Morgunblaðið - 12.01.2004, Síða 1

Morgunblaðið - 12.01.2004, Síða 1
STEFNT er að því að kanna möguleika á að Latibær fái inni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, hugsanlega í þeirri mynd að byggt verði lítið þorp sem minni á Lata- bæ. Að sögn Ingvars Sverr- issonar, formanns stjórnar Fjöl- skyldu- og húsdýragarðsins, hafa engar formlegar viðræður átt sér stað að svo komnu en forsvars- menn garðsins ráðgera að reifa þessar hugmyndir við höfund Latabæjar á næstu vikum. Fyrir nokkrum árum setti Magnús Scheving, höfundur Latabæjar, fram hugmyndir um að reistur yrði stór skemmti- garður á svokallaðri Lands- símalóð við Suðurlandsbraut en þær hugmyndir náðu ekki fram að ganga. Áhugi virðist nú hins vegar hafa vaknað hjá formanni stjórnar Höf- uðborgarstofu, Degi B. Eggerts- syni, um að kanna möguleika á að endurvekja þessar hugmyndir í einhverri mynd í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Ingvar Sverrisson segist sjá fyrir sér að vísir að Latabæ gæti Fer Latibær í Húsdýragarðinn? risið í garðinum, með götum og húsum að hætti Latabæjar og að einhver starfsemi yrði tengd þeirri uppbyggingu. Til dæmis væri hægt að gefa börnum kost á að leysa af hendi ýmsar þrautir víðsvegar um Laugardal. Slíkt séu þó vangaveltur á þessu stigi enda hafi engar formlegar viðræður farið fram milli garðsins og for- svarsmanna Latabæjar. Því má við bæta að stefnt er að því að hefja tökur á fyrstu sjón- varpsþáttunum um Latabæ hér á landi á morgun, þriðjudag. STOFNAÐ 1913 11. TBL. 92. ÁRG. MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Aðferð Hannesar Ég vildi ekki vera með neina sér- staka túlkun á Halldóri Laxness | 10 Fasteignir og Íþróttir í dag Fasteignablaðið | Hvernig skal boða til húsfunda Arkitektinn Aldo Rossi Sænautasel á Jökuldalsheiði Íþróttir |Gunnar stóð efstur á palli í Hong kong Rúrík til Anderlecht Landsleikur við Svisslendinga SKATTLAGNING arðgreiðslna milli fyrir- tækja er einföld leið til þess að draga úr hringa- myndun í íslensku atvinnulífi. Sú leið hefur verið farin í Bandaríkjunum og það er nánast eina landið í heiminum þar sem stórar fyrirtækja- samsteypur finnast ekki, að því er fram kemur í grein Jóns Steinssonar, sem er í doktorsnámi í hagfræði við Harvardháskóla, á miðopnu í Morgunblaðinu í dag. Í greininni segir að stórar fyrirtækjasam- steypur séu langt í frá séríslenskt fyrirbæri, en fjöldi rannsókna bendi til þess að víðtæk eigna- tengsl sem geri það að verkum að fáar stórar viðskiptasamsteypur ráði yfir stórum hluta at- vinnulífsins hafi neikvæð áhrif á vöxt og viðgang þess. Hin dæmigerða samsteypa sé byggð upp eins og píramídi. Efst sé fyrirtæki sem sé í eigu fjölskyldu eða nokkurra einstaklinga. Þetta fyr- irtæki eigi ráðandi hlut í nokkrum fyrirtækjum, sem eigi síðan ráðandi hluti í öðrum fyrirtækjum og þannig koll af kolli. Þannig myndist fyrir- tækjakeðjur sem allar lúti stjórn fjölskyldunnar þótt fjölskyldan eigi ekki nema lítið brot í fyr- irtækjum neðarlega í keðjunni. „Það segir sig sjálft að slík fjölskylda hefur sterka hvata til þess að arðræna smærri hlut- hafa í fyrirtækjum neðarlega í keðjunni. Fjöl- skyldan á mun meira í fyrirtækjum ofarlega í keðjunni en fyrirtækjum neðarlega í keðjunni. Hún hefur því hvata til þess að reyna með öllum ráðum að færa hagnað frá fyrirtækjum neðar- lega í keðjunni til fyrirtækja ofar í keðjunni. Þetta getur hún gert með því að haga innbyrðis viðskiptum fyrirtækja í keðjunni þannig að hagnaður myndist ofarlega í keðjunni. En hún getur einnig gert þetta með því að láta fyrirtæki neðarlega í keðjunni ráðast í alls kyns aðgerðir sem beinlínis er ætlað að auka hagnað fyrir- tækja ofarlega í keðjunni á kostnað fyrirtækja neðar í keðjunni. Hún gæti til dæmis notað fyr- irtæki neðarlega í keðjunni til þess að kaupa upp samkeppnisaðila fyrirtækja ofar í keðjunni á uppsprengdu verði. Eða til þess að verja fyr- irtæki ofar í keðjunni fyrir fjandsamlegri árás utanaðkomandi aðila,“ segir í greininni. Fram kemur að ef arðgreiðslur milli fyrir- tækja séu skattlagðar grafi það verulega undan hvatanum til þess að mynda fyrirtækjasam- steypur. Ástæðan sé sú að það verði gríðarlega dýrt fyrir fjölskylduna að flytja arð upp keðjuna þar sem arðurinn sé skattlagður aftur og aftur. „Skattlagning arðgreiðslna milli fyrirtækja væri afskaplega einföld leið til þess að draga verulega úr hringamyndun í íslensku atvinnulífi. Hún hefur þann mikilvæga kost að hún íþyngir á engan hátt fyrirtækjum sem einungis stunda rekstur í því augnamiði að hámarka hagnað sinn. Hún íþyngir eingöngu fyrirtækjum sem til hliðar við sinn eiginlega rekstur standa í því að byggja upp fyrirtækjasamsteypur.