Vísir - 14.03.1981, Side 2

Vísir - 14.03.1981, Side 2
2 * 1 < Laugardagur 14. mars 1981 VÍSIR LAMBIÐ I HELVITI Ungur rithöfundur og upprennandi í Bret- landi er Martin Amis, bókmenntaritstjóri New Statesman og sonur Kingsley Amis: hann hefur á fimm árum skrifað þrjár mikils- metnar, eða altént um- talaðar, skáldsögur og nú er sú fjórða komin út: Other People. Mart- in Amis er dálitið böl- sýnn i hugsun og nýja bókin hans er sögð vera ,,A Mystery Story” en sumir gagnrýnendur vita ekki hvað það þýð- ir. „Þessi merkilega bók,” segir Bernard Levin i The Sunday Times, ,,er ekki öll þar sem hún er séð. En hún er jafnvel enn merkilegri en það gefur til kynna af þvi það sem hún virðist vera er svo óljóst i sjáll'u sér að lesandinn hefur ekki á hreinu um fráhvarf hennar frá raunveruleikanum.” Svo kemst hann að þeirri niöur- stöðu að einhvers staðar komi timinn við sögu. Bókin er um Mary. Mary vakn- ar og er ekki alls kostar örugg. Hún man ekkert og i rauninni veit hún ekkert heldur. Hún þekkir ekki fólk þegar hún rekst á það og er öll heldur ótótleg. Smátt og smátt gerist eitthvað og hún fer kannski að muna eða kannski að sjá og hún fetar sig uppá við, ósköp hægt, og það er einsog hún fari að skilja eða kannski lesand- inn fari að skilja þvi sögumaður- inn segir honum ýmislegt. Svo kemur i ljós Amy Hide sem er annaðhvort týnd eða dauð og það kemur lika i ljós að Mary, sem heitir Lamb að eftirnafni eða gefur sér það allavega, að Mary og Amy Hide eru liklega ein og sama manneskjan. En er þá Mary dáin? Og er hún i hel- viti? Þetta finnst Bretum, þessum bestu Bretum, gaman og þeir eru yfir sig hrifnir. Þeir minnast á Dantex og alls konar skrýtna fugla og pæla i gegnum jörðina i sögunni uns þeir eru i lausu lofti, frá sér numdir. Sjálfur segir Martin Amis, dálitið dauflegur með sterkan augnsvip: „Það kom mér á óvart að enginn sem hefur lesið bókina virðist ná almennilega hvað ég er að fara. Ég hélt ég hefði gert það alltof ljóst.” Lifið á einu sviði. Annars segja öfundarmenn Martin Amis að hann sé aumingi og hafi náð athygli og góðri gagn- rýni af þvi hann er, einsog áður sagði, sonur Kingsley Amis sem Bretar telja góðan. Amis, áhyggjufullur, segir: „Já, það er rétt að ég hef ekki orðið fyrir neinum meiri háttar áföllum. Þeir tóku mér samt ekkert vel i New York og ég tók þvi ekkert sérstaklega vel. En viðurkenning breytir engu. Þeir sem ekki eru viðurkenndir halda að viðurkenn- ing þýði eitthvert allsherjar parti dag og nótt. Eða þá maður fái upp i hendurnar helling af peningum. Eg hef ekki séð þá peninga. Alla vega gæti ég ekki lifað af bókun- um minum. Ég er bara heppinn Martin Kingsleyson — upprennandi skáldsagnahöfundur. að þvi leyti að geta skrifað. Það væri leiðinlegt að lifa lifinu bara á einu sviði.” Martin Amis lifir á mörgum sviðum og bæði persónur og bæk- ur gera það lika fantasian er hon- um ekkifjarri skapi og undarlegt raunsæi, stundum ofboðslegt, ekki heldur. Likingar og myndir sem spenna bogann hátt en fara ekki yfir markið heldur hitta i það. Stundum er hann sakaður um að skrifa ekki um aðra en vesa- linga að einu eða öðru leyti og stundum er hann sakaður um að telja sig Guð sem refsar vondu persónunum sinum en púkkar uppá hinar skárri. „Já, já, já!" segir hann þreytu- legri en nokkru sinni fyrr: „Ég veit hvað fólk segir um per- sónurnar minar en það eru helviskar ýkjur. Það er að visu rétt að mér finnst ekkert gaman að skrifa um dyggðina uppmál- aða en ég held að a.m.k. sumar persónurnar minar séu heldur geðslegar. Það sem þær eiga sameiginlegt er að þær langar til að vera eitthvað annað en þær eru, venjulega andstæða sin. Núna? Nú er ég að skrifa sögu i gömlum og góðum raunsæisstil — með kómiskum ýkjum, Dickensk- um nöfnum og svo framvegis.” Martin dáir föður sinn mikið, það fer hann ekki dult með. En hvað finnst Kingsley um Martin? „Bækurnar áttu við? Mér leist vel á þá fyrstu, gat ekki klárað bók númer tvö, fannst sú þriðja eiga góða spretti og er ekki búinn að lesa þessa nýju. En þegar