Vísir - 14.03.1981, Qupperneq 4
VÍSIR
4
Laugardagur 14. mars 1981
„Ég er alveg aö drukkna i áhuga-
málum”. Hallur Helgason sem
leikur unglinginn Andra.
Visismynd: EÞS
TVEIR ANDRAR TEKNIR TALI
„Frægðin er ekki
hættuleg ef maður
heldur andlegri ró”
— segir Hallur Helgason sem leikur unglinginn Andra i Punktinum
„Mér likar mjög vel við Andra,
ég tel hann gefa góða mynd af
mörgum unglingum, eins og þeir
eru i dag. Þó myndin eigi að ger-
ast fyrir tuttugu árum og að-
stæður hafi eitthvað breyst, þá
eru unglingarnir samir við sig”,
sagði Hallur Helgason, sem
leikur Andra sem ungling i kvik-
myndinni „Punktur, punktur,
komma, strik”, sem frumsýnd
var i Iiáskólabiói í gær.
„Ég las bókina ekki fyrr en það
var komið á hreint, að ég myndi
vinna eitthvaðvið myndina, og þá
las ég bæði „Punktinn” og „Ég
um mig frá mér til min”. Ég las
þær með miklum hraði og þarf
endilega að drifa mig í að lesa
þær aftur þvi þetta eru ágætis
bækur”.
Hallur er enginn nýgræðingur á
kvikmyndasviðinu, þó hann sé
ekki nema sextán ára. Hann lék
til dæmis i' kvikmynd Andrésar
Indriðasonar, „Veiðiferð”, auk
þess sem hann hefur leikið i og
tekið sinar eigin myndir.
„Við lukum i sumar gerð
myndarinnar „Feilpústrið” sem
er 8 millimetra kvikmynd og er
hún að vissu leyti timamótakvik-
mynd, þvi'þetta var fyrsta 8 milli-
metra kvikmyndin sem hlaut
styrk úr Kvikmyndasjóði”.
— Það þarf þá ekki að spyrja
um áhugann?
„Ég hef alveg brennandi
áhuga, en á bara erfitt með að
gera upp við mig hvort ég hef
meiri áhuga á leiklistinni eða
kvikmyndagerðinni. Ég vil til
dæmis gjarnan læra eitthvað i
leiklist, en spurningin er aðeins
hvar og hvað. Þá vil ég einnig
læra kvikmyndagerð, þannig að
ég verð vist kominn á fertugs-
aldurinn áður en ég lýk öllu þessu
námi minu”.
,,Lét bauka ganga i fjöl-
skylduboðum”
— Hvenær fékkstu fyrst áhuga
á kvikmyndun?
,,Ég fór náttúrulega oft i þrjú-
bió sem krakki og horfði þá á
teiknimyndirnar, Abbot og
Costello og þá félaga alla. En
þegar ég var ellefu ára fór ég að
hugsa um að gera eigin
mynd—ég var eitthvað ekki
ánægður með það sem ég sá. Ég
fór þvi að safna fyrir tækjum, lét
til dæmis bauka ganga i fjöl-
skylduboðum”.
Hallur íékk hins vegar fyrst að-
gang að kvikmyndatökuvél þegar
hann var þrettán ára, en þá fengu
hann og félagar hans skólayfir-
völdin i Lækjarskóla til að fjár-
festa i' kvikmyndatökuvél og sýn-
ingarvél. Þargerðu Hallur og fél-
agar hans si'na fyrstu kvikmynd,
sem var heimildarmynd unnin
eftir handriti.
— Hvernighófust afskipti þin af
Punktinum?
„Það átti upphaflega að taka
myndina i Hafnarfirði og for-
svarsmenn myndarinnar fóru þvi
á nærtæk mið það er i skólana i
Hafnarfirði i leit að leikendum.
Þeir völdu stórt og gott úrtak og
úr þvi' var svo valið i hlutverkin
og ég fékk hlutverk Andra.
„Skemmtilegt en erfitt”
Sá timi sem fór i kvikmyndun-
ina var geysilega skemmti-
legur — en erfiður. Ég tel mig
hafa lært mikið á þessu og reynsl-
aná vonandieftir að koma mér til
góða”.
-— Frumsýningin?
„Ég var mjög spenntur fyrir
frumsýninguna. Þó ég hafi fylgst
vel með myndatökunni sjálfur, þá
vissi ég ekkert hvernig myndin
kæmi út, þvi við klippingu og
vinnslu breytist heildarsvipur
kvikmyndanna svo mikið og ég
hafði enga langa kafla séð úr
henni áður”.
— Ertu smeykur við frægðina?
„Það hlýtur að fylgja þessu ein-
hver frægð. Ég tók til dæmis eftir
þvi um daginn þegar ég fór i leik-
hús, að þar voru nokkrir sem
könnuðust við mig og gjóuðu til
min augunum — ósköp kurteis-
lega.
Ég held það sé allt i lagi með
frægðina ef maður heldur and-
legri ró”.
,,Er að drukkna i áhuga-
málum”
— Áttu önnur áhugamál en
leiklistina og kvikmyndagerðina?
„Ég á allt of mörg áhugamál,
það jaðrar stundum við að ég sé
að drukkna i áhugamálum. Ég
leik til dæmis á trommur i bil-
skúrshljómsveit og svo starfa ég
af miklum krafti að félagsmálum
i Flensborgarskóla. Ég er alveg á
þvi að lengja sólarhringinn!”
— Að lokum vegna þess að þú
ert Hafnfirðingur. Fara Hafnfirð-
ingabrandarari taugarnar á þér?
„Nei, alls ekki, ég hef gaman af
þeim. En veistu annars hvers
vegna Hafnfirðingabrandararnir
eru allir svona þunnir?”
__???
„Til þess að aðrir landsmenn
skilji þá!” — ATA
Þorsteinn Jónsson, leikstjóri og höfundur handrits, og Þórhallur „Svona fer fyrir þeim ef þær geta aldrei veriö kyrrar!" Andri
Sigurðsson, aðstoöarleikstjóri, skipuleggja tökur næsta dags. (lengst til hægri) að skoða dauða hænu ásamt strákunum í sveit-
inni. Myndir Dana Jónsdóttir.
,,l götunni". Bróðir Tótu býður upp á límonaði. Doddi stendur Andri hefur boðið Möggu i bió en f innur svo ekki miðana þegar til á
lengst til vinstri og veifar limonaðinu. að taka.