“ Skattlagning arðs getur dregið úr hringamyndun Fjöldi rannsókna bendir til að víðtæk eignatengsl fárra stórra samsteypna í atvinnulífinu hafi neikvæð áhrif á vöxt og viðgang þess Vilja nýtt hús og ísbirni FJÖLSKYLDU- og húsdýragarð- urinn ráðgerir að sækja um leyfi til að reisa nýtt hús í garðinum. Auk þess er stefnt að því að fjölga tækjum og dýrategundum. Meðal þeirra dýra sem mikill áhugi er á að fá eru ísbirnir. „Við erum með stórar hugmyndir en það hefur sýnt sig að þetta er það sem fólkið vill.“ DÚNMJÚKUM snjó kyngdi niður á Akureyri í gærdag. Þar sem veðrið var stillt notuðu margir bæjarbúar tækifærið; fengu sér sunnudagsgöngu og nutu þess að vera úti í fersku loftinu. Aðrir brugðu sér á skíði í púðursnjó í Hlíðarfjalli enda hið ágætasta skíðaveður þó eflaust hafi ein- hverjum þótt færið krefjandi. Þó að snjórinn væri nokkurra sentimetra djúpur lét þetta unga par það ekki á sig fá heldur gekk makindalega eftir Bjarkarstígnum og ýtti á undan sér barnavagni. Morgunblaðið/Kristján Á ferð í fönninni Það þarf að leggja hart að sér til þess að ná ár- angri í íþróttum og Andy O’Brien, leikmaður Newcastle United, bar sig vel eftir að hann fékk bylmingshögg í andlitið í viðureign liðs- ins við Manchester United í gær. Þar var knötturinn sem allt snýst um í íþróttinni að verki en O’Brien kláraði verkefni dagsins. Reuters O’Brien harðjaxl ALVARLEG kreppa skapaðist í írönskum stjórnmálum í gær þegar valdamiklir íhaldssinnar bönnuðu um 80 þingmönnum, sem allir eru umbótasinnar, að bjóða sig fram í kosningunum sem fram fara í landinu í næsta mánuði. Mikið uppnám varð í þinginu, þar sem stuðn- ingsmenn Mo- hammads Kha- tami forseta, sem er umbótasinni, hafa verið í meiri- hluta undanfarin fjögur ár, þegar það spurðist að Varðmannaráðið, 12 manna eftirlitsnefnd sem skipuð er af ajatollanum Ali Khamenei, æðsta leiðtoga landsins, og eitt helsta vígi íhaldsaflanna, hefði bannað framboð rúmlega 80 þingmanna á þeim for- sendum að þeir hefðu gerst brotlegir við kosningalagaákvæði um skuld- bindingar við íslam og viðhorf Khameneis. Khatami hótaði „alvarlegum af- leiðingum“ yrði ákvörðun Varð- mannaráðsins ekki hnekkt, og sagði hana ólýðræðislega. Meðal þeirra sem ráðið hefur meinað framboð er Mohammad Reza Khatami, bróðir forsetans og leiðtogi stærsta flokks umbótasinna. Um 60 þingmenn hófu í gær setuverkfall í þinghúsinu og kváðust myndu sitja þar uns ákvörð- un Varðmannaráðsins yrði dregin til baka. Meina um- bótasinnum framboð Alvarleg kreppa í írönskum stjórnmálum Teheran. AFP, AP. Khatami ÞAÐ er rangt, sem löngum hefur verið full- yrt, að losti sé löstur. Þvert á móti ber að líta á hann sem jákvæða drif- fjöður í mannlífinu. Þetta segir breskur heimspek- ingur, Simon Blackburn, sem vill end- urheimta lostann og segir hann hafa um aldaraðir verið ranglega fordæmdan, að því er blaðið Sunday Times greinir frá. Blackburn er prófessor í heimspeki við Cambridge-háskóla, en barátta hans fyrir réttmæti lostans er liður í verkefni fyrir bókaútgáfu Oxford-háskóla sem fjallar um stöðu dauðasyndanna sjö nú á tímum. Það var Gregoríus mikli páfi sem samdi listann yfir dauðasyndirnar á sjöttu öld. Blackburn skilgreinir losta sem „mikla þrá eftir kynlífi og þeim unaði sem það veitir í sjálfu sér“. Það sé rangt að fordæma lostann þótt hann geti farið úr böndunum. Ekki sé þorsti fordæmdur þótt hann geti leitt til ölv- unar. Sé lostinn endurgoldinn leiði hann til unaðar og þrífist best þegar hann sé ekki „heftur af vondri heimspeki og hug- myndafræði“. Lostinn er enginn löstur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.