Morgunblaðið - 11.02.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.02.2004, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Tetra Ísland skuldar nú um 750milljónir króna og að sögn JónsPálssonar, framkvæmdastjórafyrirtækisins, er meginskýring- in á svo miklum skuldum þær fjárfestingar sem forverar Tetra Íslands réðust í við uppbyggingu tveggja aðskilinna kerfa. Annað kerfið er í notkun en hitt selst ekki. Tekjur síðasta árs námu um 100 millj- ónum króna, þar af voru 40 milljónir af samningi við ríkið Reykjavíkurborg um Tetra-fjarskipti lögreglu og slökkviliðs. Duga þessar tekjur ekki til að standa undir rekstrinum og telur Jón að þrefalda þurfi tekjurnar frá ríkinu til að koma rekstrinum í gott horf. Minnka þurfi skuldirnar niður í 350 milljónir króna en stærstu lánardrottn- ar eru Landsbankinn, Lýsing, Síminn og Sparisjóður vélstjóra. Að sögn Jóns hafa samningar náðst við lánardrottna vegna 80% skuldanna en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er t.d. ósamið við Símann. Helstu viðskiptavinir Tetra Íslands hafa verið lögregluembætti, slökkvi- og sjúkra- lið, björgunarsveitir, ýmsar stofnanir ríkis og Reykjavíkurborgar og fyrirtæki á sviði flutninga, ferðaþjónustu og verktakastarf- semi. Eigendur fyrirtækisins eru Orku- veita Reykjavíkur, sem á 46% hlut, Lands- virkjun á 29%, bandaríska fjarskiptafyrirtækið Motorola á tæp 20% og TölvuMyndir eiga tæp 5%. Starfsmenn eru sex talsins, að meðtöldum fram- kvæmdastjóranum, en í stjórn eru Þorleif- ur Finnsson formaður, Stefán Pétursson og Eiríkur Bragason. Lögum breytt fyrir Landsvirkjun Tetra Ísland varð til í árslok 2001 við sameiningu Tetralínu.Net og Stiklu ehf. Sögu forveranna má hins vegar rekja allt aftur til ársins 1999 þegar Landsvirkjun, Landssíminn og TölvuMyndir stofnuðu fyrirtækið TNet ehf. Undirbúningur hafði þá staðið yfir um nokkurt skeið um að koma upp nýju farstöðvakerfi sem notaðist við svonefndan Tetra-staðal. Ríkisstjórnin hafði þá samþykkt lagabreytingu sem gerði Landsvirkjun kleift að taka þátt í út- boði á Tetra-fjarskiptakerfi fyrir neyðar- þjónustu. Á þessum tíma lá fyrir ákvörðun um að bjóða kerfið út fyrir lögreglu og slökkvilið á suðvesturhorninu og taka það í notkun í júní árið 2000. TNet varð hins vegar ekki hlutskarpast í útboðinu heldur Irja ehf., sem þá var í 75% eigu eignarhaldsfélagsins Kaupthing Lux- emborg og 25% eigu Jóns Þórodds Jóns- sonar, núverandi tæknistjóra Tetra Ís- lands. Irja bauð 36 milljónir kr. í útboði Ríkiskaupa, TNet bauð 72 milljónir og Tal bauð 112 milljónir. Samið var við Irju í jan- úar árið 2000 til tíu ára um rekstur Tetra- kerfis fyrir lögregluna, slökkviliðið í Reykjavík og Reykjavíkurborg. Yfirtók Tetra Ísland svo þennan samning. Í mars árið 2000 keypti Lína.Net Irju og Orku- veita Reykjavíkur (OR) varð þar með aðal- eigandi fyrirtækisins. Skömmu eftir kaup- in fór Lína.Net fram á afslátt á kaupverðinu á Irju, aðallega vegna vanefnda af hálfu Mot- orola. Í viðskiptablaði Morg- unblaðsins kom fram á sínum tíma að kaupverðið hefði lækkað um 25 milljónir og Motorola gefið afslátt af bún- aðinum. Eftir sátu 225 millj- ónir króna í bókum Línu.Nets en 224,5 milljónir voru afskrif- aðar í bókhaldi fyrirtækisins á árinu 2000, eða 99,8% af kaup- verðinu. Þess má geta að af 250 milljóna kr. kaupverði á Irju voru 125 milljónir greidd- ar með 8% hlut í Línu.Neti. Ekkert varð úr Tetra-væð- ingu Tals en um mitt árið 2000 voru tvö kerfi komin í notkun, annars vegar hjá Irju og hins vegar hjá TNeti, sem nú hafði hlot- ið nafnið Stikla ehf. Irja notaðist við búnað frá Motorola en Stikla var með Nokia. Um þetta leyti voru hafnar óformlegar viðræð- ur um sameiningu fyrirtækjanna og í ágúst 2000 hófust formlegar viðræður með sam- þykki stjórna beggja aðila. Viðræðunum var síðan slitið í október sama ár þar sem stjórnendur Stiklu töldu að umbeðnar upp- lýsingar frá Irju hefðu ekki reynst