Morgunblaðið - 12.01.2004, Page 20

Morgunblaðið - 12.01.2004, Page 20
20 MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. reyna með öllum ráðum að færa ha arlega í keðjunni til fyrirtækja ofa gert með því að haga innbyrðis við þannig að hagnaður myndist ofarle einnig gert þetta með því að láta fy ráðst í alls kyns aðgerðir sem er be fyrirtækja ofarlega í keðjunni á ko unni. Hún gæti til dæmis notað fyr þess að kaupa upp samkeppnisaðil uppsprengdu verði. Eða til þess að fyrir fjandsamlegri árás utanaðkom Skattlagning arðgreið Ef arðgreiðslur milli fyrirtækja verulega undan hvatanum til þess steypur. Ástæða þessa er að það v skylduna að flytja arð upp keðjuna lagður aftur og aftur. Ef arðgreiðs hér að ofan væru skattlagðar um 1 greiða rúmar 50 kr. í skatta fyrir h sér frá fyrirtæki D alla leið upp til Ef málum væri svona háttað my skyldufyrirtækið að mynda samste þess að nota fyrirtæki neðarlega í að fyrirtækja ofar í keðjunni væru Bandaríkin eru nánast eina land skatta á arðgreiðslur milli fyrirtæk af ríkisstjórn Franklin Roosevelt e úr hringamyndun í bandarísku atv viljun að Bandaríkin eru nánast ein stórar fyrirtækjasamsteypur fyrir Skattlagning arðgreiðslna milli f föld leið til þess að draga verulega vinnulífi. Hún hefur þann mikilvæg hátt fyrirtækjum sem einungis stu hámarka hagnað sinn. Hún íþyngir hliðar við sinn eiginlega rekstur st irtækjasamsteypur. Hún hefur ein samsteypurnar leysast upp af sjálf isstofun og lögreglan þurfi að stan málaferlum til þess að leysa þær u Á undanförnum vikum hefur mikið verið rætt um aukna samþjöppun og hringamyndun í íslensku atvinnulífi. Stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau ætli að leyta leiða til þess að bregðast við þessari þróun. Af ummælum ráðherra að dæma virðist vera sem stjórnvöld und- irbúi löggjöf sem með einhverjum hætti bannar víðtæk eigna- tengsl fyrirtækja á Íslandi. Fjöldi rannsókna bendir til þess að víðtæk eignatengsl sem gera það að verkum að fáar stórar viðskiptasamsteypur ráða yfir stórum hluta atvinnulífsins hafi neikvæð áhrif á vöxt og viðgang atvinnulífsins. Samt sem áður er vert að hafa áhyggjur af því að löggjöf sem bannar víðtæk eignatengsl verði atvinnulífinu íþyngj- anni og vinni meira ógagn en gagn þegar til lengri tíma er litið. En boð og bönn eru ekki eina leiðin til þess að leysa upp fyr- irtækjasamsteypur í íslensku atvinnulífi. Mun einfaldari og skyn- samlegri leið til þess væri skattlagning arðgreiðslna milli fyr- irtækja. Fyrirtækjasamsteypur Stórar fyrirtækjasamsteypur eru langt því frá séríslenskt fyr- irbæri. Í langflestum ríkjum heims ráða nokkrar stórar fyr- irtækjasamsteypur yfir stærstum hluta atvinnulífsins. Slíkar sam- steypur eru ef til vill frægastar í Japan þar sem þær ganga undir heitingu keiretsu. Þær leika hins vegar litlu minna hlutverk í lönd- um eins og Þýskalandi, Ítalíu og Svíþjóð. Hin dæmigerða fyrirtækjasamsteypa er píramídi. Efst er fyr- irtæki í eigu fjölskyldu eða nokkurra einstaklinga. Þetta fyrirtæki á ráðandi hlut í nokkrum fyrirtækjum (51% til einföldunar). Þau fyrirtæki eiga síðan 51% í öðrum fyrirtækjum sem aftur eiga 51% í öðrum fyrirtækjum og þannig koll af kolli. Þannig myndast fyr- irtækjakeðjur sem allar lúta stjórn fjölskyldunnar þótt fjölskyldan eigi ekki nema lítið brot í fyrirtækjum neðarlega í keðjunni. Til þess að sjá þetta betur skulum við líta nánar á