Vísir - 14.03.1981, Page 17

Vísir - 14.03.1981, Page 17
VlSIR Laugardagur 14. mars 1981 * Laugardagur 14. mars 1981 VÍSIR Eftir fund, þar sem Björn á Löngumýri, Halldór fyrrverandi búnaöarmálastjóri og fleiri af þeirra ætt, höföu sig mikiö I frammi, varö þessi visa til: Meö ógurlegum oröadyn öslar á hundavaöi þetta djöfuls kjaftakyn kennt viö Guölaugsstaöi. — Páll Pétursson, ertu kominn af kjaftakyni? ,,Ég býst viö þvi. Aö visu ekki þeirri grein, sem kennd er viö Guölaugsstaöi, þetta er komiö úr svokölluöu Orrastaöakyni, sem viö erum af lika. Kyn manna og hesta Orrastaöakyn er afkomendur foreldra Björns Eysteinssonar og þeir eru orðfærir, sumir. Móöir min er systir Björns á Löngumýri og móöurætt þeirra er af Orra- staöakyni. Faðir þeirra var af Guölaugsstaöakyni, Guölaugs- staöaætt reyndar, þetta hefur ruglast, fyrir norðan segjum viö Guölaugsstaöaætt, en Orrastaöa- kyn. Móöir min er af Guölaugs- staðaætt og Orrastaöakyni. — Þaö er lika til Orrastaöakyn i hrossum. ,,Já, akkúrat. Þaö er komiö út af hrossum, sem Sigurgeir Björnsson Eysteinssonar, sem um skeiö bjó á Orrastöðum átti. Hann átti bleikan stóðhest, sem setti mjög mark á hross I þessum sveitum, i nokkuö langan tima, kallaöur Orrastaöableikur. Hann var vist uppáhaldshestur, var vist fallegur og hagkvæmt búhross”. Stássstofa hússins Við sitjum og röbbum saman, undirritaður og Páll Pétursson bóndi, alþingismaöur og for- maöur þingflokks Framsóknar- flokksins og hestamaöur i tóm- stundum, inni á skrifstofu hans i Vonarstræti 12. Skrifstofan er sú langbesta i húsinu, segir Páll, stór, björt og búin ljósum hús- gögnum. Hún er á annarri hæö og þar var áöur fyrr stássstofa húss- ins, glugginn snýr út aö Vonar- stræti og útsýni yfir Tjörnina. — Uppruni þinn? ,,Ég er fæddur á Höllústöðum, foreldrar minir voru Hulda Páls- dóttir frá Guölaugsstööum og Pétur Pétursson frá Steiná i Svartárdal. Ég fluttist ársgamall aö Guölaugsstööum, þar sem viö bjuggum i fjögur eöa fimm ár, en fórum siöan aftur i Höllustaöi og þar hef ég átt heima siöan. Árunum var ekki betur varið í annað Ég fór i menntaskóla, en aö menntaskólanámi loknu settist ég aö heima og reisti nýbýli á hálf- lendunni og hef veriö bóndi siöan”. — Var ekki hugmyndin aö halda áfram námi eftir stúdentspróf? ,,Nei, ég ætlaöi mér aldrei aö veröa annaö en bóndi. En þessi ár, þeim var ekki betur variö i annað heldur en menntaskóla- nám. Þaö gat komiö til greina aö fara I búnaöarnám, en mennta- skólanám getur veriö hagnýtt hvenær sem er á lifsleiöinni. Þaö voru skemmtileg ár i menntaskólanum á Akureyri og þar kynntist maöur mörgu ágætu fólki. Ég giftist skólasystur minni, Helgu ólafsdóttur frá Siglufiröi og auk þess höfum viö skólasystkin haldiö hópinn siöan, nokkuö. — Er eitthvaö af skólasystkin- um þinum samstarfsfólk þitt I þingi? Grimmur ræðumaður og annar á kaffihúsum. „Halldór Blöndal var skóla- bróðir minn, og Jósep Þorgeirs- son, já og Hjörleifur. Viö vorum allir búnir aö taka okkur stööu i pólitik þá þegar, Hjörleifur iönaöarráöherra var þá þar mikill málskrafsmaöur, Heimir Steinsson I Skálholti var þar lika og Kjartan Olafsson rit- stjóri á Þjóövíljanum, hann var grimmur ræöumaöur. Þaö var mikiö málfundastarf i