Morgunblaðið - 11.02.2004, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.02.2004, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ TUGIR ÍRAKA BÍÐA BANA A.m.k. 55 Írakar biðu bana í gær- morgun þegar öflug bílsprengja sprakk fyrir framan lögreglustöð í bænum Iskandariya, skammt sunn- an við Bagdad. Um 65 til viðbótar særðust í tilræðinu. Bandarískir embættismenn hafa varað við því að hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hyggist reyna að etja íröskum sjít- um og súnnítum saman í því skyni að koma af stað borgarastyrjöld. Mannskætt flugslys Fjörutíu og fjórir fórust þegar írönsk flugvél brotlenti við alþjóða- flugvöll í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í gær. Að sögn lög- reglu lifðu tveir farþegar vélarinnar af, þar af eitt barn. Slæðubann samþykkt Neðri deild franska þingsins sam- þykkti í gær umdeilt frumvarp um bann við íslömskum höfuðslæðum og öðrum trúartáknum í skólum. Frum- varpið verður nú lagt fyrir efri deild- ina og búist er við að það verði einn- ig samþykkt þar. Slökkt á sendum Tetra Ísland slökkti í gær á 16 af 29 sendum á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðuneytið telur að skil- yrði hafi ekki verið fullnægt um að tryggja fjárhagslegar forsendur fyr- ir rekstri fyrirtækisins og hafnar því kröfum um að ríkið greiði meira fyr- ir þjónustuna. Stjórn Tetra Íslands kemur saman til fundar í dag. SPRON kannar bótarétt Stofnfjáreigendur í SPRON sam- þykktu á fundi í gær að skoða úr- sögn úr Sambandi íslenskra spari- sjóða. Sparisjóðsstjóri SPRON segir að viðurkennt sé að heimilt sé að selja stofnfé á yfirverði og því muni stjórnendur SPRON kanna hvort unnt sé að selja stofnfé á tilboðs- markaði. Ekki leitað eftir samþykki Að sögn forstjóra Fjármálaeft- irlitsins hefur Landsbankinn ekki leitað til eftirlitsins vegna hluta- bréfakaupa í Íslandsbanka. Sam- anlagður hlutur Landsbanka og Burðaráss í Íslandsbanka nemur 12,6% hlutafjár. Virkur eignarhlutur telst 10% hlutur. Samþykki Fjár- málaeftirlitsins þarf að liggja fyrir áður en aðilar eignast virkan eign- arhlut í fjármálafyrirtækjum, að því er segir í lögum. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Þjónusta 29 Úr verinu 14 Viðhorf 30 Viðskipti 14 Minningar 30/33 Erlent 15/16 Bréf 38 Heima 17 Skák 39 Höfuðborgin 18 Dagbók 40/41 Akureyri 18/19 Staksteinar 40 Landið 19 Kirkjustarf 41 Suðurnes 20 Sport 42/45 Daglegt líf 21/22 Fólk 46/49 Listir 22/23 Bíó 46/49 Umræðan 24/25 Ljósvakamiðlar 50 Forystugrein 26 Veður 51 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is INDRIÐI H. Þorláksson ríkisskattstjóri segir að erlendir starfsmenn við Kárahnjúka eigi skatt- skyldu hér á landi að mati embættisins og launa- greiðandinn sé staðgreiðsluskyldur með sama hætti og aðrir launagreiðendur hér á landi. Fram hefur komið að útsvar af tekjum erlendra starfs- manna við Kárahnjúkavirkjun hefur ekki skilað sér til viðkomandi sveitarfélaga. Indriði sagði að skattayfirvöld hafi gefið út svo- kallað ákvarðandi bréf í ágúst í fyrra þar sem tek- ið væri á þessum málum. Þar kæmi fram að skattayfirvöld teldu að þeir