Morgunblaðið - 12.01.2004, Qupperneq 11
MINNSTAÐUR | VESTURLAND
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2004 11
Heimsferðir bjóða borgarævintýri til fegurstu borga Evrópu
á hreint frábærum kjörum með beinu flugi næsta vor.
Allsstaðar nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar sem
eru á heimavelli á söguslóðum, og bjóða spennandi
kynnisferðir á meðan á dvölinni stendur. Njóttu lífsins og
kynnstu mest spennandi borgum Evrópu, mannlífi og
menningu og einstöku
andrúmslofti og upplifðu
ævintýri næsta vor.
Vorið í
fegurstu borgum
Evrópu
frá kr. 25.550
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Kraká
– Pólland
25. mars
4 nætur
Ein fegursta perla Evrópu, stórkostlega
falleg borg og fegursta borg Póllands.
Hér er ótrúlega heillandi mannlíf innan
um aldagamlar byggingar, kirkjur,
kastala og söfn. Einstakt tækifæri í
beinu flugi til Kraká.
Verð kr. 36.950
Budapest
Apríl - maí
22., 25., 29. apríl
3. maí
Borg sem hefur heillað Íslendinga,
sem nú flykkjast til Budapest, enda
er hún fegurst á vorin og einstök
upplifun að sjá hana í blóma þegar
mannlífið er hvað fegurst á þessum
tíma árs. Glæsileg hótel í hjarta
Budapest.
Verð kr. 28.550
Flugsæti til Budapest, 25. apríl.
Gildir frá sunnudegi til fimmtudags.
Prag
Mars - apríl
Fimmtud. og mánud.
3, 4 eða 7 nætur
Vinsælasti áfangastaður Íslendinga
sem hafa tekið ástfóstri við borgina.
Hún á engan sinn líka og auðvelt að
gleyma sér í þröngum götum sem
geyma aldagamla sögu og fegursta
bæjarstæði Evrópu.
Verð kr. 25.550
Flugsæti til Prag. M.v. brottför 15.
mars, með 8.000 kr. afslætti.
Skattar innifaldir. Gildir frá
mánudegi til fimmtudags.
Barcelona
3. apríl - 4 nætur
21. apríl - 4 nætur -
aukaflug
Töfrandi borg og vinsælasta borg
Spánar. Barrio gotico, gamli hlutinn er
einstakur og stórkostlegur tími til að
kynnast fegurð þessarar tískuborgar
Spánar. Úrvalshótel Heimsferða í
hjarta borgarinnar ásamt spennandi
kynnisferðum með fararstjórum
Heimsferða.
Verð kr. 36.550
Flugsæti til Barcelona með sköttum.
Flugsæti fyrir fullorðinn með
sköttum. Völ um 3 og 4 stjörnu
hótel. Ekki innifalið: Forfallagjald,
kr. 1.800, valkvætt. Ferðir til og frá
flugvelli, kr. 1.800.
Sorrento
- Ítalía
12. maí
6 nætur – beint flug
Einn fegursti staður Ítalíu, sem sló í
gegn síðasta haust með beinu flugi
Heimsferða. Hér kynnist þú Napolí,
Sorrento, Amalfi ströndinni og eyjunni
Capri, ótrúlegri náttúrufegurð og
menningu sem unun er að dvelja í.
Kynnisferðir með fararstjórum
Heimsferða sem gjörþekkja þessar
slóðir.
Verð frá kr.39.950
Flugsæti til Napolí með sköttum.
Beint flug
Hvanneyri | „Já, það hefur verið
draumur okkar að komast í Borg-
arfjörðinn og nú rætist hann,“ segir
Svanhildur Sif Haraldsdóttir sem er
framkvæmdastjóri Sumarbúðanna
Ævintýralands. „Við höfum und-
anfarin sex sumur verið að Reykjum
í Hrútafirði en gátum bara verið þar
fram í miðjan júlí í fyrra vegna
brýnna viðgerða. Þrátt fyrir ýmsa
góða kosti við Reyki blundaði alltaf
draumurinn um að komast í Borg-
arfjörðinn, kannski sérstaklega
vegna meiri veðursældar í Borg-
arfirði.
Á Hvanneyri er frábær aðstaða
fyrir starfsemi okkar. Staðurinn er
vel í sveit settur og við munum hafa
heimavistarhúsið fyrir okkur. Það
verður mikill munur að hafa mötu-
neyti í sama húsnæði og herbergin,
en hingað til hafa krakkarnir þurft að
hlaupa á milli húsa til að fara í morg-
unmatinn og það gat stundum verið
svolítið kalt svona í morgunsárið.“
Markmið að ýta undir
sjálfstraust barnanna
Sumarbúðirnar Ævintýraland
hafa starfað frá sumrinu 1998 og síð-
ustu sumur hafa á sjöunda hundrað
börn á aldrinum 7–14 ára sótt þær ár
hvert. Hver hópur, um 100 börn,
dvelur í viku. Í hverjum hópi eru 10 -
12 börn og hefur hver sinn hópstjóra.
Börnin eru á aldrinum 7–12 ára og
skiptast námskeiðin svolítið eftir
aldri. Eitt námskeið, um versl-
unarmannahelgina, er fyrir 12 –14
ára krakka. Dvölin er vel skipulögð
og margskonar námskeið og af-
þreying í boði. Meginstefna sum-
arbúðanna er að ýta undir sjálfs-
traust barnanna, styrkja sjálfsmynd
þeirra og kenna þeim að virða sig,
aðra og umhverfi sitt.
