Vísir - 07.02.1981, Blaðsíða 17

Vísir - 07.02.1981, Blaðsíða 17
16 VÍSTR Laugardagur 7. febrúar 1981 Laugardagur 7. febrúar 1981 vísm 17 LISTIN, SEM ÞEIR NÁÐU ALDREI í SKOTTIÐ Á ... SPJALLAÐ VIÐ SVEIN EINARSSON ÞJÓÐLEIKHUSSTJORA dvölum i einu þjóölandi verði á endanum jafnheimalningslegur og sá sem aldrei hefur komið út fyrir landsteinana. Eina önn sat ég svo á bókasafninu i Oxford og lést vera aö fást við visindi. Þeg- ar heim kom var ég ráðinn svo- kallaður fulltrúi dagskrárstjóra við útvarpið og hafði meðal ann- ars umsjá með þáttum um leik- list. Aðallega var um að ræða kynningu á leikhúsunum og ég tek fram að þetta var ekki gagnrýni! — það var ekki verið að dómfella fólk. En ég komst að þvi að mig fýsti í meira nám svo ég sagði upp á útvarpinu og fór i skyndi til út- landa, aftur til Frakklands og Sviþjóðar. Kandidatsritgerð hafði ég skrifað um Jóhann Sigurjóns- son og hef hug á þvi að gefa hana einhvern tima út i bók, hún á að heita „Leikhúsmaöurinn Jóhann Sigurjónsson” — nú ég skrifaði licensiat-ritgerð um leiklist á Is- landi um aldamótin. Þetta er rit- gerð upp á einar þrjú hundruð siöur og ég hefði gaman af þvi að vinna síðar úr henni og gefa sömuleiðis út i bókarformi. I rit- gerðinni held ég þvi fram að það hafi veriðáárunum 1890-1910 sem islensk leiklist þróaðist frá þvi að vera hjástund nokkurra manna og til þess að vera listrænt afl i þjóðfélaginu. Hvað viltu vita meira? spurði hann snögglega. — Meira. Jæja þá, árið 1963 var ég ráðinn fyrsti leikhússtjóri Leikfélags Reykjavikur og var i þvi starfi i m'u ár eða til 1972 þegar ég fór yfir i Þjóðleikhúsið. Mestur timinn hefur að sjálfsögðu farið i alls kyns embættissýslu em ég hef reynt að sinna minni sérgrein eft- ir mætti: leikstjórninni. Nei, veistu að þegar leikhúsfólk er spurt um sérstaklega eftir- minnilega sýningu hefur það til- hneigingu til að nefna það verk sem verið er að vinna þá stund- ina. Það er i sjálfu sér ágætt þvi ef ekki væri sú ákefð, sá neisti sem fær menn til að finnast það merkilegast sem þeir eru með i takinu hverju sinni væri til litils að fást við leiklistina yfirleitt. En samt finnst manni eftir á misvænt um sýningar og fylgir hreint ekki þvi, hverjar hafa þótt takast best. Oftar en ekki þykir manni meira til þeirra sýninga koma sem gagnrýnendur hafa talið mis- lukkaðar og öfugt. Þetta er eðli- legt, ekki geta allir verið á einu máli. Sjáöu til, hver maður hefur innbyggt mat sem hann hlýtur að taka meira mark á en skoðunum annarra. Fái leikhúsfólk stranga, dóma má það ekki láta þá draga úr sér kjark til að takast á við önnur verkefni. Ekki svo að skilja að mér sé illa viö gagnrýni eða gagnrýnendur, þvert á móti, gagnrýni er bæði nauðsynleg og mikilsverð. Gagnrýni getur bent hinum venjulega leikmanni á atriði sem hann greinir ekki sjálf- ur, svo hann njóti sýningar betur. Hitt er verra þegar leiðinlegir pennar veröa til þess að fæla fólk frá leikhúsinu, drepa niður það skapandi starf og þann áhuga sem leiklistin á allt sitt undir. En ég ætlaði að segja þér frá eftirminnilegri sýningu. Það eru þrenns konar verkefni sem ég hef mesta ánægju af að vinna. I fyrsta lagi er mjög skemmtilegt að frumvinna, þá gjarnan með höfundum, ný islensk verk. Fyrsta verkið sem ég leikstýrði var einmitt af þessum toga: Sjó- leiðin til Bagdad. Ég hef lika unn- ið mikið