Vísir - 30.12.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 30.12.1980, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 30. desember 1980 9 VtSIR HVAB SEGJA FORYSTUMENN FLOKKANNA VIB ARAMÖT? Visir hefur að venju leitað til forystumanna stjórnmálaflokk- anna við á ra mót og lagt fy rir þá nokkrar spurningar varðandi það ár, sem nú er senn á enda runnið og komandi ár. Spurningarnar eru þessar: 1. Hvaða stjórnmálaviðburð Is- lenskantelur þú markverðastan á árinu og þá hvers vegna? 2. Telur þú, að stjórnarmynd- unin i febrúar og klofningur f Sjálfstæðisflokknum hennar vegna munihafa varanleg áhrif á vettvangi stjórnmálanna? 3. Átt þú von á þvl, að þær efna- hagsaðgerðir, sem boðaðar hafa verið um áramótin, beri árang- ur og þá að hvaða marki? 4. Hvert er álit þitt á þróun stjórnmálanna á næsta ári? „UPPLAUSN GAGNVART VANDA- MÁLUNUM,, - segír Geir Hallgrímsson, lormaður Siáifstæðisflokks 1. Ég tel myndun rlkisstjórn- arinnar i febrúar markverðast- an stjórnmálaviöburö á árinu. Astæöan er ef til vill fyrst og fremst sú, aö stjórnarmyndunin var vitnisburöur um upplausn og uppgjöf gagnvart vandamál- um liöandi stundar, sem eftir- farandi reynsla af rikisstjtírn- inni hefur staöfest. Aö þessu leyti bar stjórnar- myndunin vitni sömu eftirgjaf- ar og stjórnarmyndunin i sept- ember 1978, þegar framsóknar- menn gengu kosningaloforöinu „Samningana i gildi” á hönd, þótt þeir vissu.aö útilokaö var aö efna þaö. 1 báöum tilvikum sögöu reyndir stjórnmálamenn eitt fyrir kosningar og geröu annaö eftir kosningar. önnur ástæöa er sú aö per- sónulegur metnaöur annars vegar, og freistingin aö kljúfa andstööuflokk hins vegar, leiddu þingmeirihlutann saman i bili, án þess að samiö væri um lausn ágreinings eöa vanda- mála. Þess vegna búum viö enn viö stjórnarkreppu sama eölis og hefur i raun staöið yfir i meira en tvö ár. 2. Ég vona ekki, þótt leiöir sjálfstæöismanna hafi skiliö i bili trúi ég þvi, aö þær muni liggja aftur saman. Málefnaá- greiningur er meöal sjálfstæöis- manna um afstööu til núverandi rikisstjtírnar, myndunar henn- ar, stefnu og starfa, en sá á- greiningur ristir ekki svo djúpt aö sameiginlegar hugsjónir um sjálfstæði þjóöarinnar, frelsi og framtak einstaklingsins megni ekki aö leiöa fylkingar aftur saman. Andstæöingar sjálf- stæöismanna munu skamma stund veröa höggi fegnir, hitta sjálfa sig fyrir, og falla á eigin bragöi. 3. Erfitt er aö spá um árangur aögeröa, sem enn hafa ekki séö dagsins ljós, en ef aö likum læt- ur og dæma má af fyrri aögerö- um rikisstjórna, er fylgja : vinstristefnu, þá veröa þær aö- eins sýndarmennska til aö fleytá rikisstjóminni frá einum ársfjóröungi til annars. 4. Ég tel aö hvorki þing né þjóö . geti lengur vikist undan vand- anum og veröi þvi aö einbeita sér aö lausn hans. Ég á þ vi von á viðburöarikri stjórnmálaþróun ánæstaárioglætlljós þáósk og von, aö tslendingar sýni þann þroska, þrótt og samhug, sem þarf til aö efla efnahagslegt og stjórnarfarslegt sjálfstæöi okk- ar i viösjárverðri veröld. „ORÐ HAFA REYNST MARKLAUS: - seglr Kjartan Jóhannsson, formaður Aihýðuflokksins 1. Sumir telja stjómarmynd- anir, formannaskipti I flokkum eöa alþýöusamtökum stórat- buröi á sviöi stjórnmálanna. Slikar skoöanir byggjast vafa litiö á misskilningi. Þaö eru undirstraumar stjórnmálanna, sem skipta mestu, atvik sem ekki veröa rakin til ákveöinnar dagsetningar, heldur birtast i hvunndeginum jafnóöum og timinn liöur. Merkasti stjórnmálaviöburð- ur þessa árs er vitanlega sá, aö orö og stefna stjórnarflokka- og flokksbrota hafa reynzt mark- laus. Forsætisráöherra og