Morgunblaðið - 11.02.2004, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 11.02.2004, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ HONUM krossbrá heldur betur, ökumanni þessarar dráttarvélar þegar hún hrökk í tvo hluta þegar hann var í óðaönn að ryðja reiðstíg við Rauðavatn seinnipartinn á mánudag. Að sögn Sigurðar Reynissonar hjá Vélamiðstöðinni hf. er ekki vit- að hvað gerðist, annað en það að drifskaftið brotnaði og liður á traktornum gaf sig. Hann segir að jafnvel sé um framleiðslugalla að ræða, enda tækið aðeins fjögurra ára og lítið notað. Dráttarvélin er sérstaklega hugsuð til að slá gras á sumrin og er um 10 tonn að þyngd. Fór í tvennt í snjóruðn- ingnum Morgunblaðið/Brynjar Gauti arinnar, segir að Katla sýni alla fyr- irboða eldgoss. „Við getum ekki búist við því að sjá Mýrdalsjökul gefa frá sér mikið frekari merki um undirbún- ing eldgoss fyrr en jarðskjálftahrina hefst, sem orsakast af því að kvika er byrjuð að brjóta sér upp leið til yf- irborðs. Það getur verið aðdragandi upp á nokkra klukkutíma. Virknin getur haldið áfram með þessu móti í nokkur ár, en það er ólíklegt að það herði nokkuð frekar á henni að ráði,“ segir Freysteinn. Hann segir að gætt hafi aukinnar jarðskjálftavirkni, land hafi risið og það hafi orðið breytingar á jarðhita sem megi t.d. sjá á sigkötlum í jökl- inum. „Þetta eru þau merki sem menn nota gjarnan til að segja til um aðdraganda eldgoss og þau eru öll komin fram. Að því gefnu að ekki hægi á atburðarásinni verður að bú- ast við eldgosi undir Mýrdalsjökli á allra næstu árum,“ segir Freysteinn. Persónulega telur hann að gos gæti hafist innan 2–4 ára. Aðspurður hvort ekki megi gera ráð fyrir að næsta Kötlugos verði í stærri kantinum þar sem síðasta gos var árið 1918, fyrir rúmum 85 árum, og yfirleitt hafi eldstöðin gosið á 40– 60 ára fresti, segir Freysteinn að all- ar áætlanir taki mið af því, búist sé við Kötlugosi af sömu stærðargráðu og gosið 1918 og að það bresti á með skömmum fyrirvara. Segir hann að rúmmál gosefna gæti verið um tífalt á við það efni sem barst úr Heklugos- inu árið 2000. Hluti af viðbragðsáætluninni er að loka Mýrdalssandi, en einnig er ótt- ast að sjávarflóðsbylgja, svokallað Tsunami, gæti myndast þegar hlaup- ið skellur í sjóinn og er óttast að slík bylgja gæti farið á byggðina í Vík í Mýrdal. „Það eru til mjög góðar við- bragðsáætlanir fyrir Vík sem hafa verið æfðar í samræmi við þessa áætluðu atburðarás,“ segir Frey- steinn. Eyjafjallajökull er einnig virk eld- stöð og benda rannsóknir til að eld- gerist núna,“ segir Magnús Tumi, en bendir á að hlaup af þessu tagi sé at- burður af slíkri stærðargráðu að það verði að vera til áætlanir um hvernig eigi að rýma svæðið í skyndingu bresti það á. Slíkt flóð gæti farið yfir Landeyjarnar og láglendið þar í kring. „Ef áætlanir eru tilbúnar ætti að vera nægur tími til að rýma flóða- svæðið,“ segir hann. Meðal þess sem kannað verður í hættumatinu er hvort stærstu hlaup úr vestanverðri Kötluöskjunni gætu náð inn á Hvols- völl. Skjálftavirkni hefur gætt á vestan- verðum jöklinum að undanförnu, sem og á honum austanverðum. Magnús Tumi segir að ef það gysi í vestan- verðri Goðabungu, þar sem jarð- skjálftavirknin hefur verið mest und- anfarin misseri, yrði hlaupið ekki jafn stórt og þau hlaup sem vísbendingar eru um að hafi átt sér stað á þessu svæði. „Það er ekki við því að búast að gos þar gæti brætt jafnmikinn ís eins og ef það gysi vestast í Kötlu- öskjunni sjálfri, ísþykktin er einfald- lega miklu minni, þó gæti það orðið verulegt hlaup,“ segir hann. Hlaupin bresta snögglega á Helgi segir einnig að hlaup á þessu svæði séu mun sneggri en til að mynda hlaup úr Grímsvötnum á Vatnajökli. „Það er ekkert lón í Kötlu. Eldgos þar byrjar að bræða ís og síðan fellur bræðsluvatnið niður bratta, það er svo stutt frá eldsstöð- inni niður í