Vísir - 07.02.1981, Blaðsíða 20
Raðaðu upp tiu smápeningum eins og sést á
myndinni. Geturðu snúið þrihyrningnum við með
þvi að færa aðeins 3 peninga?
GÁTUR
7. Hvað er það sem
svifur um án þess að
hafa fætur eða
vængi?
8. Ég heyri alit en segi
ekkert. Hver er ég?
9. Hvað er það, sem
getur bæði í'arið i
gegnum náiarauga
og yfir hæsta hús?
10. Hvað er það, sem
byrjar á átta og end-
ar á sjö?
Svör við gátum.
'18 '01
'!|Siu3jc|os '6
•cj/Cg -8
•*MS 'L
'tB0 '9
•Qcddoi!
■ ’IM3 Jnjog snn jA'p uigug g
•uininjæj lunuiij jijjAt - j
JSBUI05| ||IA UUEIJ QE IA(J JV i:
N
Q!|BUlgjOJJ I
1. Hver hefur alltaf
siðasta orðið?
2. Á hverju byrjar
nóttin og á hverju
endar dagurinn?
3. Aí hverju hoppar
skógarþrösturinn yf-
ir götuna?
4. Hvað gerir storkur-
inn þegar hann
stendur á einum
fæti?
5. Hvaða dýr geta
hoppað hærra en
hús?
6. Hvað finnur þú i
tómum vasa?
d.niii
Björn bóndi i Bæ átti
góðan fjárhund. Það
var tik, sem hét Bitra.
Hún átti hvolp, sem
^var kallaður Skuggi.
Hann fylgdi Bitru um
allt og þvældist fyrir
fénu.
„Farðu h ei m ,
Skuggi”, sagði Björn.
En Skuggi hlýddi
ekki. Hann vildi fá að
vera með. Bitra ýtti við
honum. Þá fór Skuggi,.
En hann hafði ekki
farið langt, þegar hann
sá lamb, sem hafði
flækt sig i virflækju.
Skuggi fór strax að
hjálpa lambinu og
honum tókst að hjálpa
þvi, en rispaði sig um
leið á virnum. Það var
samt ekkert alvarlegt,
og Skuggi rak lambið
inn i fjárhópinn, alveg
eins og mamma hans
hefði gert.
Björn bóndi var
ánægður með að
Skuggi hafði komið
með lambið i hópinn.
„Þessi hvolpur verður
einhvern tima góður
fjárhundur,” sagði
hann.
Skuggi skildi að
bóndinn var að hrósa
honum og hann varð
glaður og hreykinn.
Skemmti-
lcgir
leikir
Seglgarn er fest við stól eins
og sést á myndinni. Dós eða
stórt pappamál er sett á gólfið
miðja vegu milli stólanna og.
keppandinn sest á annan stól-
inn og heldur i endana á
seglgarninu. Litill bolti er látinn
renna eftir snúrunni, þar tii
hann kemur yfir dósina. Þá á að
færa seglgarnspottana sundur,
svo að boltinn detti og helst á
hann að setta ofan í dósina. En
það er ekki mjög auðvelt, að
minnsta kosti fyrst, en æfingin
skapar meistarann. Sá vinnur i
leiknum, sem I fæstum til-
raunum á stystum tima eða
kemur fjórum boltum ofan I
dósina.
t þessum leik notar hver þátttakandi þrjá blyanta, band og toma
flösku. Band er bundið við blýantana og flöskunum raðað á gólfið.
Þátttakendur standa svo i vissri fjarlægð frá flöskunum og reyna að
sveifla bandinu með blýantinum þannig aö blýanturinn lendi ofan i
flöskunni. Flöskurnar verða að vera nokkuð stórar eöa blýantarnir
litlir til þess að blýantarnir fari alveg ofan i flöskuna og hver þátt-
takandi á að koma þremur blýöntum ofan I sina flösku. Ef engum
tekst það, vinnur sá, sem kemur tveimur eöa jafnvel bara ein-
um blýpnti ofan i flöskuna.