Vísir - 14.03.1981, Síða 12
Laugardagur 14. mars 1981
VÍSIR
Benatar
Pat
Vestur í henni Ameríku er fmyndin i miklum metum. Raunar býður manni í grun
annað veif ið að ímyndin skipti meira má li en það sem á bak við hana stendur. Það
sé oft á tiðum imyndin sem slái i gegn, ekki manneskjan sem að baki býr. Þvi þykir
það bæði sjálfsagt og eðlilegt hverjum þeim er hyggur á framabraut að koma sér
upp dægilegri imynd, — imynd, sem sé til þess fallin að lokka og laða, því til þess er
jú leikurinn gerður. Pat Benatar er nafn á ungri stúlku, sem getið hefur sér gott
orð á rokksviðinu síðustu misserin. Imynd hennar hefur slegið í gegn, sérfræð-
ingar á sviði ímynda skilgreina hennar imynd með tveimur orðum: sexí og töff.
Við hér heima hefðum ugglaust látið okkur nægja að segja um Pat Benatar að
þetta væri hressileg stúlkukind, sem hefði gaman af rokktónlist. En „sexi og töff"
skal það heita.
Þeir eru teljandi á fingrum •
annarrar handar, nýliðarnir,
sem verulega hafa látið að sér
kveða í bandariskri rokktónlist
siðasta áriö eða svo. Ihaldsemin
i þvi landi riður ekki við ein-
teyming. Christopher Cross og
Pat Benatar eru raunar einu
„stóru” nöfnin sem ég man eftir
i svipinn. bað er alveg dæma-
laust hvað jafn f jölmenn þjóð og
tónlistarlega sinnuð getur verið
nisk á nýliða. Bandarikin hafa
einatt verið nefnd „land tæki-
færanna” en á sviði popptón-
listar fær það ekki staðist, i
þeim efnum heitir gósenlandið
Bretland.
En ég ætlaði aö skrifa um Pat
Benatar. Og til þess að kynna
hana finnst mér happadrýgst að
láta hana kynna sig. Húnsegir:
„Það eina sem ég hef á hreinu
i lifinu er það að ég læt ekki
nokkurn vaða ofan i mig á skit-
ugum skónum. Haltu þvi aldrei
fram við mig að ég geti ekki
gert eitthvað bara vegna þess
að ég er stelpa, litil og snoppu-
frið. Ég vissi aldrei að ég væri
stúlka. Ég var þvi vön að bera
sigur úr býtum i hafnarbolta og
klifra uppi tré... það fara ekki
allir volandi heim i pilsfald
móður sinnar.”
Velmælt, Pat! Nokkuð fleira?
Eftir smástund, já, gott og vel,
innskot frá mér. Þið kannist viö
háu, dökkhærðu, þöglu týpuna?
Pat gæti hrifist af þeirri mann-
gerð, þvi hún er einmitt dökk-
hærð þögul týpa, bara svolitið
lágvaxin, — 1.58 cm á sokka-
leistunum ef þiö viljið það hár-
nákvæmt. En þögul og alvar-
leg. Ekki kjaftfor og gassafeng-
in. Þannig er hún aöeins á plöt-
um sinum og hljómleikum. Sem
sagt tvær ólikar kvengerðir.
Hvað segir Pat sjálf um þöglu
týpuna?
„Mér er jafn nauðsynlegt að
kasta af mér hljómleikagrim-
unni eins og aö setja hana upp.
Þetta er auðvitað tvöfaldur per-
sónuleiki, en sú þögla er mér
eðlilegri. Ég gæti aldrei sýnt
„hina” á hljómleikum. En þá
get ég lika svolgraö i mig bjór
og spýtt. begar ég er eins og ég
á að mér hvarflar ekki að mér
að hrækja.”
Um góðu stundirnar i lifinu
segir hún, að þær séu annars
vegar þegar hún sé að baka
brauð og hins vegar þegar hún
slappi af i heitu baðkeri. Hún
gleymir að taka fram, að
ómögulegt er að sameina þetta
tvennt. Pat býr i Tarzana ef þið
viljið heilsa uppá hana, norður
af Los Angeles. Hún býr þar
með kærasta sinum og gitar-
leikara, Neil Geraldo. Hún
kveðst vera búin að aðlaga sig
mjög að Kaliforniu, segist vera
sólgin i rúsfnur, hnetur og spir-
ur, — og hafa mikið yndi af
fjöruferðum. „Mér er mjög oft
þvert um geö að leika rokk og
vera þessi fegurðardrottning.
Ég er ekki að gera litið úr þessu,
— en stundum fer þaö i pirr-
urnar á mér.”
Einhverju sinni, eftir mjög
erfiða hljómleika, kom ónefnd-
ur æsifréttaskrifari að máli við
Pat bak við tjöldin og sagði
drjúgur: „Þessir sexi tilburðir
þinir hljóta að vera æðislegir
fyrir kallinn þinn.” Hún
svaraði: „Hvað heldurðu — ég
ryksuga meira að segja i sokka-
bandabelti einu klæða!”
Frægöarraunir
Nóg um það. Pat Benatar
hefur gefið út tvær stórar plötur
og komist heldur betur i kynni
við frægðina. „Það er erfitt að
skilja þessa stöðugu aðdáun,”
segir hún. „Það getur gert
mann brjálaðan. Ég meina það,
fötin eru rifin utan af manni!”
Pat hefur stundum komist i
hann krappann á hljómleikum,
áheyrendur hafa stundum ruðst
Greatest Hits —
Dr. Hook/
EMI EST 26037.