með Halldóri Laxness og kynnst honum vel, lit á það sem sérstök forréttindi. Jafnframt er freistandi að takast á við eldri is- lensk verk og — ja, reyna að finna á þeim nýja fleti eins og það heitir vfst. löðru lagi, klassisk verk. Ég hafði til dæmis ákaflega gaman af að glima við Sófókles, enda finnst mér griski heimurinn standa mér nærri. Rétt eins og hann ætti að vera nálægur hverj- um manni... Aðan minntist ég á Moliére, ég hef i mörg ár verið að suða i Sigfúsi Daðasyni og fleiri frönskumönnum aðsnúa honum á góða islensku, það hefur ekki tek- ist ennþá. Þá hefði ég hug á að setja einhvern tima upp Shake- speare. Ég hef reyndar aðeins gaman af sumum leikritum hans og er ekki viss um að það séu þau sömu og frægust eru. Loks get ég nefnt Ibsen, Strindberg, og Tsjé- kov en ein sú sýning min sem ég er einna ánægðastur með var ein- mitt eftir Tsjékov: Máfurinn, sem ég setti upp úti i Noregi. Gagnrýnendur voru fullir efa- semda, þeim fannst það ganga guðlasti næsta að ég setti verkið upp sem gamanleik en ekki alvarlegan þagnarleik eins og oft- ast er gert. Leikararnir voru hins vegar ánægðir og ég veit að enn þann dag i dag þykir þeim jafn- vænt um þessa sýningu og mér. Þarna voru gagnrýnendur ihalds- samir, en stundum sjá þeir frum- leika þar sem engan er að finna þvi ekkert er nýtt undir sólinni. Og svo i þriðja lagi: erlendir nútimahöfundar. Ég skal telja upp nokkra svo þú sjáir hver teg- und nútimaleikritunar höfðar mest til mín: Gombrowicz, Mro- zek, Schéhadé, Buero Vallejo — og ég vildi bæta við einum, sem ég hef aldrei glímt við: Ghel drode. I fari þessara höfunda sameinast hugsun og hugmynda- flug mannlegrar sannfæringar og svo nútimalegt leikmál og ég met þá meira en ýmsa höfunda aðra sem eru kannski þekktari. ekki við eintómt hrós. Ég á við að hún verður að vera sett fram af skilningi á þvi sem er að gerast en ekki sem skýjaborgir um það sem einhverjum þykir ætti að vera. Hún verður aö vera sett fram af áhuga — já, ást á leikhúsinu. Það hefur skort á. — Ætlarðu að vera hér lengi enn? Ég er ráðinn til ákveðins tima og ætli ég sitji hann ekki. Siðan fer ég væntanlega að leita mér að einhverju ööru, það er að segja ef einhver hefur eitthvað við upp- gjafaleikhússtjóra aö gera! Svo brosti hann. Þetta gekk vel hjá Vigdisi þó ekki búist ég við að vera eins góður forsetakandídat og hún! — Hvað býstu við að taka þér fyrir hendur? Ég sé til. Ætli ég fari ekki að ar ljómandi þarflegar. Ég öfunda iþróttirnar ekki siður en aðrir en af öðrum ástæðum : iþróttafrétta- mennirnir skrifa nefnilega um grein sina af svo augljósri elsku og brennandi áhuga og manni finnst það mætti tiökast i listum! Ég sakna til dæmis kynningar á höfundum og málurum. Hvað á ég að telja upp fleira? Ég hef gaman af ferðalögum og er kallaður „Den farende svend” hér i leikhúsinu. Þvi miður er oft- ast um aö ræða alls konar emb- ættisferðir en ég nýt þess afskap- lega mikið aö sjá önnur lönd, kynnast þjóðlifinu og þjóðinni sjálfri, þviumlikt. Loks hef ég áhuga á stjórnmálum eins og hver maður hlýtur að hafa. Hvar ég stend i pólitik? Ég veit ekki betur en vinstri menn telji mig hægri mann og hægri menn vinstri! Þar af leiðandi hef ég heldur enga baktryggingu þegar ráðist er á mig. Jú, það þarf stundum sterk bein til aö standa i þessu starfi, en ég held ég hafi þau og kannski hefur það komið mér jafnmikið á óvart og öörum, töluvert sterk bein... -IJ. ■ MYNDIR: EMIL ÞOR SIGURÐSSON TEXTI: ILLUGI JÖKULSSON bræðrungur Jóns Sigurðssonar. 