Morgunblaðið - 12.01.2004, Síða 35

Morgunblaðið - 12.01.2004, Síða 35
Reuters Peter Jackson fagnar hér með leikkonunni Liv Tyler sem þykir hafa vaxið mjög við leik sinn undir stjórn Jackson í kvikmynd- unum þremur um Hringadróttinssögu. LOKAKAFLI Hringadróttinssögu, Hilmir snýr heim, hlaut á dögunum fern verðlaun bandarískra kvikmyndagagnrýnenda, þar á meðal verðlaun fyrir bestu mynd. Hilmir snýr heim sló þar út níu aðrar myndir og var Peter Jackson útnefndur besti leik- stjórinn. Myndin fékk einnig verðlaun fyr- ir besta leikhóp og fékk tónskáldið How- ard Shore verðlaun fyrir tónlistina í myndinni. Meðal annarra verðlaunahafa voru þeir Sean Penn og Tim Robbins sem fengu verðlaun fyrir leik sinn í myndinni Mystic River. Þá hlaut Charlize Theron verðlaun sem besta leikkona fyrir hlutverk sitt sem fjöldamorðingi í myndinni Monster og Re- nee Zellweger fyrir aukahlutverk sitt í myndinni Cold Mountain. Verðlaunin, sem eru á vegum samtaka bandarískra kvikmyndagagnrýnenda, voru afhent á Beverly Hills hótelinu á laug- ardagskvöld. Talið er að þau gefi vísbend- ingar um stefnu óskarsverðlaunanna í næsta mánuði. Lokakafli Lord of the Rings hlýtur verðlaun gagnrýnenda Þykir vænleg í óskarinn MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2004 35 www.laugarasbio.is Yfir 60.000 gestir á 10 dögum! Will Ferrell Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5, 8 og 9.  EPÓ kvikmyndir.com „Besta ævintýramynd allra tíma.“  ÞÞ FBL „VÁ. Stórfengleg mynd.“ HJ MBL „Besta mynd ársins.“ SV MBL VG. DV Sýnd kl. 6. Með íslensku tali. Sýnd Kl. 6, 8 og 10. Með ensku tali. „ATH!SÝND MEÐÍSLENSKU OGENSKU TALI“ Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 6.30 og 10.30. B.i. 12. Sýnd kl. 6. B.i. 10 ára. www .regnboginn.is  EPÓ kvikmyndir.com „Besta ævintýramynd allra tíma.“ HJ MBL  ÞÞ FBL „VÁ. Stórfengleg mynd.“ „Besta mynd ársins.“ SV MBL Yfir 60.000 gestir á 10 dögum! Frábær rómantísk gamanmynd með ótrúlegum leikkonum VG. DV Sýnd kl. 8 og 10. Stranglega bönnuð yngri en 16 ára Sýnd kl. 6. B.i. 10. Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16. ÞAÐ var feikistuð á frumsýningu Leikfélags Akureyrar á leikritinu „Eldað með Elvis“ í Loftkastalanum á föstudagskvöldið og spilaði matur þar vissulega stórt hlutverk. Leikritið sem er eftir Lee Hall, sem m.a. hlaut óskarsverðlaun fyrir kvikmyndahandrit sitt að Billy El- liot, er svört kómedía full af gömlum Elvisslögurum. Sagan fjallar um ungan bakara sem kemur inn á heimili gamallar Elvis-eftirhermu sem er í hjólastól eftir hjartaáfall, konunnar hans sem er kynóður át- röskunarsjúklingur og dóttur þeirra sem á við offituvandamál að stríða. Með hlutverk Elvis-eftirhermunnar öldnu fer sjálfur Elvis Íslands, Steinn Ármann Magnússon, sem hefur verið einna ötulastur Íslend- inga við að halda á lofti skjaldar- merki konungs rokksins. Eftir sýninguna glöddust leikarar sýningarinnar með starfsbræðrum sínum og -systrum og haldið var í frumsýningarteiti á Kaffi Reykjavík. Eldað með Elvis frumsýnt í Loftkastalanum Leikhópurinn fagnaði hinn hressasti eftir sýninguna. Álfrún Örnólfsdóttir, Halldóra Björnsdóttir, Steinn Ármann Magnússon og Friðrik Friðriksson. Gómsæt frumsýning Gísli og Baldur Kristjánssynir virt- ust sáttir með sýninguna. Morgunblaðið/Árni Torfason FORELDRAR fjögurra af þeim níu ungmennum sem dóu, þegar þau urðu undir í troðningi á Hróarskelduhátíðinni árið 2000, hafa ákveðið að fara í mál við aðstand- endur hátíðarinnar. Segjast foreldr- arnir ekki sækjast eftir peningum, heldur vilja þau að aðstandendur há- tíðarinnar viðurkenni ábyrgð sína í málinu og bótaskyldu. Aðstandend- ur hátíðarinnar segjast fúsir til að borga bætur, en neita því að bera ábyrgð á slysinu. Foreldrar neita að taka við greiðslum frá aðstandend- unum, þar sem það gæti virkað á dómstóla sem vísbending um sættir. Málið var bæði rannsakað af lög- reglunni í Hróarskeldu og ríkissak- sóknara Sjálands. Hvorug rannsókn- in leiddi af sér niðurstöður sem bentu til að um refsiverðan skort á aðgæslu hefði verið að ræða. Foreldrar ungmenna sem létust í Hróarskeldu Höfða mál á hendur hátíðarhöldurum FLUGFREYJUFÉLAG Íslands stendur nú fyrir afmæl- isveislu sem mun standa í eitt ár og munu uppákomur af ýmsum toga einkenna veisluna. Ein af uppá- komunum er menningarhátíðin „Hin hliðin“ þar sem meðal annars er haldin sýning á munum, myndverki, uppákomum, fatahönnun og listsköpun hvers konar, sem flugfreyjur vinna utan starfsins, enda koma flug- freyjur úr ýmsum geirum þjóðlífsins og starfa við ým- islegt utan flugsins. Kór flugfreyjufélagsins syngur á menningarhátíðinni og haldnar verða tískusýningar þar sem gullaldarlið Íslands í sýningarstörfum sýnir. Sýningin var opnuð á laugardaginn í Fræðslusetri Icelandair að Suðurlandsbraut 12. Hún verður opin næstu helgi frá 14:00 til 18:00. Hin hliðin á flugfreyjunum Á tískusýningum má sjá glæsilegan fatnað sem hann- aður er af skapandi flugfreyjum. Morgunblaðið/Eggert Íslenskur upphlutur og brúðarkjóll eftir Guðnýju Jó- hannsdóttur. Íslenskt handverk í hæsta gæðaflokki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.