Morgunblaðið - 11.02.2004, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.02.2004, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2004 15 70 íbúðir - 2ja, 3ja og 4ra herbergja Óskast Erum að leita fyrir opinberan aðila að 70 íbúðum, 2ja, 3ja og 4ra herbergja, á höfuðborgarsvæðinu. Staðgreiðsla í boði fyrir réttar eignir. Skoðun og kaup ganga mjög hratt fyrir sig. Hafið samband við sölumenn Foldar í síma 552 1400 eða 694 1401! Laugavegi 170, 2. hæð. Opið virka daga kl. 8-17. Sími 562 1400  Fax 552 1405 www.fold.is  fold@fold.is FJÖRUTÍU og fjórir fórust þegar írönsk flugvél brotlenti við flugvöllinn í Sharjah í Sameinuðu ar- abísku furstadæmunum í gærmorgun.Eldur kvikn- aði þegar í braki flugvélarinnar, að sögn lögregl- unnar á staðnum, og lifðu aðeins tveir slysið af. Alls voru 46 manns um borð í vél Kish Air- flugfélagsins. Vélin, sem var af gerðinni Fokker 50, brotlenti við alþjóðaflugvöllinn í bænum Shar- jah í lendingu er hún var að koma frá írönsku eynni Kish. Lögreglan á staðnum sagði að tveir hefðu lifað slysið af, þar af eitt barn. Líðan beggja var þó talin alvarleg. Kona sem fannst á lífi lést seinna af sárum sínum á Al-Qassimi sjúkrahúsi í Sharjah. Nítján hinna látnu komu frá Íran og tólf frá Ind- landi. Meðal látinna var einnig fólk frá Egypta- landi, Alsír, Filippseyjum, Bangladesh, Kamerún, Nepal, Nígeríu, Sýrlandi, Súdan og frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Vélin brotlenti á opnu svæði um 3 km frá flugvellinum. Vélin brotlenti kl. 11.40 að staðartíma, eða kl. 7.40 að íslenskum tíma, en tildrög slyssins eru ókunn. Enginn á jörðu niðri lét lífið en flugvélin brotlenti skammt frá íbúða- byggð. AP Sharjah. AFP. Á fimmta tug manna fórst í flugslysi TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, átti í gær fund með Abdel Rahman Shalgham, utanrík- isráðherra Líbýu. Svo hátt settir fulltrúar ríkjanna tveggja hafa ekki fundað í meira en 20 ár. Blair ræddi við ráðherrann í embættisbústað sínum við Down- ing-stræti í Lundúnum en síðan fundaði líbýski fulltrúinn með starfsbróður sínum, Jack Straw. Eftir fundinn greindi Straw frá því að Blair myndi fara í opinbera heimsókn til Líbýu svo fljótt sem því yrði komið við. Fundur utanríkisráðherrans og Blairs þykir sögulegt skref fyrir stjórnvöld í Líbýu sem nú leita eft- ir bættum samskiptum við Vest- urlönd. Í desembermánuði skýrðu stjórnvöld í Líbýu óvænt frá því að þau hefðu fallið frá áformum um að koma sér upp gereyðingarvopnum. Var alþjóðlegum stofnunum þá heimilað að halda uppi eftirliti á því sviði í landinu. Utanríkisráðherra Líbýu hefur ekki komið í opinbera heimsókn til Lundúna frá árinu 1969. Árið 1984 var bresk lögreglukona skotin til bana við líbýska sendiráðið í Lund- únum. Kúlunni sem varð henni að fjörtjóni var skotið innan úr bygg- ingunni. Fjórum árum síðar fórst farþegaþota yfir skoska bænum Lockerbie og fórust með henni 270 manns. Líbýumenn viðurkenndu að lokum að þeir hefðu borið ábyrgð á þeim verknaði og féllust á að greiða ættmennum þeirra sem fór- ust bætur. Bretar og Líbýumenn tóku aftur upp formleg diplómatísk samskipti árið 1999. Talsmaður breska utanríkisráðu- neytisins sagði að tilgangurinn með fundinum í Lundúnum í gær hefði einkum verið sá að greiða fyrir því að Líbýumenn gætu aðlagast al- þjóðasamfélaginu. Rætt var um efnahagssamvinnu og samstarf á vettvangi hryðjuverkavarna. Óska eftir aðstoð Líbýski utanríkisráðherrann sagði á fundi með blaðamönnum að viðræðunum loknum að Líbýumenn hefðu ráðið yfir öllum þeim búnaði og tækniþekkingu sem þörf væri á til að smíða gereyðingarvopn. Stjórnvöld hefðu hins vegar ákveð- ið að gera það ekki. „Þótt menn hafi við höndina hveiti, vatn og eld er ekki þar með sagt að þeir eigi brauð,“ sagði ráðherrann. Hann lýsti og yfir því að sinnaskipti Líb- ýumanna varðandi gereyðingar- vopn hefðu ekki verið þvinguð fram. „Við óskum eftir aðstoð Bandaríkjamanna og Breta. Slíkt kemur sér betur fyrir okkur [en framleiðsla gereyðingarvopna],“ sagði Abdel Rahman Shalgam. Berlusconi á fund Gaddafis Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, átti í gær fund með Muammar Gaddafi Líbýuleiðtoga í bænum Sirte um 400 kílómetra austur af Trípolí, höfuðborg lands- ins. Varð hann