Vísir - 14.03.1981, Síða 8

Vísir - 14.03.1981, Síða 8
f 8 vtsm i »* * i i i;» r Laugardagur 14. mars 1981 VlSIR Útgefandi: Reykjaprent h.f. Ritstjóri: Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Frlða Astvaldsdóttlr, Gylfi Krlstjánsson, lllugi Jökulsson, Jóhanna Sig- þórsdóttir, Kristin Þorsteinsdóttlr, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttir, Blaðamaður á Akureyri: Gísll Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur Ó. Steinarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Emll Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, AAagnús Olafsson. Safn- vörður: Eirlkur Jónsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Siðumúli 14, srmi 86611, 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: SlðumúlaB, Slmar86611 og82260. Afgreiðsla: Sfakkholti 2-4, simi 86611. Askriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð I lausasölu 4 nýkrónur elntaklð. Vlsir er prentaður I Blaðaprenti, Siðumúla 14. FRESTUN LRNDSFUNDAR Miðstjórn Sjálfstæöisflokksins hefur ákveöið að fresta landsfundi fram til haustsins. Hér er fjallaö um þær skýringar, sem gefnar eru á frestuninni. Eftir mikið japl og jaml og f uð- ur hafa þingf lokkur og miðstjórn sjálfstæðismanna komist að þeirri niðurstöðu að fresta beri landsfundi flokksins til hausts- ins. Hin opinbera skýring er sú, að almenn óvissa sé um stjórn- málaástandið nú en líkur séu á að línur skýrist eftir þvi sem á árið líður. Ennfremur er haft eftir formanni og framkvæmdastjóra að nota beri tímann tii þess að ná samstöðu meðal sjálfstæðis- manna. Hvað varðar fyrri skýringuna, mætti ætla að flestum sé orðið Ijóst, hverskonar ríkisstjórn situr að völdum og hvert hún stefni. Þeir sem ekki hafa gert sér það Ijóst eiga ekki erindi í pólitík. Vera má að almenningur vaði enn í einhverri villu um markmið og aðgerðir ríkisstjórnarinnar, en þá er það hlutverk stjórnar- andstöðunnar að bæta þar um, ef hún telur myndina vera fegurri en tilefni er til. Varla er við því að búast að stjórnarandstaðan haf i meiri og betri tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri frá maí til september, einmitt á þeim tíma, þegar þingið leggur niður störf og stjórnmála- umræða er í lágmarki. Einhverjir kunna að gera því skóna, að upp komist um strákinn Tuma, eftir að verð- stöðvun lýkur í maí og verðbólg- an fer á fullt skrið á nýjan leik. En þetta var einnig sagt fyrir áramótin, þegar allt átti að springa í höndum ríkisstjórnar- innar vegna ósamkomulags um efnahagsaðgerðir. Þó fór svo, að forsætisráðherra kynnti gervi- lausnir sínar í áramótaboð- skapnum og húrrahróp þjóðar- innar gullu. Forsætisráðherra er manna slyngastur þegar kemur að skrúðmælgi og fallegum umbúð- um, og hver segir að honum tak- ist ekki jaf n vel upp í þeim ef num þegar kemur fram á mitt árið? Vonir stjórnarandstöðunnar í Sjálfstæðisflokknum geta því verið reistar á óskhyggju og póli- tískum spekúlasjónum Þar sem brugðið getur til beggja vona. Hitt er einnig spurning, hvort stærsti stjórnmálaflokkurinn hafi ekki meiri staðfestu en svo, að hann hlaupi með sína aðal- fundi og landsþing eftir því hvernig vindar blása. Veðurspár í pólitik hafa aldrei reynst traustir kompásar. Fyrir þá sök, að Sjálfstæðisf lokkurinn er í andstöðu við ríkisstjórn, sem hann telur stríða gegn flestu því sem honum er heilagt, er enn rík- ari ástæða til að flokkurinn þeyti lúðra sína og skeri upp herör. Landsfundur er vettvang- ur þeirrar herkvaðningar. Því fyrr sem hann er haldinn, því betra. Siðari skýringin á frestun landsfundarins þess efnis, að tíminn verði notaður til að leita samstöðu meðal sjálfstæðis- manna og þá jafnt þeirra sem innan og utan stjórnar eru, á meiri hljómgrunn. A þeim tíma sem sósíalistar og ríkishyggju- menn séilast til sífellt meiri áhrifa og þjóðfélagið einkennist allt af opinberri forsjá og mið- stýringu, þá skiptir öllu, að frjálshuga menn standi saman. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ver- ið þeirra afl, brjóstvörn einka- framtaks, málsvari frjálsræðis. Það afl er einskis raegnugt ef forystan er veik og sundruð, og liðið klofið í fylkingar. Ef sjálfstæðismenn telja sig geta notað tímann til haustsins til að ná saman á nýjan leik, þa' er það vel þess virði að f resta lands- f undi. Tímasetning hans er auka- atriði miðað við þá þýðingu að sterk forysta myndist og sam- staða náist. Eins og sakir standa verður það að kallast bjartsýni að til sameiningar komi á þessu ári. ( raun og veru er tómt mál að tala um sameiningu meðan ríkis- stjórnin situr, og formaður og varaformaður berast á bana- spjótum. Breytingar á því ástandi verða ekki gerðar meðan landsfundur er ekki haldinn. Til hvers er þá frestunin? r-----------------------------i j Leiðrétting: Churchill hitti Adolf Hitler ekki i síðasta Helgarblaði var sagt frá nýrri bók eftir breska reyfarahöfundinn Len Deighton þar sem hann setti fram þá kenningu að Winston Churchill hafi 12. júní árið 1940 átt leynifund með Adolf Hitler til að ræða hugsanlega uppgjafarskilmála Breta.’ Bókin er auðvitað skáldsaga en Deighon þóttist hafa ýmislegt fyrir sér, m.a. að þennan tiltekna dag hafi Churchill verið á einhverju dularfullu leyniferðalagi í Frakk- landi og hafi hreinlega horfið aðstoðarmönnum sinum um tíma. Aðdáendur Churchills gamla hafa síðan gengið sem maður undir manns hönd við að sanna að karlinn hafi alls ekki verið að gera neitt í þá veru sem Deighton vill vera láta og nú hafa þeir fundið manninn sem veit hvaðgerðist þennan merkilega dag. Það er Dr. Martin Gilbert sem vinnur að því að rita ævisögu Churchills. Til fundar við Frakka. Gilbert er einmitt um þessar mundir aö skrifa sjötta bindi ævisögunnar en þaö fjallar um áriö 1940, áriö sem Deighton hefur i huga. Og Gilbert upp- lýsir glaölega aö vissulega hafi Churchill veriö f leynilegri sendiför, þennan dag 12. júnl, en hún var bara ekki farin til aö hitta Hitler. Litum nú á ástandiö i Frakk- landi, Hersveitir Þjóöverja fóru hamförum um landiö og franski herinn var aö falli kominn. Her- sveitir Breta á svæöinu voru mjög aöþrengdar og aöeins timaspursmálhvenærþeim yröi útrýmt nema Frakkar tækju á sig rögg. Churchill sá aö viö svo búiö mátti ekki standa og fór flugleiöis til Frakklands ásamt ýmsum helstu aöstoöarmönnum sinum til þess aö reyna aö fá Frakka til að berjast áfram. Þessir aðstoðarmenn voru utan- rikisráðherrann Anthony Eden, Sir John Dill yfirmaöur her- ráösins, „Tug” Ismay hershöfð- ingi, Otto Lund hershöföingi og Sir Edward Spears, hershöfö- ingi, sem var milligöngumaöur Churchills og forsætisráöherra Frakka, Reynaud. Dagbækurnar eru til Bæöi Anthony Eden og John Dill héldu dagbækur og þaö er úr þeim sem Martin Gilgert hefur vitneskju sina um leyni- fundinn sem i hönd fór. Einnig eru ýmis skjöl til sem sanna svo ekki verður um viilst hvaö það var sem fram fór. I smáþorpinu Briare, skammt frá belgisku landamærunum. biöu fulltrúar Frakka og að kvöldi 11. júni hófust fundirnir. Auk Reynauds voru mættir til leiks af Frakklands háfu Weygand hershöföingi og yfir- maöur alls herafla Frakka. Petain gamli herforingi, Georges hershöföingi og ungur, efnilegur en litt þekktur maöur, i hershöföingjabúningi: Charles de Gaulle. Fundirnir héldu á- fram næsta dag, 12. júni. Bretum tókst ekki aö fá Frakka til aö halda baráttunni áfram. Weygand upplýsti aö hersveitir sinar væru að þrotum komnar og enginn leið aö verjast Þjóðverjum. Hann lagöi þvi til að forsætisráöherrann bæði um vopnahlé. Reynaud féllst á þaö og sagöi Churchill: „Þaö er ekkert ljós fram- undan.” „Við munum berjast áfram" Churchill og félögum varö ljóst aö ekkert var hægt aö gera. Þeir fullvissuöu Frakka um aö þeir myndu halda baráttunni gegn nasistum áfram, einir ef þörf kreföi en flugu siöan heim aftur. A leiöinni var fariö yfir Le Havre sem stóö I ljósum logum. Frakkland var vissulega aö falla i hendur Þjóðverjum. I flugvélinni geröi Churchill uppkast aö skeyti sem hann sendi siöan Roosevelt Banda- rikjaforseta. 1 skeytinu grátbaö hann um hjálp til að berja nas- ista niður og sagöi: „Petain marskálkur er tilbúinn til aö semja friö. Hinn ungi De Gaulle telur á hinn bóginn að þótt orrusta sé töpuö sé striöiö eftir.” Eftir aö vélin lenti i London fór Churchill beinustu leið á fund i rikisstjórninni. Hann hitti Hitler aldrei. u L3 ia ■ ■ m ■ n ■ bi Lhurchill: sat leynifund en ekki meö Adóif Hitler

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.