Vísir - 30.01.1981, Side 27

Vísir - 30.01.1981, Side 27
Föstudagur 30. janúar 1981 27 VlSIR i L. GÖNUHLAUr Gamla Bíó: Þolraunin mikla Leikstjórn og handrit: Steven Hilliard Stern Myndataka: Laszlo George Aðalleikarar: Michael Douglas/ Susan Anspach/ Jennifer McKinney og Eugene Levy Bandarísk/ árgerð 1980 Hann hefur hætt i ótal skólum og ótal störfum en á sjálfstæöa og duglega eiginkonu sem séö hef- ur fjölskyldunni farboröa. Nú gerist Michael þreyttur á aö húka heima eöa starfa aö fram- færslu afkvæma sinna og hyggst halda út i heim aö leggja dreka aö velli. Hann ætlar aö vinna maraþonhlaupiö á Ólympiu- leikunum i Montreal. Michael skilur viö eiginkonuna Janet til aö geta hlaupiö sem mest hann má og hún tekur aö Ihuga nýtt hjónaband. Forsendur fyrir skilnaöi Andropolis-hjónanna eru harla óljósar. Michael vill hlaupa og þau eru bæöi hálf stúrin yfir undangengnum vixl- sporum Michaels á sviöi at- vinnu- og skólamála. Hins vegar eru ástæðurnar fyrir áhuga Janet á nýju hjónabandi alveg klárar. Michael segir sjálfur aö bilasalinn sem biölar til hennar muni miöla henni þvi öryggi sem hann hafi aldrei getaö veitt. Michael á tvær dætur barna. Þær liöa fyrir hlaup föður sins enda gera skólasystkin þeirra óspart grin að þeim fyrir aö pabbi þeirra kemur þeysandi á tveim jafnfljótum þegar hann fylgir þeim til skólans. En i „Þolraunin mikla” uppskera sumir laun erfiöis sins og þegar upp kemst aö Michael ætlar aö veröa landi sinu og þjóö til sóma á Ólympiuleikunum meö þvi aö hlaupa fjörutiu og tvo kilómetra er þvi umsvifalaust fagnaö i skóla systranna og þær heiöraö- ar sérstaklega! Svona leiöa iþróttirnar margt gott og fallegt Elnkunn af sér i Ameriku. Litill negra- strákur, nágranni Michaels, ætlar meira aö segja aö hætta viö aö veröa melludólgur þegar hann verður stór en leggja þess I staö stund á kröfubolta eöa maraþonhlaup. t „Þolrauninni miklu” skipt- ast á skin og skúrir enda gráta mæögurnar, kona Michaels og dætur hans, fögrum tárum hvort heldur er af gleöi, sorg eða söknuöi. Kvikmyndin er gerö eftir margþvældum for- múlum og svo hæg og langdreg- in á köflum aö undrum sætir. Hvarvetna i myndinni gefur aö lita forpokuö viöhorf til hlut- verka kynjanna og ef til vill kemur þetta einkar glöggt fram i stuttu atriöi sem gerist á út- borgunarstaö atvinnuleysis- bóta. Þar biöur ung, falleg og þunguö kona prúö I röö og er um þaö bil aö bugast þegar Michael kemur henni til hjálpar i barátt- unni til aö fá feita ljóta kven- skassiö, sem greiöir út bæturn- ar, til aö flýta afgreiöslunni. Kvikmyndatakan i „Þolraun- in mikla” er viöa áferöarfalleg og leikararnir gera sitt besta i vonlausri aöstööu. — SKJ Þaö var ekki öldungis án bjartra vona sem ég fór aö sjá „Þolraunina miklu”. Michael Douglas stóö sig ljómandi vel i hlutverki sjónvarpskvikmynda- tökumannsins i „The China Syndrome”, marg óskarsverð- launaöri kvikmynd, og þótti ekki óliklegt aö ný stjarna væri komin á kreik. Susan Anspach er heldur ekki slakur leikari eins og glöggt mátti sjá þegar sjónvarpiö sýndi kvikmyndina „Five Easy Pieces” þar sem Susan lék á móti Jack Nichol- son. Leikararnir veröa sem sagt ekki til þess aö fæla áhorfendur frá „Þolrauninni miklu”. Hér er á feröinni saga ekki ósvipuö „The Champ” sem Gamla Bió sýndi bæöi viö grát og gnistran tanna viökvæmra sála. Langhlauparinn Michael Andropolis er mikill sveimhugi. Michael Andropolis (Michael Douglas) sprettir úr spori til undirbúnings Óiympiuleikunum ÞEGflR MIÐNEFNDIRNAR ÞEGJfl Þá eru Einingarsamtökin i Pollandi