Morgunblaðið - 12.01.2004, Side 18

Morgunblaðið - 12.01.2004, Side 18
UMRÆÐAN 18 MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er ekki lítið sem á hefur gengið að undanförnu vegna út- komu fyrsta bindis í ævisögu Hall- dórs Kiljans Laxness eftir vin minn Hannes Hólm- stein Gissurarson. Það er eins og tiltek- inn pólitískur hluti hinnar sjálfskipuðu menningarelítu telji Hannes hafa ruðst inn á sitt yfirráðasvæði með því að ráðast í þetta verk. Fyrst fylgdist þjóð- in með fordómum elítumanna gagnvart bókinni, áður en hún kom út og áður en þeir höfðu lesið hana. Það var allt fremur aumkunarvert. Þessu fylgdi sérkennileg til- raun fjölskyldu Hall- dórs til að koma í veg fyrir, að Hannes fengi að nýta sér bréfasafn skáldsins, sem þó hafði án fyrirvara af þessu tagi verið afhent Þjóðarbókhlöðu. Um leið og aðgangur hans var tak- markaður var tekið fram, að aðrir nafngreindir einstaklingar, sem voru fjölskyldunni þóknanlegir, skyldu hafa aðgang að safninu! Svo kom bókin út. Í ljós kom að hún var alveg laus við allan fjand- skap gegn skáldinu. Þetta reyndist einfaldlega vera góð bók, þar sem farið var hlutlægt með söguhetj- una, eins og vera ber í ævisögum. Hún var fremur lofgjörð um þá margbrotnu persónu sem skáldið var, en áfellisdómur. Í bókinni birtist mikil vinna höfundar við efnisöflun auk þess sem hún var bráðskemmtileg aflestrar. Nú urðu góð ráð elítumanna dýr. En eitthvað varð að gera. Niðurstaða þeirra varð sú að veit- ast harkalega að höfundi bók- arinnar fyrir meðferð á heimildum að efni hennar. Lítum aðeins nán- ar á helstu atriði málsins eins og þau hafa birst almenningi í þessari orrahríð. Aðferð Hannesar Svo stendur á, að hér er skrifuð ævisaga um rithöfund, sem skrifað hefur fimm skáldverk, sem allir vita að eru byggð á endurminn- ingum hans sjálfs. Hannes nýtir sér þessi verk, eins og augljóst er að hvaða ævisöguritari sem er myndi gera. Í sjálfu sér má auðvitað segja, að bók Hannesar feli í sér eina stóra alls- herjartilvísun til þess- ara endurminninga- bóka skáldsins, að því er snertir þau ævi- skeið þess sem um er fjallað í þeim. Hann hefur þann hátt á að vísa til einstakra staða í bókunum, þeg- ar hann tekur orð- réttar tilvitnanir. Í öðrum tilvikum nýtir hann sér texta úr bókunum, sem fela í sér upplifun skáldsins á einstökum atburðum úr lífi þess, en umorðar þá lítillega til að falli að frásagnarmáta ævisögunnar. T.d. þarf hann að breyta fyrstu persónu í þriðju persónu, auk þess sem hann breytir textanum lít- illega eftir sínum eigin smekk við frásögnina. Þetta segist hann gera til að ná fram ákveðnum hugblæ auk þess sem eðlilegt sé að nýta lýsingu þess sem sjálfur upplifði þá atburði sem lýst er. Þar geti hann ekki um bætt. Í stað þess að hafa sérstakar tilvísanir á hverjum stað, sem þetta er gert, lýsir hann þessu vinnulagi með almennum orðum í eftirmála bókarinnar, þar sem hann segist hafa reynt að hagnýta sér allt þetta efni (og meira til) og fella saman í eina heild. Hannes hefur gefið þá skýringu á þessum vinnubrögðum sínum við ritun bókarinnar, að hann hafi ekki viljað íþyngja textanum með of mörgum og tíðum tilvitnunum Góð ráð dýr Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar um deilur vegna ævi- sögu Halldórs Laxness ’Við blasir, aðþessu ráði blint pólitískt of- stæki. ‘ Jón Steinar Gunnlaugsson SAMTÖK verslunarinnar og for- veri þeirra, Félag íslenskra stór- kaupmanna, hafa í 75 ár ætíð verið í far- arbroddi þeirra sem barist hafa fyrir frjálsri verslun og heil- brigðri samkeppni. Um