Vísir - 30.12.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 30.12.1980, Blaðsíða 12
VÍSIR Þriöjudagur 30. desember 1980 Forystumenn Sjálfstæðisflokksins voru meöal þeirra, sem sóttu forsætisráðherrann heim á sjötugsafmælinu. Hér má sjá auk þeirra Gunnars og Völu, ólaf G. Einarsson, Þorvald Garöar Kristjánsson, Kjartan Gunnarsson og Geir Hallgrimsson (Vísismyndir G.V.A.). I i I s 8 I 8 Ráöherrar i rikisstjórn Gunnars færöu honum veglegan silfurskjöld aö gjöf. Ólafur Jóhannesson haföi orö fyrir ráöherrunum og afhenti Gunnari skjöldinn. Hér tekur Gunnar viö bókargjöf úr hendi Geirs Ilallgrimssonar,.. nei, þaö var ekki „Valdatafl i Valhöll" heldur „islandsleiöangur Stanleys”. Hjálmar ólafsson, formaöur Norræna félagsins, festir hér gull- merki félagsins i brjóst Gunnars, en hann var tvivegis formaöur félagsins. „Á þessum degi sitja ánægjulegar endurminn- ingar i fyrirrúmi og við viljum árna þér heilla og þakka þér nærfellt fimm áratuga starf i þágu Sjálfstæðisflokksins. Á þessu ári hafa leiðir ekki legið saman, en ég vona að sá skuggi hverfi innan skamms”. A þessa leiö mælti Geir Hall- grimsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, þegar hann ávarpaði dr. Gunnar Thor- oddsen sjötugan á heimili for- sætisráðherrans siðdegis i gær. Geir færði Gunnari að gjöf bök- ina íslandsleiðangur Stanleys, fyrir hönd þingflokks og miðstjórnar Sjálfstæðisflokks- ins. Stöðugur straumur gesta var að heimili Gunnars siðdegis i gær og afmælisbarninu bárust ógrynniafskeytum.blómum og gjöfum. Fyrstir knúðu dyra ráðherrar núverandi rikisstjórnar og færðu þeir Gunnari silfurskjöld með ágrafinni mynd af Stjórnar- ráðshúsinu og eiginhandar- áritunum gefendanna. Ólafur Jóhannesson haföi órö fyrir ráö- herrunum og sagöi meðal annars að Gunnar væri marg- faldur methafi á mörgum sviðum. Hann hefði yngstur manna tekið sæti á alþingi, — hann hefði tekið með sér flesta fulltrúa Sjálfstæðisflokksins inn i borgarstjórn Reykjavikur og svona mætti lengi telja. „Þú yfirgafst lika Hæstarétt af fúsum og frjálsum vilja til þess að fara aftur út i pólitik og það hygg ég að sé einsdæmi. Það hefur heldur enginn maður á Islandi myndað rikis- stjórn þegar hann var 69 ára aö aldri, og það er afrek á þeim timum.þegar sú skoðun virðist vera rikjandi, að sjötugir menn eigi heima á hælum, eða dvalar- heimilum eins og það er kallað, eða jafnvel i ruslakörfunni. Þetta afrek verður vonandi for- dæmi", sagði Ólafur og bætti þvi við, að brekka væri fram- undan, „en ég vona að þér takist að feta hana jafn léttum og öruggum skrefum og þær sem að baki liggja”. Að loknu ávarpi Ólafs og afhendingu afmælisgjafarinnar frá ráðherrunum tók gesti að streyma að svo ekki varð lát á fyrr en í gærkvöldi. Klukkan hálf þrjú komu sendiherrar hinna ýmsu landa, — hálftima siðar þingflokkar Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokks- ins, stjórn Norræna félagsins, félagar Gunnars úr frimúrara- reglunni og svona mætti lengi telja. Gunnari og Völu konu hans voru flutt ótal ávörp og kveðjur, sem Gunnar þakkaði jafnharðan. Þess má geta, að þrjú siðustu stórafmæli Gunnars Thor- oddsen, hafa fylgt i kjölfar ann- arra timamóta i lifi hans. Gunnar varð fimmtugur skömmu eftir að hann tók i fyrsta skipti við ráðherraem- . bætti, — hann varð sextugur Skyldi „Rúbluleiöarinn” frægi vera gleymdur? Hér mæta til veislu þegar hann hafði nýlega gefið ritstjórar Morgunblaösins, þeir Styrmir Gunnarson og Matthias sig aftur að stjórnmálum eftir Johannessen. langt hlé, og sjötugur verður hann nú — ellefu mánuðum eftir að hann stóð fyrir stjórnar- myndun, sem þótti meiri tiðindum sæta en flestar aðrar frá stofnun lýöveldisins. —P.M. Gunnar Thoroddsen sjötugur: i .Hiarglaldur melhafl r á mðrgum svlðum" m I 1 B m I § I i I i I i i I I i nss taas mhb mm kbs ob ae sti assa sasi hw

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.