Morgunblaðið - 12.01.2004, Síða 2

Morgunblaðið - 12.01.2004, Síða 2
FRÉTTIR 2 MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Farseðill gildir í eitt ár! Verð á mann frá 19.500 kr. All taf ód‡rast á netinu Yf ir l i t EINFÖLD LEIÐ Jón Steinsson, sem er í dokt- orsnámi í hagfræði við Harvardhá- skóla, segir í grein í Morgunblaðinu í dag að skattlagning arðgreiðslna milli fyrirtækja sé einföld leið til þess að draga úr hringamyndun í íslensku atvinnulífi. Sú leið hafi verið farin í Bandaríkjunum og það er nánast eina landið í heiminum þar sem stór- ar fyrirtækjasamsteypur finnast ekki. Latibær í Laugardalinn? Stefnt er að því að kanna mögu- leika á að Latibær fái inni í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum, hugs- anlega í þeirri mynd að byggt verði lítið þorp sem minni á Latabæ. Ingv- ar Sverrisson, formaður stjórnar garðsins, segist sjá fyrir sér að vísir að Latabæ gæti risið í garðinum, með götum og húsum að hætti Latabæjar og að einhver starfsemi yrði tengd þeirri uppbyggingu. Til dæmis væri hægt að gefa börnum kost á að leysa af hendi ýmsar þrautir víðsvegar um Laugardal. Bíða niðurstaðna Danskir og íslenskir vopna- sérfræðingar í Írak bíða nú nið- urstaðna frekari rannsókna á inni- haldi sprengikúlnanna sem fundust skammt frá borginni Basra á föstu- dag. Frumrannsóknir þeirra benda til að um efnavopn sé að ræða. Von er á bandarískri sérsveit sem rann- sakað getur kúlurnar nánar. Heimsfrétt Fjölmiðlar víða um heim fjölluðu í gær um sprengjukúlufundinn í Írak. Í frétt Associated Press sagði m.a. að danskir og íslenskir „hermenn“ hefðu fundið kúlurnar. Breska rík- isútvarpið, BBC, fjallaði ítarlega um fundinn og einnig greindi sjónvarps- stöðin CNN frá honum. Framboð bannað Alvarleg kreppa hefur skapast í stjórnmálum í Íran eftir að eftirlits- nefnd skipuð af æðsta leiðtoga lands- ins bannaði yfir 80 þingmönnum að leita endurkjörs í kosningum sem fram fara í landinu í næsta mánuði. Í dag Sigmund 8 Kirkjustarf 28 Vestfirðir 11 Bréf 30 Erlent 12 Þjónusta 31 Daglegt líf 14 Dagbók 32/33 Listir 16 Leikhús 34 Umræðan 18/19 Fólk 34/37 Forystugrein 20 Bíó 34/37 Minningar 22/26 Ljósvakar 38 Hestar 27 Veður 39 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@m- bl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is MAÐURINN sem lést í umferðar- slysi á Suðurlandsvegi á móts við Gunnarshólma á laugardag, hét Ósk- ar Andri Sigmundsson, til heimilis að Stórholti 15 á Ísafirði. Hann var fæddur 5. október 1979 og lætur eftir sig unnustu. Tildrög slyssins eru í rannsókn hjá lögreglunni í Kópavogi og eru enn óljós. Hinn látni var í fólksbifreið sem kastaðist út fyrir veg eftir árekstur við jeppa sem kom úr gagnstæðri átt. Kona sem slasaðist útskrifuð af gjörgæslu Í slysinu hlaut kona, sem var í jeppanum ásamt karlmanni, talsverð meiðsli, m.a. beinbrot. Hún var lögð inn á gjörgæsludeild Landspítalans í kjölfar slyssins þaðan sem hún var útskrifuð í gær og flutt á almenna deild. Lést í um- ferðarslysi RAGNAR Aðalsteinsson, lögmaður Jóns Ólafs- sonar, fyrrv. eiganda Norðurljósa, telur að rík- islögreglustjóri eða skattrannsóknastjóri kunni að hafa framið brot í opinberu starfi með því að hafa samband við fjölmiðla og segja þeim að skattamál Jóns Ólafssonar væru komin í lögreglu- rannsókn hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglu- stjóra. Krefst hann svara við því á hvern hátt embættin höfðu samband við fjölmiðla og hvaða upplýsingar voru veittar þeim. Í bréfi Ragnars dags. 8. janúar kemur fram að Jón Ólafsson hafi ekki aðrar upplýsingar um málið en fréttir úr fjöl- miðlum. Segir í bréfinu að augljóst sé af greind- um fréttum fjölmiðla að annaðhvort embætti rík- islögreglustjóra eða skattrannsóknastjóra hafi haft samband við fjölmiðla og sagt þeim frá mál- inu. Ragnar sagði við Morgunblaðið í gær að til greina komi að snúa sér til ríkissaksóknara ef ekki fáist fullnægjandi svör. Gæta ekki þagnarskyldu sinnar „Það sem er alvarlegt í þessu máli er að emb- ættin tvö gæta ekki þagnarskyldu sinnar og þess að um er að ræða viðkvæmar persónuupplýsing- ar,“ sagði Ragnar. „Það var sérstök ástæða fyrir þessi embætti til að gæta laga og að allir séu jafn- ir fyrir þeim þar sem leiðtogi ríkisstjórnarinnar var búinn að gefa yfirlýsingar um afstöðu hans til sektar sakborningsins. Það er nógu vandasamt fyrir þessi embætti að fjalla um þessi mál eftir slíkar yfirlýsingar þó þeir reyni að gæta laga. Helsti kosturinn sem blasir við, nema fram komi frambærilegar skýringar, er sá að málið hljóti opinbera málsmeðferð hjá ríkissaksóknara sem tekur ákvarðanir um hvort rétt sé að hefja opinbera rannsókn og hvort ástæða sé til að gefa út ákæru fyrir brot í opinberu starfi á hendur þeim sem bera ábyrgð.“ Lögmaður Jóns Ólafssonar krefst svara ríkislögreglu- og skattrannsóknastjóra Telur að um brot í opinberu starfi geti verið að ræða LESENDUR Morgunblaðsins fengu ekki allir sunnudagsblaðið með sömu forsíðu. Þegar fréttist af fundi íslenskra sprengjusérfræðinga á sprengju- vörpukúlum í Írak sem rannsóknir benda til að innihaldi m.a. sinnepsgas, var framleiðsla blaðsins stöðvuð. Á meðan ný forsíða var endurhönnuð og skrifuð, var prentun sett í gang með eldri útgáfu af forsíðu blaðsins og var því misjafnt eftir dreifingarsvæðum hvor forsíðan var á blaðinu þegar það barst áskrifendum. Tvær forsíður á Morgunblaðinu HVAMMSGIL í Mýrdal er ein af þessum perlum á Íslandi sem fáir vita af. Gilið er töluvert djúpt en þó nánast gróið alveg upp á brún- ir. Í gilinu má víða finna alls kon- ar hella og göt í gegnum kletta. Krákugil er þvergil sem liggur út úr Hvammsgili. Það er talið heita eftir tröllkarli sem Krákur hét en hann á að hafa búið þar í fyrnd- inni í stórum helli innst í gilinu sem kallast Krákuból og hefur hellirinn væntanlega verið heimili Kráks. Rétt framan við Krákuból er svo gat og má vel ímynda sér að hann hafi notað það til að fylgjast með mannaferðum í gilinu. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Gægjugat Kráks tröllkarls Fagradal. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.