Vísir - 07.02.1981, Blaðsíða 6
VÍSIR
Laugardagur 7. febrúar 1981
maöur minn hafi veriö myrtur.” Hún var
mjög róleg, virtist hvorki vera æst né
stressuö.
TC: Morfin.
JAKE: Meira en þaö. Hún er eiginlega búin
að lifa lifinu. Hún litur á þaö gegnum úti-
dyrnar — án söknuöar. Reyndar skildi hún
ekki hvaö likkistan merkti. Og það hefur
Dr. Parsons ekki gert heldur. Hann var að
nafni til i flokki með okkur og skoðaði likin
en við sögðum honum aldrei neitt. Hann
vissi ekkert.
TC: Af hverju hélt hún þá að hann hefði
verið drepinn?
JAKE: Vegna likkistunnar. Hún sagði að
eiginmaðurinn hefði sýnt henni kistuna
fyrir nokkrum vikum. Hann tök hana ekki
alvarlega, hélt að einhver övina sinna hefði
sent honum hana i fyrirlitningarskyni. En
hún sagði, hún sagði að á sama andartaki
og hún sá kistuna og sá ljósmyndina inni
henni, fannst henni skuggi hafa fallið á
Parsons. Þaö var skrýtið en ég held að hún
hafi elskað hann. Þennan kroppinbak.
egar við kvöddumst
tók ég kistuna með
mér og lagði fast að
henni að segja þetta
ekki neinum. Viö urðum að biða eftir krufn-
ingarskýrslunni. I skýrslunni sagði að hann
hefði dáið af eitri, sennilega af eigin völd-
um.Flestir trúðu þvi og trúa þvi enn. En ég
og frú Parsons vissum að þetta væri morð.
Hann hafði notað nikótin i vökvaformi.
Mjög hreint eitur, hraðvirkt og kröftugt, lit-
laust og lyktarlaust. Ég býst við að þvi hafi
verið blandað i Maalox-pillurnar.
Þá dettur mér i hug: Ég rakst á kafla hjá
Mark Twain um daginn sem á fullkomlega
við vin okkar. (Hann stendur upp, finnur
bókina og flettir, les siðan upp hásri og
reiðilegri röddu, ólikri sinni eigin.) ,,Af öll-
um skepnum jaröarinnar er maðurinn hin
fyrirlitlegasta. Af öllum tegundunum er
hann hinn eini sem hefur til að bera illsku.
Illskan og hatrið eru grundvöllur hans.
Hann er eina skepna jarðarinnar sem leik-
ur sér að þvi að valda sársauka þó hann viti
hvað sársauki er. Hann er á sömu lund hinn
eini sem er illgjarn.” (Hann skellti aftur
bókinni og fleygði hanni á rúmið.) Fyrirlit-
legur. Illur. Hatursfullur. Illgjarn. Þetta á
nákvæmlega við Quinn. Ekki hann allan
sámt. Quinn bregður sér i ýmis gervi.
TC: Þú hefur aldrei sagt mér hvað hann
heitir.
JAKE: Sjálfur hef ég bara vitað það i sex
mánuði. Hann heitir þetta. Quinn.
(Jakebarðihvaðeftir annað með hnefan-
um i lófa sér. Hann hafði verið fastur i
þessu máli i mörg ár og var orðinn yfir-
spenntur og örvæntingarfullur.)
Robert Hawley Quinn, herra. Hinn virðu-
legasti herramaður.
TC: Hann gerir þó mistök. Annars
myndirðu ekki vita hvað hann heitir. Eða
rétt sagt: Að það væri hann. (Jake
hlu. Lr ekki.)
TC: Voru það snákarnir? Þú sagðist vita
hvaðan þeir kæmu. Þá hlýturðu að vita
hver keypti þá.
JAKE: (Reiðin er horfin, hann geispar)
Ha?
TC: Hvers vegna voru snákarnir annars
sprautaðir með anfetamini?
JAKE: Til hvers heldurðu? Til að örva þá.
Auka ofsann i þeim. Það var einsog að bera
eldspýtu að bensinbrúsa.
TC: En hvernig tókst honum að sprauta þá
og koma þeim i bílinn án þess að vera sjálf-
ur bitinn?
JAKE: Honum var kennt það.
TC: Hver kenndi honum?
JAKE: Konan sem seldi honum snákana.
TC: Konan?
