Vísir - 11.03.1981, Síða 8

Vísir - 11.03.1981, Síða 8
8 Miðvikudagur IX. mars 1981 vísm VÍSIR utgefandi: Reykjaprent h.f. Ritstjóri: Ellert B. Schram. Ritstjórnartulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjórí erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Frlða Astvaldsdóttir, Gylfi Kristjánsson, lllugi Jökulsson, Jóhanna Sig- þórsdóttir, Kristin Þorsteinsdóttir, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Gúðvinsson, Þórunn Gestsdóttir, Blaðamaður á Akureyri: Gísli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur Ö. Steinarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Safn- vörður: Eirikur Jónsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Síðumúli 14, simi 80611, 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8, Simar 8óól 1 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, sími 86611. Askriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð I iausasölu 4 nýkrónur eintakið. Visir er prentaður i Blaðaprenti, Síðumúla 14. Nú hallar á Höllustaði Sendiför Húnvetninga til höfuðstaðarins vegna Blönduvirkjunar hefur vakiö athygli. Ekki verður betur séö en tekist sé á um virkjun I Blöndu annarsvegar og þingsetu Höllustaöabóndans hinsvegar. Virkjunarmál í Blöndu hafa tekið sérstæða og harla óvana- lega stefnu. Stór hópur Húnvetn- inga hef ur lagt leið sina til höf uð- staðarins með bænaskjal til al- þingis og ríkisstjórnar til að und- irstrika áhuga sinn á að ráðist verði í Blönduvirkjun sem allra fyrst. Sendinefndin er skipuð mönn- um úr öllum flokkum, en meðal forgöngumanna eru þekktir á- hrifamenn úr Framsóknar- flokknum og fyrrum stuðnings- menn Páls Péturssonar fram- sóknarþingmanns og bónda á Höllustöðum. Eftir þvi sem almenningi hef ur skilist, hafa hatrammar deilur staðið um Blönduvirkjun heima í héraði og menn staðið í þeirri trú að þar skiptust heimamenn í tvær andstæðar fylkingar. Annarsvegar væru þeir sem andmæltu virkjuninni á þeirri forsendu að hún hefði náttúru- spjöll í för með sér, og eyddi beitarlöndum Húnvetninga stór- lega. Páll Pétursson hefur verið þar fremstur í fylkingu og málið reyndar afar skylt honum þar sem virkjunin mundi nánast vera í hlaðvarpanum á Höllustöðum. Hinsvegar hafa svo farið for- mælendur fyrir virkjuninni, þeir sem hafa talið virkjunina mikinn búhnykk f yrir héraðið, bæði hvað varðar orkuna sjálfa, sem og út frá atvinnu- og uppbyggingar- sjónarmiði. Sagt hefur verið að mestu áhugamennirnir i þeim hópi séu þeir, sem hafi af því persónulegan fjárhagslegan á- vinning. Þessar deilur hafa leitt til þess, að athygli manna hef ur beinst í æ ríkari mæli að öðrum virkjunar- möguleikum, til að mynda í Fljótsdal austur og Sultartanga í Þjórsá. Páll Pétursson lét nýlega í það skína, að hann og hans menn, væru reiðubúnir til að fallast á virkjun, en sú málamiðlun er háð þeirri forsendu að stíf lugerð og lóni verði hagað með öðrum hætti, en ráð hefur verið fyrir gert. Þær hugmyndir kosta milljarða króna aukalega, en Páll hefur ekki talið að ástæða væri til að gera veður út af þeim f járútlátum. Ekki var þessum hugmyndum Páls betur tekið en svo, að skömmu síðar lýsti formaður Framsóknarf lokksins, Stein- grímur Hermannsson yfir því, að Sultartangi væri heppilegasti virkjunarkosturinn í næsta á- fanga. Á sama tíma gerist það, að Austfirðingar herða róðurinn fyrir Fljótdalsvirkjun og ekki lætur Eggert Haukdal sinn hlut eftir liggja. Hann hótar því að hætta stuðningi við ríkisstjórnina verði Sultartangi ekki næstur á dagskrá. Enn einu sinni er hreppapóli- tíkin komin í algleyming. Nú er það ekki togari eða vegur sem barist er um, heldur heil virkjun. Segið þið svo að þingmennirnir hugsi ekki um atkvæðin! Staða Páls Péturssonar er þó allsérstæð. Hann hefur greini- lega reiknað með því að verndun sauðfjár og beitihaga væri lík- legri til atkvæðaveiða, en situr nú uppi sem nátttröll og dragbítur í þvf æðisgengna virkjunarkapp- hlaupi sem framundan er. En Páli er vorkunn. Hann er íhalds- samur Húnvetningur af Guð- laugsstaðarkyninu, dæmigerður fulltrúi þeirrar framsóknar- mennsku sem telur sveitaróman- tíkina og sauðkindina heilög vé. Það er ekki hans sök, ef fram- sóknarmenn láta af afturhalds- seminni réttá meðan Páll bregð- ur sér út til Kaupmannahafnar. Það væri kaldhæðni örlaganna ef Páll Pétursson yrði að láta af þingmennsku fyrir þær sakir ein- ar að vera framsóknarmennsk- unni trúr. Það leikur þó ekki á tveim tungum að fyrir Húnvetn- inga er virkjun Blöndu meira virði