ég skoða bækur eftir mig sem ég hef gefið honum sé ég að hann hefur lesið þær vandlega, fram að svona blaðsiðu 70. Þá hættir hann. Þetta finnst mér töff.” Nýr kynlifshvellur kvað við i Washington. Menn muna að einu sinni vakti Judith Exner feikna athygli fyrir að vera ástkona John Kennedys um leið og mikils glæpaforingja, siðar kom Elizabeth Ray, ritari fulltrúa- deildarþingmannsins Wayne Hayes, sem ,,kunni ekki að vélrita, kunni ekki að færa skýrslur, kunni ekki einu sinni að svara i simann” og allt fyrir al- mannafé, sú þriðja var Fanne Fox, nektardans- mey, sem kostaði Wil- bur Mills, þingsætið. Rita Jenrette nýtur þess að vera sú fjórða. ,,... til Jómfrúeyja” 1 ágúst 1975 birtist Rita i Washington i fyrsta sinn. Hún var 25 ára og fyrsta daginn hitti hún John Janrette, demókrat- iskan fulltrúadeildarþing-mann frá Suður Karólinu og fannst hann myndarlegur. Honum fannst hún mynd- arleg. „Hæ,” sagði hann. „Hvernig litist þér á að koma til Jómfrúareyja með mér? Við get- um legið nakin i sandinum allan daginn og sofið saman alla nótt- ina.” Rita var sæmilega pen stúlka og hafnaði þessu tilboði. Jenrette lét sig ekki og áður en varði voru þau orðin elskendur, skömmu siðar hjón. Það var ekki löngu eftir hveitibrauðsdagana að Rita vaknaði við það einn morg- uninn að Jenrette þingmaður var i innilegum faðmlögum við konu nokkra á gólfinu fyrir framan hjónarúmið og þessi kona” var nógu gömul til að geta verið Rita Jenrette kunni ýmislegt fyrir sér. Elizabeth Ray kunni fátt til skrif- stofustarfa. Kynlífshvellur í Washington DC mamma hans”. Næstu árin kom Rita einum 14 sinnum að honum i svipuðum stellingum. Ekki barnanna best En Rita var svo sem ekki barn- anna best. Hún skemmti sér rétt vel: stóð i samförum við mann sinn á tröppum þinghússins, tók þátt i léttklæddum samkvæmum ofani sundlaugum með háttsett- um þingmönnum, sneri á einn þingmann enn sem reyndi að draga hana á tálar með þvi að gefa henni deyfilyf, frétti af þing- manninum sem fór reglulega á „nuddstofur” og vildi fá konuna sina meðsér og hreiðraði um sig i ástarhreiðrum Suður Karólinu með toppmönnum samfélagsins. Hún var lika gestur i Hvita húsinu en gerði vist litið annað þar en að taka ihöndina á Jimmy Carter og Rosalynn og fannst ekki mikið til um. Þar kom að Jenrette þingmað- ur missteig sig og það illilega. FBI-menn vildu kanna hverjir þingmanna væru til i að þiggja mútur, dulbjuggu sina agenta sem arabiska oliusjeika og buðu grunlausuum þingmönnum fé fyrir einhverja greiða. Jenrette tók boðinu fegins hendi en áttaði sig ekki á þvi að allt var tekið uppá segulbönd og myndsegul- bönd. Hann var dreginn fyrir dómstóla. Keppinautur á leiðinni... Rita var honum ekki mjög hjálpleg. Eiginlega var hún búin aö fá nóg af honum og skildi við hann og afhenti lögreglunni 25 þús. dollara sem hún fann i skó þingmannsins inni skáp. Mútufé. Svo lýsti hún sig reiðubúna til að baða sig i sviðsljósi og Hugh Hefner Playboy-kóngur lýsti sig meira en reiöubúinn að undirbúa baðið. Fyrst voru birtar af henni myndir i Playboy undir fyrir- sögninni „The Women of Washington” og hún var ekki nakin á þessum myndum en ekki fullklædd heldur. „Ég ætla ekk- ert að klæða mig úr”, segir hún. „En þegar ég kom i stúdióið var mér sagt að ég væri alveg eins og Marilyn Monroe svo ég sló til. Og sé ekki eftir þvi.” Nú er Rita Jenrette að skrifa bók og hún veitir öll viðtöl sem hún lifandi getur. Þeir skjálfa sumir, topparnir i Washington, þvi hún segist ætla að nefna nöfn i bókinni sinni. En hún má lfka flýta sér þvi enn ein Washington- ástkona er að undirbúa sinn hvell. Sú heitir Paula Parkinson, var framarlega i samkvæmislifi þvi sem ekki fer fram fyrir al- menningssjónum en er nú i felum i Texas, auðvitað að skrifa bók. Lögfræðingurinn hennar segir: „Þetta er stórt mál. Mjög, mjög stórt.” Þingmenn eru ekki upplits- djarfir um þessar mundir, rétt eftir að það kom i ljós að á klósettinu i þinghúsinu höfðu hommar aðsetur...

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.