1 hina ættina er ég úr Skafta- fellssýslu og á þar ógurlega margt skyldmenna. Skaftfelling- ar eru náttúrlega allir meira eða minna skyldir, annaðhvort komn- ir af Jóni Arasyni eða þá Jóni Steingrimssyni. Afi og amma bjuggu fyrst á Höfðabrekku en það býli angraði Katla oft. Þau bjuggu seinna á Hvammi i Mýr- dal. Afi minn var mikill búhöldur, útsjónarsamur og á undan sinni samtið að ýmsu leyti. Hann var fyrstur manna til að girða tún, hætta aö binda hey og smiðaði létta vagna til heyflutninga. Einu sinni strandaði skip á sandinum en þegar mannbjörg varð, voru skipsströnd með gleðilegri at- burðum á þessum slóöum. Þaö þótti flestum litill fengur aö þessu strandi, þetta var grútarskip. Svo kom fram á vorið sem var kalt og þá tóku menn eftir þvi að kindur Sveins i Hvammi döfnuöu betur en aðrar kindur. Hann hafði hirt grútinn og gefið hann i fóðurbæti. Amma min varð hundrað ára og systur hennar allar langlifar. Hún hafði reyndar lofað mér þvi að veröa þetta gömul en ég hélt að það væri i grini gert. Hún stóð við sitt, gamla konan. Hún kunni llka ógrynni af kveöskap, rimum, og ég hafði mjög gaman af þvi að láta hana kenna mér stemmur. Vandamálið var að hún varð svo upptekin af efninu að það var fyrst eftir 100 erindi sem hún fékkst til að skipta um stemmu! Hún var spiritisti og hafði mikið dálæti á séra Jóni Auðuns, en lika á biskupnum, hvernig sem það fór saman. ömmusystur minni, Karitas, sem ég hafði bara heyrt af i bréfum til ömmu kynntist ég i Kanada en þá var hún dáin (ef svo ma að orði komast). Það vildi svo til að Þjóðleikhúsið fór i leik- för vestur um haf til Islendinga- byggðanna fyrir nokkrum árum. Þetta var stift ferðalag, við flutt- um sextán sinnum á 22 dögum, blandaöa dagskrá með söngvum, upplestri, ljdðum og þess háttar. 1 þessari ferö óx ég upp úr þeim fordómum sem ég hafði haft gagnvart Vestur-lslendingum, mér hafði fundist það dálitið an- kannalegt að horfa upp á þá koma aö vestan og leita uppi þúfuna hennar ömmu og dalinn hans afa og dásama siðan hvorttveggja. 1 Kanada skildi ég að þetta er ekki nema eðlilegt. Þetta fólk kom i land sem bauð upp á töluverð efnaleg gæði en hið andlega mót- vægi, hina sögulegu tilfinningu tók það með sér að heiman og það hefur erfst i eina til tvær kynslóð- ir. Við uröum til dæmis vitni að þvi þegar hús Stephans G. Step- hanssonar var vigt minjasafn en rikisstjórn Kanada hafði þá ný- verið komist að þeirri niðurstöðu að rétt væri að halda uppá skáld! Þeir leituðu með logandi ljósi að innflytjendaskáldum og fundu tvö, annað þeirra var að sjálf- sögðu islenskt. Okkur var einnig boðið heim til Eyvinds nokkurs, hann hét Evans og hafði lagt stund á sagnfræði i háskóla og brugðið sér i' heimsókn til Paris- ar. Þar náði hann ástum einnar mikillar Parisardömu og þau gerðu sér li’tið fyrir og fluttust heim á gamla bóndabæinn. Hún var mikill kokkur en hann gaf sagnfræðina upp á bátinn. Nema þá til heimabrúks. En hvað um það: hann hét Jón, maðurinn sem ók okkur til Evans eða Eyvinds og var öndvegismað- ur. Hann sýndi okkur dálitinn grafreit sem var ofurlitil hæð upp vita, að mig hafi alltaf langað til að verða rithöfundur, en það hef ég