Morgunblaðið - 16.01.2004, Page 19

Morgunblaðið - 16.01.2004, Page 19
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Nafnakall í fuglatalningu | Hin árlega vetrarfuglatalning í Þingeyjarsýslum fór fram í kringum áramótin. Talið var á tutt- ugu svæðum og alls sáust 20.714 fuglar af 45 tegundum. 15 selir flutu svo með í þessari talningu. Frá þessu er greint á fréttavefnum skarpur.is og því bætt við að í hópi tuttugu fuglataln- ingarmanna voru þrír Ernir, einn Haukur og einn Gaukur. „Ekki vitum við hvort þeir létu fara fram „nafnakall“ í talningunni, en hitt vitum við að þeir fundu ekki nafna sína að þessu sinni – nema hvað það hrossa- gaukur sást á ferli,“ segir á Skarpi. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Kirkjusókn | Samkvæmt niðurstöðu spurningar vikunnar á vef Akraneskaup- staðar, dagana 5.–12. janúar, virðast gestir heimasíðunnar ekki hafa sótt messur yfir jól og ára- mót. Spurt var: Fórst þú í kirkju yfir hátíðarnar? Alls svöruðu um 150 manns og var niðurstaðan sú að eingöngu 32% svör- uðu játandi og 68% neit- andi. Að sögn Indriða Valdimarssonar, starfsmanns Akra- neskirkju, var kirkjusókn ekki minni yfir hátíðarnar í ár en fyrir ári og jafnvel meiri, segir á vef bæjarins. Kirkjugestir eru á öll- um aldri en stór hópur kirkjugesta er eldra fólk. Því virðist sem niðurstaða þessarar spurningar á vef Akraneskaupstaðar end- urspegli ekki kirkjusókn Akurnesinga. Vor í Árborg | Ákveðið hefur verið að halda öðru sinni menningarhátíðina Vor í Árborg dagana 20.–23. maí næstkomandi. Óskað er eftir þátttöku félaga og samtaka, ein- staklinga og áhugahópa, fyrirtækja og stofnana. Skipulagning er á und- irbúningsstigi og hvers kyns tillögur að dag- skráratriðum eða hug- myndir um listviðburði eru vel þegnar. Anna Fríða Bjarnadóttir, deildarstjóri menningarmála sveitarfé- lagsins, skipuleggur dagskrána í samráði við menningarnefnd bæjarins, en formaður hennar er Inga Lára Baldvinsdóttir. Fimm ára afmæl-isfagnaður verðurhaldinn í íþrótta- miðstöðinni á Þórshöfn á morgun, laugardag. Með- al annars verður boðið upp á sundleikfimi, ung- barnasund, tónaflóð verð- ur í lauginni, badminton í sal, Jarðstrengir fremja tónlist, fótboltamót er á dagskrá og klukkan 14 hefst hátíðardagskrá í sal. Eftir ræðuhöld verða tískusýning, hreppabolti og kassaklifur svo fátt eitt sé nefnt. Allir eru vel- komnir í íþróttamiðstöð- ina Ver og ekki skemmir fyrir að lifandi tónlist verður í öllum skotum, eins og segir á vef Þórs- hafnar. Afmæli á Þórshöfn Búðardalur | Ein af fremstu óperusöngkonum Íslend- inga, Hanna Dóra Sturludóttir, sem að jafnaði býr og starfar í Þýskalandi, var stödd á heimaslóðum í Búð- ardal í vikunni. Hanna Dóra kom og spjallaði við krakkana í grunnskólanum og sagði þeim frá menntun sinni og starfi og svaraði spurningum þeirra um allt milli himins og jarðar sem tengist óperusöng og söng- námi. Krakkarnir sýndu mikinn áhuga og voru ánægð- ir með þessa heimsókn. Gaman verður að sjá hvort þessi heimsókn kveiki áhuga hjá einhverju þeirra til þess að feta í fótspor söngkonunnar. Morgunblaðið/Helga Ágústsdóttir Í heimsókn á heimaslóðum Leifur Eiríksson,sem lengi varkennari og oddviti á Raufarhöfn, er hátt á tí- ræðisaldri. Hann sendi vinum sínum á Raufar- höfn jólakort með þessari vísu: Með helgum degi hækkar sól, hugur fyllist birtu og yl. Gefi ykkur Guð sín jól og gleði þá, sem best er til. Í Kanadaþistli Guttorms J. Guttormssonar er þjóð- fræg vísa, sem ort var um hjón. Þá borgaði kerlingin fyrir tvö sæti í leikhúsi, en karlinn „fékk frítt“. Hún er metin meira en ein má þess geta