fylgi- sveinar hans gátu vitaskuld gerzt liöhlaupar ef þá lysti. Hitt er langtum merkilegra, að stefnan, sem þeir höföu boöaö skuli vera þeim einskis viröi og án þess aö afneita henni heldur þvert á móti sisverja fylgilag sitt viö grundvallarþætti henn- ar, skuli þeir standa fyrir stjórnarstefnu, sem á ekkert skylt viö orö þeirra og stefnu- boðun. Framsóknarflokkurinn talaöi mikið um niöurtalningu verö- bólgunnar fyrir kosningar. I rikisstjtírn reynist þetta tal ó- mark. Veröbólgan vex, en ráð- herrarnir sitja sem fastast hvaö sem loforðunum liöur. Einn af ráöherrunum þeirra setti reglu- gerð um aö út skuli flutt skip i staö innflutts, en hefur sföan forgöngu um aö brjóta þessa sömu reglugerö. Reglugeröin var greinilega bara sett i plati. Þannig mætti lengi telja. Þeir segjast vilja eitt en gera svo allt annaö. Alþýöubandalagiö sagöist vera eini flokkurinn sem stæöi vörö um kjör launafólks i land- inu og brigzlaöi öllum öörum um kauprán og þaöan af verra. Þeir voru lika aö berjast fyrir þvi. aö herinn færi. Herinn er auövitaö kyrr og viö erum á- fram I NATO, þótt þeir Alþýöu- bandalagsmenn vermi ráö- herrastólana. Hitt er þó öllu merkilegra aö á sama tíma og lifskjör rýrna um ca. 5% af völdum verölagshækkana hjá rikisstjórn þeirra, þá hafa þeir forgöngu um aö rýra kjörin enn frekar með sérstökum skatta- hækkunum á launafólk á sama tima og skattbyrði fyrirtækja, eins og islenskra aðai verktaka stórlétt. Gengislækkanir fordæmdu þeir. Samt hefur gengiö aidrei hrapaö jafn hrikalega og hjá þessari rikisstjórn, sem þeir segjast ráöa sérstaklega yfir. Allt ber aö sama brunni. Þaö sem þeir sögöust ekki vilja, þaö gera þeir. Þaö sem þeir sögöust vilja gera, þaö gera þeir ekki. Þessi allsherjar blekking Framsóknarflokksins, Alþýöu- bandalags og Sjálfstæöisflokks- ins I rikisstjórn er auðvitaö merkilegasti viöburöur ársins, sem tvimælalaust mun standa upp úr. þegar litiö veröur til baka. Mönnum getur þótt vænt um þessa menn, álitiö oröfæri þeirra hljóma vel eöa jafnvel vorkenntþeim.En þaö sem eftir stendur, er aö orö þeirra hafa reynzt marklaus. 2. Atburðurinn er einstæöur og mér vitanlega munu þess engin önnur dæmi, aö sami stjórn- málaflokkur telji sig bæöi i stjórn og stjórnarandstööu, meö þeim hætti sem hér er. Ég er sannfæröur um, aö þessi atburöur mun hafa varan- leg áhrif. Liklegast þykir mér að hann muni hafa vamaöar- gildi I framtiöinni, og til hans veröa vitnaö sem dæmis sem sé ekki til eftirbreytni og forðast beri. Að ööru leyti veröur aö telja þennan atburö bera vott um pólitíska sljóvgun, þar sem stefnumiö hverfa og vegtyllu- kærleikur nær yfirhöndinni. Sjálfstæöisflokkurinn er vita- skuld ekki stjtírnmálaflokkur lengur i venjulegum skilningi, hvaö þá sú kjölfesta islenzkra stjórnmála, sem hann hefur gjarnan viljaö teija sig. Sam- ne&iaralausir eru þar Haukdæl- ir, Sólnesar, Geirsmenn, Thor- oddsenar og einkismenn. Sumir fylgja foringum sinum, en flest- ir bara sjálfum sér. Opinberun þessarar sundrunrungar sem alltaf hefur veriö fyrir hendi mun vitaskuld lfka hafa varan- leg áhrif. 3. Þjóöarinnar vegna hlýt ég aðvona, aöstjórninni auönist aö setja fram marktækar aögeröir Iefnahagsmálum. Ég verö þó að játa, aö ég er ekki sérlega bjart- sýnn á, aö þær aögeröir sem til kann aö veröa gripiö, reynist svo gagnsamar sem nauösyn ber til. Styöst ég þá viö reynsl- una af rikisstjórninni og þá aug- ljóisu staöreynd aö sundrungu sina hefur hún falið á bak viö þegjandahátt og aögeröarleysi. 