skólanum og þó nokkuö af veltalandi strák- um. Viö ræddum pólitik mikiö á fundum og yfir kaffi á KEA. Hall- dór var ansi duglegur kaffihúsa- maöur, las ekki mikiö en talaöi mikiö”. — Varstu þá oröinn sannur og staöfastur framsóknarmaöur? Jájá, ég var nú aldrei i nein- um vafa með þaö. Aö visu áttum við nokkuö i vök aö verjast i skólanum þá, þaö voru þar ekki mjög margir framsóknarkrakk- ar. Þaö kom á fáa aö halda uppi málstaö flokksins, en ég held að það hafi breyst siöan”. — Af hverju varöstu fram- sóknarmaöur á ungum aldri? „Þaö lá nú beint við. Ég var al- inn upp á framsóknarheimili og viö viöhorf framsóknarmanna til lifsins og mér hefur alla tiö þótt pólitik framsóknarmanna skyn- samlegust og þaö hefur aldrei hvarflab aö mér aö ég ætti annarsstaöar heima”. Arfur Björns á Löngumýri — Hvernig upphófst svo þinn pólitiski ferill? „Upphafib er aö ég skipti mér af pólitik i skóla og svo eftir aö ég er orðinn bóndi á Höllustööum lenti ég fljótlega eða strax i stjórn félags ungra framsóknarmanna i Austur-Húnavatnssýslu i stjórn kjördæmissambands fram- lengi. Ég er ekkert aö fara á bak viö þá með þaö og ég er búinn aö vinna tvennar kosningar, þar sem þetta hefur borið mjög á góma og eitt prófkjör, sem snerist mjög um virkjunarmál. Nú ég átti þátt I, á sinum tima, ab koma af staö þeim viöræbum, sem nú eru i gangi og stuðla aö þvi að finna tilhögun, sem menn væru fáanlegir til að tala um. Málið er i nefnd og ég treysti þvi aö Rarikmenn undir forystu Pálma Jónssonar sýni þarna sanngirni og samningar náist og virkjunin veröi byggð, en þaö veröi fariö skynsamlega meö landiö. ) Viðhorf til landsins Þetta viðhorf til landsins sem mér er mjög ofarlega i huga og hefur oröið sumum hneykslunar- hella, ég met landiö sem slikt, hvern gróinn ferkilómetra Is- lands, mjög mikils og vil miklu til kosta aö eyöa ekki nema sem allra, allra minnstu. Menn eru að tala um að ég stoppi þessa virkjun og stoppi hana einn. Ég vil nú ekki gera áhrif min minni en ástæöa er til, en ég vil benda á að ég er ekki nema einn af þessum 60 þing- mönnum. Ef allir hinir 59 eru sammála um aö reisa þessa virkjun, og allir fyrir noröan, nema ég, þá mættu áhrif min vera mikil ef ég réöi, en ekki þeir. menn eins og Ragnar og Pálma og Eykon, mér er nú bara fariö aö þykja vænt um Eykon — og I þinginu. Ég hélt lengi vel ekki uppá Vil- mund, við áttum ekki aö öllu leyti skap saman, tókum margar brýnur, þegar hann kom hér fyrst, en ég met hann þvi meira, sem ég kyrinist honum betur. Og þaö verö ég aö segja aö ekki mætti ég til þess hugsa að hann yrði lasinn og þyrfti aö kalla varamann sinn, þvi aö mikiö ber hann af sinum varamanni”, og Páli er mikiö skemmt viö tilhugs- unina, „Jóni Baldvin. Vilmundur er oröinn svo settlegur núna og hvers manns hugljúfi aö það er eiginlega alveg dásamlegt hvaö honum hefur mikiö fariö fram á þessari þingveru sinni. Einhver sagði um daginn að nú væri komiö svo fyrir Vilmundi aö hann gæti ekki vakið á sér athygli með ööru en aö vera eins og maöur. Og þaö er hann lika, þaö er hann lika og þaö er athyglisvert. Nú, ég á von á þvi að Alþýðu- flokkurinn verði lengi i stjórnar- andstööu, þaö er aö segja aö ég á von á aö meban Kjartan og Jón Baldvin