þanninn: hún er ket, en hann er bein hún hefur étið manninn. Þá orti hann Úr útfarar- ræðu: Þeim sem áttu ofur bágt – enda þótt þeir flissi – veitti hann ásjá á þann hátt að enginn til þess vissi. Maðurinn étinn pebl@mbl.is NÝVERIÐ lét Landssamband kúabænda vinna upplýsingar um fjölda greiðslu- markshafa sem höfðu yfir 5.000 kg í mjólk. Þegar tölurnar eru bornar saman við tölur fyrri ára kem- ur í ljós að tæplega einn aðili hætti í viku hverri að með- altali á síðasta ári. Nú í byrjun ársins voru kúabúin 902 en voru fyrir ári 953. Fækkunin nemur 5,4% og er töluvert meiri hlutfalls- fækkun en fyrir ári, að því er fram kemur á vefnum naut.is, sem er vefur Landssam- bands kúabænda. Kúabúum fækkaði um eitt á viku SVEITARSTJÓRN Grímsness- og Grafn- ingshrepps lýsir yfir furðu sinni á skerðingu fjármuna vegna endurgreiðslna til minka- og refaveiða. Vísar sveitarstjórnin til bréfs frá Um- hverfisstofnun, en þar kemur fram að Al- þingi hafi samþykkt á fjárlögum að 19,5 milljónir skuli renna til þessa málaflokks vegna veiðanna árið 2003. Þessir fjármunir dugi ekki til að standa undir 50% endur- greiðsluhlutfalli vegna veiðanna eins og stefnt var að heldur aðeins 30%. Er sveit- arstjórnin undrandi á þessari skerðingu þar sem veruleg fjölgun hafi orðið á þessum vá- gesti undanfarin ár. Til að mæta skerðing- unni verður ekki greitt verðlaunafé vegna veiða á ref og mink nema til ráðinna veiði- manna á grenjavinnslutímabilinu á þessu ári. Það stendur frá 1. júní til 31. júlí. Í Reykhólahreppi hefur verið ályktað um sama mál: „Hreppsnefnd Reykhólahrepps mótmælir harðlega lágum fjárveitingum í fjárlögum til þessa málaflokks og skorar á þingmenn kjördæmisins að beita sér fyrir auknum fjárveitingum til þessara mála. Með óbreyttri þróun stefnir í að sveitar- félögum verði gert ókleift að sinna þeirri skyldu sinni að halda mink og ref niðri.“ Gert ókleift að halda ref og mink í skefjum Hornafjörður | Undirritaður hefur verið samningur milli Sparisjóðs Hornafjarðar og nágrennis og Ung- mennafélagsins Sindra á Höfn í Hornafirði þar sem sparisjóðurinn afhenti ungmennafélaginu einka- hlutafélagið Sjónhorn að gjöf. Félag- ið á og rekur kapalkerfið á Höfn og færist reksturinn alfarið yfir til Ungmennafélagsins Sindra. Að sögn Melrósar Eysteinsdóttur sparisjóðsstjóra hefur Sparisjóð- urinn ávallt lagt mikla áherslu á að hlúa að íþrótta-, menningar- og tóm- stundastarfi í heimabyggð. Samn- ingurinn gildir í fimm ár og á þeim tíma verður Sparisjóður Horna- fjarðar og nágrennis helsti bakhjarl ungmennafélagsins. Forsvarsmenn Ungmennafélags- ins Sindra eru að vonum ánægðir með þessa höfðinglegu gjöf og segja að þetta verði fjárhagsleg lyftistöng fyrir félagið. Sindramenn vona að íbúar Hafnar styðji við bakið á ung- mennafélaginu með því að taka þátt í eflingu kapalkerfisins í formi áskriftar. Morgunblaðið/Sigurður Mar Sindri í sjónvarpsútsendingar: Melrós Eysteinsdóttir, Valdemar Einarsson frá Sindra og Inga Kristín Sveinbjörnsdóttir. Ungmennafélag eignast kapalkerfi       ÞAÐ eru víða vandræði hjá mannfólkinu vegna óvenjumik- ils fannfergis. En maðurinn hef- ur það framyfir blessaða fuglana að geta gengið að mat vísum í ísskápnum eða frysti- kistunni. Smáfuglarnir verða hins vegar að treysta á mann- fólkið og því er sérstök ástæða til að hvetja fólk til að gleyma ekki smáfuglunum nú um stundir. Fuglakorn, brauð- mylsna eða feitmeti er það sem fuglunum kemur best í harðind- unum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Smáfuglarnir mega ekki gleymast Harðindi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.