efnt verst á ævinni... Jú, ég býst við að hús foreldra minna hafi verið menningarheimili og ég vandist svo sem fljótt á að lesa bókmenntir. Á striösárunum las pabbi Njálu i útvarpið og ég hlustaði á það, það gerðu lika fleiri. Ég veit ekki hvort hlustað er á svona nokkuð enn i dag en þá kom fölk jafnvel i heimsókn eftir útvarpslesturinn og vildi fá að heyra meira. Grét alltaf á sömu stöðunum! Nóg um það: um fermingarald- ur var ég farinn að lesa svo- kallaðar fullorðinsbókmenntir og um svipað leyti tók ég þá leikhús- bakteriu sem ég hef ekki losnaö við siðan. Ég var einkabarn og foreldrar minir gerðu mikið af þvi að taka mig með sér hvert sem þau fóru og þar á meöal i leikhús. Sú saga er sögð af mér að þegar ég var þriggja ára hafi ég risið upp i sætinu á barnaleikriti cg aðvaraö fagra og góða kven- hetju sem átti að ginna inn i álf- hól, þettaþótti merkilegtaf þvi aö i þá daga var ekki búið að finna upp að börn ættu að taka þátt i leiksýningum, þau áttu að vera prúö og stillt eins og fullorðið fólk. Að ö&ru leyti kann ég engar skýr- ingará þvi hvers. vegna leikhúsið höfðaði sérstaklega til min. Móðir min hafði spilað undir i söngva- leikjum og afi minn lék i stúku, kannski var þetta i blóöinu aö ein- hverju leyti. Þegar ég var kominn i Menntaskólann i Reykjavik var áhuginn alténd orðinn föst ákefö og þegar ég var i sjötta bekk var ég formaður leiknefndar. Vetur- inn áður var ég reyndar i öllu mögulegu stússi enda var fimmti bekkur talinn sá léttasti i skólan- um, ég grautaði i esperantó en fannst það dautt og leist betur á itölsku, ég fékk að fylgjast með timumiHáskólanum og lærði sál- fræði hjá Brodda, var loks i leik- listarskóla i Iðnó og hafði mikið gagn af þvi. Þrátt fyrir öll þessi áhugamál var ég mikið til óráö- inn og hafði reyndar ekki mikinn metnað i prófgráður. Föður minn langaði dálitið til að ég færi i nor- rænu deildina en þó mér þætti ýmislegt I þeim fræðum, skemmtilegt, stóð hugur minn ekki óskiptur þangað svo þaö varð úr að ég skyldi fara og þreifa fyrir mér i leiklistarsögu i einn vetur. Stokkhólmur varð fyrir valinu, mér leist ekki á Kaupmannahöfn, hafði litinn áhuga á Vin og fannst Bristol og Birmingham of litlar borgir. Annaðhvort vil ég vera uppi I sveit eða þá i stórborg. Stokkhólmur var að visu ekki öllu stærri en Bristol eða Birmingham en hafði þaö fram yfir að vera höfuðborg og þar var mikil leik- húshefð. Það fór á endanum svo að ég kláraði námið i Stokkhólmi og hafði bókmenntasögu sem aðalgrein. Ég hafði gaman af mörgum þáttum bókmenntasög- unnar enda er hún góð undirstaða undir hvaðeina i lifinu, en þegar farið var út i hin flóknari rann- sóknarverkefni ofbauð mér. Sundurgreiningin var slik að iðrin lágu úti og ekkert var eftir nema listin, sem þeir náðu aldrei i skottið á. Ýmislegt var ánægjulegt. Við unnum mikið i Drottningarhóms- leikhúsinu sem Gústav III lét reisa en aflagðist eftir að hann var myrtur og fannst ekki aftur fyrr en 1922. Hann hét Bejer, kennari minn, og var mikið með okkur á Drottningarhólmi, það var eins og lifandi leiksaga. Þetta er barrokkleiksvið og þar voru færð upp leikrit og óperur með upprunalegri tækni. Ég mátti heita húsgangur þarna og vann við leikhúsiö eitt sumar. Sömu- leiðis var ég mikið i Óperunni og fylgdist með uppfærslum, óperu- leikstjórn, og i Rikisleikhúsinu kynnti ég