JAKE: Það er kona sem á snákabúgarðinn
i Nogales. (Siminn hringir og Jake brosir,
einsog hann hafi átt von á simhringingunni.
Hann talar vingjarnlega i simann nokkra
hriö. Svo leggur hann á.)
Þetta voru mistökin sem Quinn gerði.
Adelaide Mason. Hún bauð okkur i mat á
morgun.
TC: Hver er frú Mason?
JAKE: Ungfrú Mason. Hún er frábær kokk-
ur.
TC: En þar fyrir utan?
JAKE: Adelaide Mason var það sem ég
hafði beöið eftir. Loks fór mér að miöa i
málinu, áður var allt stopp. Ég var jafnvel
farinn að fara i kirkju og biðja guð um að
hjálpa mér viö aö ná þessum brjálæöingi.
Stuttu seinna birtist hún.
A Main Street er staður sem er kallaður
Okey Café. Ég er þar alltaf milli klukkan
átta og tiu á morgnanna og það vita allir.
Ég fæ mér morgunmat og les svo blöðin en
spjalla við bissnissmennina sem koma i
kaffi. Siðasta Þakkargjörðardag var ég þar
að fá mér að borða einsog venjulega. Ég
var næstum eini gesturinn, það var fri og
allt það. Ég var i slæmu skapi, skrifstofan
lagði hart að mér aö gefa máliö upp á bát-
inn og fara úr bænum. Ekki þaö að ég væri
ekki til i að koma mér burt! — þaö veit guð
að ég heföi orðiö dauðfeginn! En bara til-
..........—.................. .... V II.
hugsunin um aö þá væri þessi djöfull
endanlega laus, gæti dansað á gröfum
fólksins sem hann hafði myrt... Ég var
ákveðinn i að þrauka.
Jæja, allt I einu labbaði Adelaide Mason
inn i kaffihúsið. Hún kom beint að borðinu
minu. Ég hafði séð hana margoft en aldrei
talað við hana. Hún er kennari, kennir i
barnaskóla. Hún býr með systur sinni,
Marylee, sem er ekkja. Addie Mason, hún
sagði: „Pepper, þú ætlar þó ekki að eyða
Þakkargjörðadeginum einn hér á Okey
Café? Ef þú hefur ekkert annað fyrir stafni,
komdu þá og fáðu þér i svanginn hjá okkur.
Mér og systur minni”. Addie á ekki vanda
til taugaóstyrks en mér sýndist hún vera,
ja, utan við sig. En áður en ég gat sagt já
eða nei sagði hún: „Satt að segja ætlaði ég
að leita ráða hjá þér. Það hefur dálitið
skrýtið gerst.” Þetta gerði útslagið og ég
fór i mat til þeirra. Maturinn var frábær og
allan timann sá Addie um að samræðurnar
andi og milli þeirra Jakes var mikil spenna
Það var einsog þau vildu allrahelst vippi
sér beint inn i svefnherbergi.
Húsið hafði verið eign
Connors, eiginmanns
Marylee. Það var
fremur rikmannlegt
og mjög vel þrifið. Ég
spurði Addie hvort henni leiddist ekki að
kenna smábörnum. „Nei,” sagði hún, „ég
er mjög ánægð. Það er gott að sjá um
byrjunarkennsluna. Ég fæ til dæmis að
kenna krökkunum allar námsgreinar og
þar á meðal mannasiði. Sum þeirra læra
enga mannasiði.” Hún var, einsog Jake
hafði látið liggja að, ekki siður sérfræðing-
ur i matseld en mannasiðum. Maturinn var
stórkostlegur. Við drukkum rauðvin, .hvit-
vin og kampavin með og að loknum matn-
gengju snurðulaust fyrir sig. Hún var mjög
skemmtileg og virtist ekki vitund óróleg.
Systir hennar var aftur á móti dálitið upp-
trekkt. Eftir matinn settumst við niður og
fengum okkur kaffi og koniak. Akkie lét sig
hverfa eittaugnablikog þegar hún kom aft-
ur var hún með...
TC: Má ég giska?
JAKE: Hún lét mig fá hana og sagði að
þetta væri þaö sem hún vildi ræða við mig.
(Jake lét hér staðar numið i bili. Hann
sendi mig inn til min að sofa og af þvi ég var
þreyttur féll ég samstundis i einhvers kon-
ar mók. Þegar Jake vakti mig morguninn
eftir var klukkan oröin ellefu og við þurft-
um að drífa okkur i matinn hjá Adelaide.