full- nægjandi. Sameiningarviðræður hófust svo að nýju árið 2001 en þá hafði nafni Irju verið breytt í Tetralínu.Net. Málefni þess fyrirtækis hafði þá nokkrum sinnum borið á góma inn- an borgarstjórnar, í tengslum við umræðu um Línu.Net. Þannig gagnrýndi minnihluti sjálfstæðismanna kaup Línu.Net á Irju fyrir 250 milljónir en meirihluti R-listans gagnrýndi einnig Landsvirkjun fyrir fjár- festingar í Stiklu. Í framhaldi af umræðu í borgarstjórn sögðu forráðamenn Lín- u.Nets að kaupin á Irju væru ekki glatað fé, vænta mætti 700 milljóna króna tekna á ári af Tetra-þjónustu og var vitnað þar til út- tektar ráðgjafarfyrirtækis í þeim efnum. Var þá miðað við að kerfið myndi ná yfir staðan varð sú orola-kerfið se og byggja up anum Nokia. Samruni fyr á hluthafafund nokkurn tíma samningum á fór fram og ge Tók fyrirtæki byrjun 2002. S ið á um 1.100 upp á 900 mi milljónir. Efti markmiðið að verð og nota N an til þess að M hlut í Tetra Í Samkomulag áframhaldand samstarfi við losa sig við No ur eignarhald irtækinu þun skýrist að mes son. Hann seg stað um að ko lendis í samsta hafi ekki enn t Skuldir Tetra Íslands námu um 750 milljónum um Tetra Íslan kerfi og ann Framtíð fjarskiptafyr- irtækisins Tetra Íslands getur ráðist í dag þegar stjórn þess kemur saman til fundar til að ræða neikvætt svar frá dómsmálaráðuneytinu um að endurskoða samninga við ríkið. Þjónustan hefur ekki gefið þær tekjur sem upphaflegar vonir stóðu til og skuldir eru miklar. Einn af stöðvarstjórum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins Jón Pálsson Hvað er Tetra? TETRA er í raun skammstöfun og stendur fyrir „Terrestial Trunked Radio“. Um er að ræða langdrægt stafrænt talstöðvakerfi með eig- inleika símkerfa og er talið sameina kosti þrenns konar fjarskiptabún- aðar; talstöðva, NMT-síma og GSM- síma. Notendur Tetra-kerfis eru tengdir saman á einu landsneti en kerfið var up viðbragðsað skipti án þes ilar gætu hle endur og þjó stofnað með aðilar frá 24 Á vefsíðu fremur að m VALD FÓLKSINS Lýðræði er án efa sú stjórnskipunsem leitt hefur til mestrar far- sældar og framfara. Það fer ekkert á milli mála hvað átt er við með lýðræði. Orðið er gagnsætt og merkir að valdið sé fólksins: almenningur ræður. Út- færsla lýðræðis hefur hins vegar verið með ýmsu móti og það hefur þróast hægt og bítandi í aldanna rás. Í upphafi var atkvæðisrétturinn þeirra sem vald- ið höfðu en smám saman varð atkvæð- isrétturinn víðtækari, hætti til dæmis að vera bundinn við eignir, kynferði eða kynþátt, eftir því hvar er borið nið- ur. Þetta voru breytingar sem ekki gerðust þrautalaust. Þróun lýðræðis lýkur hins vegar ekki einn góðan veðurdag og sennilega á það við um flest lýðræðisríki heims að hægt er að gera betur í að færa valdið til fólksins. Við búum við svokallað full- trúalýðræði á Íslandi sem felst í því að kjósendur kjósa sér fulltrúa til setu á Alþingi og fara þeir með valdið fyrir hönd umbjóðenda sinna. Það er ef til vill einföldun en segja má að kjósand- inn hafi valdið á fjögurra ára fresti en þess á milli fara aðrir með vald hans. Samfylkingin lagði fram tillögur um breytingar á stjórnarskránni á Alþingi í haust og fjallar Össur Skarphéðins- son, formaður Samfylkingarinnar, um þær í grein í Morgunblaðinu í gær. Einn tillaga flokksins er að í „stjórn- arskrá verði mælt fyrir um þjóðarat- kvæðagreiðslu þannig að tiltekinn hluti landsmanna geti krafist hennar“. Þessa tillögu rökstyður Össur svo: „Í nútímalýðræði verða borgararnir að eiga kost á því að segja álit sitt á þeim málum sem mestu varða með öðrum hætti en einungis að kjósa fulltrúa á Al- þingi á fjögurra ára fresti. Í stefnumót- un Samfylkingarinnar um lýðræði var það því ein meginniðurstaða að nauð- synlegt væri að rýmka rétt þegnanna til að kalla fram þjóðaratkvæða- greiðslu við tilteknar aðstæður. Svipuð viðhorf er að finna í öðrum flokkum og áhersla á þau fer vaxandi. Færi svo að Samfylkingin tæki þátt í endurskoðun á stjórnarskránni er þetta t.d. meðal þeirra atriða sem flokkurinn legði einna þyngsta áherslu á af þeim hug- myndum sem Samfylkingin kynnti í til- lögunni sem hún flutti í haust í tilefni af heimastjórnarafmælinu.