Vísir - 30.01.1981, Síða 9
Föstudagur 30. janúar 1981
VÍSIR
Verðstöðvun hætt 1.
maí.
1 l.gr. bráðabirgðalaganna er
bannað að hækka verð vöru og
þjónustu nema með leyfi rikis-
ins og er þessi grein orðrétt tek-
in úr 7. gr. laga frá 1978 um
kjaramál, sem verðstöðvunin
hefur hingað til byggst á. Þó er
ein breyting gerð á. Samkvæmt
bráðabirgðalögunum skal verð-
stöðvunin aðeins standa til 1.
mai.
Hvergi er rætt um herðingu
eða aðrar breytingar á fram-
kvæmd verðstöðvunar. Munur-
inn er sá einn að samkvæmt
bráðabirgðalögunum skal verð-
stöðvun lokið 1. mai n.k.
ítrekun hávaxtastefnu.
Þvi hefur verið haldið fram að
með bráðabirgðalögunum snúi
rikisstjórnin frá hávaxtastefn-
unni, sem hún hefur hingað til
fylgt. í raun er þetta þveröfugt
Rikisstjórn Gunnars Thoroddsens: Hvað felst i reynd ibráðabirgðalögum hennar?
Jöfn sklntl eða hvað?
Þess hefur gætt i umræðum
jafnt manna á meðal og i fjöl-
miðlum aðmisjafn skilningur er
á þvi hvað felist i bráðabirgða-
lögum þeim sem rikisstjórnin
setti um áramótin. Þannig hafa
sumir skilið þau svo m.a. að i
þeim felist hert verðstöðvun, af-
nám raunvaxtastefnu, niður-
felling ákvæða Ólafslaga um
skerðingu verðbótavisitölu á
neöanmóls
Finnur Torfi Stefáns-
son fjallar hér um
bráðabrigðalög rikis-
stjórnarinnar og segir,
að innihald þeirra sé að
ýmsu leyti allt annað
en fram hafi komið í
fjölmiðlum.
laun og fleira góðgæti. Hafa
dómglaðir fréttamenn sjón-
varps m.a. orðið til þess að
flytja þjóðinni þessi gelðitiðindi,
en stjórnarsinnar talið þau
sönnun þess að launþegum séu
boðið upp á jöfn skipti á móts
við kjaraskerðinguna sem i
bráðabirgðalögunum felst.
Það er þvi ástæða til að huga
að þvi hvaða bráðabirgðalögin
sjálf segja um þessi efni svo
ekki þurfi að byggja á þvi ein-
vörðungu sem rikisfjölmiðlarn-
ir halda fram.
þvi að i bráðabirgðalögunum er
einungis að finna yfirlýsingu
um að stjórnin muni koma á enn
frekari verðtryggingu á þessu
ári en henni tókst að koma i
verk á siðasta ári.
Um þetta efni segir svo i 2.gr.
bráðabirgöalaganna „Vaxta-
ákvarðanir skulu við það mið-
aðar, að fyrir árslok 1981 verði
komið á verðtryggingu spari-
fjár og inn og útlána...”
Þessu til skýringar má rifja
það upp að i ólafslögum er að
finna stefnuyfirlýsingu um að
raunvöxtum skuli komið á fyrir
árslok 1980. Rikisstjórnin náði
þessu marki ekki til fulls á sið-
asta ári og gat að sjálfsögðu lát-
ið þar við sitja. Með bráða-
birgðalögunum hefur rikis-
stjórnin hins vegar tekið þann
kostinn að herða róðurinn, og
bæta það upp með vaxtahækk-
unum á þessu ári er á skorti á
siðasta ári. í 3. gr. bráðabirgða-
laganna er ákvæði um að stofna
skuli til verðtryggðra sparifjár-
reikninga sem binda má til 6
mánaða og er það gott mál og
sjálfsagt. Þá er í 4. gr. þvi lýst
hvernig kjaraskerðingin skuli
framkvæmd á landsfólkinu og
verður sú grein ekki tilefni til
frekari umfjöllunar að sinni. Er
þá komið að 5.gr. bráðabirgða-
laganna þar sem nánar er lýst
finni blæbrigðum kjaraskerð-
ingarinnar og hvernig með skuli
fara á hverjum tima og eftir þvi
hver á f hlut.
