platiheitir Sigrún Eldjárn. Hún
er vel þekkt fyrir myndlistar-
störf og þar á meðal fyrir mynd-
skreytingarbóka. Auk þessarar
bókar hefur hún myndskreytt
tvær aðrar barnabækur sem út
koma i ár, Enn um Jón Odd og
Jón Bjarna og Krakkarnir f
Krummavik. En i þessari bók
lætur hún ekki við það sitja aö
teikna myndir, heldur semur
hún einnig textann.
A bókamarkaði á Islandi hef-
ur mjög mikið verið á boðstól-
um af erlendum teiknimynda-
bókum, sem eru m jög misjafnar
að gæðum. Margir aðilan hafa
lýst áhyggjum sinum af þvl
hversu stór hlutur slikra bóka
væri á bamabókamarkaðinum.
En fáir hafa reynt aö koma með
svar — mótleik. Bók Sigrúnar
Eldjárn Allt i plati finnst mér
vera talsvert sterkur mótleikur.
Hún leggur nokkurn veginn að
jöfnu myndir og texta. En til að
hafa verulega gaman af mynd-
unum verða lesendur einnig að
lesa textann. Þar með skapast
ekki sú hætta sem ég tel vera
stærsta af myndabókum — að
börnin láti sér nægja að skoða
myndirnar. Það veit ég meö
vissu að er raunin f mörgum til-
fellum.
Bókin AIM I plati byggist á
riku hugmyndaflugi höfundar.
Hún lætur sér ekki nægja að
halda sig við raunveruleikann
heldur fer hún að færa út sviðið
og lætur söguna gerast að hluta i
skolpræsum Reykjavikurborg-
ar. Þar eru ákaflega sérkenni-
legar lifverur sem nefna sig
krókófila. Þau slást I för með
einum þeirra og lenda I ýmsum
ævintýrum.
En þrátt fyrir það, að farið sé
út fýrir raunveruleikann þá eru
ýmsir þættir raunveruleikans
ekki látnir óáreittir. Til dæmis
er talaö um „þrjúbióin” gömlu
góðu, sem hafa verið eins i
marga áratugi. Eða einsog seg-
ir á éinjim staðí „Þaö er nú
heldur ekki þaö’skemmtilegasta
I heiminum að vera fyrst troð-
inn i klessu I strætó á leiðinni i
blóiö, lenda siðan aftur i troðn-
ingi við dymar og setjast svo
með kramdar tær og horfa á
hundleiðinglega bíómynd, sem
maður hefur séö minnst sautján
sinnum áður.” Þennan raun-
veruleika þekkja áreiðanlega
margir.
Einnig fær mengunin sinn
skammt — sbr. gjörgæsludeild
Þorskaspitalans og taugadeild
sömu stofnunar, þar sem fyrir
eru þorskar sem búnir eru á
taugum eftir að hafa verið
hundeltir af fiskiskipum I lang-
an tima.
Myndir og texti eiga það sam-
eiginlegt aö byggjast á riku
hugmyndaflugi höfundarins.
Möguleikar Sigrúnar á þvi' að
tjá sig eru mun meiri þegar hún
hefur bæði þessi tjáningarform
á valdi sinu en ella. Hún hefur
mjög gott vald á þeim báðum og
fyrir bragðiö er árangurinn
virkilega góð bók. Skemmtileg
oglifleg og umfram allt öðruvisi
en aðrar bækur.
Letrið á bókinni er mjög gott
og ef ekki væri jafn mikiö af
löngum samsettum orðum
myndi ég telja hana mjög ákjós-
anlega sem hjálpartæki viö
lestrarkennslu. En fyrir þá
krakka sem náð hafa valdi á
lestri er bókin ákjósanleg og vil
ég skora á foreldra og aöra þá
sem gefa bömum bækur —- að
gefa þessa bók frekar en fjölda-
framleiddu myndabækumar —
jafnvel þótt hún sé dýrari — hún
er hins vegar miklu betri en
flestar þeirra.
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx
ISKARTGRIPASKRÍN |
X
X
SKARTGRIPASKRIN
geysimiklu
x úrvoli q mjög
| hagstæðu verði.
g POSTSENDUM
X
X
X
X
x----^ W -------- X
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx
|Magnús E. Baldvinsson
x Laugavegi8
Sími 22804
• G.T. buuin ReykjaviK>«*
• Versl. Dropinn Keflavík.
• Versl. Póls Þorbjörnssonar
Vestmannaeyjum.
• Versl. Brimnes Vestmannaeyjum
• Litabúðin ólafsvík ,
• Gler og Málning Akranesi i
• G.Á. Böðvarsson Selfossi
• Elias Guðnason Eskifirði
• Essó-Nesti Akureyri
• Kaupfélag Rangæinga Hvolsvelli
• Kaupfélag Vopnfirðinga Vopnavirði