miðja síðustu öld var sú barátta erfið og skilningur stjórnvalda oft lítill, stundum svo lítill að frekar var þrengt að verslun og viðskiptalífi með marg- víslegum boðum og bönnum áður en rofa tók til upp úr 1960. Síðan hefur mik- ið vatn runnið til sjávar og ljóst er að opnun hagkerfisins og stóraukið at- hafnafrelsi á sl. einum og hálfum áratug hefur átt hvað stærstan þátt í því að stórbæta lífskjör þjóðarinnar. Þá er það fagnaðarefni að aukið svigrúm til athafna hefur einnig gert íslenskum athafnamönnum kleift að færa út kvíarnar erlendis og hefja þar stór og ábatasöm viðskipti. Menn mættu minnast þess að ekki gekk það átakalaust fyrir sig að inn- leiða hið nýja kerfi efnahagsfrelsis sem flestir eru nú hlynntir og lofa á hátíðarstundum. Frelsinu fylgir ábyrgð Samhliða því að styðja dyggilega við kröfur um aukið athafnafrelsi hafa Samtök verslunarinnar lagt þunga áherslu á að slíku frelsi fylgi mikil ábyrgð og vandi sé með það að fara. Samtökin eru ekki síst málsvari smærri og meðalstórra fyrirtækja sem telja þjóðarhag best borgið með því að tryggja virka en jafnframt heiðarlega samkeppni. Um leið og fengnum ávinningi er fagnað, hljóta menn að meta hvort hinar miklu breytingar í frjálsræð- isátt hafi einnig ein- hverja samfélagslega ókosti eða vandamál í för með sér sem taka þurfi á af heiðarleika og festu. Óæskileg hringa- myndun Um það eru mörg dæmi að hörð samkeppni á markaði snúist í and- hverfu sína og leiði af sér fákeppni öflugra fyrirtækja með verðsamráði og versnandi þjónustu. Samtök verslunarinnar hafa ítrekað bent á að hérlendis hafi orðið óeðlilega mik- il samþjöppun á ýmsum sviðum at- vinnulífsins á undanförnum árum. Hefur þessi samþjöppun nú þegar leitt til hringamyndunar og fákeppni á dagvöru- og byggingavörumarkaði þar sem tvær keðjur stórmarkaða hafa nú nálægt 80% hlutdeild, hvor á sínum markaði. Á fjölmiðlamarkaði á sér einnig stað varhugaverð þróun sem ástæða er til að fylgjast grannt með. Því miður bendir margt til að með þeirri samþjöppun, sem nú á sér stað í atvinnulífinu, sé verið að festa fákeppni á markaði í sessi og jafnvel búa í haginn fyrir einokun. Fákeppni er ekki bönnuð. Það er hins vegar misnotkun á markaðs- ráðandi stöðu sem er alltof oft fylgi- fiskur fákeppni sem er frjálsu og heiðarlegu viðskiptaumhverfi sem eitur. Eru það óneitanlega slæm tíðindi fyrir neytendur ef slíkt gerist, ein- mitt þegar glufur virðast jafnvel hafa myndast í verndarmúrum sem hafa umlukið olíuverslun, skipa- rekstur, bankaþjónustu og trygg- ingastarfsemi en í fyrsta skipti í langan tíma er nú möguleiki á að heilbrigð samkeppni myndist á þess- um sviðum. Samtökin líta með vel- þóknun til harðnandi samkeppni í bankarekstri sem varð staðreynd með einkavæðingu ríkisbankanna. Þá hafa þau opinberlega fagnað inn- komu nýrra fyrirtækja á olíu- markaði, í skiparekstri og trygg- ingaþjónustu. Þannig berjast Samtökin gegn fákeppni í hvaða mynd sem hún birtist. Viðbrögð ráðamanna Hin varhugaverða þróun í atvinnu- lífinu snertir hvert mannsbarn og því þarf það ekki að koma neinum á óvart að um hana hafi verið fjallað í ávörpum æðstu ráðamanna þjóð- arinnar um áramótin. Athygli vöktu ummæli Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, sem birtust í Morgunblaðinu á gaml- ársdag, um samþjöppun á mat- vörumarkaði og í fjölmiðlun. For- sætisráðherra sagði að nauðsynlegt virtist að bregðast við vaxandi hringamyndunum á ýmsum sviðum með nýrri löggjöf sem gefa myndi þeim, sem í hlut ættu, tiltekinn að- lögunartíma að breyttu lagaum- hverfi. Síðan segir forsætisráðherra: „Öll merki benda til þess að samruni fyrirtækja og einokunartilburðir í kjölfarið sé að verða meinsemd í ís- lensku viðskiptalífi. Við því er sjálf- sagt og eðlilegt að bregðast.