Vísir - 30.12.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 30.12.1980, Blaðsíða 14
14 VÍSIR Þriðjudagur 30. desember 1980 lese ndurhafaoiöið llliiiiiiiIipjiSi Barnasaga útvarps á jólaúag: „Ljótasta saga sem ég hef heyrt” Gróa Einarsdóttir hringdi: Mig langar til aB spyrja for- ráöamenn rikisiitvarpsins hvort þeir geti ekki fengið einhvern annan til aö lesa fyrir börnin á jóladag en Gunnvöru Braga. Ekki nóg með það, að málfari hennarsé þannig háttaöað börnin eigi erfitt með að skilja hana, heldur þurfti hún einnig aö lesa þáljótustu sögu sem ég hef heyrt. Það hefur sjálfsagt átt að vera eitthvað fyndiö að lesa sögu sem þessa. En hverjum finnst sniðugt að heyra frásögn af manni sem drekkir konu og það lesið upp á sjálfan jóladag? Mér finnst ekki ná nokkurri átt aö hleypa svona óþverra inn i útvarpið, og á þaö ekkiaðeins viðá heilögum jólum, heldur alltaf! Aftur á móti langar mig til að koma á framfæri þakklæti til Gunnvör Braga Bryndis Schram hennar Bryndisar Schram fyrir „Stundina okkar”, sem einnig var á jólunum. Það var reglulega fjörugur og skemmtilegur þáttur sem gaman var að horfa og hlusta á — og þá gátu krakkarnir hlegiö. Mig langar að lokum til að spyrja hver liti eftir sögulestri i útvarpinu. hvernig sögurnar séu valdar og hvort ekki sé fyrirhug- aðaö taka upp meira eftirlit með þessum þætti dagskrárinnar? „Þú ert einn í heiminum, góurinn” Ævar Örn Jósepsson skrifar: Einhver sem kallar sig pönkara ritaði bréfkorn eitt í Visi á mánu- dag 22. desember sl. þar sem hann fárast yfir heimsku ein- hvers sem kallar sig G. Tómas- son. Nú hef ég ekki gerst svo frægur aö lesa það umrædda bréf, en af bréfi pönkarans má helst ráða aö hann sé litt meiri gáfumaöur sjálfur. Einstefnusjónarmiö það sem fram kemur 1 bréfi hans bendir ekki til þess að hann hafi sjáifur þaö tónlistarvit, sem hann segir G. Tómasson skorta. Þeir sletta skyrinu sem eiga það, eða hvað? Það hefur aldrei þótt heilla- drjúgt aö lfta aðeins á eina hliö málsins, þá er manni sjálfum list best. Þaö verður að taka hinar með i reikninginn, t.d. lesa allir góðir pólitikusar málgagn and- stæðingsins. Pönkarinn virðist ekki skilja þessa einföldu ,,ló- gik”, annars skrifaöi hann trauöla aðra eins endemisvit- leysu sem þetta bréf. Hann ætti að halda sig frá pennanum uns hann hefur skilið hana til fulls, þvi með skrifum sem þessum vinnur hann málstaö sinum ein- göngu ógagn. Menn sem væna aðra um fá- fræöi, ihaldssemi, heimsku og aðra slika lesti, ættu að ganga úr skugga um að þeir séu ekki sjálfir haldnir þeim. Persónulega hef ég ekkert á móti Utangarðsmönnum og viðurkenni að þeir eru ágætir A SINU SVIÐI. En það að Utan- garösmenn séu góðir, þýðir ekki aðaðrir séu lélegir. Og að ætla aö jafna þeim og þeirra likum við Bitlana er hreinasta fásinna — það held ég að flestir hugsandi menn geti verið mér sammála um, jafnvel einnig meðlimir Utangarösmanna (ég vona að þeir séu hugsandi) Að viðurkenna hljómsveit sem góða hljómsveit og að hafa gam- an af tónlist hennar þarf ekki endilega að fara saman. Þannig viðurkenni ég Utangarðsmenn sem ágætis náunga innan síns sviðs eins og áöur sagöi, en hef ósköp li'tið gaman af þeim. Þaðeru hinar frábæru ballöður Bitlanna og ýmislegt léttmeti frá þeim, sem pönkarinn grundvallar sina fáránlegu „súkkulaöimú- sik”kenningu á. Hann hlýtur aö eiga eitthvaö erfitt á andlega sviöinu, ef hann getur ekki sætt sig við þaö sem er FALLEGT og HREINT og veröur (e.t.v. hann fái eitthvert „kikk” út úr þvi) að troða það i skitinn. Ef Bitlamir eru gervigæjar, þá eru Utangarðsmenn og aörir pönkarar, ásamt velflestum öör- um músiköntum heimsins I dag, sem hafa rokk á stefnuskránni, ekkert annað er eftirlfking af gervigæjum. Þú, kæri pönkari, ættir að pæla aöeins í Bitlunum og þá muntu finna allar nútima- stefnur i rokkinu og bitastæða texta. Og þó þú hafir ekki gaman af þeim þá ættiröu aö taka þá I tölu „góöra hljómsveita” þvi annars tekur enginn mark á þér. Þú ert einni heiminum, góurinn. Og það er ég viss um að hálfguð islenskra pönkara, Bubbi Morthens, er mér sammála þegar ég segi, að þegar meta á hvort um góöa tónlist er aöræða.á ekki fyrst og fremst að fara eftir þvi hvort manni þyki gaman að henni eða ekki. Næst þegar þú gripur til penn- ans til skrifta á svona bréfi, vertu þá orðinn aðeins gáfaðri sjálfur en þeir, sem þú vilt skamma — annars hlæjum við bara aö þér. flumingjaskapup borgaryflrvalda P.R. hringdi: „Ég vildiaðeins vekja athygli á þeim aumingjaskap borgaryfir- valda, sem hefur viögengist undanfarin ár að geta ekki haldið gatnakerfi borgarinnar I góðu ásigkomulagi, þótt örlltiö snjói af og til. Við heyrum minnst á stór- kostlegar upphæðir sem kosti að snjómoka göturnar, en á sama tima eru Reykvikingar að hamast viö bila slna, sem standa fastir I innkeyrslum, þótt hundruö ibúa þurfi að fara um sömu innkeyrsl- una viða um borgina. Þetta getur varla gengið lengur án þess að spurt sé, hvert allur þessi um- ræddi kostnaður fari. Er ekki hægt aö sjá svo um að viö borgar- búarfáum þá sjálfsögðu þjónustu að við getum ekið um þær götur og innkeyrslur, sem við greiöum gatnageröargjöld fyrir. Ég er ekki frá þvl aö borgin geti gert betur i þessu efni ef hún aöeins skipuleggur betur starfsemi sina. Annar þáttur er einnig áber- andi I vetur, það er hve illa borgarbúar eru undirbúnir snjó- komu. Bilar margra eru á flötum dekkjum, þótt komið sé fram á miðjan vetur, og eigendurnir þrjóskast viðað skipta og treysta á velvild náungans til þess að pústa og nudda i tikurnar, sem aðeins stöðvar umferð enn frek- ar.” LÖGGÆSLA TIL FYRIRMYNDAR 5051-5516 hringdi: Ég vil, sem einn af þeim sem þráfaldlega áttu leið um bæinn fyrir þessi jól, þakka lögreglunni þau ágætu störf sem hún vann þessa daga viö erfiö skilyrði. Það þarf mikla árvekni til að ekki takist illa til i allri þeirri um- ferð bifreiða og gangandi fólks siöustu dagana fyrir hátiðina. Ég veitti þvi athygli á ferð minni um bæinn, að alls staðar voru lög- regluþjónar tilbúnir til að rétta þeim hjálparhönd og greiða fyrir umferðinni á allan hátt til að vel mætti til takast. Fannst mér framkoma þeirra sem ég sá til, vera hreint til fyrir- myndar. Aldrei sást neinn þeirra skipta skapi, þrátt fyrir misþolin- móða vegfarendur, sem sumir hverjir virtust vera á þeirri skoð- un að sllk gæsla væri með öllu óþörf. Ég vil bara biöja fólk aö hafa þaö hugfast, aö ef viö byggjum ekki við svo ágæta og trausta lög- gæslu sem raun ber vitni, þá myndi ef til vill ekki öllum hafa farnast eins vel og raun hefur orðið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.