“ Össur hefur áður fjallað um það, meðal annars á síðum Morgunblaðsins í apríl 2002, að hann vilji efla lýðræðið og sérstaklega nefnt að tæknin bjóði upp á „stórkostlegustu framfarir í lýð- ræðisþróun veraldarinnar frá því al- menningur fékk almennan rétt til að kjósa sér fulltrúa til þjóðþinganna“. Þessi ummæli eru í anda þeirra hug- mynda sem Morgunblaðið hefur sett fram um milliliðalaust lýðræði og eiga rætur að rekja til sérstaks fylgiblaðs sem fylgdi blaðinu vorið 1997 og var þýðing rækilegrar umfjöllunar sem birst hafði í vikuritinu The Economist skömmu áður. Nú er svo komið að tæknin býður upp á það að hægt er að ganga til kosninga með mun minni fyr- irhöfn en áður og upplýsingar eru kjós- endum jafnaðgengilegar og hinum kjörnu fulltrúum. Almenningur getur því hæglega tekið málefnalega afstöðu til flókinna og umdeildra mála. Það er því tímabært að þessi mál verði tekin til endurskoðunar og lýðræðið eflt. HVAÐ VELDUR? Í 40. grein laga nr. 161 frá 20. des-ember 2002 um fjármálafyrirtækisegir svo: „Aðilar, sem hyggjast eignast virkan eignarhlut í fjármálafyrirtæki skulu leita samþykkis Fjármálaeftirlitsins fyrir fram … Með virkum eignarhlut er átt við beina eða óbeina hlutdeild í fyr- irtæki, sem nemur 10% eða meira af eigin fé, stofnfé eða atkvæðisrétti eða aðra hlutdeild, sem gerir kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun viðkomandi fyrirtækis …“ Í 45. grein sömu laga segir m.a.: „Sæki aðili ekki um leyfi Fjármála- eftirlitsins í tilefni af kaupum eða aukningu á virkum eignarhlut þrátt fyrir að honum sé það skylt skv. 40. gr. fellur niður atkvæðisréttur, sem fylgir þeim hlutum, sem eru umfram leyfileg mörk.“ Í Morgunblaðinu í dag er skýrt frá því að skv. hluthafalista Íslandsbanka frá því í gærmorgun eigi Landsbanki Íslands nú 7,4% hlut í Íslandsbanka og Burðarás 5,2%. Burðarás er dótturfélag í 100% eigu Eimskipafélags Íslands og Landsbanki Íslands á ráðandi hlut í Eimskipafélag- inu eða 35%. Það er því ljóst að samtals eiga Landsbanki og Burðarás 12,6% í Ís- landsbanka. Í Morgunblaðinu í dag skýrir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeft- irlitsins, frá því að Landsbanki Íslands hafi ekki leitað til Fjármálaeftirlitsins vegna þessara hlutabréfakaupa eins og þó er skylt skv. 40. grein laganna um fjármálafyrirtæki sem vísað var til hér að framan. Ekki fer á milli mála að í þessu tilviki á ákvæði laganna um óbeinan eignar- hlut við. Það ákvæði laganna skýrir Páll Gunnar Pálsson á þennan veg: „Það er talað um beinan og óbeinan eignarhlut í lögunum. Í því felst að það getur verið fleiri en einn aðili sem eigi eignarhlut- inn. Það er svo Fjármálaeftirlitsins að meta hver tengsl milli aðila eru.“ Það skiptir höfuðatriði að þeim reglum sem settar hafa verið um verð- bréfaviðskipti sé fylgt. Á því hefur greinilega verið misbrestur. Ekki eru margar vikur frá því að upp kom að innherjar í Eimskipafélaginu höfðu ekki fylgt settum reglum varðandi samskipti við regluvörð fyrirtækisins um hlutabréfakaup í fyrirtækinu. Nú verður ekki annað séð en elzti banki landsins, Landsbanki Íslands, hafi ekki gætt þeirrar frumskyldu að leita samþykkis Fjármálaeftirlits áður en bankinn eignaðist virkan eignar- hlut, þ.e. yfir 10%, í Íslandsbanka. Hvað veldur því að Landsbankinn hefur ekki sinnt þessari lagaskyldu svo sem honum ber? Margt bendir til að reglum um verð- bréfaviðskipti hafi ekki verið fylgt sem skyldi. Það fer að skipta máli fyrir Fjármálaeftirlitið að það beiti því aga- valdi sem það býr yfir lögum sam- kvæmt. Ella er hætta á því að ekki tak- ist að tryggja að þessi viðskipti fari fram innan þess lagaramma sem þeim hefur verið settur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.