Vísir - 17.03.1981, Side 12

Vísir - 17.03.1981, Side 12
12 Þri&judagur 17. mars 1981 VÍSIR ASKORANIR UM UPPSKRIFTIR „Ég hef gaman af aö búa til mat standi eitthvað sérstakt til”, sagði Hildur Sveinbjarnar- dóttir, áskorandinn okkar þessa vikun^um leið og hún gaf okkur uppskriftir af fjórum gómsæt- um ábætisréttum, en það var svilkona hennar Kristin Jóns- dóttir kennari, sem skoraði á hana siðasta þriðjudag, vitandi vits að hjá henni kæmi enginn að tómum kofunum í þessum efnum. Hildur er keramiker og hús- móðir. Við spurðum hana nánar út i ábætisréttina fjóra. „Já, þetta er tint saman héðan og þaðan en auðvitað hef ég látið Imyndunaraflið ráða ferðinni i og með svo ég eigna mér alveg þessar uppskriftir”, sagði Hildur. „Áskorandinn næstu viku?” sagði Hildur,,,ég skora auðvitað á Höllu Hauksdóttur, vinkonu mina, meinatækni og meistara- kokk”. Og þá veistu það Halla. Terta úr möndlumassa 500 gr. möndlumassi. 2 eggjahvitur safi og börkur af hálfri sitrónu Berjahlaup eða sulta Möndlumassinn og sitrónu- börkurinn eru rifin niður á rif- járni. Eggjahviturnar eru þeyttar og öllu blandað saman. 3/4 hlutum deigsins er þýst i hringform með lausum botni og afgangnum sprautað meðfram kantinum óg innað miðju. Bak- að við 150 gr. i um það bil 30-35 mlnútur. Látið kólna, sulta eða hlaup sett ofan á og borið svo fram. Súkkulaðifondue. 1 dl. rjómi 300 gr súkkulaði (Toblerone mjög gott) 2 msk. Grand Marnier Og allir þeir fersku ávextir, sem til eru á markaðnum ásamt til dæmis döðlum, gráfikjum kransakökum og sliku. Rjómanum er hellt i fonduepott með þykkum botni, súkkulaðið brytjað út i og likjörnum blandað samanvið. Ávextirnir eru skrældir, hreinsaðir af steinum og skornir i bita. Notaðir eru fonduegaflar og ávöxtunum dýft i súkkulaðíð. Taufflé au Bhocdat — Súkkulaðigratin 100 gr. blokksúkkulaði 2 msk. smjör 2 msk. hveiti Sveinbjarnardóttir keramiker og húsmóðir er áskorandinn þessa vikuna og gefur okkur upp- skriftir af fjórum gómsætum ábætisréttum. í horninu er áskorandi slðustu viku, Kristin Jónsdóttir kennari I Mýrarhúsaskóla. Vísismynd Friðþjófur 1 1/2 dl. mjólk 3 eggjarauður 1 dl púðursykur 1 tsk. vanillusykur 2 tsk. kaffiduft 2 msk. romm 5 eggjahvitur 2 tsk. maizenamjöl Bræðið súkkulaðið yfir gufu og smjörið i potti. Hrærið hveitið samanvið og þynnið út með mjólk. Þetta er látið sjóða i nokkrar minútur. Takið nú pott- inn af plötunni, bætið út i eggja- rauðum og hrærið vel. Þá er súkkulaðinu, púðursykrinum, vanillusykrinum, kaffiduftinu og romminu blandað út í og látið kólna. Nú eru eggjahviturnar þeyttar og út i þær bætt maizenamjöli. Þetta er siðan sett varlega saman við súkkulaðiblönduna. Deiginu er siðan hellt i vel smurt form með háum köntum og bakað við 175 gr. i 35-40 minútur og fyrstu 15 minúturn- ar er hafður yfirhiti. Ekki má opna ofninn á meðan bakað er. Perur i rauðvínssósu. uppskrift fyrir sex 1/2 1 Bordeauxvin 2 msk. sitrónusafi 3 dl. sykur 1 kanelstöng eða 1 tsk. duft 6 þroskaðar perur Perurnar sem ekki mega vera of meyrar eru skrældar, kjarnarnir teknir úr og skornari tvennt. Vinið, sitrónusafinn sykurinn og kanellinn er hitað saman og hrært þar til sykurinn er bráðinn. Þá eru perurnar látnar út i og allt soðið við lágan hita I 15. minútur eða þar til perurnar eru orðnar mjúkar. Borð.aðheitt eða kalt. NorsK TramleiOsla lekin tram yfír íslenska sem Dó er ódýrarl: Mikil óánægja rlkir hjá Islenskum innréttingaframleiðendum þessa dagana vegna samnings, sem byggingasamvinnufélagiö Byggung I Garðabæog Mosfellssveit hefur gert við norska innréttingafram- leiðandann Norema, um kaup á um sextiu innréttingum. Almennt útboð var ekkilátiö fara fram, en leitað var til fjögurra aðila, tveggja innlendra og tveggja erlendra, um verðtilböðr Áhugamaöur um þetta mál, Halldór Karlsson, frétti af þessum samningTög^sendi innréttingafram- leiöendum hérlendis bréf þar sem beðið var um verðtilboð I innréttingu, svipaða þeirri sem Byggung , haföi hug á að kaupa. Lægsta tilboðið kom frá Lerki, og telja innréttingaframleiðendur, að það hafi verið 50 prósent lægra en þaö verö, sem Norema býður Byggung. „Bjóöum lægra verö og betri framleiðslu” boðnar, standast samanburð viö þær bestu Islensku, hvað verð eða gæði