Morgunblaðið - 12.01.2004, Side 30
30 MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Clifton - Kóbrukossinn
Tittur
framhald ...
KÚKÚ
© Glenat
© DARGAUD
BUIÐ Í
DAG!!
ÞAÐ ER
FARIÐ AÐ
DIMMA .. HEL-
DUR ÞÚ AÐ VIÐ
ÆTTUM AÐ
BERA HANN
HEIM TITTUR!
AH!
ÞAR NÁÐI
ÉG EINUM!
HVAR FELIÐ
ÞIÐ YKKUR!
ÁFRAM
SVO!!
HEY
HÓ
SMAKK!
AAAH! ÉG
HEYRI
EITTHVAÐ ...
AHH!
LOKSINS!!
HEY
HÓ
HALLÓ? ... JÁ HERRA HÚN ER HÉR ...
JÁ ÉG GEF ÞÉR SAMBAND VIÐ HANA.
SARA? ... GEIRMUNDUR HÉR! ... ÞAÐ ER KOMIÐ, PAPPÍRARNIR ERU
FUNDNIR! ALLA VEGA MAÐURINN SEM HEFUR ÞÁ UNDIR HÖNDUM ...
HANN GENGUR UNDIR NAFNINU ... JÁ! ... "ÞVOTTAEFNIÐ"! ...
MEÐAN VIÐ HÖFUM FORSKOT
Á ALLA HINA! ...
MÉR ÞYKIR ÞÚ
NEIKVÆÐUR
HARALDUR ...
MAÐURINN HEFUR
EKKI SÝNT LÍFSMARK!
... ÞETTA ER VONLAUS
BARÁTTA! ...
ÞESSAR UPPLÝSINGAR KOMU
EKKI FYRR EN Í MORGUN! ...
ÞÚ GETUR EKKI ...
ÉG DREG BARA
ÁLYKTANIR AF ÞVÍ
SEM SARDET SAGÐI
MÉR ...
... UM ÁKVEÐINN NÁUNGA
KALLAÐAN "ÞVOTTAEFNIÐ"
SEM SEGIST HAFA SLÍKA
PAPPÍRA UNDIR HÖNDUM.
HEFUR SARDET
HITT HANN?
NÚ NÆ ÉR
YKKUR!!
HEY
HÓ
HEY
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
ÁRIÐ 1944 fengu allir kosningabærir
menn og konur á Íslandi í hendurnar
lýðveldið, póstsent frá Danmörku.
Þessi sending kom raunar ekki fyr-
irvaralaust heldur var búið að berjast
fyrir sjálfstæðinu nokkuð lengi og nú
lá á og undir lok síðari heimsstyrj-
aldar var fyrsta múgsefjun fram-
kvæmd á Íslandi og fyrsta „rúss-
neska“ kosningin lá í kjörkössunum
eftir lýðveldiskosningarnar. Íslenska
lýðveldið var orðið staðreynd og Ís-
lendingar skriðu út úr bröggunum og
moldarkofunum og nýbyggðu og hálf-
byggðu steinhúsunum og skunduðu á
Þingvöll í ofandögg og undir illa stillt-
um lúðrablæstri.
Nú víkur sögunni að Sjálfstæðis-
flokknum en á þessu tímamótum var
gróðursett sú farsæla pólitíska meg-
instefna sem flokkurinn hefur notið
fram undir þennan dag. Ólafur Thors
var gjörkunnugur atvinnulífi á Íslandi
og þjóðfélaginu og var heimsborgari
og sá lengra inn í framtíðina en aðrir
flokksmenn og vissi að viðskipti eru
ekki farsæl nema þau séu byggð á
einhverju gagnkvæmu trausti og
hagsmunum. Líklega er nýsköpunar-
stjórnin, sem Ólafur átti frumkvæði
að, stærsta meistarastykkið í ís-
lenskri stjórnmálasögu . Ólafur Thors
gerði óhefðbundinn samning við ís-
lensku þjóðina. Sjálfstæðisflokkurinn
sér um að velferðarþjóðfélagið verði
verndað og stór hluti þjóðarinnar
heldur Sjálfstæðisflokknun í nægi-
legri stærð og nægilegum tökum á
peningunum og efnahagslífinu til að
hann geti látiðásættanlegan hluta
hæfilegs arðs renna til velferðarinn-
ar.
En nú heldur þessi samningur ekki
lengur. Og ástæðan er sú að „hátt-
virtir kjósendur“ hafa brugðist. Það
er of langt að fara út í þá sálma en það
má almennt segja að hið kristilega
hugarfar og sátt og samstaða sé á
hröðu undanhaldi. Ef orðið græðgi er
kannski rétt lýsing sem passaði þá er
sljóleikinn þó hættulegastur. Það er
sami rassinn undir þeim öllum. Mér
er skítsama um pólitík. Þetta eru við-
brögð þeirrar þjóðar sem fékk fullt
frelsi 1944.
Það er mikill órói í þjóðfélaginu.
