Morgunblaðið - 11.02.2004, Blaðsíða 16
ERLENT
16 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
RÚSSNESKI forsetafram-
bjóðandinn Ívan Rybkin, sem
saknað hafði verið frá því í lið-
inni viku, kom í leitirnar í gær.
Rybkin kvaðst
hafa verið í
heimsókn hjá
vini sínum í
Úkraínu og
hafa fullan rétt
á því sem og að
loka síma sín-
um og fylgjast
ekki með sjón-
varpsfréttum. Rybkin, sem er
svarinn andstæðingur Vladim-
írs Pútíns forseta, og er studdur
af auðkýfingnum Borís Bere-
zovskíj, hvarf á fimmtudags-
kvöld að sögn eiginkonu hans.
Miklar vangaveltur voru uppi
um örlög Rybkins og var m.a.
orðrómur á kreiki um að hann
hefði verið myrtur. Aðrir töldu
„hvarf“ hans aðeins áróðurs-
bragð til að vekja athygli á
framboðinu.
Fæddi barn
í járnum
DOMINIQUE Perben, dóms-
málaráðherra Frakklands,
brást í gær reiður við fregnum
þess efnis að kvenfanga hefði
verið gert að fæða barn sitt
handjárnuð við rúmið.
Konan fæddi barnið á gaml-
árskvöld en greint var frá mál-
inu í gær eftir að alþjóðleg sam-
tök sem fylgjast með aðbúnaði í
fangelsum (IPO) höfðu gert at-
hugasemd vegna meðferðarinn-
ar á konunni. Sögðu þau málið
„fullkomið hneyksli“.
Konan var flutt úr fangelsi á
sjúkrahús í Parísarborg til að
fæða barnið. Vörðurinn sem
fylgdi henni neitaði að víkja frá
henni á fæðingardeildinni og
féllst loks á það eftir að hafa
handjárnað konuna við rúmið.
Dómsmálaráðherrann kvaðst
hafa krafist skýringa. „Þetta
má ekki gerast aftur. Það hlýt-
ur að vera unnt að standa öðru-
vísi að málum. Þetta er fráleitt,“
sagði hann
Umdeilt lista-
verk fjarlægt
UMDEILT listaverk sem
sendiherra Ísraela í Svíþjóð
reyndi að eyðileggja á frumsýn-
ingardaginn hefur verið fjar-
lægt úr Þjóðminjasafninu í
Stokkhólmi í Svíþjóð. Mikla at-
hygli vakti þegar ísraelski
sendiherrann réðst að verkinu
og reyndi að eyðileggja það en
verkið er innsetning; brunnur
fullur af rauðleitu vatni sem
ætlað er að tákna blóð. Á vatn-
inu flýtur lítill bátur með ljós-
mynd af Hanadi Jaradat, pal-
estínskri konu sem sprengdi sig
í loft upp í Haifa í október og
drap um leið 21 Ísraela. Verkið
sem nefnist „Mjallhvít og brjál-
semi sannleikans“ var ekki selt.
Dregið úr ol-
íuframleiðslu
OLÍUVERÐ á mörkuðum
hækkaði nokkuð í gær eftir að
OPEC, samtök olíuframleið-
enda í heiminum, ákváðu að
draga úr framleiðslu á olíu um
eina milljón fata á dag nú þegar.
Segja fréttaskýrendur að þetta
sé gert til að koma í veg fyrir
verðfall þegar vetri lýkur í
Bandaríkjunum og dregur úr
olíuþörfinni á ný.
STUTT
Rybkin
fundinn
Ívan Rybkin
AÐ minnsta kosti fimmtíu og fimm
Írakar biðu bana þegar bílsprengja
sprakk fyrir framan lögreglustöð í
bænum Iskandariya, skammt sunn-
an við Bagdad, snemma í gærmorg-
un. Sextíu og fimm manns særðust
einnig í árásinni. Þetta er ein af
mannskæðustu árásunum í Írak frá
því að Bandaríkjamenn tóku öll völd
í landinu sl. vor.
Talið er að um sjálfsmorðsárás
hafi verið að ræða. Toyota-pallbíll
var sprengdur í loft upp einmitt þeg-
ar hundruð Íraka biðu í röð fyrir
framan lögreglustöðin í Iskandariya,
sem að mestu er byggð sjítum, í því
skyni að fylla út umsóknareyðublöð
vegna starfa hjá írösku lögreglunni,
að því er Hussein Sani yfirlögreglu-
þjónn greindi frá.
Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á
árásinni á hendur sér. Árásin er sú
mannskæðasta í Írak frá því 1. febr-
úar sl. en þá fórust a.m.k. 105 í
sprengjutilræðum í Erbil í Norður-
Írak. Sprengjan í gær sprakk um kl.
9.30 að staðartíma, um 6.30 að ís-
lenskum tíma, að sögn Salams Trads
lögreglufulltrúa.
Mikil spenna í Iskandariya
Iskandariya er um 40 km suður af
Bagdad og er innan þess svæðis sem
jafnan er nefnt Súnní-þríhyrningur-
inn en þar er andstaðan við yfirráð
Bandaríkjamanna hvað mest í Írak.
Fréttamaður BBC á staðnum sagði í
gær að mikil spenna væri í bænum
og að reiður múgur hefði safnast
saman eftir árásina og hrópað slag-
orð gegn Bandaríkjunum.
Ljósmyndari AFP-fréttastofunn-
ar sagðist hafa séð 25 metra breiðan
sprengjugíg þar sem sprengjan
sprakk fyrir framan lögreglustöðina
en hún stendur við þjóðveginn til
Bagdad. Hluti lögreglustöðvarinnar
eyðilagðist í sprengingunni og um
fimmtán bílar höfðu einnig eyðilagst.
Talið er að árásarmenn beini sjón-
um sínum að írösku lögreglunni sök-
um tengsla hennar við bandaríska
setuliðið í Írak. Fjórir íraskir lög-
reglumenn biðu einnig bana í
sprengjutilræði í Bagdad í gær og
sagði Ahmed Kazem Ibrahim, yfir-
foringi í lögreglunni, að alls hefðu
604 lögreglumenn beðið bana síðan
Bandaríkjamenn tóku að mynda nýj-
ar lögreglusveitir í Írak eftir fall
stjórnar Saddams Husseins í apríl í
fyrra. Séu þessar tölur réttar hafa
fleiri íraskir lögreglumenn beðið
bana í árásum heldur en bandarískir
hermenn.
Í fyrradag sprengdi maður sjálfan
sig í loft upp fyrir framan heimili
tveggja frammámanna í borginni
Ramadi, norðvestur af Bagdad. Um
er að ræða bræður sem átt hafa sam-
starf við Bandaríkjaher og biðu þeir
báðir bana í sprengjutilræðinu, eins
og sprengjumaðurinn sjálfur.
Bílsprengja banaði á
sjötta tug manna í Írak
604 íraskir lög-
reglumenn sagðir
hafa fallið í árásum
uppreisnarmanna
Reuters
Bandarískir hermenn skoða aðstæður á staðnum eftir tilræðið í gær.
!"#
$%&'
()*+
$,+-'
)&)-)
-&)*
Bagdad. AFP.
UPPREISNARMENN á Haiti
héldu áfram árásum sínum á stjórn-
arhermenn í gær og bárust fregnir
af skothríð í næststærstu borg
landsins, Cap-Haitien. Var talið að
skotið hefði verið á hús leiðtoga
stjórnarandstöðuafla. Minnst 42
menn féllu í hörðum átökum í um tug
borga á mánudag og þustu menn um
göturnar, vopnaðir sveðjum og
heimatilbúnum gasbrúsum. Víða var
kveikt í bíldekkjum og reykjarmökk
lagði yfir húsin. Sums staðar hafa
brýr verið eyðilagðar og uppreisn-
armenn hafa grafið skotgrafir við
borgir sem þeir halda, þ.á m. Gonai-
ves en þar búa um 200.000 manns.
Liðsmenn Jean-Bertrand Aristide
Haitiforseta náðu loks tökum á hafn-
arborginni St. Marc, rétt hjá höfuð-
borginni Port-Au-Prince, á mánu-
dagskvöld. Talsmenn Sameinuðu
þjóðanna vara við því að hætta sé á
því að átökin geti valdið miklum
hörmungum og hungursneyð en at-
vinnuleysi, sár fátækt og stjórnmála-
upplausn hafa herjað á Haiti und-
anfarin ár.
Einn af for-
ystumönnum
stjórnarandstæð-
inga, Andre Apa-
id, kenndi Arist-
ide um átökin og
sagði að forsetinn
væri „maður í
vandræðum með
sjálfan sig … ein-
ræðisherra og
harðstjóri“. Aris-
tide er prestur og var hann kjörinn
forseti með lýðræðislegum hætti
1990 eftir byltingu gegn einræðis-
stjórn herforingja en var hrakinn frá
völdum nokkrum mánuðum síðar.