“ Nú hefur Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra einnig tekið á málinu með eftirtektarverðum hætti og boðar skipun nefndar til þess að fjalla um umhverfi íslensks við- skiptalífs, ekki síst hvernig bregðast megi við aukinni samþjöppun og með hvaða hætti skuli þróa reglur þannig að viðskiptalífið sé skilvirkt og njóti trausts. Samtök verslunarinnar fagna þessum ummælum ráðherranna. Ástæða er til að hvetja aðra stjórn- málamenn, hvar í flokki sem þeir standa, til að taka höndum saman með þeim og bregðast með afger- andi hætti gegn hringamyndun og fákeppni í atvinnulífinu. Í ljósi mik- ilvægis málsins mætti ætla að ekki yrði erfitt að ná samstöðu um slíkt. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, gerði þessi málefni að umtalsefni í nýársávarpi sínu en með þeim hætti að ástæða er til að staldra nokkuð við. Forsetinn varar við því að ef tökin séu „hert um of hérna heima“ gagnvart athafna- mönnum kunni þeir að flytja heim- kynni sín, skattskyldu og þjóð- þrifaframlög úr landi. Þannig kýs forsetinn að taka þátt í umræðu sem nú á sér stað um samþjöppun í ís- lensku atvinnulífi og virðist vísa í hótanir sem heyrst hafa erlendis frá stórfyrirtækjum og auðhringum um að þau flytji starfsemi sína annað ef viðkomandi stjórnvöld lúti ekki vilja þeirra. Vonandi er forsetinn ekki með ummælum sínum að vara við þeim hugmyndum ráðamanna að spornað verði gegn hringamyndun og fá- keppni. Orð forsetans hljóta þó að vekja viss vonbrigði hjá þeim sem vilja frjálsa og óhefta samkeppni í þessu landi og tryggja þann ávinn- ing sem frjálsræði í atvinnulífi á að skila neytendum. Samtök verslunarinnar hafa meiri áhyggjur af afleiðingum þess að keðjur stórmarkaða með 80–90% markaðshlutdeild „herði um of“ þau tök sem þær hafa á viðskiptavinum sínum. Ef til vill er sú umræða þýð- ingarlaus enda sér enginn það fyrir sér að neytendur, smáfyrirtæki og einyrkjar í atvinnurekstri hóti því að flytjast úr landi ef tökin verða „hert um of“. Um frelsi og fákeppni – Að gefnu tilefni Pétur Björnsson skrifar um ís- lenskt viðskiptalíf ’Því miður bendirmargt til að með þeirri samþjöppun, sem nú á sér stað í atvinnulífinu, sé verið að festa fá- keppni á markaði í sessi og jafnvel búa í haginn fyrir einokun.‘ Pétur Björnsson Höfundur er formaður Samtaka verslunarinnar. Í VOR fagna Reykvíkingar því að 10 ár eru liðin frá því að Reykjavík- urlistinn vann glæstan sigur sinn á íhaldinu í borginni. Sigurinn var verðskuldaður, því slík var vanræksl- an í málefnum fjölskyldnanna, fjár- málaóreiðan og sukkið kringum íhaldið að engin efni voru í sigur þess. Þrisvar sinnum í röð hafa Reykvík- ingar treyst sama stjórnmálaafli til að halda áfram umbótum í borginni, en íhaldsmenn sleikja sárin. Það verður þó ekki af Hönnu Birnu Krist- jánsdóttur aðstoðarframkvæmda- stjóra Flokksins og borgarfulltrúa annars minnihluta- flokkanna skafið að hún gerir sér upp glað- værð. „Áramótaávarp“ hennar í Mbl. sl. mánu- dag er í þeim dúr. Hvers vegna er svo gaman í Valhöll? Áramótaávarpið er í þeim sama dúr og borgarbúar hafa kynnst frá D-lista- mönnum síðustu 10 ár. Ekkert minnst á fram- faramál eða nýjar hug- myndir í þágu Reykja- víkur. Aðeins enn eitt fýlukastið í garð þeirra sem borgarbúar hafa í þrígang treyst til góðra verka. Auðvitað er hrein