stinga út kúrsinn fyrir hann aö þá þyki okkur ekki fýsi- legt að hafa þá i skipsrúmi”. Slátrað til heimilis — En hvaö um Sjálfstæöisflokk- inn? er bj argá sóknarmanna, miöstjórn flokks- ins o.s.frv. Siöan æxlaöist þaö þannig til aö ég lenti i þessu fram- boði. Menn sögöu aö ég hefði erft þetta þingsæti frá Birni á Löngu- mýri, móöurbróöur minum, og það er aö vissu leyti nokkuö til i þvi, eöa eölilegt aö mönnum dytti þaö i hug. Þaö hafa margir frændur minir verið ihlutunarsamur um málefni annarra, já og opinber málefni og margir þingmenn eru af svo- kallaöri Skeggstaöaætt. Jón Pálmason var einn af þessari ætt og hann taldi þaö saman. Ég mun hafa veriö sá sautjándi af Skegg- staðaætt, sem tók sæti á Alþingi. Siöan eru nokkrir komnir eftir mig”. — Hverjir eru þeir, sem hafa komið siöan? „Ég man eftir Finni Torfa og Gulla litla og einhverjir eru sjálf- sagt fleiri. Þetta er nokkuð oröin útbreidd ætt, kennd viö Skegg- staöi i Svartárdal. Talinn af — pólitískt Þingmennska er skemmtilegt starf aö mörgu leyti. Samskiptin við kjósendurna gera hana skemmtilega og maður kynnist ákaflega mörgu fólki og kosningabarátta er yfirleitt afar skemmtileg, ég tala nú ekki um þegar vel gengur. Raunar hefur min kosningabarátta alltaf gengiö heldur vel, aö visu misvel en aldrei illa. Það er þessi góövild og hlýhugúr, sem maöur veröur var viö hjá samherjum, meöan á orrustunni stendur, sem er ákaf- lega sjarmerandi. Viöskiptin við kjósendur hafa lika sinar skuggahliöar, þaö er aö segja þegar ágreiningur veröur viö einhvern hluta þeirra. Ég fæ nú aö reyna þaö þessa dagana, sumir minna kjósenda eru óánægöir við mig. Ég hef nú raunar átt við það að búa stund- um áöur og einu sinni var ég tal- inn af, þegar ég þurfti aö fara i prófkjör af sumum, en var nú svo kosinn meö 83% af kjósendum. „Ég er ekkert að fara á bak við þá". En menn eru sem sagt aö deila um virkjunartilhögun viö Blöndu. Þaö er ekkert nýtt mál fyrir mér aö menn séu ekki allir sammála þar um á Noröurlandi. Ég er ekki samþykkur þeirri tilhögun, sem lengst hefur veriö höfð á oddi, en kjósendur vita hvar þeir hafa mig, ég er búinn aö halda þessari skoöun fram mjög Rótarleg blaðaskrif, gáfu- menn og séni Hitt er annaö mál, aö ég glúpna ekkert fyrir hótunum, ég læt ekki heldur á mig fá rótarleg blaða- skrif, sem ég hef nú aðeins fengið að kynnast nú á siöustu og verstu dögum. Ég þarf svo sem ekkert að kvarta þvi þaö er ágætis aug- lýsing aö leiöaraskribentar muni eftir manni, ekki sist þegar þaö eru artarmenn eins og Jón Bald- vin. Þaö er heldur heiöur aö finna að maður sé hugstæöur svona gáfumönnum og sénium, þaö er ekkert verra aö vakna viö þaö á morgnana aö maður hafi þó kom- ið i hug þeirra i gær. Ég hef unnið heit, sem þing- maöur, að halda stjórnarskrána og fara eftir sannfæringu minni, og þaö ætla ég nú aö gera og veröa þá settur af, ef svo vill verkast, fyrir það, og taka þvi, þvi ég er bjargálna bóndi fyrir norðan og mér er ekkert aö van- búnaöi, aö þvi leyti til, að hætta þessu vafstri hér i þinginu. Það er nóg af tuskum f pólitíkinni Kjósendum finnst ef til vill ein- hverjum, aö ég hafi brugöist sér og þaö er auðvitað slæmt að gömlum vinum sárnar, en ég held mig þó viö margyfirlýsta