Vísir - 30.12.1980, Blaðsíða 7

Vísir - 30.12.1980, Blaðsíða 7
Karl-Heinz Rummenigge, knattspyrnukappinn snjalli hjá Bayern Munchen var i gær- kvöidi útnefndur „Knattspyrnu- maöur ársins 1980” i Evrópu hjá franska knattspy rnublaöinu kunna „France Football”. Þessi snjalli sóknarleikmaöur setti nýtt met — hann hlaut 122 at- kvæði af 125 mögulegum, en svo mörg atkvæöi hefur enginn leik- maður fengið i þau 25 ár, sem útnefningin hefur fariö fram. Það kom engum á óvart að Rummenigge hlyti útnefning- una — hann er talinn besti knattspyrnumaður heims og - hlaut 122 atkvæðl af 125 mögulegum. sem er met I kjöri „France Football” var hann fyrir stuttu útnefndur knattspyrnumaður ársins i V- Þýskalandi og þá var hann út- nefndur besti knattspyrnu- maður Evrópukeppni landsliða i Róm i sumar. Rummenigge skoraði 26 mörk fyrir Bayern Munchen sl. keppnistimabil i „Bundeslígunni” og var maður- inn á bak við. að Bayern endur- heimti V-Þýskalandsmeistara- titilinn. Þá lék hann aðalhlut- verkið i landsliði V-Þjóðverja, sem tryggðu sér Evrópu- meistaratitilinn i Róm. Bern Schuster, v-þýski lands- liðsmaöurinn hjá Barce- lona —'fyrrum leikmaður 1. FC Köln, varð i öðru sæti, með 34 stig, en þriðji varð Frakkinn Michel Platini hjá St. Etienne. — SOS I Hughes í leikbann í Emlyn Hughes, fyrirliöi Úlf j anna, veröur aö öllum likindun j dæmdur i tveggja leikj. | keppnisbann i kvöld og mur • hann þvi missa af bikarleik Úlf j anna gegn Stoke. I J Tottenham leikur án | Argentinumannanna Villa og J Ardiles gegn Q.P.R, i bikar- Jkeppninni. Ardiles er með llandsliði Argentinu i Uruguay len Villa er meiddur á fæti. -sos Þeir hafá verið út- nefndir... Knattspyrnumenn Evrópu i Karl-Heins Rummenigge er 25. j knattspyrnumaöurinn, sem i hefur hlotið útnefninguna ■ „Knattspyrnumaöur ársins” ij Evrópu — frá þvi 1956. Hinir leikmennirnir eru: 1956 Stanlsy Matthewt (Blackpool) 1957 Alfrodo Di Stefano (Real Madríd) 1958 Raymond Kopa (Roal Madrid) 1959 Alfredo Di Stefano (Real Madrid) 1960 Luis Suarez (Barcelona) 1961 Omar Sivori (Juvantus) 1962 Josef Masopust (Dukla Prague) 1963 Lev Yashin (Moscow Dynamo) 1964 Denis Law (Manchester United) 1965 Eusobio (Benfica) 1966 Bobby Charlton (Manchester United) 1967 Rorían Albert (Ferencvaros) 1968 George Best (Manchester United) 1969 Gianni Rivera (AC Milan) 1970 Ganf Muller (Bayern Munich) 1971 Johan Cruyff (Ajax) 1972 Franz Beckenbauer (Bayern Munichl I 1973 Johan Cruyff (Barcelona) 1974 Johan Cruyff (Barcelona) 1975 Oleg Blokhin (Dynamo Kiev) 1976 Franz Beckenbauer (Bayern Munich! 1977 Allan Simonsen (Borussia Moanchengladbach) 1978 Kevin Keegan (Hamburger SV) 1979 Kevin Keegan (Hamburger SV) TILKOWSKI KEMUR EKKI TIL KR-INGA KR-ingar eru að afla sér upplýsingar um pjálfara frá V-Þýskalandi Hans Tilkowski, fyrrum lands- liösmarkvöröur V-Þýskalands, mun ekki koma til KR sem þjálfari. — Samningar viö Tilkowski strönduöu á þvi, aö hann hefur áhuga aö gerast þjálfari hjá liöi i „Bundesligunni” næsta vetur — ef hann heföi kom- iö til okkar, þá hefði hann verið bundinn hér til september og þar af leiðandi misst af þjálfarastarfi i V-Þýskalandi næsta vetur, sagöi Guöjón