„Við höfum alltaf lagt áherslu á að
börnin geti valið sem mest sjálf hvað
þau vilja gera. Þau velja aðal-
námskeiðið strax í upphafi dval-
arinnar en síðan er um margt annað
að velja. Þetta er samt allt vel skipu-
lagt og mér finnst þessi skipulagning
hafa skilað sér vel, sérstaklega síð-
ustu tvö árin. Við höfum líka verið
svo heppin að hafa mikið til sama
starfsfólkið. Þá er áberandi hvað
margir krakkar koma aftur og aftur
og taka þá oft með sér nýja krakka,
vini eða frændfólk.“
Finnum fyrir miklum velvilja
Í boði hafa verið námskeið í mynd-
list, leiklist, kvikmyndagerð, íþrótt-
um, tónlist og/eða dansi og grímu-
gerð. Þar fyrir utan er hægt að fara á
námskeið í skartgripagerð, kerta-
gerð og flugdrekagerð svo dæmi séu
tekin. Reiðnámskeið hafa jafnframt
verið í boði og sagði Svanhildur að nú
væru að hefjast viðræður við reið-
kennara í Borgarfirðinum um að
halda þau.
„Ég hef fundið fyrir miklum vel-
vilja í garð okkar og okkur hefur ver-
ið vel tekið af öllu því fólki sem við
höfum haft samskipti við. Það virðist
vera mikill áhugi á að fá þessa starf-
semi á Hvanneyri,“ segir Svanhildur
að lokum.
Búast má við að Hvanneyri breyti nokkuð um svip í sumar þegar þangað
flykkjast krakkar frá öllum landshornum til að dvelja í Sumarbúðunum
Ævintýralandi. Ásdís Haraldsdóttir talaði við Svanhildi Sif Haraldsdóttur
sem segir gamlan draum um að komast í Borgarfjörðinn vera að rætast.
Ævintýraland á
Hvanneyri í sumar
Morgunblaðið/Þorkell
Svanhildur Sif Haraldsdóttir. Gamall draumur að komast í Borgarfjörðinn.
Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir
Margt er sér til gamans gert á sum-
arbúðunum Ævintýralandi sem nú
flytja á Hvanneyri.
Ég er auðvitað mjög ánægð með þessa við-urkenningu og árið 2003 er það besta tilþessa hjá mér en markmiðið er að gerabetur,“ sagði sundkonan Kolbrún Ýr
Kristjánsdóttir eftir að kjöri á íþróttamanni ársins á
Akranesi var lýst á þriðjudaginn. Kolbrún Ýr er
ekki óvön því að handleika verðlaunagripinn sem
Helgi Daníelsson afhenti henni, enda er þetta í
fjórða sinn sem hún fær þessa viðurkenningu. Fyrst
fyrir árið 1998, 1999, 2002 og nú fyrir árið 2003 en
að þessu sinni fékk hún fullt hús stiga, 100 stig, hjá
10 manna dómnefnd Íþróttabandalags Akraness.
„Ég hef aldrei æft eins mikið og í ár og það gekk
rosalega vel á innanhússmeistaramótinu þar sem ég
setti fimm Íslandsmet í fimm greinum og vann til
tveggja verðlauna til viðbótar í boðsundum. Á Smá-
þjóðaleikunum gekk einnig alveg ágætlega og þar
náði ég lágmörkum fyrir Ólympíuleikana í Aþenu í
sumar,“ sagði Kolbrún Ýr en hún tók ekki þátt á
Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í Dublin fyr-
ir skemmstu þar sem mikið var lagt undir í náminu
á þeim tíma. „Ég ákvað að einbeita mér að því að
klára stúdentsprófið og það tókst.“ En Kolbrún lauk
námi af hagfræðibraut. Hún er ekki viss um hvað
bíður hennar að loknum Ólympíuleikunum en það
kemur til greina að fara til Bandaríkjanna í fram-
haldsnám. „Ég mun fara vestur um haf og vera í
tvær vikur við æfingar og skoða aðstæður hjá skóla
í Kaliforníu. Þetta er sami skóli og Íris Edda Heim-
isdóttir stundar nám við en ég ætla ekki að ana að
neinu og skoða mín mál í rólegheitum. Ég verð á
ferð og flugi fram að Ólympíuleikum og einnig er
Evrópumeistaramótið í 50 metra laug í Barcelona í
lok maí,“ sagði Kolbrún Ýr en hún varð 21 árs göm-
ul í nóvember sl.
Þórður Þórðarson, markvörður bikarmeistaraliðs
ÍA, varð í öðru sæti í kjörinu, en jafnar í þriðja sæti
urðu Karitas Ósk Ólafsdóttir, badmintonmaður árs-
ins, og Eydís Líndal Finnbogadóttir, karatemaður
ársins. Mikið fjölmenni var við útnefningu íþrótta-
manns ársins en að venju var kjörinu lýst að lokinni
álfabrennu og flugeldasýningu við Jaðarsbakka.
Aðrir íþróttamenn sem fengu viðurkenningu að
þessu sinni eru: Karen Líndal Marteinsdóttir fyrir
hestaíþróttir, Ester María Ólafsdóttir í fimleikum,
Lindberg Már Scott fyrir íþróttir fatlaðra, Stefán
Orri Ólafsson kylfingur, Jóhannes Helgason körfu-
knattleikur, Magnús Sigurjón Guðmundsson keila
og Snorri Guðmundsson skotfimi.
Kolbrún Ýr íþróttamaður ársins á Akranesi í fjórða sinn
Morgunblaðið/Sigurður Elvar
Kolbrún Ýr: Íþróttamaður ársins á Akranesi.
„Besta árið hjá
mér til þessa“