4. Ég vil vona.aö þau þróist til jákvæörar áttar. Þaö felur i sér aukinn skilning á þvi aö skækla- tog og hagsmunapot á kostnað heildarinnar er óþjóöhollt. Þaö felur I sér aö hvorki selji menn sannfæringu sína fyrir fé né vegtyllur. Von min er sú, aö æ fleiri fái séö aö I heilan áratug hefur ver- iðfylgt rangri stefnu i efnahags- og atvinnumálum. Trú min er sú, aö vinnandi fólk muni i æ rikara mæli gera þá kröfu aö breytt verði um stefnu I at- vinnumálum, þannig aö stefnan miðist viö aö bæta lifskjörin i landinu i staö þess aö rýra þau, aö vinnandi fólk muni segja æ skýrar aö misréttiö i húsnæöis- málum, lifeyrismálum og skattamálum veröi ekki þolaö. Ég er sannfæröur um-aö kraf- an um þaö, aö oröum skuli fylgja efndir fær aukinn styrk á komandi ári. VALDATAKA LEIFTUR- SÚKNARINN- AR HINDRUÐ - seglr Svavar Gestsson, formaður Alðýðubandalagslns 1. Myndun núverandi rikis- stjórnar. Fyrir lá aö ekki var unnt að mynda stjórn meö „heföbundnum” hætti og ekki heldur starfhæfa minnihluta- stjórn. Embættismannastjórn blasti viö, utanþingsstjóm. Slik stjórn heföi framkvæmt leiftur- sókn gegn lifskjörum i skjóli Sjálfstæöisflokksins og Alþýöu- flokksins, húnheföi dregiö Ur fé- lagslegri þjónustu, skert sam- neyslu, skapaö hættur á at- vinnuleysi og rýrt kaupmátt launa. Þar meö heföi skapast grundvöllur fyrir afturhalds- stjóm innan þings á ábyrgö aft- urhaldsaflanna I borgaraflokk- unum þremur. Auk þessara tiö- inda má nefna marga aöra viö- buröi eins og forsetakosning- amar, kjarasamningana og af- hjúpun á viðskiptaháttum Alu- suisse, svo fátt eitt sé nefnt. 2. Þessari spurningu veröur ekki svaraö öömvisi en játandi og til þess liggja augljös rök. 3. Ég á von á þvi.aö þær beri árangur að þvl marki aö þaö dragi Ur veröbtílgu frá þvi sem yröi aö óbreyttu og að kaup- máttur og lifskjör yröu þar af leiðandi betur tryggð en ella væri. 4. Ég tel aö horfur á næsta ári séu sumpart góöar, ef áfram tekst að koma i veg fyrir valda- töku leiftursóknarinnar og frek- ari innrás erlends auömagns i islenskt þjóölif. Ýmsar blikur eru þó á lofti: vaxandi atvinnuleysi i ná- grannalöndunum, hækkandi oliuverö og i'skyggilegt vopna- skak hernaöarbandalaganna. Jafnframt er ljóst aö sterk öfl hér á landi eru reiðubúin til þess aö stuöla aö auknum hernaöar- umsvifum Bandarikjamanna hér á landi. „Alvarlegri sfjórnar- kreppu afstýrt” - seglr Tomas Árnason. varaformaður Framsóknarflokksfns 1. Ég tel þaö vera myndun rfk- isstjtírnar Gunnars Thoroddsen vegnaþess, aö þá varafstýrtal- varlegri stjórnarkreppu. Al- þingi haföi nánast gefist upp á aömynda starfhæfa meirihluta- stjórn og stjórnin hefur á stefnuskrá sinni aö takast á viö hinaháskalegu veröbólgu. Þrátt fyrir andstæö skilyröi, hefur tekist viönám viö veröbólguna, en eftir er þrautin þyngri aö lækka hana miklu meira en Ur 61% niður i 50% frá upphafi tii loka árs. 2. Um þaö er erfitt aö segja. Klofningurinn i Sjálfstæöis- flokknum hefur veriö aö búa um sigalllengi en ólik öfl takast þar á, aö mlnu mati. Já, ég held aöþessi klofningurhafi talsverð áhrif á framvindu stjórnmál- anna, en hversu varanleg? Um þaö vil ég ekki dæma. 3. Ég vona, aö rikisstjórninni takist aö gera ráöstafanir i tengslum viö gjaldeyrisbreyt- inguna, sem valdi hjöönun verö- bólgunnar, án þess aö stofna til mikilla truflana i efnahags- og atvinnumálum. — Ég vona þaö. 4. Þaö fer aö minu mati alger- lega eftir þvi, hvernig til tekst um aðgeröir I efnahagsmálum nú um áramótin og einnig eftir þvi hvernig almenningur tekur þeim aðgeröum. Þar á meöal hvort aöilar vinnumarkaöarins vilja vinna meö rikisvaldinu i einlægni aö hjöönun veröbólg- unnar. I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.