Morgunblaðið - 11.02.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.02.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ „Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag“. Lífshættir á 18. öld Átjánda öldin í brennidepli Félag um 18. öldstendur fyrir mál-þingi í Þjóðarbók- hlöðunni næstkomandi laugardag. Málþingið fjallar um lífshætti Íslend- inga á 18. öld, allir eru vel- komnir og aðgangur er ókeypis. Í vangaveltum í frétta- tilkynningu frá félaginu stendur eftirfarandi: Hvernig var hvunndagur- inn hjá þeim, hvað gerðu þeir sér til dægrastytting- ar í skammdegi að loknum verkum? Skemmtun, leik- ir, trúarlíf, hvernig sváfu þeir, um hvað dreymdi þá, hvernig var umhorfs í bað- stofu, hvað áttu þeir af gripum, húsgögnum, hvað átu þeir, hverju klæddust þeir, fylgdu þeir tískunni? Alls eru fimm fyrirlesarar á málþinginu; Árni Björnsson fjallar um daglegt líf, Guðrún Ing- ólfsdóttir fjallar um bókmenntir, Ragnheiður Traustadóttir fjallar um uppgröft á Hólum og þá muni og gripi sem þar hafa skotið upp kollinum, Þóra Kristjánsdóttir fjallar um kirkjulist og loks fræðir Æsa Sigurjónsdóttir viðstadda um klæðnað og tísku á 18. öld. Morgunblaðið sló á þráðinn til Ragnheiðar Traustadóttur. – Og þú ert að fjalla um hvað? „Ég byggi erindi mitt á mál- þinginu á uppgreftrinum á Hólum sem staðið hefur tvö síðustu sum- ur og það þriðja hefst senn. Þarna er að finna minjar allt aftur til ell- eftu aldar eða jafnvel lengur ef við nefnum elstu minjar, en þarna eru mikilvægar fornleifar frá 17.–18. öld. Við teljum okkur til dæmis hafa fundið prenthúsið, en þarna var vagga prentlistar á Íslandi og byrjað að prenta um 1550 og prentað með hléum fram á 18. öld.“ – Hvað sjáið þið helst út úr fornminjum á þessum slóðum? „Þessu væri hægt að svara í mjög löngu máli, en þarna virðist hafa verið byggðarkjarni sem átti varla sinn líka hér á landi. Þarna var náttúrlega biskupssetur og svo prentsetur, eins og ég gat um, og mikill fjöldi húsa þó að það hafi farið hnignandi með tímanum. Það sem kannski kemur manni á óvart er hve mikið hefur verið lagt í húsin, þannig er t.d. prenthúsið, gólfið allt flísalagt, einstaklega fallegur kakalofn hefur staðið þar og sum húsanna hafa verið mjög stór og ríkmannleg miðað við það sem þekktist hér á landi á þessum tíma.“ – Það er þá varla hægt að tala um að þarna sjáist þverskurður af lífsskilyrðum landsmanna á þess- um tíma? „Nei, kannski ekki þverskurð- ur, en þessi uppgröftur skilar okk- ur miklum upplýsingum um svo margt. Þróun byggðar á Hólum í aldanna rás, húsagerð, verslun og kjör fólks á mismunandi tímum. Þarna hafa komið upp á áttunda þúsund grip- ir og munir og það er ljóst að þarna hefur fólk haft það miklum mun betra heldur en gekk og gerðist. Greining á dýra- beinum hefur til dæmis gert okk- ur kleift að rannsaka lífsviðurværi á hverjum tíma fyrir sig, á hvernig fæði börn voru alin upp þarna, hverju var slátrað og hvers neytt.“ – Segðu okkur fleira skemmtilegt úr rannsóknunum ... „Já, ég get líka nefnt mjög spennandi verkefni sem farið er í gang og byggist á því að úttekt var gerð á svæðinu á tíu til fimm- tán ára fresti á þessum tímum, eða í grófum dráttum þegar biskupa- skipti urðu. Þá var húsum lýst og almennt ástand reifað. Við erum að skrifa upp þessar úttektir úr handritum og vinna úr þeim. Við erum komin með arkitekt í lið með okkur auk sérstaks tölvuforrits sem hjálpar okkur að staðsetja húsin og setja þau upp. Við vitum ekki alveg hvar hvert hús var staðsett, en það sem við vitum hjálpar okkur að geta í eyður og ráða í afstöður. Við eigum þrjú ár eftir af rannsóknum okkar á Hól- um og innan þess tíma er það von okkar að geta útbúið tölvumyndir af byggðinni á Hólum á mismun- andi tímum.