Morgunblaðið - 12.01.2004, Síða 8

Morgunblaðið - 12.01.2004, Síða 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Fundirnir eru öllum opnir og eru hagsmunaaðilar hvattir til að mæta og kynna sér verkefnið. Nánari upplýsingar má fá í síma 430 2008. BÆTT ARÐSEMI Í LANDVINNSLU Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Skaginn hf bjóða til kynningar á fyrstu niðurstöðum í rannsóknaverkefninu “ Áhrif roðkælingar á gæði fiskflaka”. Þriðjudaginn 13. janúar á Hótel KEA, Akureyri. Miðvikudaginn 14. janúar í Sjávarútvegshúsinu í Reykjavík. Fundartímar eru kl. 13:00-15:00 báða dagana. Dagskrá: - Kynning á tilurð verkefnisins, Sigurður Guðni Sigurðsson framkvæmdastjóri Skagans hf. - Staða verkefnisins og helstu niðurstöður geymsluþolsrannsókna, Emilía Martinsdóttir, deildarstjóri Rf. - Mælingar á nýtingu, hitastigi og afurðaskiptingu hjá Tanga hf. Vopnafirði, Þorvaldur Þóroddsson,sjávarútvegsfræðingur Rf. - Uppbygging roðkælivinnslulínunnar, Einar Brandsson Skaginn hf . - Ávinningur og reynsla af roðkælingu, Einar Víglundsson framleiðslustjóri Tanga hf. Vopnafirði. - Umræður Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins Ég segi nú bara eins og Guðni, Davíð minn, ob-ob-obb. Stefnumiðað árangursmat Alger hugar- farsbreyting Stofnun stjórnsýslu-fræða og stjórn-mála gengst fyrir námskeiði sem ber heitið „Stefnumiðað árangurs- mat í opinberum ríkis- rekstri“ hjá Endurmennt- un Háskóla Íslands næstkomandi fimmtudag og föstudag. Aðalinntak námskeiðsins er notkun á því sem á ensku kallast Balanced Scoresheet í op- inberum rekstri. Kristín Kalmansdóttir, viðskipta- fræðingur hjá fjármála- deild Reykjavíkurborgar, og Arnar Másson, sér- fræðingur í árangurs- stjórnun hjá fjármála- ráðuneytinu, eru kennarar námskeiðsins og Morgunblaðið lagði nokkrar spurningar fyrir Arnar í vikunni og fræddist um hvað hér er á ferðinni. Fara svör hans hér á eftir. – Hvaða fyrirbæri er hér um að ræða, Arnar? „Námskeiðið tengist almenn- um áherslum hins opinbera und- anfarin ár um að rekstur stofn- ana og sveitarfélaga sé árangursdrifinn og aðilar taki mið af hagkvæmni og skilvirkni við veitingu þjónustu eða fram- kvæmd stjórnsýslu. Þessi nálgun hefur verið nefnd árangurs- stjórnun og byggist á þeirri hug- mynd að stjórnun snúist um markmiðssetningu og mælingu á árangri og að í öllum rekstri sé um að ræða orsakasamhengi sem stjórnendur geti haft áhrif á. Samkvæmt þessu er litið svo á að árangur sé ekki háður tilviljun- um heldur markvissum aðgerð- um. Stefnumiðað árangursmat sem námskeiðið fjallar um er ein- mitt verkfæri í árangursstjórn- un.“ – Þú talar um hin seinni ár, hvað er langt síðan að þróun þessi hóf göngu sína? „Við upphaf tíunda áratugarins var farið að vinna að breytingum á ríkisrekstrinum í þessa átt og urðu miklar breytingar allan ára- tuginn. Ríkisstofnunum var gefið meira sjálfstæði í innrekstri og á móti jukust kröfurnar um árang- ur. Þessar breytingar kölluðu á breytta nálgun við stjórnun stofnana þar sem segja má að hlutverk forstöðumanna hjá hinu opinbera hafi breyst frá því að vera verkstjórar yfir í að vera leiðtogar á sínum vinnustað. Það var síðan árið 1996 sem lagt var af stað með innleiðingu árang- ursstjórnunar sem beindist bæði að innri rekstri stofnana sem og samskiptum stofnana og ráðu- neyta sem áfram eru mjög mik- ilvæg innan stjórnsýslunnar.“ – Hvernig gengur, er þetta hæg þróun eða hröð og eru Ís- lendingar eitthvað seinni til að tileinka sér breytingarnar en aðrir? „Sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Einhverjir hafa haldið því fram að þessi breyting hafi gengið of hægt hér á landi. Við verð- um í því samhengi að átta okkur á því að hér er um hugarfarsbreytingu að ræða. Verið er að breyta rót- grónu kerfi og taka upp nýja hugsun, og miðað við það, þá hef- ur breytingin gengið nokkuð vel fyrir sig þótt sumir þættir hefðu klárlega mátt ganga betur.“ – Er hægt að merkja ein- hvern árangur í þessum efnum? „Árangurinn, frá því að vinna við árangursstjórnun hófst árið 1996, er að mínu mati mjög mik- ill. Við sjáum það m.a. annars í stórstígum framförum í áætlana- gerð hjá ríki og sveitarfélögum, betri markmiðssetningu og bættri þjónustu. Þrátt fyrir þessi jákvæðu teikn er mikil vinna framundan, hið opinbera lifir ekki í tómarúmi og það verður að þróast með samfélaginu og að- laga sig að þeim kröfum og að- stæðum sem uppi eru á hverjum tíma.