Morgunblaðið - 16.01.2004, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 16.01.2004, Qupperneq 19
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Nafnakall í fuglatalningu | Hin árlega vetrarfuglatalning í Þingeyjarsýslum fór fram í kringum áramótin. Talið var á tutt- ugu svæðum og alls sáust 20.714 fuglar af 45 tegundum. 15 selir flutu svo með í þessari talningu. Frá þessu er greint á fréttavefnum skarpur.is og því bætt við að í hópi tuttugu fuglataln- ingarmanna voru þrír Ernir, einn Haukur og einn Gaukur. „Ekki vitum við hvort þeir létu fara fram „nafnakall“ í talningunni, en hitt vitum við að þeir fundu ekki nafna sína að þessu sinni – nema hvað það hrossa- gaukur sást á ferli,“ segir á Skarpi. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Kirkjusókn | Samkvæmt niðurstöðu spurningar vikunnar á vef Akraneskaup- staðar, dagana 5.–12. janúar, virðast gestir heimasíðunnar ekki hafa sótt messur yfir jól og ára- mót. Spurt var: Fórst þú í kirkju yfir hátíðarnar? Alls svöruðu um 150 manns og var niðurstaðan sú að eingöngu 32% svör- uðu játandi og 68% neit- andi. Að sögn Indriða Valdimarssonar, starfsmanns Akra- neskirkju, var kirkjusókn ekki minni yfir hátíðarnar í ár en fyrir ári og jafnvel meiri, segir á vef bæjarins. Kirkjugestir eru á öll- um aldri en stór hópur kirkjugesta er eldra fólk. Því virðist sem niðurstaða þessarar spurningar á vef Akraneskaupstaðar end- urspegli ekki kirkjusókn Akurnesinga. Vor í Árborg | Ákveðið hefur verið að halda öðru sinni menningarhátíðina Vor í Árborg dagana 20.–23. maí næstkomandi. Óskað er eftir þátttöku félaga og samtaka, ein- staklinga og áhugahópa, fyrirtækja og stofnana. Skipulagning er á und- irbúningsstigi og hvers kyns tillögur að dag- skráratriðum eða hug- myndir um listviðburði eru vel þegnar. Anna Fríða Bjarnadóttir, deildarstjóri menningarmála sveitarfé- lagsins, skipuleggur dagskrána í samráði við menningarnefnd bæjarins, en formaður hennar er Inga Lára Baldvinsdóttir. Fimm ára afmæl-isfagnaður verðurhaldinn í íþrótta- miðstöðinni á Þórshöfn á morgun, laugardag. Með- al annars verður boðið upp á sundleikfimi, ung- barnasund, tónaflóð verð- ur í lauginni, badminton í sal, Jarðstrengir fremja tónlist, fótboltamót er á dagskrá og klukkan 14 hefst hátíðardagskrá í sal. Eftir ræðuhöld verða tískusýning, hreppabolti og kassaklifur svo fátt eitt sé nefnt. Allir eru vel- komnir í íþróttamiðstöð- ina Ver og ekki skemmir fyrir að lifandi tónlist verður í öllum skotum, eins og segir á vef Þórs- hafnar. Afmæli á Þórshöfn Búðardalur | Ein af fremstu óperusöngkonum Íslend- inga, Hanna Dóra Sturludóttir, sem að jafnaði býr og starfar í Þýskalandi, var stödd á heimaslóðum í Búð- ardal í vikunni. Hanna Dóra kom og spjallaði við krakkana í grunnskólanum og sagði þeim frá menntun sinni og starfi og svaraði spurningum þeirra um allt milli himins og jarðar sem tengist óperusöng og söng- námi. Krakkarnir sýndu mikinn áhuga og voru ánægð- ir með þessa heimsókn. Gaman verður að sjá hvort þessi heimsókn kveiki áhuga hjá einhverju þeirra til þess að feta í fótspor söngkonunnar. Morgunblaðið/Helga Ágústsdóttir Í heimsókn á heimaslóðum Leifur Eiríksson,sem lengi varkennari og oddviti á Raufarhöfn, er hátt á tí- ræðisaldri. Hann sendi vinum sínum á Raufar- höfn jólakort með þessari vísu: Með helgum degi hækkar sól, hugur fyllist birtu og yl. Gefi ykkur Guð sín jól og gleði þá, sem best er til. Í Kanadaþistli Guttorms J. Guttormssonar er þjóð- fræg vísa, sem ort var um hjón. Þá borgaði kerlingin fyrir tvö sæti í leikhúsi, en karlinn „fékk frítt“. Hún er metin meira en