byggðina. Í Grímsvötnum er það 50 km leið. Þetta er allsvaka- legra,“ segir Helgi. Þá má einnig búast við því að landslagið í Þórsmörk myndi breyt- ast, þar sem jökulhlaup myndi eyði- leggja allan gróður, en slík hlaup bera með sér aur og leðju auk þess sem mikil ísbjörg veltast áfram. Helgi bendir á að norður úr Mýrdals- jökli séu heilmikil gljúfur sem hafi myndast í hlaupum fyrir landnám. Freysteinn Sigmundsson, for- stöðumaður Norrænu eldfjallastöðv- JARÐVÍSINDAMENN segja allar rannsóknir benda til að eldgos í Kötlu í Mýrdalsjökli sé í uppsiglingu, virkni í eldstöðinni hafi vaxið jafnt og þétt og haldi hún áfram að aukast sé erfitt að segja hvort vikur, mánuðir eða ár séu í að gos hefjist. Katla gaus síðast árið 1918, fyrir rúmum 85 árum, en hefur að jafnaði gosið á 40–60 ára fresti. Skjálftavirkni vestan til í jökl- inum veldur því að menn hafa áhyggjur af því að hlaup gæti farið niður Entujökul, niður í Þórsmörk og á Markarfljótsaura, en flóð á þeirri leið gæti valdið miklu tjóni. Magnús Tumi Guðmundsson jarð- eðlisfræðingur segir að erfitt sé að spá fyrir um hversu langt er í Kötlu- gos. „Ástæðan er einföld. Við vitum ekki hvað Katla þarf að þenjast mikið út áður en hún gýs. Við höfum engar mælingar um það, en einn möguleik- inn er að þessi óróleiki hætti og að það verði ekki gos í bráð. Hins vegar getur þetta ekki endalaust haldið áfram í þessa átt. Það endar með gosi. Hvort það þarf vikur, mánuði eða ár vitum við ekki,“ segir hann. Katla hefur gosið tuttugu sinnum á sögulegum tíma. Í átján skipti hefur vatnið sem bráðnar í eldsumbrotun- um hlaupið austan megin úr jöklinum og þaðan niður Mýrdalssandinn og í tvö skipti niður úr Sólheimajökli. Helgi Björnsson jöklafræðingur hef- ur rannsakað landslagið undir jökl- inum og segir að þrjú meginskörð séu í öskjunni sem er að finna undir ísn- um. Þriðji möguleikinn er að hlaup fari út um vestanverða öskjuna, niður Entujökul, í gegnum Þórsmörk og þaðan niður á Markarfljótsaura. „Það myndi valda mestu tjóni ef það færi niður þessa leið, það gefur augaleið vegna þess að það eru 1.600 ár síðan það gerðist síðast og byggð hefur þróast án þess að hlaup hafi haft þar áhrif á,“ segir Helgi. Engar áætlanir um rýmingu byggðar í Landeyjum Nú er unnið að því að gera áhættu- mat á hlaupi á þessu svæði og á það að vera tilbúið í haust, en ekki hafa verið gerðar neinar viðbragðsáætlan- ir um hvernig skuli rýma svæðið hefj- ist hlaup úr vestanverðum jöklinum. Fyrstu vísbendingar um að stór hlaup hafi farið yfir Landeyjar komu fyrst fram í rannsóknum Hreins Har- aldssonar í kringum 1980. Nýlegar rannsóknir vísindamanna við Edin- borgarháskóla hafa leitt í ljós að stór hlaup ættuð úr vesturhluta Kötlu- öskjunnar hafi farið þessa leið á um 1.–2.000 ára fresti. „Það er ekkert sem bendir sérstaklega til að slíkt virkni í Kötlu og Eyjafjallajökli teng- ist. Nokkur gos hafa orðið þar á sögulegum tíma, þau síðustu árin 1821–23 og 1612. Árið 1823 gaus sam- tímis í Kötlu og Eyjafjallajökli. Magnús Tumi segir að hlaup úr Eyja- fjallajökli gætu orðið sneggri en flóð úr Mýrdalsjökli, en þau yrðu ekki jafn stór og Kötluhlaup, þar sem það sé ekki það mikill ís til að bræða. Ekki víst að varnargarðar við Fljótshlíð myndu halda Um hversu snögg hlaupin gætu verið segir Magnús Tumi að erfitt sé að segja. „Hluti af þeirri vinnu sem við erum nú að vinna að snýst um að meta hvað gæti komið úr Eyjafjalla- jökli og hver útbreiðsla slíks hlaups væri þannig að hægt verði að fara í einhverjar fyrirbyggjandi aðgerðir. Hann segir líklegast að hlaup úr Eyjafjallajökli færi niður Gígjökul og þaðan í farveg Markarfljóts. „Það er ekki víst að þeir varnargarðar, sem beina Markarfljótinu frá Fljótshlíð- inni og niður til Dímons yrðu mikil fyrirstaða ef það hlypi úr Eyjafjalla- jökli,“ segir Magnús Tumi. Hann segir að ef varnargarðarnir brystu færi hlaupið niður Þverá en þar hafa menn hugmyndir um að byggja sumarbústaði. Aðspurður hvort hann myndi ráðleggja mönnum frá slíkum ráðagerðum segist hann telja að menn eigi að bíða með fram- kvæmdir þar til niðurstöður úr hættumatinu liggi fyrir, þannig að það sé ljóst hver hættan er og hvað megi gera við henni. Freysteinn segir mælingar á jarð- skorpuhreyfingu hafa sýnt að um- talsvert magn af kviku hafi komið inn undir Eyjafjallajökul árin 1994 og 1999. „Þá sjáum við landris sem varð í suðurhlíðum jökulsins þar sem kvika safnaðist fyrir.