“ – Hver eru megineinkenni stefnumiðaðs árangursmats? „Stefnumiðað árangursmat er verkfæri í árangursstjórnun sem miðar að því að hrinda markaðri stefnu í framkvæmd og ná heild- arsýn yfir reksturinn. Eðli op- inberra stofnana og sveitarfélaga er að veita borgurunum góða þjónustu og uppfylla hlutverk sitt í samfélaginu. Stefnumiðað árangursmat getur hjálpað til við að bæta ríkisreksturinn með því að samhæfa markmið og aðgerð- ir og vinna þannig markvisst að því að opinberir aðilar uppfylli hlutverkið. Stefnumiðað árang- ursmat er í raun allt í senn, stjórntæki, mælitæki og sam- skiptatæki til þess að miðla upp- lýsingum.“ – Hvernig verður námskeið- ið uppbyggt? „Við leggjum áherslu á stutta fyrirlestra og hópvinnu. Skipt verður upp í hópa sem eiga í lok námskeiðsins að hafa komið sér upp árangursmatskerfi í anda stefnumiðaðs árang- ursmats fyrir stofnun eða sveitarfélag og gera áætlun um hvernig því verður viðhaldið.“ Námskeiðið er þá einungis fyrir hið opinbera og sveitarstjórnaraðila? „Já, það er markhópurinn. Við mælum sértaklega með því að stofnanir eða sveitarfélög sem eru að huga að innleiðingu stefnumiðaðs árangursmats sendi fleiri en einn aðila á nám- skeiðið til þess að hópavinnan þar geti nýst þeim sem best.“ Arnar Másson.  Arnar Másson er fæddur í Reykjavík 15. ágúst 1971. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti árið 1992 og BA í stjórnmálafræði frá Há- skóla Íslands árið 1995. MA í sama fagi frá The London School of Economics árið 1997. Arnar er sérfræðingur í árangursstjórnun hjá fjármálaráðuneytinu. Eig- inkona Arnars er Guðlaug Hauksdóttir viðskiptafræðingur og eiga þau einn son, Dag Tjörva, sem er fæddur árið 2000. Við leggjum áherslu á stutta fyrirlestra og hópvinnu ERLENDUM hjúkrunarfræðingum sem hingað koma til starfa reiðir í mörgum tilfellum vel af í starfi, eink- um eftir að hafa náð ákveðinni færni í tungumálinu, en nauðsynlegt er þó að veita þeim lengri og betri aðlögun. Þetta er meðal þess sem kemur fram í rannsókn Hildar Magnúsdótt- ur, hjúkrunarfræðings á skrifstofu kennslu, vísinda og þróunar á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi, á reynslu erlendra hjúkrunarfræðinga af því að starfa á sjúkrahúsum á Ís- landi. Um sextíu erlendir hjúkrunar- fræðingar starfa hér á landi, að sögn Hildar, þar af á fjórða tug á LSH. Eru það bæði hjúkrunarfræðingar frá Norðurlöndunum og Vestur- Evrópu en á síðustu árum hefur hjúkrunarfræðingum frá fjarlægum stöðum, s.s. frá Filippseyjum, fjölg- að hér á landi. Segir Hildur að rann- sóknin leiði í ljós að þessum hópi þurfi að sinna betur. Rannsókn Hildar er byggð á við- tölum við ellefu erlenda hjúkrunar- fræðinga frá sjö löndum og er nið- urstöðum hennar skipt í fimm þemu: „Að takast á við margar, erfiðar og óvæntar áskoranir samtímis við upp- haf starfs“, „að lenda utangarðs og þörfin fyrir að vera hleypt í hópinn“, „baráttan við tungumálatálmann“, „aðlögun að öðruvísi starfsmenn- ingu“ og „að sigrast á og vaxa við erf- iðleikana“. Fyrstu 6–12 mánuðirnir erfiðir Að sögn Hildar leiðir rannsóknin í ljós að fyrstu 6–12 mánuðirnir í starfi eru mjög erfiðir fyrir alla erlendu hjúkrunarfræðingana, hvort heldur þeir eru frá Norðurlöndunum eða fjarlægari stöðum. „Við höldum að þetta sé auðvelt fyrir Norðurlanda- búa en það er það alls ekki. Þeir skilja ekki orð í tungumálinu fyrst eftir að þeir koma,“ segir hún. Hildur segir að ofmat Íslendinga á tungumálafærni útlendinga komi einnig berlega í ljós. Um leið og þeir nái einhverri færni í tungumálinu virðist sem fólk geri ekki stigsmun á því að geta bjargað sér í tungumál- inu og að skilja allt. „Það er á þessu stigi sem getur komið fram misskiln- ingur og jafnvel móðganir. Það vant- ar þennan fínskilning, það þarf kannski bara nokkur orð í setningu til að misskilja alla setninguna og það er ekki gott þegar hjúkrunar- fræðingar eru annars vegar sem eru að hjúkra sjúklingum,“ segir Hildur. Hún segir að jákvæðu niðurstöður rannsóknarinnar séu meðal annars þær að erlendir hjúkrunarfræðingar telji sig hafa vaxið og þroskast bæði faglega og persónulega í starfi hér á landi. Hildur flytur í dag fyrirlestur um rannsóknina á vegum Rann- sóknastofnunar í hjúkrunarfræði í stofu 201 í Eirbergi, Eiríksgötu 24 og hefst hann kl. 12. Fleiri hjúkrunarfræð- ingar frá Filippseyjum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.