Vísir - 11.03.1981, Side 23

Vísir - 11.03.1981, Side 23
« »>*• * Miðvikudagur 11. mars 1981 VÍSIR 2 ATHUGASEMD VIB SVARTHðFBAGREIN í grein sem birtist i Visi 4. þ.m. 23. bls., og nefnist Merkra minja þjóðarinnar illa gætt, ræðir Svarthöföi m.a. um bréfa- safn Tryggva Gunnarssonar, sem hefur um rúman áratug verið i vörzlu skjalasafns Seöla- bankans og þá brotalöm, sem þvi miöur hefur komiö fram viö geymslu þess. Svarthöföi gerir þvi skóna að frimerki hafi horfið úr safni þessu „i tugatali ef ekki hundraðatali, siöasta áriö eða svo”. Siðan heldur hann áfram og segir: „Þar á meöal mun vera frimerkt umslag, sem svomœliiSvoitnúföl Merkra minja bjððarinnar liia gætt nedanmáls Jón Aðalsteinn Jónsson hefur sent blaðinu eftir- farandi athugasemd við grein Svarthöfða 4. mars s.l. mynd hefur birst af i milljóna- bók Pósts og sima um islensk frimerki sem út kom fyrir fáein- um árum og allir frimerkja- safnarar ættu þvi að kannast vel viö”. Enda þótt ummæli Svarthöfða verði tæplega skilin nema á einn veg, þykir mér samt rétt, þar sem Svarthöföi sér ástæðu til að nefna bók Pósts og sima i þessu sambandi að taka þetta fram: Fljótlega eftir að ég tók að mér ritun bókarinnar íslenzk frimerki i hundrað ár 1873-1973 fyrir islenzku póststjórnina ákvað ég að láta litmyndir af fallegum gömlum umslögum prýða verkið. M.a. vissi ég um bréfasafn Tryggva og fékk leyfi bæði þjóöminjavarðar og skjalavarðar Seðlabankans til þess að leita uppi áhugaverð umslög úr safninu til Ijósmynd- unar. Um þetta visa ég i bók mina 182. bls., en þar á móti blasa við tveir fallegir hlutir úr téðu safni. Annar þeirra er hið skemmtilega umslag sem þvi miður hefur hlotið óblið örlög. Auk þess eru myndir af tveimur öðrum umslögum i bók minni úr safni Tryggva. Þessa hluti fékk ég lánaöa á sinum tima til myndagerðar, en vitaskuld var þeim komið fyrir aftur á sinum stöðum, þegar henni var lokið. Þeir atburðir sem nú hafa gerzt, eiga þess vegna ekkert skylt við bók Pósts og sima. Þetta vil ég að komi skýrt fram fyrir mina hönd og Póstmála- stofnunarinnar, ef einhver les- andi hefði misskilið orð Svart- höfða i nefndri grein. Jón Aðalsteinn Jónsson USB y°l •• 2?. O >■■■■■■■■■■ aai ■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■! Vilt þú selja hljómtæki? Við kaupum og seljum Hafiö samband strax UMBOÐSSALA- MEÐ SKJ'ÐA VÖRUR OG HUÓMFLUTNINGSTÆKJ GRENSÁSMEGI50 108 REYKJAVÍK SÍMI: 31290 HALLI Á VÖRUSKIPTAJÖFNUÐI fSLENOINGA Vöruskiptajöfnuður lands- manna var óhagstæður i janúar um 39.417.000 krónur. Otflutning- urinn nam 316.151.000 krónum en innflutningurinn 355.568.000 kr., segir i fréttatilkynningu frá Hag- stofu Islands. Islenska Alfélagið flutti út fyrir 35.203.000 en inn fyrir 12.204.000 krónur. Landsvirkjun flutti inn fyrir 14.240.000 krónur og Járnblendi- félagið fyrir 174.000. t janúar i fyrra var flutt út fyrir 204.372.000 kr. en inn fyrir 315.356.000 og var jöfnuðurinn þá óhagstæður um 110.984.000 krón- ur. Þá var flutt út ál og álmelmi fyrir 52.503.000 og kisiljárn fyrir 5.789.000. Allar tölurnar eru i nýkrónum. I athugasemd segir: Við samanburð við utanrikis- verslunartölur 1980 verður að hafa i huga að meðalgengi er- lends gjaldeyris i janúar 1981 er talið vera 51,6% hærra en það var i sama mánuði 1980. SV svo mœlir Svarthöföi Blöndungar efna til suöurreiðar Þeir Blöndungar fjölmenna nií til Reykjavikur til að skýra fyrir ráðamönnum, jafnt Stóra- slökkvara f Iðnaðarráðuneytinu sem þingmönnum, að þeim sé mikið í mun að láta virkja Biöndu. Allir sanngjarnir menn eru sammála Blöndungum um