mér uppsetningu á Moliére, sem ég hef miklar mæt- ur á. Nú, þriðja greinin min i Stokkhólmi var heimspeki sem tengist pólitik. Eftir kandidatsprófið fannst mér rétt að skipta um land, ég fór til Frakklands og var i Sorbonne. Það er hættulegt að vera lengi i einu landi öðru en sinu föðurlandi, ég held að sá sem dvelur lane- 1. Sveinn Einarsson kom hlaup- andi fram á gang. Viltu hinkra eina litla sekúndu? Hann þurfti að ljúka af ein- hverju erindi en er þvi var lokiö bauð hann mér inn á skrifstofuna sina I Þjóðleikhúsinu. Sjáðu, þarna er sjálfsmynd Sigurðar málara, það er að visu ekki frummyndin, þvi miöur. Þarna er svo málverk af Indriða Einarssyni eftir Kjarval og teikn- ing af Jóhanni Sigurjónssyni eftir útlendan listamann. A veggnum á móti mér hangirsvo þessi magn- aða ljósmynd af Matthiasi Jochumssyni, viðhorfumst i augu yfir herbergið. Það er gott, það er heiðrikja og skarpleikur i séra Matthiasi. Já þú vilt byrja á klassiskan máta. Ég held satt að segja að barnæska min hafi ekki verið ýkja frábrugðin æsku annarra barna sem ólust upp i Reykjavik um svipaö leyti og ég. Ég fæddist við Laugaveginn og hef reyndar búið I miðbænum alla mina tið. I aðra ætt er ég hreinn og klár Reykvikingur i fjóra eða fimm liði, afi og amma bjuggu um tima i Brunnhúsum, þar sem nú er leiksviðið I Tjarnarbæ, og þar fæddist móöir min. Afi var skó- smiður en siðar kaupmaður. Hann var mjög músíkalskur og meðal stofnenda annaðhvort Lúðrasveitar Reykjavikur eða Svans, dó ungur. Ég á ennþá klarinettið hans. Amma min tók sér fyrir hendur að útbúa gervi- blóm og krasa þegar hún var orð- in ekkja og var framarlega i Thorvaldsensfélaginu. Lang- amma min var Maddama Guð- brandsen sem einna fyrst kvenna lærði iðn á Islandi, það er að segja hattasaum. Langafi ininn, Bene- dikt Gabriel Jónsson, var smá- skammtalæknir sem hafði flosn- að úr menntaskóla i periatinu, hann var sonur séra Jóns Bene- diktssonar sem mikill ættbogi er kominn af á Vestfjörðum og var úr rennisléttunni og þar uxu villi- rósir. Þetta var alislenskur graf- reitur og þarna fann ég ömmu- systur mina, Karitas. Hann brosti. Gerði sig svo alvarlegan á svipinn og hallaði sér fram á skrifborðið. Ég fór i menntaskóla eins og gengur. Þáö var reyndar engan veginn sjálfsagt að ég færi i lang- skólanám, faðir minn var að visu langskólagenginn en mamma hafði bara sitt barnapróf. Ég man að þegar ég var sex ára langaöi mig til að veröa læknir, mér þótti þaö göfugt starf og þykir vist enn. Nokkru siöar, um það bil sem ég var ellefu ára, var ég farinn að teikna hús, bæði aö innan og utan, og aörir voru sannfærðir um að það yrði úr mér arkitekt. Þessi árátta rjátlaðist þó af mér þegar fram liðu stundir. Hitt þykist ég leikstýra meira en ég hef gert, ég hef ekki komist yfir að leikstýra meira en að meðaltali einu verki á ári og það má ekki minna vera. Svo langar mig að skrifa voða- lega margar bækur! Hann brosti aftur. Kannski eru þaö draumór- ar og ef til vill fer allur vindur úr mér þegar tækifæri gefst loks til að byrja. Mér skilst að það sé al- gengt. En hvað sem tautar og lið- ur ætla ég að skrifa bækur sem lýsa dvöl minni hér i leikhúsunum tveimur, svo á ég efni i bók um Jóhann Sigurjónsson eins og ég sagöi áðan og mig hefur sömu- leiðis alltaf langað til að skrifa um Stefaniu Guðmundsdóttur. Og fleira: eina