Morgunblaðið - 12.01.2004, Side 24

Morgunblaðið - 12.01.2004, Side 24
MINNINGAR 24 MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, og afi, HALLDÓR SIGURGEIRSSON lögfræðingur, Dvalarheimilinu Grund, áður Álfheimum 60, Reykjavík, lést á Grund fimmtudaginn 8. janúar. Jarðarförin fer fram frá Grensáskirkju föstu- daginn 16. janúar kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda. Björn Halldórsson, Áslaug Halldórsdóttir, Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langa- fi, HELGI FELIX ÁSMUNDSSON frá Neðri-Brekku, Grettisgötu 36b, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu þriðju- daginn 13. janúar kl. 10.30. Ásmundur Markús Helgason, Sveindís Helgadóttir, Rúnar Ágústsson, Erla Helgadóttir, Stefán Stefánsson, Björk Helgadóttir, Ívar Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR INGIMUNDARSON frá Strönd á Stokkseyri, Kópavogsbraut 81, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 13. janúar kl. 13.30. Svava Sigurðar, Erling Sigurðsson, Sólveig Magnúsdóttir, Helgi Sigurðsson, Hildur Thors, Almar Sigurðsson, Svanhvít Hermannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FRÍÐA PÉTURSDÓTTIR frá Bíldudal, Hvassaleiti 58, Reykjavík, sem andaðist föstudaginn 2. janúar, verður jarðsungin frá Áskirkju í dag, mánudaginn 12. janúar, kl. 15. Pétur Brynjólfsson, Sigfríður Angantýsdóttir, Sigríður Brynjólfsdóttir, Örn Engilbertsson, Gyða Brynjólfsdóttir, Jósteinn Kristjánsson, Valgerður K. Brynjólfsdóttir, Anders Hansen, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, GUNNAR PETERSEN, Kambsvegi 36, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn 13. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsam- legast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Barnaspítala Hringsins. Guðmunda Petersen, Steinar Petersen, Greta B. Petersen, Birna Petersen, Ken Håkon Norberg, Gunnar Már Petersen, Elva Gísladóttir, Eva Hrönn Petersen, Viktor, Emilía, Anna Alexandra. ✝ Fríða Péturs-dóttir fæddist á Bíldudal 4. mars 1918. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Grund 2. janúar síð- astliðinn. Fríða var dóttir hjónanna Val- gerðar Kristjánsdótt- ur sem ættuð var úr Önundarfirði og Pét- urs Bjarnasonar skipstjóra, f. á Vaðli á Barðaströnd. Fríða var sjötta í röðinni af 7 börnum foreldra sinna. Eldri voru Kristín, f. 30.8. 1905, Gyða, f. 12.8. 1906, Ólína Bjarney, f. 25.12 1907, Bjarni, f. 27.1. 1909, Sæ- mundur Erlendur, f. 4.6. 1912, og yngstur var Björn, f. 2.6. 1920. Þau eru nú öll látin. Bræðurnir Bjarni og Björn fórust með v.s. Þormóði er fórst 18. febrúar 1943 með 7 manna áhöfn og 24 farþeg- um. Fríða giftist 31. desember 1939 Brynjólfi S. Eiríkssyni vélstjóra, f. 4.10. 1913, d. 8. jan. 1996. Foreldr- ar hans voru Eiríkur Eiríksson frá Helgastöðum í Biskupstungna- hreppi og kona hans Sigríður Brynjólfsdóttir frá Kaldbak í Hrunamannahrepp í Árnessýslu. Börn Fríðu og Brynjólfs eru: 1) Pétur húsa- og skipasmiður á Ak- ureyri, f. 17.7. 1940, kvæntur Sig- fríði L. Angantýsdóttur kennara, f. 18.3. 