eina slíka keðju. Segjum að fjölskyldufyrirtækið eigi 51% í fyrirtæki A sem á 51% í fyrirtæki B sem á 51% í fyrirtæki C sem á 51% í fyrirtæki D. Þrátt fyrir að fjöskyldufyrirtækið eigi einungis 6.8% (51% í fjórða veldi) í fyrirtæki D getur það valið meirihluta stjórn- armanna og farið með öll völd í því fyrirtæki. (Af hverju: Fjöl- skyldufyrirtækið stjórnar fyrirtæki A sem stjórnar fyrirtæki B sem stjórnar fyrirtæki C sem stjórnar fyrirtæki D.) Með því að mynda fyrirtækjasamsteypur af þessum toga getur fjölskyldan margfaldað völd sín. Heildarverðmæti þeirra fyrirtækja sem fjöl- skyldan ræður yfir verður margfalt meira en auður fjölskyldunnar sjálfrar. Það segir sig sjálft að slík fjölskylda hefur sterka hvata til þess að arðræna smærri hluthafa í fyrirtækjum neðarlega í keðjunni. Fjölskyldan á mun meira í fyrirtækjum ofarlega í keðjunni en fyr- irtækjum neðarlega í keðjunni. Hún hefur því hvata til þess að Einföld leið til þess að draga úr hringamyndu Eftir Jón Steinsson ’ Skattlagning arðgirtækja væri afskaple þess að draga verule un í íslensku atvinnu Höfundur stundar doktorsnám í hagf Á n sérstakrar umræðu eða almennrar athygli hefur sífellt fleiri stoðum verið rennt undir þróun þess að Ís- land geti orðið að fjölmyntahag- kerfi. Hér er um að ræða þróun sem getur haft gífurleg áhrif á íslenskt samfélag. En hverjar eru þessar stoðir? Frelsi í fjármagnsflutningum Elsta stoðin er trúlega afkomutenging launa sjómanna við tekjur útgerðarinnar sem almennt eru í erlendri mynt. Önnur stoð er heimild stjórn- valda til íslenskra fyrirtækja að gera fjármál sín upp í erlendri mynt og verða þannig „útlend“ fyr- irtæki með starfsstöð á Íslandi. Þriðja stoðin er síaukinn möguleiki einstaklinga til lántöku vegna bílakaupa og annarra fjárfestingarvara í erlendri mynt eða með fjármögnunarleigusamningum sem grundvallaðir eru á erlendri mynt. Fjórða og trúlega mikilvægasta stoðin í þessari þróun er til- boð bankanna nú í byrjun þessa árs um lán til húsnæðiskaupa einstaklinga í erlendum gjald- miðlum. Flestar þessara breytinga eru bein af- leiðing af aðgerðum stjórnvalda á síðustu árum til að auka frelsi í fjármagnsflutningum til og frá landinu. En af hverju ættu Íslendingar að vilja nota er- lenda gjaldmiðla frekar en íslenska krónu? Helsta ástæðan fyrir vali einstaklinga er hátt vaxtastig íslensku krónunnar og mikilvæg ástæða fyrirtækja, a.m.k. þeirra sem hafa meiri- hluta tekna sinna í erlendri mynt, er að draga úr gengisáhættu sinni. Í umræðum um íslensku krónuna hefur helst verið rætt um hvernig minnka megi sveiflur á gengi hennar, auka virkni og dýpt gjaldeyris- markaðarins og bæta þannig samkeppnishæfni fyrirtækja á þessu minnsta gjaldmiðilssvæði u a þ v b v m g h r e heims. Verkefni hagstjórnar er meðal annars að stuðla að stöðugleika í gengi krónunnar gagnvart helstu viðskiptamyntum okkar. Þetta er eðlilegt umfjöllunarefni í peningamálum en spurningin um minni markaðshlutdeild íslensku krónunnar og vaxandi hlutdeild fjölmyntar í íslensku efna- hagslífi þarf jafnframt að skoða. Segja má að meiri hugmyndafræðileg umræða hafi átt sér stað um gengismál fyrir rúmum ára- tug en nú. Rætt var m.a. um einhliða tengingu krónunnar við aðra mynt, verðmyndun krónu með uppboðsfyrirkomulagi og jafnvel samkeppni gjaldmiðla og afnám einokunar ríkisins á seðlaút- gáfu. Með upptöku evrunnar virðast umræður Fjölmyntalan Eftir