Morgunblaðið - 11.02.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.02.2004, Blaðsíða 1
Guðmundur Hauksson og Pétur Blöndal bera saman bækur sínar. STJÓRNENDUR SPRON ætla að kanna þann möguleika á næst- unni að gera stofnfjáreigendum kleift að selja stofnfé sitt á yf- irverði á tilboðsmarkaði. Guðmundur Hauksson, spari- sjóðsstjóri SPRON, sagði á fundi stofnfjáreigenda í gær að staðfest væri að selja mætti stofnfé á yf- irverði. Viðskipti hafa átt sér stað „Ég hygg að það sem verður skoðað núna í framhaldinu verði að finna farveg til þess að gera stofnfjáreigendum mögulegt að selja fé sitt á einhvers konar til- boðsmarkaði vegna þess að það liggur fyrir staðfesting á því að það er ekkert sem bannar að stofnfé sé selt á yfirverði. En það þarf þá að finna því traustan far- veg þannig að þau mál geti þróast með eðlilegum hætti. Við munum snúa okkur að því að skoða slíka möguleika á næstu vikum,“ sagði hann. Guðmundur sagði í samtali við Morgunblaðið er leitað var nánari skýringa hans á þessari hugmynd að það hefðu þegar átt sér stað viðskipti með stofnbréf á þessum grundvelli. „Það er ekkert sem mælir gegn þessu. Þegar yfirtöku- tilboð Búnaðarbankans barst í fyrra var farið í gegnum þennan feril, hvort það mætti selja stofnfé á yfirverði eða ekki og það liggur alveg ljóst fyrir að það er ekkert sem mælir gegn því,“ sagði hann. Guðmundur segir að eftir sé að móta betur þá hugmynd að stofn- fjáreigendur geti selt á einhvers konar tilboðsmarkaði. Stofnfjár- eigendur sem vilji selja tilkynni um það en eftir sem áður séu slík viðskipti háð samþykki stjórnar og þau geti í vissum tilvikum verið háð samþykki Fjármálaeftirlits- ins. „Ef það verður settur upp ein- hver svona markaður í þessum dúr, þá þarf fyrst að fá samþykki Fjármálaeftirlitsins fyrir því. Þetta er nú ekki komið lengra en svo, en það þarf að finna þessu farveg,“ segir Guðmundur. Morgunblaðið/Sverrir Fjölmennur fundur stofnfjáreigenda SPRON lýsti í gær stuðningi við stjórnendur sparisjóðsins og skoraði á þá að láta ekki deigan síga. Skoða þann kost að selja stofnfé á tilboðsmarkaði  Stofnfjáreigendur/6 STOFNAÐ 1913 41. TBL. 92. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Hann gaf af gleði Sjónspegill Braga Ásgeirssonar um Ragnar í Smára | Listir Kókoz er bræðingur Átta stúlkur ætla í hljóð- ver í vor | Suðurnes SÆNSKA stjórnin hyggst kalla Karl Gústaf Svíakonung á sinn fund vegna ummæla hans um soldáninn í Brúnei sem hann sagði vera „í gríð- arlega góðum tengslum við þjóð sína“. Konungurinn baðst afsökunar á ummælunum í gær. „Þetta var ef til vill svolítið van- hugsað hjá mér en ég ætlaði ekki að blanda mér í umræðuna um stjórn- arfarið í Brúnei,“ sagði hann. Sænskir fjölmiðlar gagnrýndu ummælin harðlega, enda eru þau ekki í samræmi við afstöðu stjórn- arinnar sem lítur á soldáninn sem einræðisherra og hefur gagnrýnt hann fyrir mannréttindabrot. „Kjánalegt, konungur!“ sagði æsi- fréttablaðið Aftonbladet í forsíðu- fyrirsögn. Nokkrir sænskir stjórnmálafræð- ingar veltu því fyrir sér hvort þetta væri „upphafið að endalokum“ sænska konungdæmisins og sumir kröfðust þess að Karl Gústaf afsal- aði sér konungdómi. Svíakonungur kallaður á fund NEÐRI deild franska þingsins samþykkti í gær umdeilt frumvarp um bann við íslömskum höfuðslæðum og öðrum trúartáknum í skólum þrátt fyrir mikla and- stöðu franskra múslíma og gagnrýni í öðrum löndum. Frumvarpið var samþykkt með 494 at- kvæðum gegn 36 og verður nú lagt fyrir efri deildina. Þar er flokkur Jacques Chi- racs forseta, UMP, sem lagði frumvarpið fram, með öruggan meirihluta og búist er við að það verði að lögum áður en næsta skólaár hefst í september. Sósíalistar, sem eru í stjórnarandstöðu, féllust á að greiða atkvæði með frumvarp- inu eftir að UMP lofaði að lögin yrðu end- urskoðuð að ári. Skoðanakannanir benda til þess að 70% Frakka styðji frumvarpið. Blátt bann við höfuðslæðum París. AFP. ÁSTRALSKUR lögreglumaður hélt heim til sín í gær með blöðrur á höndum eftir að hafa sveiflað golfkylfunni sinni 10.080 sinnum og sett heimsmet í golfi. Hann lék alls 1.800 holur á sjö dögum til að safna fé handa sextán ára pilti sem slasaðist alvar- lega á