skoðun. Mér væri þó miklu sárara ef fólk- inu minu fyrir norðan, sem hefur áttsamleiö með mér alla tiö, bæði i virkjunarmálum og ööru, og er minn pólitíski bakfiskur, finndist aö ég heföi brugöist sér eöa léti það óátaliö að vaðið væri i fram- kvæmdir, sem gengju þvert á siö- feröisvitund þess. Þetta er ekki spursmál um at- kvæðasmölun fyrir mér, eins og Elli sagöi i Visi núna á miöviku- daginn, þetta er spurning um sómatilfinningu fyrir mér. Það er nóg af tuskum i pólit ikinni. Ég væri feginn ef þessi deila leystist og er tilbúinn aö gera þaö sem ég get, til þess. Samkomulag er. það ef báöir slaka til”. Guð hefur gef ið mér yndis- lega andstæðinga — Ég hef heyrt eftir þér aö þú komist alltaf i gott skap, þegar þú ferö aö tala um kratana. „Þaö er nú ekki nóg með það aö ég hafi alltaf veriö heppinn meö samherja 1 pólitik, þaö er lika mikiö atriði aö vera heppinn meö andstæöinga og guö hefur gefiö mér yndislega andstæöinga, bæöi I kjördæminu —- aö hugsa sér „Sjálfstæðisflokkurinn, ja hvað er það? Sjálfstæðisflokkurinn er I nokkuö einkennilegu ástandi. Formaöurinn er foringi stjórnar- andstöðunnar en varaformaður- inn er forsætisráðherra og þetta hlýtur aö móta flokkinn. Það eru ýms vandamál, sem þeir eiga eftir aö leysa heima hjá sér. Ég vil ekki blanda mér I deilur þeirra. Ég hef þá kenningu, og hef haft lengi aö það sé best aö þeir Sjálfstæöismenn slátri hver öör- um til heimilis. Framsóknarmenn til undaneldis — Eruö þiö i „Elskuvinaklúbb” með Allaböllunum núna? „Mér fellur vel við Alla... við Alþýðubandalagsmenn sérstak- lega svona I tómstundum. Og samstarf i þessari rikisstjórn gengur afar vel. Mér finnst aö þetta sé sterk rikisstjórn, vegna þess aö menn vilja vinna saman, þeir vinna saman af heilindum og það er afar mikiö annaö en meöan viö unnum með Alþýðuflokknum og Alþýöubandalaginu og þeir voru alltaf i stööugum illindum, þá þurfti orkan aðallega að fara i að halda þessu saman og aö sefa upphlaupsmenn. Nú eru engir upphlaupsmenn i stjórnarliöinu. Viö vinnum með Alþýöubanda- laginu núna og satt að segja er mér engin launung á þvi aö ég kann best viö mig I félagsskap þeirra. Það er kannski ekkert óeölilegt, þar sem að rétt allir ráðamenn Alþýöubandalagsins eru fyrrverandi framsóknarmenn og þá aö uppeldi og viöhorfi hálf- geröir flokksbræöur minir þó aö eitthvaö hafi skolast til hjá þeim i seinni tíð. Þetta leiöir aftur hugann að þvi hjá manni, sem fæst viö búfjár- rækt hvernig á þvi standi aö Al- þýöubandalagiö verður aö sækja forystumenn sina i aðra flokka. Getur þaö virkilega verið aö framsóknarmenn séu svona miklu hæfari til undaneldis, aö þaö veröi að sækja forystuna i Al- þýöubandalaginu i framsóknar- familiurnar? En viö skulum heldur tala um hross. Um Madrid, Svínavatnið og prentaða búninga Viö ákváöum aö skreppa uppá Torfu og fá okkur aö boröa, áöur en viö tækjum til viö hrossin, enda komiö aö kvöldmatartima. A leiöinni út úr húsinu hittum viö nokkra þingmenn, sem einnig safnast aö mér meira en kannski góöu hófi gegnir. Átti tvo gráa Ég var sá lánsmaöur aö eignast fljótlega tvo hesta mikiö góöa, gráa hesta báða undan Feng á Ei- riksstööum. Ég kom auga á þaö hvað Fengur var góöur áöur en hann varö frægur