“ – Hvað var um mikla byggð að ræða? „Hún var breytileg að stærð, meiri á fyrri öldum byggðar og hnignandi þegar kom inn á síð- miðaldir eins og ég gat um áðan. En þetta hefur verið mikil byggð og t.d. meiri heldur en í dag. Ég hygg að á Hólum séu 160 manns í búsetu með skólanemum á vetr- um, en þegar mest var á Hólum fyrr á öldum voru um 200 manns og alls um 60 hús. Og þetta hefur verið geysilega fjölbreytt sam- félag, því þjóðfræðingur sem hef- ur verið að vinna með okkur og skoðað hefur reikninga og skjöl frá þessum tíma, hefur fundið alls um áttatíu starfsheiti. Þar kennir margra grasa, allt frá biskupi og prentsmiðjustjóra og yfir í baðmann, fiski- menn, skemmustarfs- menn, smiði, torfmenn og fleira og fleira. Þá var talsvert af svoköll- uðu próventufólki á Hólum, eldra heldra fólki sem gaf kirkjunni aleigu sína og naut fyrir vikið góðs aðbúnaðar á staðnum í ellinni. Þetta var nokkurs konar dvalar- heimili aldraðra þess tíma. Þarna voru líklega á annan tug pró- ventufólks og hugsanlega fleiri þegar mest lét.“ Ragnheiður Traustadóttir.  Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur, f. 1966, er verkefnisstjóri Hólarannsókn- arinnar. Hefur starfað við Þjóð- minjasafn Íslands frá 1994. Lauk fil.kand. prófi frá Stokk- hólmsháskóla og er í meist- aranámi við Uppsalaháskóla. Eftir stúdentspróf frá MR lauk hún prófi í tækniteiknun við Iðnskólann í Reykjavík. Hefur víðtæka starfsreynslu á sviði fornleifafræði og fornleifarann- sókna. Hún á þrjú börn, Jakob Sindra, Víglund Jarl og Freydísi Jöru. Tölvumyndir af byggðinni á Hólum GREINILEGT samband er á milli tekna fólks og notkunar á ensku annars vegar og aldurssamsetn- ingar og enskunotkunar hins vegar samkvæmt samnorrænni könnun á viðhorfum til ensku sem norrænt málráð stendur að. Spurt var hversu oft notaðir þú ensku í síð- ustu viku í ræðu eða riti? Ef litið er til tekna kemur í ljós að rúm 40% aðspurðra sem höfðu tekjur undir 250 þúsund krónum sögðust alls ekki nota ensku en 40% þeirra sem höfðu tekjur yfir 550 þúsund á mánuði sögðust nota ensku oft á dag. Um fjórðungur þeirra sem höfðu tekjur á bilinu 250–399 þúsund sagðist alls ekki nota ensku en rétt tæpur fjórð- ungur fólks í sama tekjuhópi not- aði ensku oft á dag. Þegar horft er til aldurs er enskunotkun algeng- ust meðal yngra fólks. Þrjátíu og fimm prósent fólks undir þrítugu notuðu ensku oft á dag en einungis 10% aldrei. Hjá fólki 60 ára og eldri snýst dæmið við, 10% notuðu ensku oft á dag og um 60% alls ekki. Mál hinna ungu og ríku „Ef maður vildi orða þetta hvasst mætti segja að enska væri mál hinna ungu og ríku, þ.e. mál framtíðarinnar,“ segir Kristján Árnason, prófessor við íslensku- skor Háskóla Íslands, sem kynnti niðurstöðurnar á Rask-ráðstefnu á dögunum. Könnunin leiðir í ljós að einungis fjórðungur Íslendinga notaði aldrei ensku undanfarna viku á meðan tæp 45% Dana notuðu aldrei ensku. „Við teljum okkur hafa til- tölulega hreint mál miðað við t.d. Dani og það er vissulega rétt að það eru miklu færri tökuorð í ís- lensku en dönsku og þarf ekki ann- að en að opna orðabók til að sjá það. Hvað notkunarsviðið snertir má hins vegar taka þessum tölum þannig að enska sé hlutfallslega meira notuð í daglegu lífi hér en í Danmörku.