skáldsögu og eitt leik- rit er ég með i huga. Hvort það verður af þvi að ég skrifi það er annað mál, liklega hef ég ekki mikinn metnað i þessa átt, en þær bækur myndu alténd fjalla um efni sem mér finnst mjög brýn, þó öðrum kunni að virðast þau létt- væg. Kannski hljómar þetta of- látungslega... — Fer allur timinn i leiklistar- störf hjá þér? Já! — ég held ég megi segja það. Ég hef lika dregist inn i nor- ræna og alþjóðlega samvinnu um leiklistarmálefni og mikill timi fer i það. Ég hef til að mynda ver- iö I stjórn Alþjóðaleiklistarsam- takanna siðan 1977 og formaður frá 1979 og tel að það geri is- lenskri leiklist ef til vill nokkurt gagn, erlendir leikhúsmenn fyll- ast gjarnan forvitni þegar þeir sjá aö varaformaður slikra sam- taka kemur frá ofurlitlu landi þar sem enginn vissi að væri yfirleitt leikhús... Nú. Ég dunda við tónlist til jafnvægis við leikiistina og spila plötur fyrir landslýðinn. Það tek- ur ekki mikinn tima frá mér, oft- ast eru þetta minar eigin plötur og ég lit á þetta sem afþreyingu fyrstog fremst. Ég fer lika á skiði og skauta, syndi dálitið, reyndi einu sinni badminton, en það rakst of mikið á vinnuna. Hann brosir. Menn eru stundum að öfundast út i það hversu mikið pláss i'þróttir fá i fjölmiðlunum og vildu fremur menningarefni ein- hvers konar. Mér finnst iþróttirn- Nú, það yröi langt mál og alltof langt að fara út i kenningar um leikstjórn enda þverbrýt ég allar kenningar undir eins og mér sýn- ist annað lifvænlegra. Það er frumskilyröi að gleyma öllu sem maður hefur lært af bók. Fljót- lega eftir að ég kom heim frá út- löndum rann það upp fyrir mér hversu gerilsneydd bókfræðin eru, og þó gerlar séu stundum hættulegir kveikja þeir þó alténd lif I ostinum! Svo ég lokaöi bókina niður i kistu en þræti auðvitað ekki fyrir að þekkingin sem ég hafði aflað mér af henni kom að góðum notum. Þekkingin dugar bara ekki ein, hún getur leitt til hroka sem er voðalega vondur jarðvegur fyrir leikhúsmenn sem aðra. Maður verður að opna hug sinn á núllpúnkti, eins og stund- um er sagt, og þreifa sig áfram úr hálfrökkri i dagsljósiö. Þeir sem fást við leiklist, eða skrifa um leiklist, verða aö vera klárir á þvi að þekkingin, kunnáttan, hrekkur skammt ef ekki kemur til gleði ræktunarmannsins, næmleiki og — fjandinn hafi það! — samúð með mannskepnunni. Hafi menn þetta ekki til aö bera hafa þeir ekkert að gera i faginu. — Ertu nú, og stundum áður, að tala undir rós um gagnrýnina sem beinst hefur að Þjóðleikhús- inu nú að undanförnu? Sjáðu til. Ég er búinn að standa i þessari orrahrið i átján ár og með vissu millibili upphefjast einhverjir menn með stóryrði. Kannski gengur misjafnlega, sumt tekst og annað ekki, en ég vona að þó einstakur gagnrýn- andi sé svo heppinn að honum þyki tvær sýningar i röð mistak- ast, þá verði það ekki til þess að allur almenningur missi trú á leikhúsið. Og ekki Þjóðleikhúsið sem býr i hjarta þjóðarinnar og hefur veitt henni ótal, ótal ánægjustundir i þrjátiu ár. Ég viðurkenni það fúslega að ég er ekki himinlifandi yfir öllu þvi sem sett hefur verið upp á minum veg- um, ef svo má segja. En margt hefur verið vel gert og þá ekki siður I vetur en i annan tima. Gagnrýni sem beint er að leikhús- inu verður að vera nýtileg, já- kvæð, og með orðinu jákvæð á ég

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.