Ólafslög i fullu gildi
Aður en lengra er haldið er rétt
að rifjuð séu upp svonefnd skerð-
ingarákvæði ólafslaga nr. 13 frá
1979. Þau ákvæði er að finna i 50.
og 51. gr. laganna. Er i 50. gr.
boðið að koma skuli til frádráttar
verðbötavisitölu sú hækkun bú-
vöruverðs sem stafi af hækkun á
vinnulaunum bænda og ennfrem-
ur hækkun á verði áfengis og tó-
baks. 1 51. gr. er ákvæðið um við-
skiptakjaraviðmiðun, þar sem
svo er lagt fyrir að versnun við-
skiptakjara komi til lækkunar
verðbótavisitau en bati i við-
skiptakjörum til hækkunar.
Þvi hefur verið haldið fram að
með bráðabirgðalögunum séu
þessiskerðingarákvæði ólafslaga
úr gildi felld og komi það á móti
kjaraskerðingunni sem áður var
rædd. Þess vegna sé um jöfn
skipti að ræða. Skal hér áynt fram
á að þessi skoðun er á misskiln-
ingi byggð og skerðingarákvæði
Ólafslaga halda fullu gildi sinu,
örugglega I lengd og að likindum
einnig i bráð.
í bráðabirgðalögunum eru eng-
inákvæði um niðurfellingu skerð-
ingarákvæða ólafslaga. Þau
gilda þvi að fullu, nema að þvi
leyti sem 5. gr. bráðabirgðalag-
anna kann að vikja þeim til hlið-
ar. 5. gr. er timabundið ákvæði og
tekur einungis til þess sem gerist
á ti'mabilinu 1. mars til og með 1.
desember 1981. Það er þvi alveg
ljóst að skerðingarákvæði Ólafs-
laga munu gilda að loknum þeim
tima sem 5.gr. tekur til ósnert
þ.e. eftir 1. des. næstkomandi. Þá
er það tekið fram i 5. gr. að skerð-
ingarákvæðin eigi að gilda til 1.
mars.
Hér kemur þvi einungis til álita
hvaða áhrif ákvæði þessi muni
hafa á verðbætur 1. júni, 1.
september og 1. desember næst-
komandi.
9-10% kjaraskerðing
Til þess að huga að þessu verð-
ur ekki hjá þvi komist að birta
orðrétt texta 5.gr. og er það gert
með hálfum huga að bera þvilikt
kraðak fyrir augu fólks. Fyrsta
málsgrein 5. gr. hljóðar:
„A timabilinu 1. mars til 31.
mai 1981 skal greiða verðbætur é
laun, eins og þau eru I ársbyrjun,
i hlutfalli við breytingu visitölu
framfærslukostnaðar frá grunn-
tölu hennar i janúarbyrjun til
febrúarbyrjunar 1981. Þó skulu
verðbætur á laun 1. mars 1981
ekki vera meira en 7 prósentu-
stigum lægri en orðið hefði sam-
kvæmt ákvæðum laga nr. 13 1979.
A hverju þriggja mánaða timabili
frá 1. júni, 1. sept. og 1. des. 1981
skal siðan greiða verðbætur á
laun samkvæmt hlutfallslegri
breytingu á visitölu framfærslu-
kostnaðar frá 1. febr. til 1. mai, 1.
mai til 1. ágúst, og 1. ágúst til 1.
nóv. 1981.”
A mæltu máli þýðir þetta, að 1.
mars næstkomandi skal skerða
verðbætur á laun um 7 prósent til
viðbótar þeirri skerðingu sem
leiðir af ólafslögum og er hún nú
metin rUm 2%. Launþegar fá þvi
9-10 prósent kjaraskerðingu 1.
mars.
Af tilvitnaðri klausu er litið
unnt að ráða með vissu um örlög
skerðingarákvæða Ólafslaga 1.
júni, 1. sept, og 1. des. Liggur þó
beinast við sá skilningur að þar
sem þau eigi að gilda 1. mars
muni svo einnig vera um hinar
dagsetningarnar enda er ekkert
annað tekið fram.
önnur málsgrein hinnar titt-
nefndu 5. gr. bráðabirgðalaganna
hljóðar svo.
