Vísir - 14.03.1981, Side 5

Vísir - 14.03.1981, Side 5
Laugardagur 14. mars 1981 „Alger heppni að ég fékk hlutverk Andra”, segir Pétur Björn Jónsson. Visismynd: EÞS ,,Eg er eng in kvik- mynda- stjarna” — segir Pétur Björn Jónsson sem leikur Andra sem barn „Ég er engin kvikmynda- stjarna. Maður verður ekki kvik- myndastjarna þó maður leiki i einni kvikmynd”, sagði Pétur Björn Jónsson, sem leikur Andra sem barn i Punktinum. „Það var ofsalega skemmtilegt að leika i kvikmyndinni og þetta gekk ágætlega — það þurfti ekki að endurtaka atriðin mjög oft”. Pétur Björn er niu ára gamall og er i Hólabrekkuskóla i Breið- holti. Foreldrar hans eru Sigfrid Þormar og Jón Pétursson, bak- ari, sem margir kannast þó betur við af knattspyrnuvellinum, en hann hefur um árabil verið einn okkar fremsti knattspyrnu- maður. „Það var alger heppni. að ég fékk hlutverkið. Ég var að horfa á skemmtiatriði 17. júni. Þar voru menn að skoða krakkana, at- huga hvort þeir sæju einhvern sem gæti tekið að sér hlutverk Andra. Viökomandi þurfti að vera dökkhæröur og með brún augu, og þannig er ég. „Hélt aö kvikmyndir væru teknar í einu lagi". Ég sé sko ekki eftir þeim tima sem fór i kvikmyndatökurnar. Ég hafði aldrei leikið neitt áður, i skólaleikritum og svoleiðis, en mig langar mikið til að leika aftur. Ég haföi ekki hugmynd um það hvernig svona kvikmynd er tekin. Ég helt að hún væri tekin öll I einu og að þetta tæki ekki svona langan tima. Þegar ég fer i bió núna hugsa ég oft um það.hvernig hittog þetta atriöi hafi verið gert. Ég er alltaf mest hissa á þvi hvernig þeir geta klippt öll atriöin rétt saman!” — Ætlarðu að leggja leiklistina fyrir þig þegar þú ert orðinn stór? „Ég veit það ekki, það getur vel verið”. Pétur sagðist ekki hafa lesið bókina fyrr en kvikmyndatökum var lokið, og honum fannst bókin skemmtileg. „Ég var dálitið feiminn. þegar myndatökurnar byrjuðu en eftir viku eða hálfan mánuð var ég far- inn að venjast þessu og feimnin fór smám saman af”. „Frægöin tekur tíma frá fótboltanum!" — Heldurðu aö þú verðir frægur? „Nei, ekki frægur, fólk snýr sér ekkert við á götu. þegar það sér mig. Annars er ég ekkert hræddur við það.þótt talað sé um mig. Mann Iangar alltaf dálitið til að verða frægur — en ekki of frægur.þvi þá hefur maður svo lit- inn tima fyrir fótboltann! Ég held meö Fram og æfi i sjötta flokki hjá Fram og geri eiginlega litið annað en að spila fótbolta og vera I skólanum. Jú, ég les oft og þá helst ævintýra- bækur”. Pétur var spuröur um frumsýn- inguna og hann sagðist hafa hlakkað æðislega til hennar. „Ég var svo spenntur að sjá hvernig ég liti út á tjaldinu. Og yngri systur minar tvær voru einnig mjög spenntar”, sagði Pétur. — ATA VlSIR Systurblad Morgunbladsins er ... 23. tbl. 23. árg. TJÖRUPÓSTURINN 7. MARZ 1981 Prentað sem handrit Silkihúfur á systurblaði Leikni í með- Varð afi ferð slaghörpu árið 1980 Með jákvæðu Sama ár og hugarfari bláa frímerkið ÁRNI Johnsen fyrrum fréttamaður hcfur vcriö ráöinn sumaricyfaritstjórn- arfulltrúi, fulltrúi ritstjóra mcö aösetur úti i bæ frá og mcö 1. april næstkom- andi. Árni cr fæddur í Vcstmannaeyjum 9. marz 1941. Árni er þckktur íyrir sjónvarps- og útvarpsþætti sina ásamt plötuútgáfu, hljóöfæraslætti og söng og er óhætt að segja að söngur hans bcri keim af fjölskrúðugu fuglalifi fæö- ingarstaöar hans. GÍSLI