Þór Sigfússon Greitt fyrir harðfiskinn með evrum. ÁSTÆÐULAUST ÞEKKINGARLEYSI Í gærkvöldi sendi Stöð 2 út umræðu-þátt, þar sem þeir Egill Helgason,stjórnandi þáttarins, og Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, ræddu þróun viðskiptalífsins og þær umræður sem fram hafa farið um hugsanlega lög- gjöf gegn hringamyndun og löggjöf um eignarhald á fjölmiðlum. Í samræðum þeirra kom fram ástæðulaust þekking- arleysi á afstöðu Morgunblaðsins til þessara mála en af einhverjum ástæðum komu sjónarmið Morgunblaðsins tölu- vert við sögu í þessum umræðum. Það hefur verið grundvallarafstaða Morgunblaðsins áratugum saman, að hæfilegt jafnvægi yrði að vera í við- skiptalífinu og raunar þjóðfélaginu al- mennt. Ella yrði sá friður sem hér hefur ríkt með sæmilega viðunandi hætti rof- inn. Í samræmi við þessi grundvallar- sjónarmið hóf Morgunblaðið harða bar- áttu snemma á tuttugustu öldinni gegn augljósum tilhneigingum samvinnu- hreyfingarinnar með Samband ísl. sam- vinnufélaga í fararbroddi til þess að leggja undir sig og einoka hvert svið at- vinnulífsins á fætur öðru. Segja má, að þessi átök Morgunblaðsins og sam- vinnuhreyfingarinnar hafi staðið í u.þ.b. sex áratugi en að soðið hafi upp úr í sam- skiptum blaðsins og forystumanna sam- vinnufélaganna á níunda áratugnum. Eftir harkaleg átök birtist hér í blaðinu ítarlegt viðtal við Erlend heitinn Ein- arsson, þáverandi forstjóra SÍS, þar sem hann varði sjónarmið og vinnu- brögð samvinnuhreyfingarinnar. Í því viðtali lýsti Erlendur þeirri skoðun sinni, að ekki væri óeðlilegt að sam- vinnuhreyfingin hefði í sínum höndum um þriðjung af matvöruverzlun á Reykjavíkursvæðinu. Morgunblaðið hafði ýmislegt við svo stóra hlutdeild að athuga á þeim tíma. Af hálfu Morgunblaðsins snerust þessar umræður ekki um neitt annað en það, að einn aðili mætti ekki verða of stór í atvinnulífinu. Þegar Samband ísl. samvinnufélaga var fallið í lok þess áratugar stóð einn sterkur aðili eftir á sviði viðskiptalífsins, sem var Eimskipafélag Íslands hf. Morgunblaðinu þótti á þeim tíma sem Eimskipafélagið í nýrri og sterkari stöðu sýndi tilhneigingu til þess sama og Sambandið áður hafði verið gagnrýnt fyrir. Þá lýsti Morgunblaðið þeirri skoð- un aftur og aftur og ítrekað í forystu- greinum blaðsins, að frá sjónarhóli blaðsins skipti engu, hvort um fyrirtæki á vegum samvinnuhreyfingarinnar væri að ræða eða fyrirtæki úr röðum einka- rekstrarmanna, viðleitni til þess að leggja undir sig of margar greinar at- vinnulífsins væri í öllum tilvikum af hinu vonda. Þetta var ekki í fyrsta skipti, sem kastaðist í kekki á milli Eimskipafélags- ins og Morgunblaðsins. Hið sama gerð- ist á sjöunda áratugnum. Þeim sem nú tala af fullkomnu þekkingarleysi um Morgunblaðið sem einhvers konar mál- svara hins svonefnda „Kolkrabba“ væri hollt að lesa ritstjórnargreinar blaðsins á árinu 1990 og næstu árin á eftir. Vegna þessarar afstöðu blaðsins gekk hver for- ystumaður viðskiptalífsins á fætur öðr- um fram á sjónarsviðið og gagnrýndi Morgunblaðið fyrir að vera á móti því, að hér yrðu til stór fyrirtæki. Sú gagn- rýni var gersamlega úr lausu lofti gripin enda hafði blaðið rúmum áratug áður hvatt til þess að til yrðu stærri einingar í íslenzku viðskiptalífi. Gagnrýni Morg- unblaðsins á tilhneigingu Eimskipa- félagsins á þessum árum til þess að kaupa upp hlutabréf í öðrum fyrirtækj- um endurspeglaði áhyggjur