Það eru miklar líkur á að kosningar
verði í vor. Smáflokkar munu spretta
upp eins og gorkúlur. Ný hugsun
verður að koma í pólitíska umræðu. Í
tveim stærstu flokkunum verður að
myndast samstaða um að koma í veg
fyrir það skemmdarverk og þá aðför
sem nú er gerð að grunnþáttum þjóð-
félagsins – heilbrigðiskerfinu – og
aukið misrétti milli manna hjá þessari
smáþjóð. Tveir háir turnar skapa póli-
tískt jafnvægi – Sjálfstæðisflokkur og
Samfylkingin.
HRAFN SÆMUNDSSON,
Kópavogsbraut 1,
200 Kópavogi.
Tveir háir turnar skapa
pólitískt jafnvægi
Frá Hrafni Sæmundssyni, fyrrv.
atvinnumálafulltrúa:
EFTIR að hafa lesið eða farið í gegn-
um bréf Hafþórs Baldvinssonar, sem
birtist í Morgunblaðinu, þá datt mér
nú í hug að minnast svolítið á það sem
ég er nú búin að vera að nöldra í þing-
mönnum ýmissa flokka og ráðherr-
um, um stöðu leiguliða á bújörðum.
Nú kunna einhverjir að segja sem
svo: Ekki Kí, eins og amma mín sagði
alltaf þegar henni ofbauð það sem á
gekk í kringum hana, er hún nú enn,
og enn, farin að nöldra, og ætla ég
einmitt að gera það.
Ég ætla að minna þingmenn og
ráðherra á þau siðleysislög sem þeir
uppbáru á Alþingi, og samþykktu
1993, að jarðir skyldu eiga ærgildi,
eða öðru nafni fullvirðisrétt til fram-
leiðslu kindakjöts, sama hvernig og
hver skapar þessi verðmæti, sem
bera þetta nafn. Ég ítreka það aftur
og aftur að mér finnst það argasta
arðníðsla að jarðareigandi eigi þessi
verðmæti, sem hann hefur ekki komið
nálægt að skapa, og að þessir jarðeig-
endur séu varðir af ríkislögum, og
þeim fenginn afrakstur ævistarfs
leiguliða upp í hendurnar sem bónus
ofan á umsamda leigu.
Það hringdi í mig kona, sem situr á
jörð sem hún á til jafns við annan að-
ila. Hún á mjólkurkvóta ásamt ær-
gildum sem hún hefur eins og í mínu
tilviki byggt upp á jörðinni, ræktað
land, og að öll leyti skapað það verð-
gildi sem jörðin stendur fyrir í dag en
hinn aðilinn ekki komið nærri þeirri
verðmætasköpun. Nú langar hana,
sem er komin á efri ár og heilsulítil,
að fara að gera sér pening úr sínu
ævistarfi, þá stendur hnífurinn ekki
fastur í kúnni eins og máltækið segir,
heldur í þeim lögum sem samin eru á
hinu áhugaverða Alþingi. Nú situr
þessi aðili og bíður þess að sá sem
vann að öllu leyti fyrir auðæfum jarð-
arinnar hrökkvi uppaf, svo að auðæf-
in séu hans. Hann neitar semsagt að
veita henni leyfi til sölu á kvótanum,
sem hún á með siðferðislegu tilliti. Ég
kalla algjört siðleysi að semja þannig
lög að allt strit og ævistarf leiguliða
skuli eins og ég hef margoft bent á,
falla í hendur þess sem ekki vann fyr-
ir þeim, mér og mörgum öðrum finnst
það líka siðlaust af þeim sem þiggja
þennan bónus, og þar með hampa
þessum siðleysisaurum, á meðan þeir
sem skópu hann þurfa að taka sér lán
til að fá inni eftir að hafa verið úthýst
af leigujörðum, eða orðið að yfirgefa
þær vegna aldurs eða heilsuleysis.
Ég talaði við Guðna Ágústsson,
háttvirtan landbúnaðarráðherra, og
bar þetta undir hann. Hann svaraði
því til að hann hefði ekki verið á þingi
þegar þetta var samþykkt, en játti því
að þetta væri siðleysi. Ég talaði við
marga aðra óbreytta þingmenn, þeir
voru allir á mínu máli, að um algjört
siðleysi væri að ræða. Enginn gerir
neitt. Ég sagði við Guðna, nei þú varst
ekki á þingi þá en þú ert það núna, og
yrðir maður að meiri ef þú kipptir
þessu í lag, öðrum leiguliðum til
heilla. Ég er búin að missa mitt og
aðrir elda sér góða súpu á minn
kostnað og borða án þess að svelgjast
mikið á, en það eru fleiri sem væri
kannske hægt að bjarga frá því að
lenda í því sama og ég.
Nú skora ég á alla háttvirta ráð-
herra og þingmenn að ganga í það að
þeir leiguliðar sem skapa auðinn á
jörðum leigusala eigi afrakstur lífs
síns, en séu ekki öreigar þegar þeir
verða, af hvaða ástæðu sem kann að
vera, sama sem betlarar þegar þeir
yfirgefa þá jörð sem þeir hafa byggt
og búið mestan hluta lífs síns.
KRISTJANA SIGRÍÐUR
VAGNSDÓTTIR,
Ósi, Brekkugötu 14, Þingeyri.
Staða leiguliða
á bújörðum
Frá Kristjönu Sigríði Vagnsdóttur: