Vísir - 30.01.1981, Síða 2

Vísir - 30.01.1981, Síða 2
2 Finnst þér peningarnir endast verr en áður eft- ir myntbreytinguna? Edda Ingolfsdóttir, húsmóðir: Endast þeir nokkurn tima? Ann- ars er varla aö marka þaB ennþá, þetta er sá timi þegar flestir eru peningalausir. SigrfOur Asbjörnsdóttir, húsmóO- ir: Ég finn enga breytingu. Pen- ingarnir endast hvorki betur né verr en fyrir breytinguna. Olafur Thor Friöriksson, verslunarmaður: Ég er ekki frá þvi aö þeir séu heldur ódrjígri. Auk þess finnst mér allt þetta „klink” heldur leiöinlegt. Kristmann Jónsson, sjómaöur: Ég er ekki á þvi. Ég held frekar aö manni halchst betur á þeim, þó upphæðirnar séu smærri. Þegar ég lit I veskiö og sé aö ég er aöeins meö nokkra tugi króna, loka ég þvi alveg. Steingrímur Kristjónsson, lager- maöur: Mér helst heldur verr á peningun- um. Þaö er kannski vegna þess aö maður er ekki farinn aö þekkja alveg inn á nyju myntina. vtsm Föstudagur 30. janúar 1981 „ALLS EKKI GENGIÐ NÆRRI FÚLKI MED SPIIRNINGUM - segir Gunnar Eyflai, formaöur Mannlalsnefndar i Reykjavik Mér finnst algerlega ástæöu- laust af fólki að hræöast að mann- talið sé þáttur i persónunjósnum. Ég get ekki séð að I þvi sé ein ein- asta spurning sem talist gæti hættuleg i þeim efnum”, sagði Gunnar Eydal, skrifstofustjóri borgarinnar, en hann er jafn- framtformaður manntalsnefndar I Reykjavik. — Hvernig gekk dreifing eyöu- blaöa i Reykjavik? „Eyðublöðin voru borin út á miðvikudagskvöld og gekk dreif- ingin mjög vel og var áberandi hvað teljurunum var vel tekið af fólki, þó þar hafi að sjálfsögðu verið örfáar undantekningar. Að visu mistókst dreifingin að hluta i einu hverfi það er i Seljahverfi, en ætlunin var að bæta úr þvi i gær”. Gunnar sagði, aö teljarar væru hátt i þrettán hundruð og á sunnu- daginn yrðu um fjórtán hundruð manns starfandi við manntalið i Reykjavik. „Þetta er mikil framkvæmd, en við höfum ekki orðið varir við neina hnökra á skipulaginu — á það reyndi verulega á miðviku- daginn”. — Hvað með þá kenningu, að þetta séu ekkert annað en per- sónunjósnir? „Alt frá þvi árið 1920 hafa margoft verið tekin manntöl og hafa þau öll veriö i svipuöu formi. Manntalið, sem nú er tekið, er einnig mjög svipað þeim mann- tölum, sem tekin eru i okkar ná- grannalöndum og margar spurn- inganna eru samræmdar milli landa. Mér finnst engan veginn nærri fólki gengið — engin spurn- inganna finnst mér varða hagi fólksins á þann hátt, að það sé verið að brjóta á persónufrelsinu meö þvi að skylda það til að svara spurningunum. Þá verður að taka til greina hvernig meðferðin á þessum skýrslum er. Skýrslurnar fara til Hagstofunnar og starfsmenn Hagstofunnar og teljarar, sem vinna við manntalið, eru bundnir þagnarskyldu. Þá fer úrvinnslan þannig fram, aö engin nöfn eru þar á bak við. Með spurningunum er ekki verið að negla hvern ein- stakan mann niður, heldur verið að fá fram heildarniðurstöður. Þessar niðurstöður geta orðið mjög mikilvægar fyrir borgina og sveitarfélögin, til dæmis i sam- bandi við skipulagmál”. Gunnar Eydal er 37 ára gamall og lögfræðingur að mennt. Hann er kvæntur Ásgeröi Ragnarsdótt- ur og eiga þau þrjú börn. —ATA Gunnar Eydal, skrifstofustóri borgarstjórnar og formaöur Manntalsnefndarii Reykjavik. Visismynd: EÞS sandkorn Ingi R. Helgason, ráó- herra á langferðum. Leynlferðlr inga R. Háum og grönnum manni, silfurhærðum. sást bregða fyrir á götum borgarinnar i gær. Fólk sneri sér ósjálfrátt við og horfði á eftir þessum tignarlega manni sem hafði yfir sér alþjoðlegt yfirbragð. — Ætli þetta sé einn af nýju ráðherrum i stjórn Reagans, spurðu sumir, en aðrir töldu að þetta væru háttsettur starfsmaður Aiþjóða- bankans eða Sameinuðu þjóðanna. Giöggur maður sagðist hins vegar bera kennsl á manninn. Þetta væri Ingi R. Helgason, sem eitt sinn hefði verið lögfræð- ingur hér i borg, en siðan tekið við starfi sem leyni- legur yfirráðherra rikis- stjórnarinar varðandi viðskipti og sambönd við önnur lönd. Sagðist þessi maður, sem eitt sinn vann i einhverju ráðuneyt- anna, hafa heyrt hvisling- ar um, að von væri á Inga til landsins um þessar mundir úr mjög leyni- legri sendiför til Bret- lands og Bandarikjanna. Mun sú för hafa verið farin i sambandi við ál- sukkið hræðiiega, en urp- ljóstranir Inga og undir ráðherra hans varðandi það mál skekja nú undir- stöður hins vestræna pen- ingaheims. Ekki er vitað hve lengi Ingi R. Helgason mun dvelja hér á fornum slóð- um að þessu sinni, en við gerð næstu fjárlaga verð- ur hárri fjárhæð úthlutað til að standa straum af ferðakostnaði fyrr- verandi lögfræöings al- þýðunnar. • Vitlaus Þorsteinn í Sandkorni i gær var drepið á að Þorsteinn Jónsson kvikmyndagerð- armaður hefði keypt hús það sem Keli Valda gaf Alþýðusambandinu á sin- um tima. Nú hefur komið i ljós aö þetta er vitiaus Þor- steinn. Sá sem keypti húsið var Þorsteinn Jóns- son forstöðumaður Lista- safns alþýðu og eru þeir nafnar beðnir afsökunar á þessum ruglingi. Þá fullyrðir Haukur Már Iiaraldsson blaða- fulltrúi ASt að það hafi verið rangt aö tala um brask i sambandi við þetta hús, eins og gert var i Sandkorni. ASt hafi fengið húsið að gjöf.fram- selt það Menningar- og fræðsiustofnun alþýðu sem hafði siðan maka- skipti viö Alþýðubankann sem svo seldi Þorsteini húsiö. Kannski að það sé full- komiðsagt, að kalla þetta brask, en húsið hefur greinilega veriö á fleygi- ferð I aiþýðukerfinu. Siija i 200 ár Lesandi Sandkorns sendi þesa úrklippu úr Þjóðviljanum ásamt þeirri fullyrðingu, að hann tryöi þvi vel, að kon- an sem myndin er af væri búin aö skrifa i 200 ár. Það sem menn geta verið andstyggilegir, ég segi nú ekki annað. • Áskrift Dorgar síg t dag verður dregið í á- skrifendagetraun Visis, sem vakið hefur mikla at- hygli. En þótt Coltinn verði dreginn út i dag þá er eftir að draga um annan bíl og sumarhús, svo þeir sein ekki hreppa Coltinn þurfa ekki að örvænta strax. Guðmundur G. Iiall- dórsson á liúsavik er þekktur hagyrðingur. Hann var að hlusta á aug- lýsingar i útvarpi um á- skrifendagetraunina og varð þá að oröi: Þétt og öruggt leitar lags leysist sérhver vandi. Vitkast þú ef verður strax Visisáskrifandi. Nýjung i lasleignasölu Toppíbúð á 5. hæö í 'blokk í Kópavogl. 135 fm. að stærð. Tvennar svallr. Glæslleg íbúð. Bílskýll. Safnplata Maglc Reggae frá K-Tel verður kynnt I kvöld en hún inniheldur 20 þrælgóö reggae-lög með nokkrum af j helztu postulum reggaeslns. Meðfylgjandi úrklippa er úr augiýsingu fast- eignasala i Morgunblað- inu i gær. Einhver tregða mun hafa veriö i sölu fastcigna að undanförnu og þvi er það skiljanlegt að öll ráð séu notuð til að fá fólk til að skoða ibúðir. Við vonunt aö sam- kvæmið i gærkvöldi hafi tekist vel. ^ Jónas um orkuskortinn Ýmsum gengur illa að kyngja þvi þegjandi að hér á iandiskuli vera raf- orkuskortur. Er það að vonum, eins og búið er að fjasa um hina „óþrjót- andi orku i fallvötnum iandsins" i tima og ótima. ' Og svo er rafmagnið bara allt I einu að verða búið. einmitt þegar maður heldur að allt sé orðiö löðrandi i raforku og varla óhætt að fara út undir bert loft af ótta við að fá straum. En það eru ýmsar skýr- ingar uppi um ástæöur orkuskortsins. Jónas Guðmundsson sagði mér á förnum vegi um daginn, að þetta mál mætti leysa bæði fljótt og vel. Þegar ég baö um nánari skýr- ingar sagði Jónas: — Ef hann Hjörleifur okurmálaráðherra tæki sig til og skipaði öllum nefndunum, sem hann hefur komið á fót, aö vinna bara við dagsijós, þá væri orkukreppan leyst. Jónas kann ráð við vand- anum. Fer Hjörleifur að ráðum Jónasar? Sæmundur Guövinsson ttlaðamaður skrifar

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.