farin aö óttast ihlutun Rússa. Þau hafa raunar mátt vita allan timann, aö Ihlutunin var yfirvofandi. Hins vegar virðist sem samtökunum hafi ekki tekist undanfariö aö hafa stjdrn á sinu fólki. Allur mála- myndastuöningur viö stjórnvöld er þvi rokinn út í veöur og vind, en svo horföi um tima aö Einingarsamtökin heföu I hyggju aö fara samningaleiö- ina. Ljost hefur veriö frá upphafi aö átökin í Póllandi gætu ekki endaö nema á einn veg. Þar endurtekur sig sama sagan og I Ungverjalandi og Tékkóslóva- kiu. Rússneskur her veröur sendur á vettvang til aö koma „stjorn” á þjóöfélagiö aö nýju meö þeim hörmungum fyrir polsku þjóöina, sem kunnar eru frá svipuöum aögeröum annars staöar. Nú hagar oröiö svo til hér á landi, aö þeir sem fylgja ráöandi öflum austantjalds- landa að málum, hafa haft uppi málamy ndaandmæii gegn riissneskum leiöréttingum I lepprikjunum. Þessir fylgj- endur hafa jafnvel þóst vera andvigir aögeröum Rússa I Tékkóslóvakiu. A hinn bóginn hafa þeir veriö mjög ötulir viö að skipuleggja mótmæli út af málum, sem þeir telja aö komi Vesturveldunum illa. Svo var um Vietnam-striöiö. Þá linnti ekki andmælum alla leið héöan og til Sviþjóöar og frá Sviþjóö og alla ieiö hingað. 1 samræmi viö það er svo haldið uppi stööugri nefnda vinnu gegn þátttöku tslands I varnarbandalagi Vesturlanda. En nú eru miðnefndirnar hljóöar. Þaö er ekki efnt til útifunda til stuðnings Einingarsamtökun- um I Póllandi, sem þó gæti kom- ið sér vel fyrir þau, og maöur heyrir ekki orö frá Sviþjóö um hvernig eigi aö taka á þessum málum. Engir fundir eru I Norræna húsinu til stuðnings Walesa, þess er páfinn sá þó á- stæöu til aö blessa I hálftima suður i Róm á dögunum. Þessi þögn islensku miö- nefndanna er aö verða nokkuö hávær nu, þegar jafnvel for- ustumenn Einingarsamtakanna eru orönir þess fuilvissir aö hjá rússneskri ihlutun veröur ekki komist. Þá hefur þögnin um Afganistan varaö nokkuö lengi. Engin miönefnd er starfandi til frelsis Afganistan. Eru þvi allar horfur á þvi aö nefndimar veröi meö öllu verkefnalausar, enda finnst hvergi staður til aö henda reiður á i mótmælaskyni nema á yfirráöasvæöum kommúnism- ans. Viö skulum vona aö jarö- skjálftafræðingar og félags- visindadeildir eigi rólegar og draumlausar nætur um þessar mundir. Þaö er ekki ástæöa til að hrófla of mikiö viö þeim, fyrst þessir nefndaaöilar hafa kosið aö leggjast I pólitlskan dvala einmitt um þessar mundir. Aö visu sitja þessir aö- ilar I ríkisstjórn á tslandi, sér- menntaðir til sinna starfa i Austur-Þýskalandi, sem er nú aö endurvopnast i þvi skyni aö geta rekiö rýtinginn I bakið á Pdlverjum þegar mest viö ligg- ur. Lýöræöissinnar geta svo sem ekki mikiö gert I þessum málum annaö en horft á aðfarirnar og fylgst meö þögn þeirra, sem til skamms tima töldu sig jábræö- ur pólskrar alþýöu. Sumir þess- ara lýöræöissinna keppast viö aö lýsa yfir stuöningi viö stjórn hinna sérmenntuöu frá Austur- Þýskalandi. En hrökkvi einn og einn einstaklingur undan á- byrgöinni yfir i raðir „kapital- ista” þarf ekki aö óttast aö borgarpressan þegi. Hún tekur alltaf fagnandi viö slikum „liö- hlaupum” og gerir þá aö aöal- máli um sinn. Á meðan blöa Einingarsamtökin pólsku eftir þeirri ihlutun sem er óhjá- kvæmileg. Um þaö bil sem henni lýkur veröur völlurinn hroöinn af þeim Pólverjum sem vilja frelsi til athafna og á- kvaröana. Þaö eru 98% þjóöar- innar, eöa um þaö bil þaö at- kvæöamagn, sem Brésnef fær viö kosningar i Rússlandi. Svarthöföi.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.