Krókur læknir hefur löngum
komið tónum sinum inni
hjartað á tslendingum, allt
frá þvi hann söng um móður
Sylvíu hcr um árið ásamt
„lyfjasýningunni” sinni. t þá
daga var grófa röddin og
kúntrisándið miklu meira
áberandi en nú á timum er
tónlist Króks hefur færst æ
nær diskótónlistinni. Samt
hefur hann aldrei misst
sjónar af upprunanum og
kannski þess vegna er hann
hcldur ckki gleymdur. Þessi
safnplata með átján söngvum
spannar yfir tiu ára timabil
þannig að það er auðsætt að
hér er stiklað á stóru á ferli
hljómsveitarinnar. En þaö er
lika stiklað á „stóru” þvi fáar
hljómsveitir hafa komið oftar
við sögu vinsældalista en ein-
mitt Dr. Hook. Það er ekki
aöeins að lög Króks séu
skemmtileg og fyndin, þau eru
lika hlýleg og blátt áfram, —
og slik tónlist hefur gengið vel
í tslendinginn. Ef til vill ekki
stórbotin listaverk, en hjarta-
lagið er snorturt og gott skap
fæst i kaupbæti.
uppá sviöiö og gert itrekaðar til-
raunir til að festa hönd á stúlk-
unni. (Aheyrendur: lesist karl-
pengingur). A hljómleikum i
frönsku borginni Nice leist Pat
ekkert á blikuna þegar hún var
kölluð upp, — og hún harðneit-
aði. „A hljómleikunum voru
aðallega karlmenn og þeir hróp-
uðu allir eitthvað dónó, — 2.500
gæjar allir öskrandi. Ég sagði:
Guð minn góður, ég fer ekki
aftur fram á sviðið, þetta eru
hálfvitar.”
Pat ólst upp i úthverfinu
Lindenhurst á Long Island á
strangtrúaðan kaþólskan hátt.
Móðir stúlkunnar gerði heiðar-
legar tilraunir til að vekja á-
huga dótturinar á söngkonunum
Mariu Callas og Beverly Sills,
en Pat hafði meiri áhuga á að
fara út með „vondu strákunum
sern áttu mótorhjól og
kappakstursbila”. Samt sem
áður var hún ekki alveg frá-
hverf óperusöng og bjó sig undir
söngnám á menntaskólaárum
sinum. Atján ára gömul hafði
hún fengið inni i Jilliard School
of Músic, en þá kom herramað-
ur nokkur inn i lif hennar og
söngnámiö fór i vaskinn. Piltur-
inn hét Dennis Benatar og starf-
aði i hernum. Fyrst fluttu þau
skötuhjúin til Vancouver en
leiðin lá aftur til New York 1975.
Og fjórum árum siðar fór hjóna-
9,0
bandið sömu leið og söngnámið.
Pat hélt þó eftirnafninu Benatar
enda var nokkrum erfiðleikum
bundið að bera fram raunveru-
legt eftirnafn hennar:
Andrezejewski.
„Patricia Andrezejewski
hafði of marga stafi og þau voru
ófá tárin sem ég felldi i gaggó
vegna þess nafns. Og Guð sagði:
þú þarft að fá nýtt nafn,
stúlka.”
Pat hóf röngferil sinn i
kabarettum, enda hafði hún
sjálf enga trú á þvi að hún gæti
sungið rokk. En þegar hún eitt
sinn hafði reynt, gerðist hún æ
sólgnari i þessa tónlist og eftir
það varð ekki aftur snúið, þrátt
fyrir holl ráð vina og vanda-
manna sem vildu fremur að
hún syngi kántritónlist, ell-
egar færi i sjónvarpsþátta-
gerð og yrði Mary Tyler
Moore númer tvö. En rokk-
ið hafði orðið fyrir valinu
og það var i klúbbnum Catch A
Rising Star i New York sem
henni var boðinn farmiðinn að
frægðinni. Miðasalinn var Jeff
Aldrich hjá Chrysalis Records.
Fyrsta plata Pat Benatar, In
The Heat Of The Night, þokaði
henni þvi sem næst i heims-
frægðina. Sú siðari, Crimes Of
Passion, flutti hana alla leið.
—Gsal.
Face Value — Phil
Collins/Virgin Re-
cords V2185
Genesistrymbillinn kemur
satt best að segja rækilega á
óvart með þessari sólöplötu
sinni. Ætla mættvmiðað við þá
gifurlegu sölu sem hún hefur
fengið i Bretlandi að þetta
væri eitthvað léttmetisfóður,
en sú er hreint ckki raunin.
Blessunarlega hefur Phil
reynt eftir mætti að þvo af sér
Genesiskremiö, þó glittir nú i
það á stöku stað, eins og i lag-
inu „Behind The Lines”. Hins
vegar vekja sóláhrifin sér-
staka eftirtekt og ánægju á
þessari plötu. Til þess að
undirstrika þau hefur Phil
fengið blásarana úr Earth,
Wind & Fire til liðs við sig, en
það kemur manni sannarlega i
opna skjöldu að liösmaður
Genesis sé jafn opinn fyrir
sóltónlist og Phil virðist vera.
t annan stað vekur platan að-
dáun fyrir listilega smekk-
legar melódiur, einfaldar en
sérlega snotrar, — svo og hvað
platan i heild er blæbrigðarik
og sneisafull af vandaðri tón-
list. Rós fyrir Phil