Vísir - 14.03.1981, Síða 20
Laugardagur 14. mars 1981
Kunnið þið
þennan leik?
I þessum skemmtilega leik notum við fyrir hvern þátt-
takanda þrjú sogrör, f jóra borðtennisbolta og tvo pappa-
diska.
Boltarnir eru settir á annan diskinn, og með rörunum
þremur á hver þátttakandi að sjúga boltana (einn í einu)
upp og setja þá á hinn diskinn.
Sá vinnur, sem fyrstur kemur öllum boltunum upp á
sinn disk. Fjarlægðin á milli diskanna verður að vera sú
sama hjá þátttakendum, og leikurinn verður erf iðari, ef
langt er á milli diskanna.
Kemst Sigga
til Rómar?
Sigríður er á ferðalagi á Italíu. En kemst hún alla leið
til Rómar? Getur þú hjálpað henni að finna rétta leið?
Heilabrot
1. Hvaða ártal á þessari öld
er eins hvort sem það er
lesið rétt eða á hvolfi?
2. Hvað er það, sem er
svart og hvítt og rautt?
3. Hvaða dýr er það, sem
syndir í vatni, hleypur á
jörðinni og grætur tárum?
Svör:
IIJPO>|OJ>| (£
je
-upoj uias 'jnisaqejqas (z
1961 (L
Umsjón:
Anna K.
Brynjúlfs-
ddttir
GÁTUR
12 drengir töldu peningana
sína. Sá fyrsti var með 1
krónu, annar var með 2
krónur og sá þriðji var með
3 krónur o.s.frv. upp í 12
krónur. Hve margar krón-
ur áttu þeir allir samtals?
Strákur var spurður að því,
hvað klukkan væri. Hann
svaraði: Hún er að ganga
sex. Hann var þá beðinn
um nákvæmara svar. Þá
sagði hann: Nú eru báðir
vísarnir á sama stað. Hvað
var klukkan?
LVS (Z
jnuoj>| 8L (L JOAS
a kvöldsagan:
Rugguhest-
urinn Blesi
Þegar Nanna varð þriggja ára, fékk hún rugguhest í
afmælisgjöf. Hún kallaði hestinn Blesa. Nönnu fannst
gaman að þjóta um á rugguhestinum. Hún lék sér á
honum inni og þegar gott var veður fór hún með hann
út í garðinn.
En þegar Nanna var orðin sex ára, var rugguhestur-
inn Blesi orðinn of lítill fyrir hana.
Mamma Nönnu sagði einn daginn: „Ég held að við
ættum að fara með Blesa á spítalann."
Blesi var settur inn í bíl og það var ekið með hann á
spítalann. „Ég er ekkert veikur," hugsaði Blesi,
„hvers vegna skyldi ég eiga að f ara á spítalann?"
Það var farið með Blesa út úr bílnum og síðan inn á
barnadeildina á spítalanum. Þá vissi Blesi að hann
var kominn á spítalann til að börnin á spítalanum
gætu leikið sér að honum. Og það kom líka í Ijós, að
litlu börnin, sem voru að ná sér eftir veikindi, höfðu
mjög gaman af að sitja á Blesa, þegar þau komust á
fætur.
Nanna var líka glöð, þegar hún vissi, að margir litlir
krakkar fengju að leika sér á Blesa.