Bandaríkjamenn sendu her til lands-
ins 1994 til að koma Aristide aftur til
valda og gegndi hann embættinu í 5
ár. Hann varð forseti á ný árið 2000
en hefur stjórnað með tilskipunum
eftir að þingkosningar fóru út um
þúfur í fyrra.
Sakaður um einræðishneigð
Aristide er vinstrisinni og hefur
lengi notið hylli fátækasta hluta
landsmanna en er nú sakaður um
einræðishneigð. Alþjóðasamfélagið
neitaði að viðurkenna þingkosningar
sem hann lét halda árið 2000. Var
talið að stuðningsmenn hans hefðu
tryggt sér sigur með ýmsum brögð-
um og ógnunum og efnahagsaðstoð
við landið var hætt í kjölfarið.
Bandaríkjamenn segja að Aristide
ýti undir átökin núna og geri út
vopnaða óaldarflokka til að berjast
með lögreglu gegn andstæðingun-
um.
Talsmaður helsta bandalags
stjórnarandstöðunnar á Haiti, Lýð-
ræðisgrundvallarins, lýsti á mánu-
dag andstöðu við vopnaða uppreisn
en sagði bandalagið berjast fyrir lýð-
ræði í landinu. Richard Boucher,
talsmaður utanríkisráðuneytisins í
Washington, sagði að ástandið væri
afar flókið en ofbeldi væri ekki
lausnin. „Við hvetjum stjórnvöld á
Haiti til að virða réttindi fólksins,
mannréttindi allra borgara á Haiti
og þeirra sem þar búa,“ sagði
Boucher.
Haiti er á eyjunni Hispaniólu á
Karíbahafi, hitt lýðveldið á eyjunni
er Dóminíska lýðveldið. Haiti var
lengi frönsk nýlenda en íbúarnir
náðu sjálfstæði fyrir réttum tveim
öldum. Þeir eru nær allir svartir og
afkomendur þræla frá Afríku.
Áfram barist
hart á Haiti
Talið að yfir fjörutíu manns hafi fall-
ið í blóðugum bardögum á mánudag
Reuters
Uppreisnarmenn í Gonaives við bíl sem lögreglumenn hafa yfirgefið.
Jean-Bertrand Ar-
istide, forseti Haiti.
Port-Au-Prince, St. Marc. AFP, AP.
Vilja magna
upp átök á milli
trúarhópa
BANDARÍSKIR embættismenn
vöruðu á mánudag við því að Al-
Qaeda-hryðjuverkasamtökin
hygðust reyna að magna upp
sundurlyndi og átök á milli sjíta
og súnníta í Írak sem geti leitt til
borgarastyrjaldar í landinu.
Herinn fann 17 síðna skjal með
þessum upplýsingum á tölvudisk
er hann gerði áhlaup á hús þar
sem vitað er að Al-Qaeda-liðar
hafa haft aðsetur. Talið er að það
komi frá Abu Musab al-Zarqawi,
herskáum Jórdana sem hefur
tengsl við samtökin. Hann á nú
yfir höfði sér dauðadóm í heima-
landi sínu, en hann er talinn hafa
stjórnað nokkrum af skæðustu
sprengjuárásunum í Írak und-
anfarna mánuði.
Í skjalinu segir að koma verði
af stað stríði á milli trúarhóp-
anna áður en Bandaríkjamenn
hyggist færa stjórn landsins í
hendur íraskrar bráðabirgðarík-
isstjórnar í júní. Þar segir einnig
að árásir á shíta kunni að skapa
andúð á súnnítum sem myndu ef
til vill bregðast við með því að
ganga til liðs við Al-Qaeda.
„Ef okkur tekst að draga þá
[shítana] út í trúarlegt stríð, þá
vekjum við til lífsins hina að-
gerðalausu súnníta sem munu þá
óttast dauða og eyðileggingu af
hálfu shíta.“
Að sögn bandarískra embættis-
manna kemur þar einnig fram
óánægja með hversu illa samtök-
unum hefur gengið að hrekja her
bandamanna úr landi. Við-
urkennir höfundur skjalsins að
þau eigi í erfiðleikum með að fá
Íraka til liðs við sig. Hann segist
einnig bera ábyrgð á 25 árásum
„sumum gegn shítum og for-
ingjum þeirra, öðrum gegn
Bandaríkjamönnum og her
þeirra, og lögreglunni.“