Vísir - 14.03.1981, Page 23
VÍSIR
Laugardagur 14. mars 1981
99
Amma oaf mér körfu-
bolta i jólagjöf”
körfubolti utanhúss hjá eskimó-
unum og fleira i þeim dúr”.
„Shouse All stars”
— Sem fyrr sagði á Danny 13
systkini og eru fimm bræðra
hans sterkir í körfuknattleik.
„Við höfum okkar eigið fjöl-
skyldulið og spilum saman enn
þann dag i dag. Það heitir að
sjálfsögðu „Shouse all stars” og
pabbi er potturinn og pannan á
bak við það allt saman en
mamma er klappliðsstjóri.
Bræður minir, Douglas, Dexter,
Darrel, Dannis og Dewaine eru
allir mjög góðir og þeir Douglas
og Dexter eru báðir að fara i há-
skóla þar sem þeir munu leika
með skólaliðunum. Douglas er
einnig góður hástökkvari, hefur
stokkið 2,19 metra.
Þetta fjölskyldulið hefur tekið
þátt i mótum sem haldin eru i
Indiana fyrir fjölskyldulið og
firmalið, en þessi keppni hefur þó
að mestu dottið uppfyrir vegna
þess að enginn vill keppa ef
„Shousararnir” verða með, við
höfum alltaf unnið”.
Hjá Ármanni
Þegar Danny kom til islands
lék hann fyrst með Armanni.
Hvernig var það?
„Ég vil helst ekki tala mikið um
það. Ég get þó sagt að þeir komu
ágætlega fram við mig, en það
voru vissir erfiðleikar hjá félag-
inu. Ég vil helst ekki tala illa um
neinn. Ég vildi helst spila i úr-
valsdeildinni þar sem ég hefði
jafnara lið með mér, ég þyrfti
ekki að gera alla hluti sjálfur á
vellinum. Ég fékk ekki tækifæri
til að sýna hvað ég gat þegar ég
var með Ármanni, það snerist of
mikið um mig, varð nokkurs kon-
ar „eins manns sýning”.
„En ég vildi endilega koma aft-
ur og sýna að ég er ekki leik-
maður sem getur ekkert spilað
heldur bara skotið og skotið,
þannig er ég ekki. Ég hef alltaf
spilað kerfis-körfuknattleik og
verið hluti af liði eins og i vetur
með Njarðvik”.
— Vildu fleiri félög fá þig en
Njarðvik?
„Já, en ég vil helst ekki tala um
það, ég fékk tilboð. Það var einu
og öðru hvislað i eyrað á mér en
það mátti aldrei fara hátt”.
Lægra kaup
— Það hefur mikið verið talað
um að þið bandarisku leikmenn-
irnir hér hafið hátt kaup, er það
rétt?
„Ekki ég að minnsta ' kosti,
enda hef ég verið i hópi þeirra
sem minnst hafa haft. Ég er bú-
inn að vera hérna tvö ár og hef
stuðlað að þvi bæði árin að lið
mitt hefur sigrað i sinni keppni og
mér finnst að ég eigi að fá eitt-
hvað meira ef ég kem aftur. Ég
hafði I200dollara i kaup á mánuði
en ég veit um leikmenn hér sem
hafa haft mun meira, og allt að
helmingi meira sumir hverjir. Ég
geng ekki um og heimta neitt eins
og sumir þeirra, en ég vil helst
vera með svipuð laun og þeir sem
mest hafa, mér finnst ég eigi það
skilið vegna þess að ég er ekki
lakari leikmaður. En ég fékk
góðan „bónus” það má koma
fram.
„Það er gaman”
— Nú er stór hluti af starfi ykk-
ar bandarisku leikmannanna hér
að þjálfa yngri flokkana, hvernig
kannt þú við það?
„Ég elska það, það er það besta
og skemmtilegasta við þetta allt
saman. Það er sérstaklega
gaman að hjálpa þessum strák-
um, fylgjast með framförum
þeirra og reyna að stuðla að þvi
að þeir verði betri leikmenn”.
— Hefur þú einhverja menntun
sem unglingaþjálfari?
„Ég hef verið i þjálfarabúðum
og kynnst þessu þannig. Þar var
þetta meiri sýnikennsla að visu
en svipað samt. Ég sýndi strák-
um til dæmis hvernig á að skjóta.
Þá röðuðu þeir sér upp i hring um
völlinn og fylgdust með hvernig
ég skaut og töldu gjarnan hvað ég
gæti hitt mörgum skotum i röð ut-
an af velli. Aðrir sýndu varnarað-
ferðir, enn aðrir boltameðferð og
svo framvegis. Þetta er geysilega
skemmtilegt”.
Of litill!
Þú sagðir mér einhvern tlma að
það hefði aldrei komið til greina
að þú færir I atvinnumennsku, og
ástæðan væri eingöngu sú að þú
værir of litill.