Við Utreikning á breytingu visi-
tölu framf ærslukostnaðar sam-
kvæmt fyrstu málsgrein skal
miða við hana að frádregnum
áfengis- og tóbaksliðum. „Um
þetta er lftið aö segja annað er
það, að þetta ákvæði er hliðstætt
einu skerðingarákvæða Ólafs-
laga, er fyrr var nefnt og virðist
koma fram hér aftur sú sérkenni-
lega nýja löggjafarstefna að setja
mörg lög um sama efni.
Hálaunum hampað
Er þá komið að þriðju og sið-
ustu málsgrein 5. gr. og hljóðar
hún svo.
„Verðbætur 1. júni, 1. septem-
ber og 1. desember á þann hluta
dagvinnulauna, sem er yfir 725
þúsund krónur á mánuði, eða
hliðstæð vikulaun og timalaun,
skulu skerðast skv. ákvæðum 50.
gr. laga nr. 13 1979 (Ólafslög
innsk. mitt) og breytist þessi við-
miðunartala til samræmis við á-
orðna hækkun verðbótavisitölu”.
Með öðrum orðum þá skal sam-
kvæmt þessu skerða mánaðar-
laun hærri en 735 þúsund eftir 50.
gr. ólafslaga á tilgreindum dðg-
um. Hins vegar virðist ekki eiga
að skerða þessi laun eftir 51. gr.
ólafslaga, en sú grein geymir
viðskiptakjaraákvæðiö sem áður
var nefnt. Þá erljósísamkv þessu
að þau iaun sem þriöja máls-
grein 5.gr. nær ekki til, þ.e.a.s.
mánaðalaun sem lægri eru en 725
þúsund, eiga að skerðast bæði af
50. og 51. gr. ólafslaga.
Niðurstaðan er þvi þessi dregin
saman i hnotskurn: Skerðinga-
ákvæði ólafslaga gilda um öll
laun 1. mars næstkomandi. Þau
gilda um öll laun eftir 1. desem-
ber n.k. Þau gilda um laun lægri
en 725 þúsund allan timann- Þau
gilda aðeins að hluta um laun
hærri en 725 þúsund 1. júni, 1.
september, og 1. desember. Eins
og sjá má er 5. gr. óljóst orðuð og
umdeilanlegt hvað i henni felst,
en sá skilningur sem hér hefur
veriðlýst virðist nærtækastur. Og
það blasir við að sá sem telur sig
fá réttarbætur og jöfnskipti með 5.
gr. er á hálum is. Ef mönn-
um finnst þessi niöurstaða frá-
brugðin þvi sem sagt hefur verið i
blöðum og sjónvarpi er rétt að
taka fram að það eru lögin en ekki
fjölmiðlarnir, sem stjórnvöld
fara eftir.
Nýlr sérkjarasamningar á Akureyrl:
FOSTRUR HAFA Þð EKKI
FALLIB FRA UPFSÖGNUM
„Við tókum enga afstöðu til
samninganna, hvorki með eða á
móti. Við viljum skoða þá betur
en endanleg afstaða verður tek-
in á fundi á laugardaginn’’ sagði
Ragnheiður ólafsdóttir fóstra á
Akureyri i samtali við Visi.
Eins og fram hefur komið i
fréttum Vfsis hafa fóstrur á
Akureyri sagt upp störfum og
koma uppsagnirnar til fram-
kvæmda nú um mánaðamótin. 1
fyrradag náöustsérkjara samn-
ingar milli Akureyrarbæjar og
Starfsmannafélags bæjarins
sem meðal annars fela i sér
samninga um laun og kjör
fóstra. Samkvæmt þeim hækka
laun þeirra i raun um tvo flokka
og auk þess er gengið til móts
við kröfur þeirra um undirbún-
ingstima á vinnustað, sam-
kvæmt upplýsingum Erlings
Aðalsteinssonar, formanns
STAK.
Eins og fram kom i upphafi
fréttarinnar hafa fóstrurnar
ekki tekið afstöðu til samning-
anna og þvi ekki vitað hvort þær
draga uppsagnir sinar til baka
eða hvort dagheimilum og leik-
skólum verður lokað um helg-
ina.
1 heild fela sérkjarasamning-
arnir i sér nokkra tilfærslu milli
launaflokka. Lætur nærri að
einn af hverjum fjórum hækki i
launastiganum, samkvæmt
upplýsingum Erlings. Þá fær
háskólamenntað fólk laun i
samræmi við nýlegan kjaradóm
um laun háskólamanna hjá rik-
inu og þýðir það um 6% launa-
hækkun.
—SG/GS Akureyri