þar með fyrstur vestrænna stjórnmálaleiðtoga til að sækja Gaddafi heim frá því að hann ákvað að binda enda á ein- angrun stjórnar sinnar. Þá hafa bresk blöð birt óstaðfestar fregnir þess efnis að í ráði sé að þeir Blair og Gaddafi komi saman til fundar síðar í ár. Stjórnvöld í Bandaríkj- unum hafa farið lofsamlegum orð- um um þá ákvörðun Líbýumanna að hverfa frá fyrri áformum um vígvæðingu. Blair hyggst heimsækja Líbýu Líbýumenn neita staðhæfingum um að þeir hafi látið undan þvingunum Lundúnum. AFP. Reuters Tony Blair heilsar Mohamed Abd- errhmane Chalgam í Lundúnum. FJÓRIR snjáðir bréfmiðar, sem smyglað var frá Norður-Kóreu á síðasta ári, hafa vakið upp gamlar grunsemdir um, að þar í landi séu gerðar tilraunir með efnavopn á pólitískum föngum. Á miðunum er talað um, að flytja skuli fanga frá einu alræmdasta fangelsi í landinu til efnaframleiðslumiðstöðvar í Hamgyong-héraði þar sem „gerðar skuli á þeim tilraunir með fljótandi gas“. Kim Sang Hun, virtur mannrétt- indafrömuður í Suður-Kóreu, segist hafa fengið miðana hjá háttsettum verkfræðingi, sem starfaði í efna- verksmiðjunni. „Ég er sannfærður um, að bréf- miðarnir eru ósviknir, það er enginn vafi á því,“ segir Kim en hann hefur rannsakað þá mjög nákvæmlega, til dæmis skriftina og opinbera stimpl- ana á þeim. S-kóreskir sérfræðingar í málefnum N-Kóreu treysta sér þó ekki til að segja neitt um þetta. Kim ætlar að greina opinberlega frá miðunum og efni þeirra á frétta- mannafundi í London í dag og birta einnig yfirlýsingu verkfræðingsins fyrrnefnda um það hvernig hann komst yfir bréfmiðana og að hverju hann varð vitni er hann starfaði í verksmiðjunni. Handtekinn í Kína Verkfræðingurinn, Kang Byong Sop, 57 ára gamall, var handtekinn í Kína í síðasta mánuði ásamt konu sinni og syni en þau voru þá að reyna að komast til Laos. Annar sonur hans, sem starfað hefur í Bangkok í Taílandi, varð fyrir árás ókunnra manna 25. janúar síðastlið- inn og telja margir líklegt, að hún hafi verið runnin undan rifjum N- Kóreustjórnar. „Við teljum, að stjórnvöld í N- Kóreu ætli að ná sér niðri á fjöl- skyldunni vegna bréfmiðanna,“ seg- ir Kim, sem hyggst hvetja til þess á fundinum í dag, að öryggi hennar verði tryggt. „Þetta er dæmi um hugrakkan mann, sem hefur stefnt sjálfum sér og fjölskyldu sinni í hættu til að geta sagt frá þessum hræðilegu glæpum.“ 200.000 fangar Það var BBC, sem fyrst sagði frá tilvist bréfmiðanna og hefur það ýtt undir kröfur um nánari rannsókn á gúlaginu í Norður-Kóreu. Áætlað hefur verið, að innan veggja þess sé að finna um 200.000 manns. Sem dæmi má nefna, að Wiesenthal- stofnunin í Los Angeles hefur skor- að á Sameinuðu þjóðirnar að kanna málið og mannréttindasamtök krefj- ast þess, að það verði rætt á fundi sex ríkja í Peking síðar í mánuðin- um um kjarnorkumál í N-Kóreu. Í yfirlýsingu sinni segir Kang, að hann hafi verið yfirrafmagnsverk- fræðingur í efnaframleiðslumiðstöð- inni og þess vegna haft aðgang að henni allri vegna viðgerða. Segir hann, að tvisvar í mánuði hafi verið komið með fanga, sem hurfu inn í byggingu, sem stóð nokkuð frá meg- insamstæðunni. Einu sinni, er hann var að vinna þar að viðgerðum, sá hann inn í klefa, sem minnti á stóra frystigeymslu. „Ég sá mannshendur krafsa í kringlótt glerið í stálhurðinni,“ segir Kang. Líkt eftir skrift leiðtogans mikla Kang segir, að hann hafi verið á skrifstofu öryggislögreglunnar í júlí á síðasta ári og þar hafi verið skjala- bunkar um fangana. Tókst honum þá að ná í nokkur bréf, sem hann kuðlaði saman og kastaði í papp- írskörfu. Seinna tók hann körfuna og faldi bréfin inni á sér. Á bréfunum voru nöfn og fæðing- ardagar þeirra fanga, sem nota átti sem tilraunadýr, og báru þau stimp- il fangabúða nr. 22 en þær eru nyrst í landinu. Ahn Myong Chol, flóttamaður frá N-Kóreu, sem vann sem vörður og ökumaður í fyrrnefndum fangabúð- um, segir, að stimplarnir á bréf- unum virðist vera ekta og hann bendir á, að sérkennileg skriftin sé vinsæl meðal n-kóreskra embættis- manna, sem reyni að líkja eftir rit- hönd Kim Il Sungs, stofnanda rík- isins. Efnavopnatilraunir á föngum í N-Kóreu Kemur fram í skjölum sem smyglað hefur verið frá landinu Seoul. Los Angeles Times.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.