og fór meö hryssur til hans og fékk upp tvo hesta gráa, klárhest, sem heitir Fálki og alhliðahest sem heitir Smyrill. Þeir hafa kennt mér afar margt og eru nú kannski mikil undirstaða að þvi hvaö ég hef lagt mikiö uppúr hrossum, þeir hafa komiö mér ansi vel á bragðið. Þaö var mikil reynsla og mikil hamingja að kynnast þessum hestum. — Hvað metur þú mest i fari hrossa? „Vilja, tvimælalaust vilja. Hrossið þarf að vera mjög ákveöiö áfram og þaö þarf að vera ákveöiö aö kvöldi lika, þaö má ekki dofna áhuginn, ég vil ekki þurfa aö hjálpa hrossinu áfram. Ég vil miklu heldur riöa gangtregu hrossi, viljugu, heldur en ganghrossi lötu”. — Hvaöa kosti metur þú mest við menn? „Aö þeir séu skemmtilegir. Ég vil helst hafa skemmtilega menn i kringum mig, gjarnan menn sem geta komið fyrir sig oröi eru glaö- sinna”. vinnustaður. Þaö er hér afar mik- iö af mönnum, sem eru málhress- ir og skemmtilegir I umgengni. Þaö er sárafátt af leiöinlegum mönnum. Guörún Helgadóttir kallaði það „Elskuvinaklúbb” um daginn, það er nú kannski ekki rétta oröið, en þaö er skemmti- legt umgengnisform hér hjá mönnum þvert á móti þvi sem margir halda. Ég held að mér sé ekki litiö um neinn af þingmönn- um og ég veit varla til þess að neinum sé illa við mig. Ég geng ekki mikið upp i þvi aö vera pólitikus, ég lit á mig fyrst og fremst sem bónda. Mér leiöist öll hálfvelgja, mér þykir betra aö menn komist skemmtilega aö oröi. Húmorinn er ákaflega nauðsynlegur i hinu daglega streði, það væri litiö gaman ef menn gætu ekki brosaö ööru hvoru og þaö gera menn i þing- inu”. Heima er best — Þú ætlaöir þér aldrei aö veröa annað en bóndi, hvers vegna? „Ég er nú af bændum kominn. Forfeöur minir i móðurætt hafa undantekningarlitiö veriö bændur og þaö lá afar beint fyrir mér, ég átti kost á jarðnæöi og þótti starfiö skemmtilegt, konan ánægö i sveitinni og hvergi betra að vera. Mér þykir hvergi rðan voru á útleiö, þeirra á meöal Guö- rúnu Helgadóttur. „Mikið er ég fegin að þú hefur tekið viö af mér aö vera I fjöl- miölunum”, sagöi hún viö Pál. Hann tók þvi létt og sagöi aö hún skyldi ekki vera of viss um aö þeir finndu hana ekki aftur. Viö næsta borð á Torfunni sat málkunningi Páls og haföi orö á ferö noröanmanna á Alþingi. „Já, þeir fengu hugmyndina suður i Madrid um daginn”. Og eitthvaö var minnst á að dansa „Svina- vatnið”. Siöan veltu þeir vöngum um hvernig áhugamenn um hinar stórvirkjanirnar mundu bregðast viö, töldu óvist hvaö þeir á Héraöi gera, enda vafasamt að þeir hafi látið prenta sér búning, en þaö væri svo sem ekki löng leiö aö aka frá Sigöldu eða Sultartanga. Siöan snæddum viö krásir og sötruðum veigar og fórum svo aftur uppá skrifstofu Páls að rabba um hross. Kvensamur í hófi — Hvaö eru hrossin þér? „Hrossin eru mér afar mikiö. Ef Jónas Jónasson i útvarpinu væri að tala við mig núna en ekki þú, mundi hann spyrja mig hvort ég væri hamingjusamur, hann spyr alla hvort þeir séu ham- ingjusamir. Þá mundi ég Segja já og hrossin eru einn hluti af þeirri hamingju. Þaö er afar gott aö geta velt af sér amstri og áhyggj- um starfs sins og glaöst yfir ein- hverju nýju og endurfæðst á hest- baki Ég hef lagt mig eftir aö rækta hross, og ég hef kannski ekki náð stórkostlegum