Vísir


Vísir - 17.03.1981, Qupperneq 19

Vísir - 17.03.1981, Qupperneq 19
Þriöjudagur 17. mars 1981 vtsm 19 mannlíí Hundurdaudans — heldur íbúum i ítölskum bæ í greipum óttans í friðsælum bæ á Ita- liu er hundur nokkur sem ibúarnir kalla „hund dauðans” og stafar bæjarbúum mikil ógn og skelfing af kvik- indi þessu. Hann ráfaði inn i bæ- inn árið 1975 og enginn veit hvaðan. í hvert skipti sem hann sest fyrir utan eitthvert hús verður dauðsfall i þeirri fjölskyldu skömmu siðar. — „Hann er hefnigjarn andi myrts prests sem lagði bölvun sina yfir bæinn áður en hann dó. Þetta er presturinn i hunds- liki”, — segja ibúarnir og allir lifa i stöðugum ótta við að verða næsta fórnardýr. Þeir trúa að hundurinn eigi sök á dauða 20 manns, og allir, þar á meðal borgarstjórinn, trúa að hann sé djöfullegt afl. Bæjarstjórinn lætur hundinn yfirleitt sofa i ráð- húsinu, til að halda honum frá dyrum ibúanna. Og fólkið er svo óttaslegið að það keppist við að bera i hann mat. — „Allur bærinn er skelfingu lostinn”, — sagði bæjarstjórinn i viðtali við bandariskt timarit nú nýverið. — „Fólkið heldur að hundurinn sé endurholdgaður prestur sem var hengdur af ibúum bæjarins i uppreisn árið 1806. Áður en hann dó lýsti hann bölvun yfir sjö næstu ættliði”. Hundurinn, sem bæjarbúar 99 ,, Bladamennskan er skemmtileg' — segja Birgir og Jónas sem voru i starfskynningu á Visi „Við lentum i blaðamennskunni fyrir hálfgerða tilviljun en við sjáum ekki eftir þvi. Þetta hefur verið mjög skemmti- legt”, — sögðu þeir Birgir Rafn Þráinsson og Jónas Ingi ólafsson, nemendur i 9. bekk Reykholts- skóla i Biskupstungum, sem voru i starfskynningu á Visi i siðustu viku. Þeir Birgir og Jónas voru sam- mála um að starfskynningar eins og þær sem unglingum er nú boðið upp á væru lærdómsrikar og að timanum sem i þær færu væru siður en svo kastað á glæ. Þeir félagar gengu i ýmis störf á meðan þeir dvöidu hér á Visi og þýddu m.a. grein úr bandarisku timariti sem birt er hér á Mann- lifssiðunni. Birgir Rafn og Jónas Ingi viö vinnslu á grein fyrir Mannllfssiöuna. (Vlsismynd: ÞL) Hundurinn Turuzzu, sem fbúarnir halda aö sé endurholdgaöur prestur sem myrtur var árið 1806. kalla „Turuzzu” heldur til á dag- inn á flötinni þar sem presturinn var hengdur. Antonio Carchivi lögreglufor- ingi hefur nefnt fjölda dæma þar sem dauðsföll hafa orðið þar sem hundurinn hefur komið við sögu, oftast með þvi að setjast fyrir framan hús viðkom- andi. — „Enginn þorir að drepa hann og allir keppast um að stjana við hann i þeirri von að hann hlifi þeim”, — segir Car- chivi. A siðasta ári þegar hundurinn veiktist hastarlega annaðist dýralæknir staðarins hann af mikilli ástog umhyggju. Hundur- inn hefur sést fyrir utan kirkjuna meðan á útför stóð og verið i for- ystu likfylgdar til grafar. Hvert sem hann fer, umgangast menn hann með mikilli virðingu. „Viðhöfum stundum orðið fyrir umferðaröngþveiti vegna þess að hundurinn hefur setið á miðjum veginum og enginn þorir að hrekja hann i burtu. Enginn vill styggja hann af hræðslu viö að verða næsta fórnar- lamb”, - segir borgarstjórinn mæðulega. (Þýtt af BRÞ og Jló, nemum i starfskynningu) Sj ónvarpsdag- skrá um Viktoriu Spans unnin á íslandi Mezzósópran söngkonan Viktoria Spans fæddist i Reykjavik. Steig hún sin fyrstu spor hér á landi, en fluttist ung að árum til Hollands með islenskri móður sinni og hollenskum föður. í Hollandi lauk hún skólagöngu sinni og stundaði jafnfrmt tónlistarnám sem hún lauk á fimm árum. Viktoria Spans sótti siðan einkatima hjá Carlo Bino sem þjálfaði rödd hennar samkvæmt hinum svonefnda „gamla italska” belcanto stil, sem Carlo Biano hafði lært hjá Tito Schipa. Að tónlistarnámi loknu snéri Viktoria Spans sér alfarið að þvi að starfa sem söngkona. Hún syngur jöfnum höndum verk hinna eldri tónskálda svo sem Bach og Mozart og yngri tónskálda einsog Gerswin. Hún hefur komið fram á hljómleikum með kórum og hljómsveitum og haldið einleikstónleika i heima- landi sinu, Hollandi auk margra annarra landa. Einnig hefur Viktoria Spans sungið mikið fyr- ir útvarp og þó sérstaklega i sjón varpi ýmissa landa. Hún hefur sungið inná fjölmargar plötur fyrir CBS og EMI i Hollandi auk þess sem hún hefur sungið islensk þjóðlög inná plötu sem út kom hjá S.G.-hljómplötum i fyrra. A nýjustu plötu sinni syngur Viktoria Spans rómantisk lög eftir gömlu meistarana og nefnist platan „Viktoria Spans zingt Romantische Melodieen.” Það er CBS i Hollandi sem gefur plötuna út en Steinar hf. annast dreifingu hennar hér á landi. Þegar vinnsla þessarar plötu fór fram, gerði hollenska sjónvarpið dagskrá um Viktoriu Spans sem unnin var hér á íslandi. 1 þessum þætti syngur húnlög af plötunni „Romantische Melodieé’n” i islensku umhverfi. Þessi þáttur hefur verið boðinn islenska sjónvarpinu og má vænta þess að hann birtist á skjánum innan tiðar. Mezzósópransöngkonan Viktoria Spans er islensk I aðra ættina.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.