nauðung að svara í sömu mynt. Í raun væri best að leiða þetta hjá sér eins og venjulega. En fyrir þá sem vilja halda pólitískum staðreynd- um til haga er rétt að minna á nokkur atriði sem kunna að skýra „glaðværð- ina“ úr Valhöll um þessi áramót: 1) Reykjavíkurlistinn lifir góðu lífi Frá því Reykjavíkurlistinn sigraði svo glæsilega 1994 hafa D-listamenn huggað sjálfa sig með því að hann myndi aldrei lifa af. Fyrsta kjörtíma- bilið gekk út á þá kenningu. Eftir ósigur D-lista 1998 gekk næsta kjör- tímabil út á að sannfæra þá sem standa að Reykjavíkurlistanum um það að væri þeim sjálfum fyrir bestu að leggja niður þetta afl. Meira að segja höfundur Reykja- víkurbréfs Moggans lét sig hafa það að skrifa margar lærðar ræður um að Reykjavíkurlist- inn yrði að skilja þetta. Þegar þessi plata gekk ekki í fólkið í bænum var fundinn upp sá spádóm- ur að án Ingibjargar Sólrúnar í borgarstjóra- stóli væri Reykjavíkur- listinn búinn. Svo fór hún, vissulega ekki án erfiðleika, en eftirleik- inn þekkja menn: Eitt farsælt ár er liðið og Þórólfur Árnason borg- arstjóri festir sig æ bet- ur í sessi og Reykjavík- urlistinn lifir góðu lífi. Nýjasta skoðanakönnun Gallups í janúar 2004 sýnir yfirburðafylgi Reykjavíkurlista um- fram D-lista. 2) Klofinn Sjálfstæðisflokkur Á þessum sama tíma hefur það gerst að Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði. Þegar litið er yfir borgarstjórnar- fund í Reykjavík sést einhuga Reykjavíkurlistinn, en klofinn Sjálf- stæðisflokkur. Ólafur F. Magnússon og Margrét Sverrisdóttir áttu ekki lengur samleið með öðrum sjálfstæð- ismönnum vegna ofríkis og vald- streitu. Ólafur F. var kallaður „fas- isti“ á landsfundi Sjálfstæðisflokk- sins og lýsti ólýðræðislegum vinnu- brögðum sem margir þekkja af máli fólks sem þaðan hefur hrakist. Á Alþingi er nú borgaraleg- ur klofnings- flokkur frá Sjálf- stæðisflokki sem hefur fjóra þing- menn. Guðjón Arnar Kristins- son, fyrrum sjálf- stæðismaður, er formaður þess flokks en hann fékk ekki þrifist í merki fálkans. 3) Forystulaus minnihluti Í sumar skipaði minnihlutaflokkur D- listans FIMMTA borgarstjóraefni sitt á 10 árum. Markús Örn, Árni Sig- fússon, Inga Jóna Þórðardóttir og Björn Bjarnason þóttu áður vænlegri en Vilhjálmur Vilhjálmsson, sem náði oddvitasætinu þegar öll hin höfðu gefist upp. Björn þó ekki fyrr en hann hafði leitt flokkinn til mesta af- hroðs sem hann hefur beðið í borg- arstjórnarkosningum frá upphafi. Fáir telja líklegt að Vilhjálmur verði borgarstjóraefni í næstu kosningum, en sjálfur kynnti hann alþjóð í fyrra- sumar að hann væri í þann veginn að taka við! 4) Tap á tap ofan Glaðværðin í Valhöll á sér líklega skýringu í því að í Alþingiskosingum í vor fékk D-listinn þriðju verstu út- komu sem hann hefur fengið. Tvenn- ar kosningar í röð hefur flokkurinn tapað gríðarlega og er nú að undir- búa valdaafsal í forsætisráðuneytinu til Framsóknarflokksins – á hundr- aðasta afmælisári Heimastjórnar. Nú líður senn að því að þið D-lista- menn hafið hvorki forystu í ríki né borg. Eftir nær 10 ára farsælan feril Reykjavíkurlistans kemur í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn stendur veikar en nokkru sinni fyrr á sama tímabili. Til hamingju sjálfstæðismenn. Þið sjáið um ykkar mál sjálf. Við byggj- um borg. Glaðværð í Valhöll Stefán Jón Hafstein skrifar um borgarmál Stefán Jón Hafstein ’Nú líður sennað því að þið D- listamenn hafið hvorki forystu í ríki né borg. ‘ Höfundur er borgarfulltrúi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.