Stcinar Jónsson fyrrum prcnt- ari- auglýsinga- og ritstjórnar lciátmaÖ- ur hefur verið ráðinn veömálabanka- stjórl Morgunblaösins frá og meö 1. april. Gisli Steinar fæddist 9. septcmbcr 1910, varð afi 1980, sama ár og hann fékk að tcikna fyrstu útsiðuna. Til að koma í veg fyrir frekari slys, hefur hann nú störf á nýjum vcttvangi. SIGIIVATUR Blöndahl fyrrum blaöa- maður á Morgunblaðinu hefur verið ráðinn viðskipta- og efnahagsstjóri Morgunblaðsins frá og mcö 1. april. Sighvatur er fæddur i Gimskipafélags- húsinu við Tryggvagötu árið eítir stofnun félagsins skömmu siðar og hefur starfað að áhugamálum sinum frá þcim tima með jákvæðu hugarfari. IIALLUR Halison fyrrum blaöamaður hcfur vcrið ráðinn álagsstjórí Morgun- blaösins frá og með 1. april næstkom- andi. Hallur cr ekki fæddur 13. janúar. heldur 12. febrúar 1956, sama ár og bláa frimerkið um Jón Sigurðsson var gefið út. Hailur hóf störí skömmu eftir fæö- ingu og hefur skrifað fréttir siöan hann hætti á Dagblaðinu. Og hlaut hann nafnið Þjórarinn ÞJÓRARINN Ragnarsson íyrrum iþróttafréttaritari hefur vcrið ráðinn fulltrúi iþróttafréttaritara fulltrúa rit- stjóra Morgunblaðsins frá og mcð 1. april næstkomandi. Þjórarinn er faddur 1972. 13. des- ember, og gegnir naíninu Tóti. hóf störf á Morgunblaðinu fyrir 2 árum og hefur litið verið við siðan að ósk fulltrúa ritstjórnar fulltrúa ritstjóra. Þrssum óskum blaðsins hefur Þjórar- inn ætið fylgt út i æsar Árvökur og iðin stúlka ÁSLAUG Ragnars íyrrum blaðamaður hcfur vcrið ráðin fulltrúi forseta rit- stjóra Morgunblaðsins frá og með I. apríl næstkomandi. Aslaug cr faNld i Veturbænum 13. mars 1951. Hún hóf störf sem vcl vakandi um svipað lyti og annar okkar og hefur hún gegnt mörgum trúnaðarstörfum innan blaösins siðan og hefur ávallt þótt árvökur og iðin starfsstúlka. Hann er fæddur á Stoxeyri ÁGÚST Ásgcirsson fyrrum íréttamaö- ur hcfur verið ráðinn ihlaupastjóri erlcnds fréttastjóra fulltrúa ritstjóra Morgunblaðsins frá og með 1. april nustkomandi. Ágúst er fu-ddur í Stoxeyri við Álftafjörö 3. október 1892. Ágúst hóf störf sem sendill hjá Morgunblaðinu 1908 og hefur að mestu leyti unnið við það siðan. llann hefur ávallt þótt sérlega fljótur i ferðum. Hann verður fullur í dag... SIGTRYGGUR Samskonarson íyrrum fréttastjóri hefur verið ráðinn lögreglu- stjóristjóri Morgunblaðsins frá og með 1. april nu-stkomundi. Sigtryggur er fæddur 27. mars 1911. og hóf storf við Morgunblaðiö 13. júní 1931 og varð fréttastjóri sama ár. Sigtryggur hefur unnið á flestum deildum hlaðsins. svo sem; fréttadeild. íþróttadeild. iþróttaíréttadeild. lög- regludeild. sérlegur fulltrúi ÍSAL og íl. Sigtryggur verður fullur í dag Blaðamenn óskast.. Vegna breytinga á ritstjórn vantar tilfinnanlega skrifandi blaöamenn á systurblaöiö. Menntunar ekki krafizt. Þarf aö geta hafi „starf" strax. Húsvörður. Árshátið Morgunblaðsins var haldin um síðustu helgi og er það væntanlega ekki i frásögur færandi öðrum en starfs- mönnum blaðsins, en hitt er annað að á þessari árs- hátíð kom út 23. tölublað 23. árgangs mikils menn- ingarrits sem heitir Tjöru- pósturinn og menn hafa máské gaman af að kynnast. Tjörupósturinn er sem sé gamanblað þeirra Morgunblaðsmanna, gef- inn út einu sinni á ári og einmitt á árshátiðum og uppfullur af alls konar húmor og gálgahúmor um blaðið og