“ Hann segir að kvika streymi nú ekki lengur undir Eyja- fjallajökul en nú virðist vera tiltölu- lega jafnt streymi kviku undir Kötlu. „Í augnablikinu er fókusinn fyrst og fremst á Mýrdalsjökul,“ segir hann. Kötluhlaup gæti farið niður í Landeyjar um Þórsmörk Ómögulegt að segja hvort séu vikur, mánuðir eða ár í að eldgos verði á Mýrdalsjökli                                           !                  "!       !   "   #  # $ %  $ $ !   & $    !   # '   Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Po rtúg al 38.270kr. Sama sólin - sama fríi› -en á ver›i fyrir flig! á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman. 46.855 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug gisting í 7 nætur á Sol Dorio, 10.000 kr. bókunarafsláttur og ferðir til og frá flugvelli erlendis. ÁKVEÐIÐ hefur verið að Landbún- aðarháskólinn á Hvanneyri og Rann- sóknastofnun landbúnaðarins (RALA) muni í framtíðinni lúta einni og sömu yfirstjórn. Hefur landbún- aðarráðherra, Guðni Ágústsson, skipað nefnd til þess að fylgja þessari ákvörðun eftir en hann tekur þó fram að ekki séu uppi áform um flutning á RALA upp á Hvanneyri eða að skera niður fé til rannsóknastarfa. Landbúnaðarháskóli Íslands Landbúnaðarráðherra segist hafa viðrað þá humynd að Landbúnað- arháskólinn á Hvanneyri eigi eftir breytinguna að heita Landbúnað- arháskóli Íslands. „Á Rannsókna- stofnun landbúnaðarins liggur gríð- arleg þekking og vinna í gegnum árin sem þarf að nýta sem best til rann- sóknastarfa, leiðbeininga og kennslu. Á Hvanneyri er auðvitað líka mikil reynsla og þekking en mér finnst ástæðulaust að Landbúnaðarháskól- inn sé að byggja það sama upp á Hvanneyri og hjá RALA og tel því eðlilegt að þetta verði eitt og sama fyrirtækið með svona svipuðum hætti og Háskóli Íslands og Raunvís- indastofnun háskólans, þ.e. að stofn- anirnar lúti sömu stjórn,“ segir Guðni. Landbúnaðarráðherra tekur þó fram að hann sé ekki að boða að tekið verði fé úr rannsóknum til þess að setja í kennslu heldur sé hugmyndin sú að styrkja íslenskan landbúnað í þeim verkefnum sem blasi við á svo mörgum sviðum nú, að gera Land- búnaðarháskólann sterkari til þess að taka þátt bæði í þeim vísindaverk- efnum sem menn vilja styrkja hér innanlands en ekki síður til þess að ná fé til vísinda- og rannsóknastarfa úr sjóðum í Evrópu. „Þetta er í gróf- um dráttum hugsunin á bak við þetta. Það eru engin áform um nið- urskurð eða flutning á RALA upp á Hvanneyri. Þetta er fyrst og fremst viðurkenning á því að þetta sé eitt og sama fyrirtækið sem starfar í þágu íslensks landbúnaðar,“ segir Guðni. Skynsamleg tillaga að mati Bændasamtakanna Ari Teitsson, formaður Bænda- samtakanna, segir afstöðu samtak- anna hafa verið tiltölulega skýra í þessu efni. „Við teljum að þetta sé skynsamleg tillaga, þ.e.a.s. að auka samnýtingu starfskrafta og aðstöðu á þessum stofnunum. Á RALA er mikill fjöldi ágætra vísindamanna og það væri fengur í ef þeir kæmu meira að kennslu og vísindastarfi á Hvann- eyri. Á Hvanneyri eru unnar margar og góðar rannsóknir sem vissulega tengjast Rannsóknastofnuninni á Keldnaholti. Sú samvinna gæti þó verið markvissari og meiri. Þetta er því hið besta mál,“ segir Ari. RALA og skólinn á Hvanneyri lúti sömu stjórn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.