1945. Börn þeirra eru: a) Fríða, gift Braga H. Kristinssyni og eiga þau dæturnar Elínu Ingu og Steinunni; b) Pétur, kvæntur Vilborgu Einarsdóttur, börn þeirra eru Steinn Elliði, Þorfinnur og Fríða Björg; og c) Hjörvar, kvæntur Árnýju Guðmundsdóttur, dætur þeirra eru Hrefna og Una. 2) Sigríður banka- starfsmaður, f. 10.9. 1942, gift Erni Eng- ilbertssyni flug- stjóra, f. 6.8. 1938. Synir þeirra eru: a) Brynjar Örn, kvænt- ur Dóru Vilhjálms- dóttur, börn þeirra eru Anna Birna, Ei- ríkur Örn og Sigríð- ur Björk; b) Hörður, kvæntur Guðnýju Hallgrímsdóttur, börn þeirra eru Hulda, Arna og Kristján; og c) Jón Haukur, unnusta hans er Gréta Björk Kristjánsdóttir. 3) Gyða bankastarfsmaður, f. 16.11. 1948 gift Jósteini Kristjánssyni sjúkra- liða, f. 21.3. 1949. Börn þeirra eru: a) Kristján Georg, kvæntur An- gelu Jósteinsson, þau eiga soninn Jóstein, b) Brynjólfur, c) Eva, d) Tryggvi og e) Trausti. 4) Valgerð- ur Kristín íslenskufræðingur, f. 21.4. 1956 gift Anders Hansen bónda, f. 7.1.52. Börn þeirra eru: a) Jakob, unnusta hans er Lilja Gísladóttir, b) Anna, og c) Fríða. Fríða og Brynjólfur bjuggu á Bíldudal til ársins 1971 þegar þau fluttu til Reykjavíkur. Þau bjuggu í Álfheimum 40 en voru síðan með fyrstu íbúunum sem fluttu í íbúðir aldraðra í Hvassaleiti 58, fyrir 18 árum, og bjó Fríða þar áfram eftir lát Brynjólfs. Með heimilisstörfum sinnti Fríða ýmsum störfum, með- al annars í Matvælaiðjunni á Bíldudal og hjá Kaupfélagi Arn- firðinga. Í Reykjavík vann hún ýmis verslunar- og þjónustustörf, síðast í Álfheimabakaríi. Útför Fríðu fer fram frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Glaðværð, bjartsýni, hreinskiptni og umhyggjusemi er meðal þess sem kemur upp í hugann þegar minnst er tengdamóður minnar, Fríðu Péturs- dóttur frá Bíldudal. Fríða var af þeirri kynslóð Íslendinga sem lifðu mestan hluta 20. aldarinnar, mesta breytinga- skeið sögunnar, þeirrar kynslóðar sem með bjartsýni og trú á framtíðina tryggði þjóðinni sess meðal þeirra þjóða veraldar sem hvað best eru settar. Það var þó alls ekki sjálfgefið um það leyti, sem Fríða fæddist, að sú yrði raunin. Því þótt fullveldið næðist fram 1. desember 1918 bar marga dimma skugga á þetta tímabil; spánska veikin geisaði af offorsi, Katla spjó eldi og eimyrju af miklum krafti og veturinn svo harður að enn er hann þekktur undir nafninu frosta- veturinn mikli. – „Og eins og plág- urnar þrjár væru ekki nógu miklar 1918, þá bættist það við að ég kom í heiminn!“ átti Fríða til að segja af- komendum sínum í gamni. Fríða ólst upp í foreldrahúsum á Bíldudal, nánast í fjöruborðinu í hús- inu Svalborg, sem enn stendur og var byggt fyrir meira en 100 árum fyrir starfsmann stórútgerðar Thorsteins- sonar, sem þaðan gat fylgst með skipaferðum inn voginn. Bíldudalur átti sér mikið uppgangsskeið og víst er að þótt oft hafi naprir vindar blásið um atvinnulíf staðarins þá hefur þar alltaf verið blómlegt mannlíf og er svo enn, þar sem menning og listir og tenging við söguna skiptir miklu máli. Á æskuheimili Fríðu var annáluð samheldni og það varð einnig ein- kenni fjölskyldu Fríðu þegar hún gift- ist Brynjólfi Eiríkssyni,og stofnaði sitt framtíðarheimili, sem lengi fram- an af var á Bíldudal en síðar í Reykja- vík. Glaðværðin og kátínan sem við yngra fólkið heyrðum