BMX-hjóli í fyrra. Alls safnaði hann sem svarar 320.000 krónum. Heimsmet í golfi ÁTTRÆÐRI konu voru í gær dæmdar bætur að andvirði 40.000 króna fyrir rétti í Shanghai eftir að hún höfðaði skaðabóta- mál á hendur þriggja ára dreng sem hún sakar um að hafa hlaupið á hana með þeim afleiðingum að hún hrasaði og fót- brotnaði. Drengurinn er yngsti sakborningurinn í sögu Shanghai. Barnfóstra hans sagði að gamla konan hefði stigið á stein og misst jafnvægið þegar hún reyndi að standa upp til að heilsa drengnum eftir að hafa bent honum að koma til sín. Smábarn tapar dómsmáli Shanghai. AFP. AFSKIPTI löggjafans af samningi SPRON og KB banka eru hörmuð í ályktun sam samþykkt var sam- hljóða á fundi stofnfjáreigenda SPRON í gær. Lýst er stuðningi við stjórnendur sparisjóðsins. Samþykktar voru tillögur sem bornar voru upp af einstökum stofnfjáreigendum þar sem stjórn SPRON er m.a. falið að afla sér- fræðiálits á lögmæti nýsettra laga og á hugsanlegum bótarétti á hendur íslenska ríkinu og að kanna kosti þess og galla að SPRON standi utan Sambands ís- lenskra sparisjóða. Skoða hvort stofnfjáreig- endur eiga bótarétt SAMÞYKKI Fjármálaeftirlitsins þarf að liggja fyrir áður en aðilar eignast, með beinum eða óbeinum hætti, virkan eignarhlut í fjármála- fyrirtækjum, að því er segir í lögum um fjármálafyrirtæki. Landsbanki Íslands og Burðarás eiga samanlagt 12,6% hlut í Íslandsbanka en virkur eignarhlutur í fjármálafyrirtæki telst vera 10% hlutafjár. Í greinar- gerð með lögunum segir að aðili geti öðlast yfirráð yfir hlut annars aðila í fjármálafyrirtæki með því til dæmis að eignast ráðandi hlut í móður- félagi þess. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir Lands- bankann ekki hafa leitað til eftirlits- ins vegna hlutabréfakaupanna í Ís- landsbanka, en Fjármálaeftirlitið hafi möguleika á að grennslast fyrir um þau sjálft. „Það liggur í hlut- verki Fjármálaeftirlitsins að skoða hvar virkir eignarhlutir liggja. Það er eitthvað sem Fjármálaeftirlitið mun huga að hjá þessu fyrirtæki sem og öðrum,“ segir Páll Gunnar. Eftirlitsins að meta tengslin Fertugasta grein laga um fjár- málafyrirtæki frá árinu 2002 kveður á um að aðilar sem hyggjast eignast virkan hlut í fjármálafyrirtæki skuli leita samþykkis Fjármálaeftirlitsins fyrir fram. „Með virkum eignarhlut er átt við beina eða óbeina hlutdeild í fyrirtæki sem nemur 10% eða meira af eigin fé, stofnfé eða at- kvæðisrétti, eða aðra hlutdeild sem gerir kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun viðkomandi fyrirtækis.“ Landsbankinn á nú 7,4% hlut í Ís- landsbanka og Burðarás 5,2%, eða samtals 12,6%, samkvæmt hluthafa- lista í Íslandsbanka frá því í gær- morgun. Að auki er Landsbanki Luxemburg S.A. skráður fyrir 4,5% hlut í Íslandsbanka. Landsbanki Luxemburg S.A., sem er dótturfélag í 100% eigu Landsbankans, er vörsluaðili þess hlutar í Íslandsbanka fyrir hönd hóps fjárfesta. Samanlagt nemur hlutur þessara þriggja félaga 17,1% hlutafjár Íslandsbanka. „Það er talað um beinan og óbein- an eignarhlut í lögunum. Í því felst að það geta verið fleiri en einn aðili sem eigi eignarhlutinn. Það er svo Fjár- málaeftirlitsins að meta hver tengsl milli aðila eru,“ segir Páll Gunnar. Tengsl milli félaga eru skilgreind í greinargerð með frumvarpi til laga um fjármálafyrirtæki. „Óbein hlut- deild aðila nægir til þess að hann verði talinn eigandi virks eignar- hlutar í skilningi ákvæðisins. Með „óbeinni“ hlutdeild er átt við að ekki er nauðsynlegt að aðili sé sjálfur eigandi hlutanna eða atkvæðisrétt- arins, heldur nægir að hann ráði með einhverjum öðrum hætti yfir virka eignarhlutnum. Aðili gæti t.d. öðlast slík yfirráð með því að eign- ast ráðandi eignarhlut í móðurfélagi ef samanlagður eignarhlutur þess og dótturfélags í fjármálafyrirtæki er yfir þeim mörkum sem ákvarða hvað teljist virkur eignarhlutur.“ Landsbankinn á ráðandi hlut, eða 35%, í Eimskipafélagi Íslands og Burðarás er dótturfélag í 100% eigu Eimskipafélagsins. Landsbanki hefur ekki leit- að til Fjármálaeftirlitsins  Forystugrein/26 Bílar í dag Tilbúinn á fjöll  Aflmik- ill Explorer  Gegnsæja verksmiðjan í Dredsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.