beri skattskyldu hér af öllum þeim tekjum sem aflað er hér á landi og launagreiðandinn sé staðgreiðsluskyldur með sama hætti og aðrir launagreiðendur hér á landi og það eins þó um sé að ræða útleigu á vinnuafli. „Að efni til lítum við á að þeir séu vinnuveit- endur og launagreiðendur og beri þær skyldur sem staðgreiðslulögin leggja á slíka aðila, sem er að halda eftir staðgreiðslu og skila inn skilagrein- um og svo framvegis,“ sagði Indriði. Aðspurður hvernig á því geti staðið að útsvar hafi ekki skilað sér til viðkomandi sveitarfélaga, sagði Indriði að það gæti verið af tveimur ástæð- um. Annars vegar að ekki væru komnar inn til skattayfirvalda skilagreinar og sundurliðun á ein- staka starfsmenn sem launagreiðendum hér á landi bæri að skila inn. Ef þær væru ekki komnar til skattayfirvalda eða ekki búið að skrá þær inn þá reiknaðist ekki útsvar til sveitarfélaganna. Hin skýringin sem gæti komið til greina, ef skilagrein- ar hefðu komið, væri sú að skráning manna í sveit- arfélög væri ekki með réttum hætti, en það væri þjóðskráin sem skæri úr í þeim efnum og þar með til hvaða sveitarfélags fólk teldist. Ekki skylt að innheimta staðgreiðslu Indriði sagði spurður að viðkomandi launa- greiðandi bæri ábyrgð á skilum staðgreiðslu. „Vinnuveitendur sem ekki sinna þessari skyldu sinni fá á sig áætlun og verða að greiða hana. Sú áætlun er náttúrlega ekki sundurliðuð á einstaka starfsmenn heldur í heild fyrir vinnuveitendur, þannig að endanleg útkoma fæst ekki fyrr en þeir skila þessum upplýsingum,“ sagði Indriði. Fram kom hjá Ómari R. Valdimarssyni, tals- manni Impregilo, að frá því í lok ágúst 2003 hefði Impregilo ítrekað óskað eftir fundi með skatta- yfirvöldum til þess að ræða atriði er varða stað- greiðsluskyldu skatta erlendra fyrirtækja í starf- semi á Íslandi og starfsmanna þessara fyrirtækja sem starfa á Íslandi. „Skattasérfræðingar Impregilo telja að erlend- um fyrirtækjum sé ekki skylt að annast innheimtu staðgreiðslu og Impregilo telur sig þaðan af síður vera í ábyrgð fyrir erlenda undirverktaka og þjón- ustufyrirtæki. Til að byrja með voru fundir ákveðnir með skattayfirvöldum en síðan ítrekað frestað eða fundirnir blásnir af. Að lokum fengum við svo tilkynningu frá skattayfirvöldum þess efn- is að öll samskipti skattayfirvalda og fyrirtækja ættu sér stað bréfleiðis og að ekkert yrði af fundi.“ Fram kom enn fremur hjá honum að um veru- legar upphæðir sé að tefla þar sem skattamálin snerti á milli 200 og 300 starfsmenn við Kára- hnjúka. Enginn ágreiningur sé um skattskyldu, heldur einungis hvað varði innheimtu staðgreiðsl- unnar og Impregilo vilji fyrir alla muni leysa þetta mál og losna við málaflækjur. Útsvar starfsmanna sem vinna við Kárahnjúka hefur ekki skilað sér Staðgreiðsluskyldir eins og aðrir launagreiðendur VEGNA mikillar eftirspurnar og áhuga á Viðskiptablaði Morgunblaðsins, sem út kom í síðustu viku og fjallaði um við- skiptasamsteypur í íslenzku at- hafnalífi, hefur verið ákveðið að bjóða allt blaðið til sölu á pdf- sniði á netútgáfu Morgunblaðs- ins, mbl.is. Á forsíðu mbl.is er hnappur til að nálgast síðuna þar