árangri, en ég á þó nokkur, sem mér þykja góö”. — Samfcvæmt gamalli skil- greiningu eru hestamenn bú- skussar, ljóðelskir, drykkfelldir og kvensamir. Ertu þetta allt saman? — Nei, ég er aö minnsta kosti ekki mikiö af neinu af þessu, held ég. Ég geri ráð fyrir að ég sé ljóö- elskur, frekast, vin þykir mér all- gott, sé hóflega meö þaö farið, en ég held að kvensemin sé nú alveg i góöu hófi”. — Helgast það kannski af að þú sért sæmilega kvæntur? „Ég held að ég sé vel kvæntur. Hestamenn hafa sál En mér þykja hestamenn manna skemmtilegastir og ég sækist frekar eftir félagsskap þeirra heldur en flestra annarra. Þaö er meiri tilfinning I hesta- mönnum, flestir hestamenn hafa sál”. — Einhverntima var sagt um þig aö stærsti titill, sem þú heföir áunnið þér væri að þú ert hesta- maöur. „Ég vildi gjarnan geta talist i hópi hestamanna, en þaö er alltof stórt orð, til að ég taki mér þaö i munn um sjálfan mig. Þá á ég viö listfenga hestamenn. Þaö er ekki sama aö hafa gaman aö hestum og aö vera listamaður á hesta”. — Ræktar þú hross, sem bú- grein? „Nei, þetta er bara gleðigjafi fyrir okkur og ég er haldinn þeirri sérvisku að eiga afar erfitt með að selja hross, sem ég hef tamið. Ef mér fellur viö hrossiö, fer mér aö þykja svo vænt um þaö að ég má helst ekki af þvi sjá. Þannig Kjaftaskúmar í veislu — Þú taldir áöan aö helst af ein- kennum hestamanna ætti viö þig að vera ljóðelskur. Ertu skáld? „Nei, en ég get gert visur til heimabrúks, en skáld er ég ekki, fjarri þvi. En þaö er töluvert ort i þinginu. Það hafa á undanförnum árum veriö hérna nokkuð snjallir hag- yrðingar,sem geta gert ljómandi laglegar visur. Einu sinni á ári bjóöa forsetar til veislu og til aö hafa nú stjórn á öllum þessum kjaftaskúmum, þessum mönnum, sem alltaf þurfa að vera sital- andi, þá er það i reglum veislunn- ar aö menn mega ekki risa úr sæti og kveöja sér hljóös, nema til þess aö fara meö frumsaminn kveöskap og þar reyna menn auö- vitað aö svara fyrir sig ef ljóðað er á þá”. „ Elskuvinaklúbbur" — Hvernig virkaði á þig aö koma inn á þing? „Alþingi er skemmtilegur skemmtilegra aö vera heldur en heima hjá mér”. Vonarstræti Aö svo mæltu þykir okkur nóg rabbaö aö sinni. Viö fylgjumst aö út á götuna, kveöjumst og höldum hvor i sina átt. Mér veröur litiö um öxl og horfi á eftir honum, þar sem hann gengur Vonarstrætiö, nokkuö þungur i hreyfingum og þybbinn oröinn, hefur bætt á sig mörgum kilóum siöan hann kom fyrst aö norðan til aö setjast á þing. Ég imynda mér aö hann hlaupi eitthvað af holdunum af sér, þeg- ar hann fer að snúast i kringum lambféð fyrir noröan i vor. Siðan leggur hann sennilega á gráu klárana og riöur um fjöllin, þvi hann ann landinu. Það er engin rómantisk ást, heldur virðing og aödáun og ég hef sannfærst um að barátta hans fyrir vernd Blöndusvæöisins er ekki sprottin af hagsmunum Höllustaöabóndans, heldur af þörf mannsins til að vernda það sem hann dáir. sv V, - , A fullri ferö I keppni. Hér er ekkert gefiö eftir, frekar en I pólitikinni. Kannski er auöveidara aö draga kjósendur i dilka. Texti: Sigurjón Valdimarsson — Myndir: Emil Þór Sigurðsson, Tryggvi Gunnarsson og Gunnar V. Andrésson

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.