„Já það er dálitið sárt, ég neita
þvi ekki. Ég veit ég gæti gert það
gott ef ég fengi tækifæri. t banda-
riska atvinnumannakörfuboltan-
um eru gefin þrjú stig fyrir körfu
skoraða með langskotum fyrir ut-
an ákveðna lengd frá körfu og það
er einmitt mittt uppáhaldsfæri”.
„En það er staðreynd að þeir
vilja ekki litla menn og vissulega
er ég litill. En það þýðir ekki það
að ég geti ekki lagt hart að mér og
náð árangri. Ég ætla að reyna i
sumar að keppa i „sumarkeppn-
inni svokölluðu og reyna hvað ég
get að vekja athygli útsendara
stóru liðanna á mér. Ég veit ég
get spilað bara ef ég fæ tækifæri
til að sanna það, þrátt fyrir
hversu litill ég er”.
„Þegar atvinnumannalið hafa
verið að spila heima i Terre
Haute hafa menn oft klappað á
öxlina á mér og sagt: „Danny, þú
ert miklu betri en þessir bak-
verðir, þú átt að vera þarna.
Hringdu i þessa karla og segðu
þeim að þú viljir fá tækifæri”.
„Ég vil ekki gera þetta á þenn-
an hátt, að segja að ég sé betri
en einhver annar. Ég verð að fá
tækifæri til að sýna það. En ég er
ekki búinn að gefa upp alla von”.
— Þarna eru miklir peningar I
boði?
„Já, þetta er spurning um að
hafa 100-200 þúsund dollara i árs-
laun”.
Svertingi á íslandi
— Sumir þeirra svörtu leik-
manna sem hafa verið hér á landi
hafa kvartað yfir þvi að þaö væri
erfittað vera þeldökkur innan um
isiendinga. Hver er þin reynsla?
„Ég get alls ekki verið sam-
mála þvi, það er til dæmis miklu
betra að vera hér hvað þetta
varðaren heima. Ég get talið þau
skipti á fingrum annarar handar
sem ég hef goldið þess á einhvern
hátt að vera ekki hvítur. Það eru
auðvitað alltaf einhverjir i hópn-
um sem eru slæmir með þetta, en
þeir hafa að mestu látið mig vera.
Ég reyni lika að vera ég sjálfur og
er ekki að kássast upp á fólk.
Ekkert áfengi
— Danny hefur hugsanlega
sloppiö betur hvað þetta snertir
en margir aðrir og kann ein
ástæðan aö vera sú að hann sést
litið sem ekkert á skemmti-
stöðunum. Þá er hann algjör
bindindismaður.
„Ég notaði áfengi mikið en geri
það ekki lengur. Ég gekk i trúar-
félag og lærði þá strax að áfengi
hjálpar manni ekkert, heldur
þvert á móti. Ég þarf ekki áfengi
til þess að lifa lifinu. Ég reyni að
vera ég sjálfur hverja minútu i
lifi minu. Ég get skemmt mér án
þess að drekka”.
— Þú minnist á trúarfélag,
hvaða trúarfélagi tilheyrir þú?
„Það heitir „Pen Talcostal” og
það hefur hjálpað mér mikið að
lifa samkvæmt boði þess söfn-
uðar. Það hefur hjálpað mér við
það að vera hreinskilinn við
hvern sem er hvenær sem er og
allt snýst þetta um það að verða
betri maður. Ég lifi i sátt og sam-
lyndiviðalla hata engan, lýg ekki
að neinum og kem fram við alla
af virðingu. Ég held ég sé betri
maður þvi þetta gjörbreytti mér.
Ég les Bibliuna næstum daglega
og fyrir hvern einasta leik. Ég hef
það lika fyrir reglu að fara með
bæn fyrir hvern leik. Ég bið ekki
um sigur, ég bið um að leikmenn
beggja liða leggi sig fram og
keppi á heilbrigðan hátt. Ég bið
um að enginn meiðist og að betra
liðið sigri, ekki að ég sigri”.
— Nú ert þú að þvi leyti
frábrugðinn nær öllum ef ekki öll-
um hinum erlendu leikmönnun-
um sem hér hafa verið aðþvi leyti
að þú stundar ekki skemmtanalif-
ið.
„Það er rétt, ég hef ekkert á
skemmtistaðina að sækja. Ég er
hér til að stunda ákveðna vinnu
og ég legg mig fram um að ná
árangri. Það eru vist nógu marg-
ar kjaftasögur i gangi þótt ég sé
ekki að eyða timanum á
skemmtistöðunum. Mér hefur
jafnvel verið kennt barn sem ég
átti auðvitað ekkert i”.
„Ég stundaði körfuboltann i
vetur. Ég fór upp á Keflavikur-
flugvöll til að æfa mig og leika
mér i körfubolta. Ég þurfti þess
ekki það hefði verið nóg fyrir mig
að æfa meö liðinu. En ég vildi
standa mig vel og þess vegna
lagði ég meira á mig en ég þurfti.