“ Þá var spurt hvort fólk notaði heldur, orðið „e-mail“ eða „tölvu- póst“ og var greinilegt að „e-mail“ er allsráðandi meðal þeirra sem yngri eru. Sjötíu prósent fólks und- ir þrítugu nota „e-mail“ þegar átt er við tölvupóst, rúm 20% nota „tölvupóst“ og tæp 10% hvort tveggja. „Tölvupóstur“ sækir í sig veðrið eftir því sem eldra fólk er spurt. Úrtakið í viðhorfskönnuninni var 800 manns á Íslandi. Að sögn Kristjáns er könnunin liður í víðtækari rannsókn norræns málráðs á málnotkun og afstöðu til aðkomuorða, þ.e. tökuorða og slettna, og munu niðurstöður henn- ar liggja fyrir síðar á þessu ári. Kristján segir umhugsunarvert hve enskan sé fyrirferðarmikil á Íslandi og það geti haft ófyrirséðar afleiðingar, t.d. leitt til þess að fjarlægðin milli ritmáls og hins óformlega máls, þar sem ensku er slett, verði meiri en góðu hófi gegnir. Um 75% Íslendinga nota að jafnaði ensku í ræðu og riti Samband er á milli tekna fólks og enskunotkunar FÍKNIEFNASALI hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir að hafa í fórum sínum fíkniefni, og fyrir að hafa selt fíkniefni. Dómara við Hér- aðsdóm Reykjavíkur þótti sannað að maðurinn hefði ætlað efnið til sölu en ekki eigin neyslu eins og hann bar fyrir rétti. Maðurinn, sem er rúmlega tvítug- ur, var ákærður fyrir það annars vegar að hafa í sinni vörslu rúmlega 300 grömm af hassi og tæplega 200 grömm af marihuana, bæði í íbúð sinni og á sér þegar hann var hand- tekinn. Hins vegar var maðurinn ákærður fyrir að hafa um nokkurra mánaða skeið selt ónefndu fólki sam- tals á bilinu 300 til 500 grömm af hassi. Fannst ætlaður ágóði af söl- unni, samtals um 748.500 kr., á heim- ili mannsins. Lögregla handtók manninn í bíl með öðrum manni vegna gruns um að þar færi fram sala á fíkniefnum, og gerði í kjölfarið húsleit á heimili hans. Við yfirheyrslur hjá lögreglu viðurkenndi hinn ákærði að hafa ætl- að að selja manninum sem var með honum í bíl hass, og að hass og mari- huana sem fannst á heimili mannsins væri ætlað til sölu. Fyrir rétti breytti maðurinn framburði sínum frá yfir- heyrslum hjá lögreglu og sagði fíkni- efnin í eigu sinni og þriggja annarra manna, og væru þau ætluð til einka- neyslu. Breytti framburði sínum Dómurinn tók þessi rök mannsins ekki trúanleg. „Í ljósi framburðar vitnisins [...] fyrir dómi þykja þær skýringar sem ákærði hefur gefið á breyttum framburði sínum mjög ótrúverðugar. Þá rennir framburður lögreglumannanna [...] fyrir dómi, sem báðir voru viðstaddir handtöku ákærða og skýrslutöku, stoðum und- ir fyrri framburð ákærða fyrir lög- reglu. Þykir því sannað að ákærði hafi ætlað þau efni sem fundust í bif- reið hans og á honum sjálfum til sölu í ágóðaskyni,“ segir í niðurstöðum dómsins. Dóminum þótti hæfileg refsing fyrir brot mannsins þriggja mánaða fangelsi, sem fellur niður haldi mað- urinn skilorð í tvö ár. Við refsi- ákvörðun var tekið tillit til þess að maðurinn hafði hætt neyslu eitur- lyfja, hafði fasta vinnu og hafði ekki sætt refsingum sem gætu haft áhrif á refsingu í þessu máli. Dóminn kvað upp Ingveldur Ein- arsdóttir, héraðsdómari í Héraðs- dómi Reykjavíkur. Fékk skilorðsbundinn dóm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.