Guðmundsson, formaöur knattspyrnudeildar KR. Guðjón sagði, að eini möguleik- inn til að fá Tilkowski, hefði verið að borga honum laun i 15 mánuði fyrir 7 mánaða starf. — Það er nokkuð, sem við gátum ekki ráðið við, sagði Guðjón. KR-ingar eru ákveðnirað fá erlendan þjálfara og halda þeir áfram leit sinni að honum. Þeir hafa fengið uppgefin nokkur nöfn frá V-Þýskalandi, sem þeir eru að leita sér nánari upplýsingar um. — SOS AUGLÝSING um út-og innflutning peningaseðla og myntar Með heimild í 9. gr. laga nr. 63 frá 31. maí 1979 eru hér með settar tæmandi reglur um útflutning og innflutning peningaseðla og hvers konar myntar, sem eru eða hafa verið löglegur gjaldmiðill og látinn í umferð. Islenskir peningar Innlendum og erlendum ferðamönnum er heimilt, við komu eða brottför frá landinu að taka með sér allt að 500 nýjar krónur eða allt að 50.000 gamlar krónur, þó ekki í seðlum að verðgildi yfir 50 nýjar krónur í gjaldmiðli, er tekur gilch 1. janúar 1981 annars vegar og hins vegar ekki hærri seðla en 1000 gamlar krónur að verðgildi í þeim gjaldmiðli, sem nú er í umferð. Erlendir peningar Ferðamenn búsettir hérlendis mega flytja með sér út úr og inn í landið þann erlenda gjaldeyri, sem þeir hafa lögleg umráð yfir. Ferðamenn búsettir erlendis mega flytja jafnmikla erlenda peninga út úr landinu og þeir fluttu inn við komu til landsins að frá- dregnum þeim dvalarkostnaði, sem þeir hafa haft hér. Gjaldeyrisbankar, svo og aðrir aðilar, sem löglegar heimildir hafa, mega flytja erlenda peninga inn og út úr landinu. Reglur þessar gilda frá og með 1. janúar 1981, og koma í stað samsvarandi hluta auglýsingar bankans frá 6. september 1979, er verður áfram í gildi að öðru leyti. SEÐLABANKI ÍSLANDS Rossl hræölr ítail Besti knattspyrnumaður ttaliu, Paolo Rossi, sem dæmdur var I 2 ára keppnisbann fyrir þátttöku sina i svindlmálinu mikla sem upp komst f knattspyrnunni á ttalfu fyrr á þessu ári, er nú leik- maður i bandarisku knattspyrn- unni. Þangað lánaði hið italska félag hans, Inter Milaahann i haust og var það Buffalo Stallions, sem hreppti Rossi. Var hugmyndin að hann yrði hjá félaginu, þar til banninu á ttaliu yrði aflétt og þá kæmi hann aftur til Inter. En Rossi er ánægður með til- veruna i Bandarikjunum, og seg- ist hafa mikla ánægju af innan- hússknattspyrnunni sem félögin þar leika nú — eða þar til utan- - segist alveg geta hugsað sér að leika áfram í Bandaríkjunum húss knattspyrnan hefst i april n.k. Segist Rossi. sem aldrei hefur leikið innanhússknattspyrnu fyrr að hún sé bráðskemmtileg og að bandariskir áhorfendur og allt i kringum knattspyrnuna þar sé svo einstakt, að hann biði spenntur eftir að leikirnir utan- húss fari að byrja. Hefur hann látið að þvi liggja, að hann vilji dvelja áfram I Bandarikjunum — jafnvel eftir að hafa tekið út sinn dóm i itölsku knattspyrnunni — en það hefur orðið til þess, aö italskir knatt- spyrnuunnendur kref jast þess nú, að knattspyrnusambandið þar náði Rossi nú þegar, svo hann veröi þeim og italskri knatt- spyrnu ekki að eilifu glataður... ■ klp — UMSJÓN: Kjartan L. Pálsson og Sigmundur ó. Steinarsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.