rómað hjá Sval- borgarsystrum spratt fram ljóslifandi þegar stórfjölskyldan hittist og átti saman sínar góðu stundir. Bjartsýni og trú á framtíðina var það stef sem gengur eins og rauður þráður um lífs- hlaup Fríðu. Enginn skyldi þó halda að þessu hafi fylgt léttúð eða ábyrgð- arleysi, enda hafði hún og hennar fólk einnig kynnst sorgum og hrollköldum veruleikanum, svo sem þegar tveir bræður hennar, Björn og Bjarni, og Karl mágur hennar fórust með skip- inu Þormóði ásamt stórum hópi vina frá Bíldudal. Hún missti einnig móður sína ung að árum og systkini hennar Gyða og Sæmundur dóu langt fyrir aldur fram. Hvorki Fríða né Brynj- ólfur voru langskólagengið fólk, og framan af ævi voru þau ekki víðförul heldur. En þau voru bæði vel mennt- uð og víðsýn í bestu merkingu þeirra orða og skoðanaleysi var víðs fjarri þegar talið barst að stjórnmálum, trú- málum, bókmenntum eða hverju því sem umræðan beindist að hverju sinni. Alls staðar voru þau vel að sér eins og hinn íslenski aðall, alþýðufólk á Íslandi, hefur alltaf verið. Og eftir að þau fluttust búferlum suður til Reykjavíkur tók við nýr og spennandi kafli í lífi Fríðu og Brynjólfs, þar sem þau tókust á hendur mörg og ógleym- anleg ferðalög til útlanda, þar sem þau létu sér ekki nægja að ferðast til Evrópulanda, heldur fóru einnig til Asíu og Norður-Ameríku. Áður höfðu þau ferðast mikið um Ísland á sumrin. Er óhætt að segja að ferðalög hafi verið þeim mikið áhugamál og ófáar skemmti- og gamansögur eru til úr ferðalögum þeirra, þar sem þau voru ýmist með vinafólki eða börnum sín- um og fjölskyldum þeirra. Fríða var vinmörg og vinaföst og fjölskyldu sína, ættingja og vini bar hún mjög fyrir brjósti alla tíð. Margs er að minnast að leiðarlokum og hvergi ber skugga á minningarnar. Ógleymanleg eru ferðalög okkar með henni og Brynjólfi til útlanda, og ekki síður vestur í Arnarfjörð, þar sem heimaslóðanna var vitjað. Hjálpsemi þeirra þegar við Vala vorum að koma okkur upp heimili og síðar er við hóf- um búskap á Árbakka og margar heimsóknir hingað gleymast ekki. Heldur ekki hlýjan og umhyggjan fyrir barnabörnunum, þar sem grannt var fylgst með framgangi og lífshlaupi hvers og eins, þótt ættbog- inn stækkaði ört með nýjum kynslóð- um. Ég kveð Fríðu Pétursdóttur með þakklæti og virðingu. Anders Hansen. Hún amma Fríða hefur kvatt okk- ur í bili. Hún er farin yfir til hans afa Binna sem kvaddi okkur í janúar 1996. Mikið samlyndi ríkti ætíð á milli þeirra hjóna og efast maður ekki um að ánægjulegt hafi verið fyrir þau að hittast á ný. Söknuður ríkir meðal þeirra er þekktu hana. Í rúm 40 ár hefur það verið ástúð og hlýja sem ætíð hefur komið strax upp í huga minn þegar Fríða hefur verið nefnd. Fram á síð- ustu ár átti hún til að kalla okkur bræðurna „guttana hennar Siggu“ og þótt við séum báðir farnir að nálgast fimmtugsaldurinn þá þótti okkur vænt um þetta. Í gegnum árin voru það hinir föstu ópal-pakkar sem fylgdu öllum jóla- og afmælisgjöfum sem koma upp í hug- ann þegar farið er í verslun í dag. Á svipaðan hátt munu bæði barnabörn og barnabarnabörn tengja Fríðu við rjómapönnukökugerð því það var eitt af því sem ætíð var borið fram við