blaðsins af því, að hér stefndi í einokun fárra aðila, sem ættu allt og mundi að lokum koma niður á almenningi í landinu í mynd ein- okunarverðlags á vörum og þjónustu enda innlend einokun ekkert betri en dönsk einokun. Eftir að nýir aðilar komu til sögunnar í viðskiptalífinu upp úr 1998 m.a. eftir stofnun Baugs lýsti Morgunblaðið ánægju með þá þróun í viðskiptalífinu að hér væru fleiri öflugir aðilar að koma til skjalanna, meira jafnvægi að skapast og ekki væri sama ástæða og áður til þess að hafa áhyggjur af of miklum styrk Eimskipafélagsins. Á undanförnum misserum hefur Morgunblaðið lýst þeirri skoðun að aft- ur væri að stefna í sama farið og á árum Sambandsins og síðar vegna aukinna umsvifa Eimskipafélagsins og að nú væru nokkrar viðskiptablokkir að leggja undir sig fleiri og fleiri svið atvinnulífs- ins. Blaðið hefur lýst þeirri skoðun, að hið mikla frjálsræði í viðskiptum, sem innleitt hefur verið á einum og hálfum áratug væri hugsanlega að snúast upp í andhverfu sína vegna þess, að ekki hefði verið séð fyrir því, að setja nægilega skýrar leikreglur samfara frelsinu. Hér ríkti því lögmál frumskógarins og tíma- bært að taka upp sams konar eftirlit með viðskiptalífinu og sjálfsagt þykir bæði í Bandaríkjunum og í Evrópulönd- um. Í samræmi við þessi sjónarmið hef- ur Morgunblaðið lýst ánægju með frum- kvæði forsætisráðherra og viðskipta- ráðherra í þessum efnum eins og það birtist þjóðinni á gamlársdag hér í blaðinu og á fyrstu dögum nýs árs. Þegar litið er yfir margra áratuga samfellda baráttu Morgunblaðsins fyrir viðskiptafrelsi en gegn einokunar- hringjum hverju nafni sem nefnast er ljóst að það er fáránlegt að halda að þessum skrifum sé beint gegn einhverju einu fyrirtæki eða tveimur. Þeim var beint gegn Sambandinu á sínum tíma. Og þeim var beint gegn Eimskipafélag- inu á sínum tíma. En nú koma fleiri við sögu heldur en eitt fyrirtæki. Nú er um að ræða nokkur fyrirtæki, sem hafa til- hneigingu til þess að skipta atvinnulíf- inu upp sín í milli. Það þjónar ekki hags- munum íslenzks almennings. Í viðræðum þeirra Egils og Jóns Ás- geirs komu við sögu ráðleggingar Morg- unblaðsins til kraftmikilla athafna- manna að fá útrás fyrir krafta sína og hugmyndaflug í stærra umhverfi. Til þess að þeir verði ekki sjálfhverfir um of skal þess getið að þessi ráðgjöf var fyrst sett fram snemma á árinu 1990 og þá í mikilli vinsemd til forráðamanna Eim- skipafélagsins eins og þeir félagar geta lesið um í Morgunblaðinu snemma á því ári. Í þessum umræðum kom einnig fram það sjónarmið, að stefna Morgunblaðs- ins, sem eins og hér hefur verið sýnt fram á, á sér áratuga sögu, taki mið af viðskiptahagsmunum Árvakurs hf., út- gáfufélags Morgunblaðsins. Ekkert er fjær sanni. Það er gömul saga og ný, að þeir sem reiðast Morgunblaðinu vegna stefnu þess ýmist afturkalla auglýsing- ar, sem óskað hefur verið eftir birtingu á eða hætta að auglýsa í blaðinu. Sam- bandinu og kaupfélögunum þótti t.d. alltaf henta betur að auglýsa annars staðar en í Morgunblaðinu. Þetta á við um bæði ríkisfyrirtæki og einkafyrir- tæki. Þetta gerist nú og hefur gerzt fyrr. Fram undan eru áreiðanlega miklar umræður um þessi málefni. Það er gott og mun að lokum verða þjóðfélagi okkar til góðs. En það er æskilegt að þeir sem taka þátt í þeim hafi sæmilega yfirsýn yfir það, sem þeir eru að tala um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.