starfsmenn þess. Sem slikur er Tjörupóstur- inn dálitið merkilegur í islenskum blaðaheimi. Vel aö merkja: Tjörupósturinn tékur sig hátiölega og fjallar gjarnan af vinsamlega umburöarlyndi um öll þau vanda- mál sem hann er sannfæröur um aö hrjái „systurblaöiö” eins og Morgunblaöiö er jafnan nefnt á siöum Tjörupóstsins. Rann- sóknarblaðamenn Tjörupóstsins eru þó ósmeykir við aö fjalla um það, sem betur má fara á rit- stjórn Moggans og að þessu sinni einkum tvö mál, sem fá rúm á siöum hans: yfirmenn og tækni- deild. Aö sjálfsögöu eru yfirmenn Morgunblaösins, og hafa alltaf verið, vinsæl fórnarlömb hins glaðbeitta Tjörupósts og nú i ár enn fremur en ella. Eins og þeir vita sem fylgjast meö i heiminum, sem kenndur er við fjölmiðla þá var fyrir stuttu bylt yfirmanns- sýstemi Mogganaað ritstjórunum undanskyldum. Nýr titill var fundinn upp: fulltrúi ritstjóra, og þeir Þorbjörn Guðmundsson, áður ritstjórnarfulltrúi (!) og Björn Jóhannsson, áöur frétta- stjóri, fengu hann um hálsinn. f stað Björns voru þrir blaöamenn, Magnús Finnson, Freysteinn Jó- hannsson og Sigtryggur Sig- tryggsson, ráönir fréttastjórar. Allt þetta vafstur þótti Tjöru- póstsmönnum hið apalegasta og gera þeir feiknarlegt grin að mannaráðningum „systur- blaösins”. Þannig er til aö mynda tekiö rækilega fram i haus Tjöru- póstsins aö ekki einn einasti ótitlaöur blaðamaöur hafi unnið aö gerö blaösins heldur hafi allir veriö ýmist fréttastjórar eöa full- trúar ritstjóra. 1 ofanálag eru á forsiöu kynntar sérstakar embættaveitingar til átta blaðamanna og lita þar dagsins ljós titlar einsog: „sumarleyfa- ritstjórnarfulltrúi, fulltrúi rit- stjóra meö aösetur úti bæ”, „full- trúi iþróttafréttaritara fulltrúa ritstjóra”, „ihlauparitstjóri er- lends fréttastjóra fulltrúa rit- stjóra”, og - „lögreglustjóri- stjóri”. Auk þess fá ritstjórarnir Matthias Johannessen og Styrmir Gunnarsson sinn skammt einsog venjulega. Hitt aðalmál Tjörupóstsins er tæknideildin einsog áöur sagöi. Morgunblaðiö hefur viöáttumikla tæknideild og má heita aö hún hafi lagt undir sig Tjörupóstinn einsog hann leggur sig. Sagt er frá þvi að „prentvellupúkinn hafi tekið völdin i Typografistan”, sögð ævintýri úr prentsmiöjunni viö „Skeifugörn” og ótal, ótal fleiri brandarar vaða uppi — auövitað ekki nema fyrir innvigöa starfsmenn Morgun- blaðsins og Tjörupóstsins aö skilja. t annarri forystugrein Tjörupóstsins eru látnar i ljós áhyggjur meö þessa uppivööslu- semi tæknideildar og sú ósk viðruö að „hin mikla upptitlun” á ritsjórn verði örvandi á þeim bæ. Hin forystugreinin er um málvöndun og kemur þar fram að Tjörupóstsmenn eru býsna ánægðir með þróun systur- blaösins á þeim vettvangi.... Einsog fram hefur komiö er þaö auövitaö ekki nema fyrir starfsmenn þessara merku blaöa, Tjörupóstsins og Morgun- blaösins, aö skilja meirihlutann af þeim húmor.sem ræður rikjum á siöum hins fyrrnefnda og er ekki til annars ætlast. Margir fjalla um brennivin og brenni- vinsdrykkju og enn fleiri eru neöan mittis, enda varla annaö sæmandi viö sllkt tækifæri sem árshátiö er. Tæplega þarf aö taka þaö fram að ekki ein einasta klausa i Tjöru- póstinum er merkt sinum rétta höfundi. Visast er þaö til aö foröast hefndaraögeröir fórnar- lambanna þó aö sjálfsögöu sé allt i gamni og græskulaust.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.