heimsóknir. Á því tímabili þegar okk- ar fjölskylda bjó erlendis var það ætíð fastur punktur í hverri heimsókn til Íslands að komast í pönnukökurnar hennar ömmu Fríðu. Þau hjónin bjuggu á Bíldudal fram til 1971 er þau fluttu til Reykjavíkur. Sem elsta barnabarn hennar, naut maður þeirra forréttinda meðal barnabarnanna að fá að safna fjölda minninga frá árum þeirra á Bíldudal. Minningar eins og að vera með henni í garðinum þar sem hún hlúði að gróðr- inum og blómum sem hún var mjög stolt af, sitja með henni í eldhúsinu að súpa kaffi og spjalla, eða vera niðri í hjónaherbergi þeirra á fallegum sum- ardegi, fletta dönsku blöðunum henn- ar með henni og hlusta á fuglagargið úti á spegilsléttum firðinum, þá eru þetta allt minningar sem munu sitja með manni til æviloka. Árið 1971 fluttu þau hjónin til Reykjavíkur, bjuggu fyrst í stuttan tíma við Sjafnargötuna. Tíu ára göml- um gutta þótti það hálfskrítið að hugsa til þess að geta ekki farið vest- ur til ömmu og afa lengur á sumrin. Hins vegar var það góð tilhugsun að hafa aðgengi að ömmu og afi í bæn- um, þannig að hægt yrði að koma í heimsókn nánast hvenær sem væri, í stað þeirrar fjarlægðar sem hafði ver- ið til Bíldudals. Eftir stutta viðveru á Sjafnargötunni fluttu þau hjónin í Álf- heimana, þar sem þau bjuggu næstu áratugina. Stutt var að labba frá heimili okkar eða skóla í heimsókn til ömmu. Einnig varð það sérstaklega ánægjulegt fyrir guttann sem sótti skóla í Langholtskóla á þessum tíma að heimsækja ömmu sína út í Álf- heimabakarí eftir að hún fór að vinna þar. Árlegt jólaboð Fríðu og Binna urðu að fastri reglu á jóladag, eftir að þau fluttu til Reykjavíkur. Hér var ár- legur fjölskylduviðburður sem vissu- lega hefur í gegnum árin verið horn- steinn þessarar fjölskyldu. Hér hafði Fríða mikla ánægju að sjá alla fjöl- skylduna koma saman og eyða öllum jóladegi saman, hér var lesið, teflt og mikið var spilað eftir góðar veitingar. Fríða hafði þá oft virkilega gaman af því að spila „gott kvöld dama“ með þessum tveimur kynslóðum. Fríðu þótti ánægjulegt að ferðast og margir í fjölskyldunni hafa heyrt söguna af því þegar hún og afi Binni fóru með fjölskyldunni til Parísar. Í einni af skoðunarferðunum, átti að fara upp í Eiffel-turninn og ekki leist konunni á að fara upp í þessari gömlu lyftu með hópnum. Á síðustu stundu hætti hún hins vegar við að bíða ein niðri. Eftir nokkurn tíma kom það loksins í ljós að það var tilhugsunin um að verða ein eftir í þessu landi, þegar lyftan myndi hrynja, sem olli því að hún vildi frekar fara með í þessa lyftuferð. Frá því að Fríða kvaddi okkur stuttu eftir áramótin, hefur það verið viðburður oft á dag að Eiríkur sonur minn spyrji af hverju amma Fríða hafi þurft að fara. Ég held að það lýsi vel söknuði þeim sem býr hjá okkur öllum sem vorum svo heppin að fá að þekkja hana Fríðu. Fríða mun hins vegar vera í huga okkar allra til ævi- loka. Með vissu um að fá að hitta Fríðu aftur ásamt afa Binna þegar maður sjálfur kveður þennan heim, þá kveður maður hana tímabundið. Brynjar. FRÍÐA PÉTURSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Fríðu Pétursdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.