sem hægt er að kaupa pdf-útgáfu Viðskiptablaðsins á 500 krónur og greiða fyrir með greiðslu- korti. Hægt er að prenta allar síður blaðsins út í A3-stærð. Umfjöllun Viðskipta- blaðs til sölu á mbl.is MAÐUR slasaðist alvarlega í fyrrakvöld þegar verið var að skipa út 1.100 tonnum af frosinni loðnu um borð í afurðaskipið Green Freezer. Málsatvik voru þau að þegar verið var að slaka búri sem notað er til að hífa tvö bretti í einu nið- ur í lestar skipsins gáði einn skip- verja ekki að sér og lenti undir. Var hann fluttur með sjúkraflugi á Fjórðungssjúkrahúsið á Ak- ureyri mikið slasaður. Að sögn vaktlæknis er líðan mannsins eftir atvikum. Fyrr um daginn, eða um kl. 16, skarst maður illa á hendi í upp- sjávarfrystihúsi Tanga hf. og var hann einnig fluttur á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri þar sem gert var að sárum hans. Morgunblaðið/Jón Sigurðarson Maður slasaðist alvarlega um borð í Green Freezer í Vopnafjarðarhöfn. Vinnuslys á Vopnafirði Morgunblaðið. Vopnafirði. Alþýðusamband Íslands hefur beð- ið sýslumanninn á Seyðisfirði að rannsaka atvinnuréttindi 226 er- lendra iðnaðarmanna, sem starfa hjá verktakafyrirtækinu Impregilo S.p.A. á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka. Leikur vafi á að þeir hafi tilskilin réttindi til að starfa sem iðnaðarmenn. Sýslumannsembættinu var send- ur listi yfir 226 menn sem starfa á svæðinu og farið fram á að atvinnu- réttindi þeirra verði könnuð. Er um að ræða 95 trésmiði, 70 járniðn- aðarmenn, 27 rafiðnaðarmenn, 19 vélvirkja, 13 pípulagningamenn og 2 málmsuðumenn. Fjórir af öllum þeim erlendu iðn- aðarmönnum sem starfa á virkj- unarsvæðinu hafa fengið viður- kenningu á starfsréttindum frá sýslumannsembættinu enn sem komið er. Samkvæmt iðnaðarlögum gefur lögreglustjóri út viðurkenn- ingu á starfsréttindum erlendra iðnaðarmanna, að fenginni umsókn viðkomandi iðnfélags. Hjá embætti sýslumannsins á Seyðisfirði liggja einnig umsóknir um staðfestingu á atvinnuréttindum 54 iðnaðarmanna og hefur verið óskað eftir frekari gögnum varðandi 12 þessara um- sókna frá Impregilo. Hinar eru nú til umsagnar hjá viðkomandi iðn- félögum. Er haft eftir Lárusi Bjarnasyni sýslumanni að fullnægj- andi gögn til starfsréttinda, svo sem eins og prófskírteini, vanti með öllum umsóknunum, að und- anskildum umsóknum tuttugu og tveggja rafvirkja. Eru starfsmenn sýslumannsembættisins nú önnum kafnir við að fara yfir þessi mál öll. Ingvar Sverrisson hjá ASÍ segir Impregilo hafa lofað í október sl. að afla upplýsinga um starfsréttindi þeirra Ítala og Portúgala sem vinna við virkjunina á vegum fyr- irtækisins og koma þeim til við- komandi sýslumanns- eða lögreglu- stjóraembættis, en þar sé brotalöm á. ASÍ biður sýslumann að kanna réttindi 226 iðnaðarmanna við Kárahnjúka Impregilo gengur illa að láta tilskilin gögn í té Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir ASÍ hefur beðið sýslumanninn á Seyðisfirði að rannsaka atvinnuréttindi 226 erlendra iðnaðarmanna sem starfað hafa við Kárahnjúkavirkjun. Morgunblaðið. Kárahnjúkavirkjun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.