Það var sunnudagur og allt lokað i bænum.
Ég tók eftir þvi að Jake var uppáklæddur,
af honum að vera, og flaug i hug hvort eitt-
hvað væri milli hans og Addie. Það hefði
mátt ætla að það hlýjunni rödd hans þegar
hann talaði við hana i simann i gær. Þegar
ég sá Adelaide Mason hélt ég fyrst að mér
heföi skjátlast. Konan var alltof venjuleg.
Þegar ég var farinn að venjast henni komsl
ég á dálitið aöra skoðun. Hún var um
fertugt, snyrtileg og kurteis og þó hún vær
ekki falleg bar hún sig einsog hún vær,
fegurðardis. Hún reyndist töluvert aðlað'
um dró Jake upp vindil. Addie bjó sig undir
að kveikja i honum og ég hló.)
JAKE: Hvað?
TC: Þetta er einsog i skáldsögu. Dömurnar
kveikja i vindlum fyrir herrana.
FRÚ Connors: Það er siður hér. Móðir min
kveikti ætið i vindlum föður mins. Jafnvel
þótt henni leiddist lyktin. Ekki rétt, Addie?
ADDIE: Jú, Marylee. Viltu meira kaffi,
Jake?
JAKE: Sittu kyrr. Ég vil ekki neitt. Þetta
var mjög góður matur og þú ættir að hvila
þig. Addie? Hvernig finnst þér lyktin?
ADDIE: (Roðnaöi) Mér finnst lyktin af
góðum vindli mjög góö. Ef ég reykti myndi
ég reykja vindla.
JAKE: Addie, snúum okkur að siðasta
Þakkargjörðadegi. Þegar við vorum sest
niður einsog núna.
ADDIE: Og ég sýndi þér likkistuna?
FRÚ CONNORS: (Reis upp frá borðinu) i
guðanna bænum! A enn að fara að tala um
það? Endalaust, endalaust! Ég fæ matröð!
ADDIE: (Reis upp og faðmaði systur sina.)
Allt i lagi, Marylee. Við skulum ekki tala
um það. Viðskulum setjast inn i stofu og þú
spilar á pianóið fyrir okkur.
FRÚ Connors: Þetta er svo ljótt. Svo leit
hún á mig.) Þú heldur sjálfsagt að ég sé
væluskjóða. Liklega er ág það. Alla vega er
ég búin að drekka of mikið.
ADDIE: Fáðu þér blund, elskan.
FRÚ CONNORS: Blund? Addie, þú veist að
ég fæ martröð (Hún tók sig á.) Jæja, þá.
Blund. Hafið mig afsakaða.
(Hún fór upp og við komum okkur þægilega
fyrir.)
ADDIE: Hér kemur þá min saga.
Hm-humm. Ég er 44ja ára gömul, hef
aldrei gifst, hef farið tvisvar kringum
hnöttinn og reyni að komast til Evrópu ann-
að hvert ár en það er óhætt að segja að
aldrei hafi neitt þessu likt hent mig áður —
fyrir utan það þegar fullur sjómaður gekk
berserksgang og reyndi að nauðga mér um
borð i sænskum fljótapramma. Systir min
og ég höfum pósthólf. Við fáum að visu ekki
mikinn póst en erum áskrifendur að fjöl-
mörgum timaritum. Nú, á leiðinni heim úr
skólanum kom ég við i pósthúsinu og i hólf-
inu okkar var pakki, fremur stór en mjög
léttur. Hann var vafinn inn i brúnan um-
búðarpappir sem virtist hafa verið notaður
áður af þvi hann var krumpaður. Selgarni
var hnýtt utan um. Póstmerkið var héðan
úr héraðinu og pakkinn var skráður á mig.
Nafnið mitt stóð skýrum stöfum með svörtu
bleki. Áður en ég opnaði pakkann hugsaði
ég: „Hvaða della ernú þetta?” Þú veist au-
vitað allt um likkisturnar?
TC: Ég hef séð eina þeirra, já.
ADDIE: Ég vissialla vega ekkert um þær.
Þetta var leyndarmál Jakes og leynilög-
reglumannanna hans.
(Þau litu hvort á annað og ég sá tilfinning-
una i augnaráði beggja.)