snertir. Við erum ekki að hnýta neitt i unga fólkið I Bygging, en við skiljum ekki viðskiptahætti for- ingja þess, Arnars Kjærnested,” sagði Guðmundur. —ATA „Eg sé ekkl að það sé Dláss fyrlr iðn- að I bessu lanfll" „Okkur finnst það undarlegt-að' ganga framhjá islenskri fram- leiðslu og kaupa innflutt þegar það islenska er bæði ódýrara og betra”, sagði Ingvar Þorsteins- son, stjórnarmaður I Félagi hús- gagna- og innréttingaframleið- enda. „Ég held að menn ættu að gera sér ferð I Lerki annars vegar og Innréttingahúsiö hins vegar og bera saman innréttingarnar — ég er ekki hræddur við þann saman- burð fyrir hönd Islenkra inn- réttingaframleiðenda. Þetta er geysi mikið mál fyrir Islendinga. Hér er allur iðnaður meira og minna á heljarþröm vegna erfiðrar samkeppnisað- stöðu og svo þegar við framleið- um vöru, sem er meira en sam- keppnisfær, þá er hún sniðgengin af stórum byggingarsamvinnu- félögum eins og Byggung i Garðabæ og Mosfellssveit. Ég sé ekki að það sé pláss fyrir iðnaö i þessu landi. Við skulum einnig hafa i huga að fólk sem kaupir ibúðir hjá Byggung fær lán úr lifeyrissjóð- um, sem myndaðir eru af vinnu og launum manna innanlands en ekki utan,” sagði Ingvar. —ATA - seglr Guðmundur Björnsson I Lerkl „Okkur sviður sárast að byggingasamvinnufélag eins og Byggung skuliekki kynna sér þau tilboð, sem islensk fyrirtæki geta boðið upp á — að ekki skuli vera leitað til okkar”, sagði Guðmund- ur Björnsson, eigandi I Lerki, sem bauð upp á lægsta verðið i verðkönnuninni, sem Halldór Karlsson gerði. „Okkur likar það éinnig illa, að þessir aðilar skuli fyrst gersam- lega sniðganga okkur og segja siðan að okkar framleiðsla sé eitthvað rusl. Veröið frá okkur er 50 prósent lægra en veröiö frá Norema og engar erlaidar, staðlaðar eldhús- innréttingar sem hér hafa verið Snjólaug Jóhannesdóttir, starfsmaður hjá Innréttingahúsinu, við sýnishorn af Norema-innréttingum. Visismynd: EÞS „Fólkiö var einhuga um hetta val” seglr órn Kjærnested iramkvæmdastjórl Byggung „Þetta mál byrjaði á þvi að ég gerði forval á innréttingum — bað tvo Islenska innréttingaframleið- endur og tvo erlenda að gera okk- ur tilboð. Það var ekki um al- mennt útboð að ræða”, sagði örn Kjærnested, framkvæmdastjóri Byggungar I Garöabæ og Mos- fellssveit. „Þegar tilboðin komu hélt ég fund með fólkinu og kynnti niður- stöðurnar fyrir þvi. Siðan fór þetta fólk, félagar i Byggung, sjálft í fyrirtækin til að kynna sér málin og eftir það var haldinn annar fundur. Þar kom fram að allir kusu að kaupa Norema-inn- rettingarnar — enginn kom fram með aðra ósk. Þegar þetta lá fyrir gengum við til samninga við Inn- rettingahúsið og komumst að afar hagstæðum samningum. Árangurinn af þessu er sá, að verðið sem við fengum Norema innréttingarnar á, er lægra en það sem islensku framleiðend- urnir buðu. Fyrir utan það að gæðin eru meiri og útlitið betra/’ sagði örn. örn sagði, að meðalveröið á innréttingunum, sem keyptar voru, hefði verið rúmar þrettán þUsund krónur. —ATA „OKKAR INNRETTINGAR ERU VANDARRI EN ÞÆR ÍSLENSKU” - seglr Slgurður Karisson umboðsmaöur Norema-lnnréttlnga „Það eru cngar staðlaöar Islenskar innréttingar sambæri- legar við innréttingarnar frá okkur”, sagði Sigurður Karlsson, eigandi Innréttingahússins og innflytjandi Norema innrétting- anna, sem Byggung I Garðabæ og Mosfellssveit hefur fest kaup á. „Hér getur fólk valið um ellefu mismunandi Utlitsgeröir i ýmsum veröflokkum. Hjá okkur er meira úrval afskápum, til dæmis höfum við mjög hentuga hornskápa. Þá eru skáparnir stærri en í stöðluðu islensku innréttingunum. • Skáphurðinnar hjáokkur opnast alveg, eða um 170 gráður, á með- an islensku skáphurðimar opnast aðeins um 90 gráður. Norema innréttingarnar eru smiðaðar úr timbri meö eðlisþyngdina 700 kiló árúmmetra, en samsvarandi tala er ekki gefin upp i bæklingum fyrir staðlaðar Islenskar inn- rettingar. Ég stend fast á þvi, að okkar innréttingar eru mun vandaðri en stöðluðu islensku innréttingarn- ar, enda eru þær prófaðar hjá „Statens Teknologiske Institut” „Norsk Træteknisk Institut” i Osló, en Islenskar innréttingar eru yfirleitt ekki látnar gangast undir slik próf”, sagði Sigurður. —ATA

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.