ein má þess geta þanninn: hún er ket, en hann er bein hún hefur étið manninn. Þá orti hann Úr útfarar- ræðu: Þeim sem áttu ofur bágt – enda þótt þeir flissi – veitti hann ásjá á þann hátt að enginn til þess vissi. Maðurinn étinn pebl@mbl.is NÝVERIÐ lét Landssamband kúabænda vinna upplýsingar um fjölda greiðslu- markshafa sem höfðu yfir 5.000 kg í mjólk. Þegar tölurnar eru bornar saman við tölur fyrri ára kem- ur í ljós að tæplega einn aðili hætti í viku hverri að með- altali á síðasta ári. Nú í byrjun ársins voru kúabúin 902 en voru fyrir ári 953. Fækkunin nemur 5,4% og er töluvert meiri hlutfalls- fækkun en fyrir ári, að því er fram kemur á vefnum naut.is, sem er vefur Landssam- bands kúabænda. Kúabúum fækkaði um eitt á viku SVEITARSTJÓRN Grímsness- og Grafn- ingshrepps lýsir yfir furðu sinni á skerðingu fjármuna vegna endurgreiðslna til minka- og refaveiða. Vísar sveitarstjórnin til bréfs frá Um- hverfisstofnun, en þar kemur fram að Al- þingi hafi samþykkt á fjárlögum að 19,5 milljónir skuli renna til þessa málaflokks vegna veiðanna árið 2003. Þessir fjármunir dugi ekki til að standa undir 50% endur- greiðsluhlutfalli vegna veiðanna eins og stefnt var að heldur aðeins 30%. Er sveit- arstjórnin undrandi á þessari skerðingu þar sem veruleg fjölgun hafi orðið á þessum vá- gesti undanfarin ár. Til að mæta skerðing- unni verður ekki greitt verðlaunafé vegna veiða á ref og mink nema til ráðinna veiði- manna á grenjavinnslutímabilinu á þessu ári. Það stendur frá 1. júní til 31. júlí. Í Reykhólahreppi hefur verið ályktað um sama mál: „Hreppsnefnd Reykhólahrepps mótmælir harðlega lágum fjárveitingum í fjárlögum til þessa málaflokks og skorar á þingmenn kjördæmisins að beita sér fyrir auknum fjárveitingum til þessara mála. Með óbreyttri þróun stefnir í að sveitar- félögum verði gert ókleift að sinna þeirri skyldu sinni að halda mink og ref niðri.“ Gert ókleift að halda ref og mink í skefjum Hornafjörður | Undirritaður hefur verið samningur milli Sparisjóðs Hornafjarðar og nágrennis og Ung- mennafélagsins Sindra á Höfn í Hornafirði þar sem sparisjóðurinn afhenti ungmennafélaginu einka- hlutafélagið Sjónhorn að gjöf. Félag- ið á og rekur kapalkerfið á Höfn og færist reksturinn alfarið yfir til Ungmennafélagsins Sindra. Að sögn Melrósar Eysteinsdóttur sparisjóðsstjóra hefur Sparisjóð- urinn ávallt lagt mikla áherslu á að hlúa að íþrótta-, menningar- og tóm- stundastarfi í heimabyggð. Samn- ingurinn gildir í fimm ár og á þeim tíma verður Sparisjóður Horna- fjarðar og nágrennis helsti bakhjarl ungmennafélagsins. Forsvarsmenn Ungmennafélags- ins Sindra eru að vonum ánægðir með þessa höfðinglegu gjöf og segja að þetta verði fjárhagsleg lyftistöng fyrir félagið. Sindramenn vona að íbúar Hafnar styðji við bakið á ung- mennafélaginu með því að taka þátt í eflingu kapalkerfisins í formi áskriftar. Morgunblaðið/Sigurður Mar Sindri í sjónvarpsútsendingar: Melrós Eysteinsdóttir, Valdemar Einarsson frá Sindra og Inga Kristín Sveinbjörnsdóttir. Ungmennafélag eignast kapalkerfi       ÞAÐ eru víða vandræði hjá mannfólkinu vegna óvenjumik- ils fannfergis. En maðurinn hef- ur það framyfir blessaða fuglana að geta gengið að mat vísum í ísskápnum eða frysti- kistunni. Smáfuglarnir verða hins vegar að treysta á mann- fólkið og því er sérstök ástæða til að hvetja fólk til að gleyma ekki smáfuglunum nú um stundir. Fuglakorn, brauð- mylsna eða feitmeti er það sem fuglunum kemur best í harðind- unum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Smáfuglarnir mega ekki gleymast Harðindi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.