en þingseta Páls Pétursson- ar. Það er liklega helst við hæfi i skammdeginu að fjargviðrast yfir orkuskortinum. En eins og oft vill veröa um skammdegis- umræður þá er stundum erfitt að henda reiöur á þvi sem máli skiptir. Þannig var til dæmis ekki margt bitastætt i karpi tveggja pólitikusa i blöðunum nú nýveriö, þeirra Jónasar Eliassonar formanns hverfis- samtaka sjálfstæðismanna i Hliðunum og Guðmundar G. Þórarinssonar alþingismanns. En þótt almenningur hafi átt erfitt með að sjá einhverja heillega mynd af orkumálum út úr skammabréfum þeirra félaga til hvors annars eru þó aðrir verri. Jafnframt þvi sem reynt hefur verið að koma höggi á Hjörleif Guttormsson iðnaöar- ráðherra og kenna honum um orkuskortinn, eru talsmenn ó- heftrar og skilyrðislausrar stór- iðju iönir viö að láta ljós sitt skina um orkumál. Þá hefur ekki heldur verið skortur á hreppapólitik sem stundum er svo illvig að hún skilst varla ut- an sýslumarka. Eru þar kallað- ir margir spámenn i héraöi, hreppsnefndir, bæjarstjórnir og þingmenn. Er Hjörleifur En hverjar eru þá stað- reyndirnar? Vonandi er daginn nú fariö að lengja svo aö unnt L reynist að hef ja skynsamlega og yfirvegaöa umræðu. Fyrst verður aö leita svara viö þeirri spurningu hvort ákvarðanir nú- verandi iönaðarráðherra eigi einhvern þátt i rafmagnsleys- inu. Er Hjörleifur „kuldaboli”? Svarið er auðvitaö nei. Þegar á- kveðið var aö virkja Hrauneyja- foss, sáu menn fyrir að nokkur orkuskortur yrði áður en vélar virkjunarinnar kæmust i gagn- ið. Þaö er þvi rangt að Hjörleif- ur Guttormsson hafi átt ein- hvern þátt i þvi. Tilmæli hans um að hægja á virkjunarfram- kvæmdum byggðust á þvi að framkvæmdum á Grundar- tanga yrði einnig frestaö. Nánar verður komið aö þvi á eftir, hvaða áhrif raforkusala Lands- virkjunar til Járnblendi- verksmiðjunnar og annarrar stóriðju hafði á rekstur raforku- kerfisins. Horfellir hjá Landsvirkj- un Sumir hafa haldiö þvi fram að hluta af orkuskortinum megi rekja til þess að stjórnun Lands- virkjunar á raforkuframleiösl- unni hafi farið úr böndunum. Þetta er rétt aö vissu marki. Það er ljóst að á haustmánuöum var raforkuframleiðsla aukin verulega meöþvi aö miðla vatni af vetrarforðanum og rafmagn- iö var selt sem afgangsorka til tsal og til þess að gangsetja ofn nr. 2 á Grundartanga. Hér var öryggi i raforkukerfinu stefnt i hreinan voða þvi það er óverj- andi i upphafi vetrar að nota vatn úr miölun til þess að fram- leiða afgangsorku. Svo virðist að forráðamenn Landsvirkj- unar hafi ekki gert ráð fyrir þeirri stækkun sem orðið hefur á markaðssvæðinu og þar að auki treyst á hlýtt og rigninga- samt haust. Landsvirkjun er ekki fyrsti islenski bóndinn sem ' freistast til þess að setja of mik- iö á, en i landbúnaöinum eru þeir búskaparhættir horfnir og litil ástæða til þess að taka þá upp i orkubúskapnum. Raforkusamningar En hvernig eru samningar Landsvirkjunar við stóriðju- fyrirtækin um orkusölu? Það er mála sannast að þeir veita fyrirtækinu litið svigrúm. Af þeirri orku sem seld er ísal (á veröi sem er langt undir markaðsverði) er afskaplega litill hluti afgangsorka og þótt u.þ.b. helmingur þeirrar orku sem Járnblendifélagiö fær sé kölluö afgangsorka má ekki skeröa hana nema samtals um 12 mánuöi á fimm árum. Það er þvi ljóst að stóriðju- fyrirtækin hafa flest sitt á þurru en almenningur þarf aö borga brúsann i hærra rafmagnsverði og auknum fjárfestingum i raf- orkukerfinu. Hreppurinn Ég hef litið vikið að hreppa- sjónarmiðum i orkumálum. Mér finnst þau ekki umfjöllunn- arverð, jafnvel þótt þau tengist stóriðjudraumum sem stundum virðast alveg hafa rutt úr vegi öllum öörum draumum. Aö bestu manna yfirsýn gefst nú nokkurt ráörúm til skynsam- legra ákvarðana i orkumálum. Það er mikilvægt að ekki verði ráöist i svo stóra virkjun að hún Sigurður G. Tómasson borgarfulltrúi fjallar um orkuskortinn og umræð- urnar um virkjunarmál. Hann gagnrýnir ákvarð- anir Landsvirkjunar en tekur upp hanskann fyrir orkumálaráðherra. Er Hjörleifur „kulda- boli" spyr Sigurður. neyði okkur til þess að gera i timahraki einhvern nauðungar- samning um útsöluverð á raf- orku i stóriöju. Við megum heldur ekki hlaupa á eftir strák- um sem vilja útvega atkvæðún- um sinum byggingavinnu. Þá verður einnig að varast að endurtaka mistökin viö Laxá. En við getum vist verið róleg þvi það er nógur timi til þess að komast að þeirri niðurstöðu sem er almenningi hagkvæmust. Sigurður G. Tómasson J

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.