Morgunblaðið - 12.01.2004, Side 14

Morgunblaðið - 12.01.2004, Side 14
Spurning: Nýlega greindist ég með sjúkdóminn torticollis, sem nefndur er hallinsvíri á íslensku og er sjúkdómur í hálsvöðvum. Hvað veldur þessum sjúkdómi, hvernig þróast hann, er hægt að halda honum niðri eða lækna hann, t.d. með lyfjameðferð? Svar: Hallinsvíri eða hall- inkjammi (á ensku spasmodic torticollis eða cervical dystonia) er af flokki sjúkdóma sem nefnast vöðvaspennutruflun. Þessir sjúk- dómar lýsa sér með óeðlilegri og stundum sársaukafullri spennu í vöðvum sem getur verið stöðug eða með síendurteknum hreyf- ingum. Af öðrum sjúkdómum af þessum flokki má nefna hvarmak- rampa umhverfis augu og skrif- krampa í hendi. Af sjálfsprottnum (án þekktrar orsakar) vöðva- spennutruflunum er hallinsvíri al- gengastur og lýsir hann sér með óeðlilegri spennu í vöðvum öðru megin í hálsi þannig að sjúkling- urinn ber höfuðið skakkt. Algengi hallinsvíra hér á landi gæti verið 100–150 manns ef tekið er mið af erlendum tölum. Orsakir sjúk- dómsins eru óþekktar en um er að ræða truflun á starfsemi heilans, hann hefur tilhneigingu til að fylgja ættum og virðist því í sum- um tilfellum vera ættgengur. Ein- kenni hallinsvíra koma venjulega hægt og sígandi og það getur tekið hálft til eitt ár frá því að fyrst bar á óþægindum þar til þau eru orðin áberandi. Algengast er að sjúk- dómurinn byrji á aldrinum 30–60 ára og fari hægt versnandi eftir það en stöku sinnum lagast sjúk- dómurinn af sjálfu sér og oft hætt- ir hann að versna eftir nokkurn tíma. Engin lækning er til við hall- insvíra en ýmislegt er hægt að gera til að bæta líðan sjúkling- anna. Flestum tekst að læra að lifa með sjúkdómnum og líður þess vegna betur þegar tímar líða, óháð Algengast er að sjúk- dómurinn byrji á aldrinum 30–60 ára  MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Hvað er hallinsvíri? meðferð. Ýmis miðtaugakerfislyf geta gert gagn en aukaverkanir eru stundum svo miklar að með- ferð með þeim er hætt. Sem stend- ur er aðalmeðferðin við hallinsvíra að sprauta í spenntu vöðvana lyfi sem lamar þá að hluta til. Lyfið inniheldur bótúlíneitur sem unnið er úr jarðvegsbakteríunni Clost- ridium botulinum og er eitt kröft- ugasta eitur sem þekkist. Þetta lyf er gefið í svo litlum skömmtum að það getur aldrei orðið hættulegt fyrir sjúklinginn. Finna þarf hæfi- lega skammta þannig að spenntu vöðvarnir slappist hæfilega en lam- ist ekki alveg og lyfinu þarf venju- lega að sprauta í vöðvana á 2–3 mánaða fresti. Þetta lyf hjálpar um 80% sjúklinganna en í einstaka tilfellum myndar líkaminn mótefni gegn því og þá dvína áhrifin. Aukaverkanir af staðbundinni meðferð með bótúlíneitri eru sjald- an vandamál og komin er 20 ára reynsla af notkun lyfsins við hall- insvíra. Sumir hafa einnig gagn af heitum og köldum bökstrum, nuddi og nálastungum. Einstaka sinnum er gripið til skurðaðgerða á háls- vöðvunum og einnig er verið að þróa aðferðir sem byggjast á raf- örvun á vissum heilasvæðum. Hall- insvíri getur einnig verið með- fæddur eða áunninn m.a. vegna slyss eða heilablóðfalls en ekki verður fjallað nánar um þau af- brigði hér.  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækn- inn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Heilsa. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrirspurnir sínar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhanns- sonar: elmag@hotmail.com. DAGLEGT LÍF 14 MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ h a u s v e r k Faxafen 9 • Sími 588 0222 • www.salatbarinn.is Vonandikemurbráðum það mikill snjór upp til fjalla að hægt verði að bregða sér á skíði eða bretti. Þá er nauðsynlegt að vera með skíðagleraugu til að vernda augun og til að sjá betur. Það fer eftir aðstæðum hvort not- uð eru skíðasólgleraugu eða skíða- gleraugu en þau síðarnefndu loka augað algjörlega af og veita bestu verndina þegar skilyrði eru erfið, mikil snjókoma eða vindur. Helsti kosturinn við góð gleraugu af þessu tagi er að þau vernda augun fyrir útfjólubláu ljósi, sem eykst vegna hæðar yfir sjó, þ.e. upp til fjalla og vegna endurkasts frá snjónum. Þá sér fólk einnig betur mishæðir í snjóblindu, eins og Helgi Benediktsson bendir á en hann er deildarstjóri skíða- og útivistarsviðs Útilífs. Betra að hafa tvöfalt gler Góð gleraugu af þessu tagi hafa þann kost að þau hindra að allt blátt ljós komist að auganu og vernda þannig augnbotninn, því bláa ljósið reynir mest á augað að sögn Sig- urðar Óla Sigurðsson, sjóntækja- fræðings sem rekur Ég C, gler- augnaverslunina í Smáratorgi og Hamraborg. Hann segir jafnframt að nauðsynlegt sé að hafa gleraugu þótt sólin skíni ekki vegna þess að birtan geti verið ótrúlega mikil til fjalla, sérstaklega þegar tekur að vora. Skíðagleraugu geta verið með ein- földu eða tvöföldu gleri, eins og Sig- urður Óli bendir á. Þau tvöföldu eru betri vegna þess að það myndast síð- ur móða á þeim. Innra glerið er heit- ara en það sem er fyrir utan og slær því síður móðu á það. Til þess að gleraugun virki að þessu leytinu þurfa þau að falla vel að andlitinu. Það er því nauðsynlegt að vanda vel valið á þeim. Þá eru langflest skíðagleraugu með gulbrúnu gleri, sem skerpir andstæður ljóss og skugga í snjó- blindu. Dökkir litir alltaf klassískir Þegar fjallað er um skíðagleraugu kemur sú spurning upp í hugann hver sé munurinn á venjulegum sól- gleraugum og skíðasólgleraugum. Sigurður Óli segir að gæðamunur sé enginn en útlitslega sé ákveðinn mismunur. „Skíðagleraugun eru venjulega stærri, glerin í þeim kúpt- ari og þau eru straumlínulaga og loka augað meira af og útiloka þann- ig birtuna. Hann bendir á að fyrir fólk sem notar gleraugu sé hægt að setja styrkleikagler í skíðagler- augun, þá sjái fólk betur og hafi vörnina sem sólgleraugun veita. Þegar spurt er um skíða- og brettagleraugnatískuna segir Ólafur Óskar Ólafsson hjá Int- ersport engan einn lit vera í tísku á skíðagleraugunum, en gleraugu í dökkum litum, þá einkum svart og grátt, séu klassísk. Vinsælast sé svo að hafa glerin í „orange“ brúnum og gulbrúnum lit. „Það skemmtilega við skíðagleraugun hin síðari ár er að það er mikil mýkt í þeim sem gerir það að verkum að glerið brotnar síð- ur og þau eru endingarbetri,“ bætir hann við. Að lokum viljum við leggja á það áherslu að börn og unglingar séu með skíðasólgleraugu eða skíðagler- augu til þess að verja viðkvæm augu sín. Sérfróðir segja okkur að betra sé að börnin séu með skíðagleraugu, þau verji betur augun og tolli betur á andlitinu.  SKÍÐAGLERAUGU| Nauðsynleg þegar verið er að renna sér í brekkunum Vernda augun fyrir bláa ljósinu Rauðleit og ögrandi: Skíðagleraugu frá Uvex, fást í Útilífi. Morgunblaðið/Árni Torfason Skíðasólgleraugu: Frá Cébé ogfást í Ég C í Hamraborg. Morgunblaðið/Þorkell Svart alltaf sígilt: Skíðagleruaugu frá Cébé, til í Intersport. he@mbl.is Með speglagleri: Skíða- gleraugu frá Úvex sem eru til sölu í Útilífi. Hjálmur og hlífðargleraugu: Á öll börn! AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.