Morgunblaðið - 12.01.2004, Side 4

Morgunblaðið - 12.01.2004, Side 4
FRÉTTIR 4 MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson VÉL frá British Airways nauð- lenti heilu og höldnu á Kefla- víkurflugvelli rétt eftir kl. 18 í gær en flugmaður vélarinnar sendi frá sér lægra stig neyð- arkalls kl. 17.20 vegna bruna- lyktar og lítilsháttar reykjar í miðju farþegarými. Mikill við- búnaður var á Keflavíkurflug- velli þegar vélin nauðlenti. Vélin, sem er af gerðinni Bo- eing 767-300, var rýmd og skoð- uð af flugvirkjum viðhalds- stöðvar Icelandair. 165 manns voru um borð í vélinni sem var að koma frá Lundúnum en ekki er vitað hver áfangastaður er. Flugmaðurinn aflýsti neyðar- ástandi þegar vélin var lent í Keflavík og sagðist hafa fulla stjórn á ástandinu. Leitað að upptökum reykjar VEL gekk að skipta um hreyfil í flugvél United Airlines, sem nauðlenti í Keflavík snemma í síðustu viku og var ráðgert að vélin færi frá Keflavíkurflug- velli í gærkveldi. Vélin nauðlenti hér á þriðju- dagskvöldið í síðustu viku og reyndist nauðsynlegt að skipta um einn hreyfil hennar. Hreyf- illinn sem var 14 tonn að þyngd kom til landsins á föstudags- kvöld og nokkrir flugvirkjar með til þess að skipta um hann. Farþegar sem komu með vél- inni fóru héðan daginn eftir nauðlendinguna með annarri vél frá félaginu sem sótti þá. Vél United Airlines farin LÍÐAN mannsins sem liggur á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut eftir sundlaug- arslys í Breiðholtslaug á mið- vikudagsvöld, er óbreytt. Er honum haldið sofandi í öndun- arvél. Maðurinn er 24 ára og fannst meðvitundarlaus á botni laugarinnar, en óljóst er hversu lengi hann hafði legið þar þegar honum var bjargað. Óbreytt líðan eftir sund- laugarslys HARÐUR árekstur varð á Ólafsfjarðarvegi í Dalvíkur- byggð síðdegis í gær þegar fólksbifreið og sendibifreið sem kom úr gagnstæðri átt skullu saman. Þrír voru í fólksbifreið- inni og tveir í sendibifreiðinni og voru allir fluttir á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri. Ekki er þó talið að meiðslin hafi verið alvarleg. Aðstæður til aksturs voru hinar verstu, hálka og krapi á veginum auk lélegs skyggnis. Ökutækin eru ónýt og voru fjarlægð með kranabifreið. Árekstur á Ólafsfjarð- arvegi KRISTINN Kjærnested, framkvæmdastjóri Atlantsskipa, segir að það hafi óveruleg áhrif á rekstur félagsins að hafa ekki fengið íslenska hluta flutninganna fyrir varnarliðið í útboði til næstu fimm ára. Eimskip var lægstbjóðandi og fékk flutningana, en Atlantsskip hefur verið með þá undanfarin fimm ár. Kristinn sagði að þetta hefði óveruleg áhrif á fyrirtækið þannig séð og systurfyrirtæki þess Transatlantic lines hefði samning til allt að fimm ára um hinn hluta flutningsins fyrir varn- arliðið. Samkvæmt bandarískum reglum eru flutn- ingar fyrir varnarliðið reglulega boðnir út og koma 65% flutninganna í hlut íslensks skipa- félags en 35% í hlut félags í Bandaríkjunum. „Við verðum áfram með siglingar milli Íslands og Ameríku þannig að það er ekkert sem breyt- ist þannig séð hjá okkur,“ sagði Kristinn. Hann sagði aðspurður að það segði sig sjálft að fyrirtækið yrði af ákveðnum tekjum, en þeir væru með Evrópulínu sem gengi vel og yrðu áfram í flutningum til Ameríku. Eimskip virðist hafa farið það lágt í útboðinu að það fékk flutningana Kristinn sagði að það væri langt í frá að þeir bæru sig eitthvað illa yfir þessari niðurstöðu. Þarna væri um útboð að ræða og Eimskip virtist hafa farið það lágt að þeir hefðu fengið flutn- ingana og við því væri ekkert að segja. „Við höfum verið í fimm ár þó svo að menn héldu að við yrðum ekki með þessar Ameríku- siglingar nema út mánuðinn eða hvernig það nú var á sínum tíma,“ sagði Kristinn ennfremur. Hann sagði að svo virtist sem Eimskip hefði verið með bestu verðin og hann óskaði þeim bara til hamingju með það. Framkvæmdastjóri Atlantsskipa um útboð á varnarliðsflutningunum Óveruleg áhrif á reksturinn LÖGREGLAN handtók alls átta manns um helgina í tengslum við vopnað bankarán í SPRON í Hátúni á föstudag. Fyrst voru tveir menn handteknir og úrskurðaðir í gæslu- varðhald á laugardagskvöld en þeir hafa ekki játað á sig ránið. Þeir eru 18 og 26 ára og neita sökum, en hafa komið við sögu lögreglunnar áður. Ránsfengur er enn ófundinn. Sex manns á þrítugsaldri voru síðan handteknir í gær, sunnudag, vegna gruns um aðild að ráninu. Aldrei hafa svo margir verið handteknir vegna rannsóknar á einu bankaráni í þeirri ránshrinu sem hefur riðið yfir á suðvestur- horninu undanfarna níu mánuði. Sker rannsóknin sig því úr að því leytinu. Ránið var framið á tólfta tímanum á föstudagsmorgun. Talið er að ræningjarnir hafi komið hjól- andi á vettvang og notað annað reiðhjólið á flóttanum. Ræningjarn- ir voru mjög ógnandi við starfsfólk og brutu gler í einni gjaldkera- stúkunni. Auðgunarbrotadeild lögreglunnar í Reykjavík fer með rannsókn máls- ins. Átta manns hafa alls verið handteknir vegna ránsins í SPRON í Hátúni Aldrei fleiri handteknir út af einu bankaráni Ljósmynd/Castor Einn hinna handteknu sem settur var í gæsluvarðhald var færður í hand- járnum í fangaklefa. Alls voru sex manns á þrítugsaldri handteknir í gær. SKÍÐAFÓLK tók snjókomu helgarinnar fagn- andi og streymdi í tuga tali á skíði víðs vegar um landið. Skíðasvæðið í Bláfjöllum var opið alla helgina og færið gott. Örþunnt lag af nýjum snjó var yfir öllu þeg- ar fyrsta skíðafólkið mætti á staðinn og brettafæri mjög gott, segir á vef skíðasvæð- anna. Brettafólk naut félagsskapar gönguskíða- garpa og þeirra sem velja að renna sér á svigskíðum. En þar með er aðeins hálf sagan sögð því sumir koma í Bláfjöllin til þess eins að njóta þess að vera úti; byggja sér snjóhús og renna sér kannski á snjóþotu. Morgunblaðið/Þorkell Renndi sér á skíðum og brettum í Bláfjöllum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.