Reyndar opnaði ég ekki pakkann fyrr en
um kvöldið. Systir min hafði dottið i stigan-
um og ég þurfti að koma henni til læknis,
það var komið fram á nótt þegar ég mundi
eftirhonum aftur. Ég var kominn i háttinn
og vildi að ég hefði ekki opnað hann fyrr en
morguninn eftir þvi þá hefði ég að minnsta
kostigetaðsofiðumnóttina. Þetta setti mig
nefninlega úr jafnvægi og ég varð mjög
óróleg. Ég fékk einu sinni nafnlaust bréf,
mjög gróft og það tók álika mikið á taug-
arnar. Kannski sérstaklega vegna þess að
það sem stóð i bréfinu var, okkar á milli
sagt, mestallt satt! (Húnhlóog hellti aftur i
glasið sitt.)
Mér var reyndar að mestu leyti sama um
likkistuna. Það var ljósmyndin sem mér
var verst við. Þetta var skyndimynd og
hafði verið tekin af mér á tröppum póst-
hússins. Þetta var einsog árás, þjófnaður —
að láta taka mynd af sér þegar maður veit
ekki af þvi. Ég skil fullkomlega Afrikanana
sem hlaupa i felur þegar maður dregur upp
myndavél.
Ég varð sem sagt órólegur. Systir min
varð hins vegar hrædd. Þegar ég sýndi
henni pakkann sagði hún: „Heldurðu að
þeita sé eitthvað tengt — þú veist?” Með
,,þú veist” átti hún við það sem hefur verið
að gerast hér undanfarin fimm ár, morð,
dauðaslys, sjálfsmorð, fer eftir þvi við
hvern þú talar. Ég hristi bara höfuðið og
leit á kistuna sömu augum og bréfið sællar
minningaren þvi meira sem ég hugsaði um
þetta allt saman, kannski hafði systir min
rétt fyrir sér. Ég sá að það var karlmaður,
styrkur karlmaður, sem hafði skrifað nafn-
ið mitt utan á böggulinn, það var ekki
öfundsjúk kvensnift. Ég skildi lika að þetta
var hugsað sem hótun. En hvers vegna? Þá
datt mér i hug að tala við herra Pepper. Ég
hafði oft séð herra Pepper. Jake. 1 sann-
leika sagt var ég skotin i honum.
JAKE: Haltu þig við söguna, Addie.
ADDIE: Ég er að þvi. En ég notaði söguna
til að ginna þig til min.
JAKE: Það er ekki satt.
ADDIE: (Dapurlega.) Nei, það er ekki satt.
Þegar ég fór og talaði við Jake var ég orðin
fullviss um að einhver ætlaði að drepa mig
og ég hafði meira aö segja grun um hver
það væri. Að visu var ástæðan ótrúleg.
Fáránleg.
JAKE: Ástæðan er hvorki ótrúleg né fárán-
leg. Ekki eftir að hafa rannsakað feril
skepnunnar.
ADDIE: (Hún leiddi hann hjá sér og sagði i
ópersónulegum tón.) Allir þekkja alla. Það
er sagt um smábæi. En það er ekki satt. Ég
hef aldrei hitt foreldra sumra nemenda
minna. Ég mæti fólki á götu sem ég hef
aldrei rekist á áður. Ég er baptisti og söfn-
uðruinn er ekki mjög stór en þó ég ætti að
vinna mér það til lifs þá gæti ég ekki sagt
þér nöfnin á öllum, sem i honum eru.
Það sem skiptir máli er þetta: þegar ég
fór að segja niður fyrir mér hverjir höfðu
dáið, sá ég að ég hafði þekkt þau öll. Nema
hjónin frá Tulsa sem voru gestkomandi hjá
Ed Baxter og konunni hans-------
JAKE: Hogans-hjónin.
ADDIE: Já. En þau koma þessu heldur
ekki við. Þau voru utanaðkomandi. Nú en
ekki svo að skilja að fólk hafi verið sérstak-
irvinir minir, nema kannski Amy og Clem
Anderson. Ég kenndi öllum börnunum
þeirra.
Altént kannaðist ég allvel við hin: George
og Amelia Roberts, Baxters-
hjónin, Dr. Parsons. Og aðeins af einni
ástæðu. (Hún leit niður i glasið sitt einsog
sigauni sem horfir i kristalskúlu.) Það var
á*n- Snúiö og (örlltið) sneitt: —IJ.