þessa virkjun, lika Páll bóndi á Höllustöðum, þótt hann eigi nú í vök að verjast sem sá þing- manna, sem með skynsamlegu viti hefur bent á, að óþarfi sé að leggja sumt af fábrotnu beitar- landi Eyvindastaðaheiðar undir vatn. Öfurkappið er slikt i Blöndungum, og óttinn við að Hjörleifur Guttormsson noti tækifærið og hverfi að Fljóts- dalsvirkjun, að þeir mundu ef- laust láta einu gilda þótt þeir yrðu að heyja tún sin i klofbúss- um eða vöðlum i framtiðinni. Skynsamlegar ábendingar Páls á Höllustöðum i þessu máii er litiö á sem einskonar húnvetnsk „landráð”, þótt hann sé ekki að gera annað en ná fótfestu fyrir sæmilega samningsaðstöðu við frekt virkjunarvald. Þeir Biöndungar gæta þess ekki sem skyldi vegna ofur- kappsins, að suðurreiðin getur þýtt að heppileg samningsað- staða glatist, og verður Páli á Höiiustöðum varla kennt um það. Þdtt þingmenn séu ailtaf til með að gefa togara, er ekki þar með sagt að þeir séu ginnkeypt- ir fyrir að láta rikið borga fyrir land, sem með stefnudómi er búið að taka undan yfirráðum bænda og upprekstrarfélaga, samanber hæstaréttardóm um Nýjabæjarafrétt þarna rétt austan Eyvindarstaðaheiðar. Ætli þeir siðar að sækja skaða- bætur vegna beitarmissisins i hendur rikinu, þarf rikið ekki að fara sér óðslega i málinu, og getur, ef það vill, beint skaða- bótakröfum til dómstóla, þar sem eigna og nytjaréttur verður dæmdur af bændum eins og I dóminum um eignarhaid á Nýjabæjarafrétt. Að hinu leytinu kemur svo skelfingin mikla út af Fljótsdalsvirkjun, sem hefur sett Blöndunga á hnén. Og ekki munu þeir standa ýkja uppréttir i suðurreiðinni. Eftir nokkrar ófarir út af Laxárvirkjun hefur rikisvaldið náð óskastöðu hvað snertir Blönduvirkjun. Þéttbýlisstaðir í Húnavatnssýslum og Skaga- firði sækja Blönduvirkjun ákaf- lega og neyta aflsmunar i mannfjöida. Er það ekki i fyrsta sinn á þessari öld sem dala- byggðir hafa orðið að gefa eftir hagsmuni sina bótalaust út af I- me S ’) ' ■ •''^> W:- '->A6kornuQor>Q ./-V 1 i x búum sjávarþorpa, sem sjá stórar iðngreinar risa undir stiflugörðunum. Sá er múnurinn að fjölbýlið hefur ekkert nema hagræði af landeyðingu vegna virkjana, en dalabyggðirnar geta hæglega misst fótanna, verði einni eða annarri aðstöðu frá náttúrunnar hendi raskaö um of vegna mannvirkjagerðar. Hefur áður heyrst hátt í náttúruverndarmönnum út af minna tilefni en óbreyttri Blönduvirkjun. En það er nú svo með náttúruverndina, að hún er helst brúkuð til að setja höft á einstaklinga. Rikiðá hins vegar alian rétt þegar þvi hentar og nýtur þar m.a. dómstóla eins og dæmin sanna. Húnvetningar hafa lengi gumað af gáfum. Nú hafa þeir uppgötvað meirihlutann og fara heldur óvarlega með hann eins og gáfurnar. Skagfirðingar eru engir eftirbátar þeirra I þessum efnum, þótt aldrei hafi þeir litið á sig sem Blöndunga siöan þeir misstu Blöndu-nafnið af Héraösvötnum sinum. Þeir sitja eftir með Blönduhliðina, en svo vill til að meirihlutinn i Skaga- firði bannar Blönduhliðingum að hafa skoðun á virkjuninni. Þótt virkjanir séu nauðsyn þá hafa heimamenn á hverjum stað litið á þær sem óþægindi og verðlagning lands og breyt- inga hefur miðast viö það. Blönduvirkjun virðist ætla að verða sú fyrsta sem menn vilja glaðirborga fyrir að fá. Og þar sem nokkir dalabændur skipta ekki málinú frekar en endranær er þetta liklega i lagi. Hinu skyidu menn ekki gleyma, að Guðlaugsstaðakynið hefur bæöi fjármálavit og brjóstvit og þvi hefði vcrið vitmeira að láta Pál á Höllustöðum annast suður- reiðarnar. Svarthöföi.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.