Ég held ég hafi náð betri árangri
hér vegna þess. A sama tima og
ég lagði mig allan fram um
æfingar vissi ég að sumir hinna
erlendu leikmannanna hér gerðu
það ekki, þeir stunduðu skemmti-
staðina of grimmt og ég vissi að
þeir myndu dala er liði á keppnis-
timabilið eins og reyndar
gerðist”.
Slæmur fyrir islenskan
körfubolta.
— Sumir hafa haldið þvi fram
að Danny Shouse sé óæskilegur
fyrir islenskan körfuknattleik og
styðja það með þvi að hann hafi
orðið til þess með frammistööu
sinni i vetur að öll keppni um ts-
landsmeistaratitilinn var búin
um áramót, þá háfi hann verið
búinn að tryggja Njarðvik titil-
inn.
„Ég hef heyrt þetta. Fólk segir
að ég sé góður leikmaður en ekki
góður fyrir islenskan körfubolta
vegna þess að fólk komi ekki að
horfa á leikina þegar eitt lið sé
búið að ná afgerandi forskoti.
Þetta er auðvitað ekki mér að
kenna. Mér fannst þetta vera
fremur dauft keppnistimabil og
sennilegasta ástæðan er sú að hin
liðin og erlendu leikmennirnir
sem léku með þeim hafi ekki lagt
sig nóg fram. Þetta var allt Öðru-
visi en þegar þrjú lið börðust um
það árið áður fram i siðustu um-
ferð hvort þeirra myndi hreppa
titilinn”.
Spilað á spil
Arið 1977 gekk Danny i hjóna-
band er hann giftist Jackie, sem
er frá lndiana eins og hann og
hefur hún dvalið hér á landi með
honum i þau tvö ár sem hann hef-
ur verið hér.
„Hún var i hvatningarliðinu i
skólanum þar sem ég spilaði og
ég giftist henni um svipað leyti og
ég breytti lifsvenjum minum,
þegar ég hætti að drekka og
djamma. Við eigum tvö börn
tveggja ára og 8 mánaða og okkur
hefur liðið alveg stórkostlega
þennan tima sem við höfum verið
hér. Það er að visu ekki mikið við
að vera en við erum róleg, förum
litið sem ekkert út en erum mikið
saman. Við horfum á sjónvarpið
og spilum á spil.við gerum mikið
af þvi”.
Tilboð frá Argentinu
„Ég hef fengið tilboð frá River
Plate I Argentinu og að spila með
þvi liði fyrir mun betri laun en ég
hef haft hér mörgum sinnum
hærri. En launin eru ekki allt.
Rose.
Visismynd H.B. Keflavik
nérna hefur okkur liðið sérstak-
lega vel, allir hafa viljað allt fyrir
okkur gera og bókstaflega borið
okkur á höndum sér. Ég hef eng-
an áhuga á að fara með fjölskyld-
una til Argentinu i það ástand
sem þar er”.
— Ert þú með atvinnutilboð
viða frá?
„Já, ég hef atvinnutilboð frá 1.
deildarliði i Frakklandi sem er
vissulega freistandien það er lika
sérlega áhugavert að koma aftur
hingað ef ég get fengið eitthvað
meiri laun. Ég veit að hverju ég
geng hérna og get varla hugsað
mér betra land að búa i. Það ligg-
ur við að mig langi ekkert heim
þótt við viljum auðvitað skreppa
þangað sem allt okkar fólk er. is-
land er stórkostlegt land og fólkið
alveg frábært”.
— Hvers kemur þú til með að
sakna mest?
„Fólksins. Ég veit að þú trúir
þvi ekki hvað ég á marga kunn-
ingja hérna. f fyrra þegar ég var
hjá Armanni gerði ég mikið af þvi
að ganga niður i bæ og skoða i
verslanir. Ég kynntist mörgu
fólki og þegar ég var að koma til
Reykjavikur i vetur með kunn-
ingjum minum af Keflavikurflug-
velli var alltaf verið að heilsa mér
i búðunum og spyrja hvernig ég
hefði það. Strákarnir skildu ekk-
ert i þessu en mér leið vel þvi það
er eitt það skemmtilegasta sem
ég geri að kynnast fólki. Ég sakna
fólksins sem tók mér sem vini,
það horfði ekki á hörundslit minn'
og dæmdi mig eftir honum eins og
svo margir gera i minu landi. Ég
var virtur sem einstaklingur,
vegna þess sem ég er og ég er af-
ar þakklátur fyrir að hafa kynnst
þessu fólki”.
,,Og þá byrjaði þetta allt saman”
Körfuknattleikssnillingurinn
Danny Shouse
í viðtali Helgarblaðsins
iii
Fjölskyldan rétt fyrir brottför s.l. þriðjudag. Danny og Jackie með dæturnar Darline Marie og Deanna