Morgunblaðið - 11.02.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.02.2004, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2004 9 HEILDARTEKJUR ríkissjóðs á liðnu ári námu tæplega 260 milljörð- um króna sem er liðlega 26 milljarða kr. eða 11% hækkun frá árinu á und- an. Munar þar mest um sölu hluta- bréfa ríkissjóðs í Búnaðarbanka Ís- lands (10,1 milljarður) og Íslenskum aðalverktökum (1,3 milljarðar). Nýjar upplýsingar um greiðsluaf- komu ríkissjóðs árið 2003 voru birtar á fimmtudag í vefriti fjármálaráðu- neytisins, fjr.is. Þar kemur m.a. fram að skattar á tekjur og hagnað hækkuðu um 12,2% milli ára. Þar af skiluðu tekju- skattar einstaklinga um 3,2 milljörð- um króna meira en árið 2002, sem er 6,1% aukning, og tekjuskattar lög- aðila skiluðu einnig 3,3 milljörðum króna meira en 2003, sem er 48,5% aukning. Til samanburðar hækkaði launavísitala Hagstofu Íslands um 5,6% á sama tímabili. Tekjur af eign- arskatti lækkuðu á hinn bóginn um 21,4% frá fyrra ári en bæði eignar- skattar fyrirtækja og einstaklinga voru lækkaðir um meira en helming á þessu tímabili. „Greidd gjöld árið 2003 námu 268,7 milljörðum króna og hækkuðu um 21,9 milljarða frá fyrra ári, eða um 8,9%. Gjöldin voru hins vegar 10 milljörðum innan fjárheimilda og skýrist tæpur helmingur fráviksins af lægri greiðslum til samgöngu- mála. Veigamestu útgjöldin eru til félagsmála, eða 172,1 milljarður, en þau vega 64% af heildarútgjöldum ríkissjóðs. Þar munar mest um út- gjöld til heilbrigðismála sem námu 71,5 milljörðum króna og hækkuðu um 6,5 milljarða króna frá fyrra ári. Greiðslur til almannatrygginga námu 55,1 milljarði og hækkuðu um 7,5 milljarða króna eða tæplega 16%. Hækkunin skýrist einkum af auknu atvinnuleysi og kostnaði vegna end- urákvörðunar tekjutryggingar ör- orkulífeyrisþega. Aðrir liðir al- mannatrygginga hækkuðu að meðaltali um 12% milli ára. Greiðslur til atvinnumála voru 40,9 milljarðar og hækkuðu um 4,4 millj- arða frá fyrra ári. Þar munar mest um 2,8 milljarða hækkun greiðslna til Vegagerðarinnar. Á móti vegur að vaxtagreiðslur lækkuðu um 2,8 millj- arða króna, eða 16% milli ára,“ segir í vefriti fjármálaráðuneytisins. Lánsfjárjöfnuður jákvæður um 11,8 milljarða króna Handbært fé ríkissjóðs frá rekstri var neikvætt um 19,1 milljarð króna á sl. ári samanborið við 16,3 milljarða króna neikvæða stöðu árið 2002. Þessi útkoma er þó 8,5 milljörðum króna hagstæðari en síðustu áætlan- ir gerðu ráð fyrir sem einkum má rekja til minna útstreymis gjalda, skv. uppgjöri fjármálaráðuneytisins. Fjármunahreyfingar voru já- kvæðar um 31 milljarð króna 2003sem er svipað og áætlað var en tæplega 19 milljörðum króna betri staða en árið 2002. Þar munar mest um tekjur af sölu eigna ríkisins en innstreymi vegna hennar nam 11,4 milljörðum króna. Lánsfjárjöfnuður ríkissjóðs á árinu 2003 var því já- kvæður um 11,8 milljarða kr. Greiðsluafkoma ríkissjóðs sl. ár hagstæðari en áætlanir Heildartekjur jukust um 26 milljarða milli ára FORKEPPNI var háð í ellefu framhaldsskólum víðsvegar um landið í gær fyrir landskeppni í eðlisfræði sem fram fer í Háskóla Íslands helgina 28.–29. febrúar nk. en keppt verður bæði í fræðilegri og verklegri eðlisfræði. Þetta er í 22. skiptið sem landskeppnin fer fram og verða sigurvegararnir fulltrúar Íslands á Ólympíu- leikunum í eðlisfræði sem fram fara í Suður-Kóreu í byrjun júlí. Að sögn Viðars Ágústssonar, framkvæmdastjóra landskeppn- innar, var 280 prófblöðum dreift til framhaldsskólanna í ár og hafa aldrei áður jafnmörg prófblöð ver- ið pöntuð af kennurum. Stærsti hópurinn sem þreytir prófið eru nemendur Verzlunarskóla Íslands, samtals 90 nemendur, og var myndin tekin þegar nemendur skólans sátu sveittir í gærmorgun við að leysa úr þrautunum. Fjór- tán nemendur komast áfram í úr- slitakeppnina og mun liggja fyrir í byrjun næstu viku hverjir það verða. Alls munu fimm nemendur fara á Ólympíuleikana fyrir Ís- lands hönd en skilyrði er þó að keppendur séu yngri en tvítugir 30. júní nk. Nemendur við HÍ sömdu spurningarnar Að sögn Viðars var forkeppnin og fræðilegi hluti úrslitakeppn- innar saminn af nemendum í eðl- isfræði við Háskóla Íslands undir stjórn Kristjáns Rúnars Kristjáns- sonar, doktorsnema við HÍ, og hafa flestir stúdentanna sjálfir tekið þátt í úrslitakeppnum á und- anförnum árum. Að hans sögn hefur breytt fyrirkomulag tekist afar vel, spurningarnar séu „skemmtilega ferskar“ og „ungæð- islega orðaðar“ og öðruvísi en þegar prófess- orar við HÍ sömdu spurningarnar sjálfir. Forkeppni fyrir landskeppni í eðlisfræði haldin í 11 framhaldsskólum Á þriðja hundrað þátttakendur þreyttu prófið Morgunblaðið/Þorkell FLEIRI fluttu til Austurlands í fyrra en fluttu þaðan. Mjög langt er síðan aðfluttir hafa verið fleiri en brottflutt- ir á Austurlandi. Svokallaður flutn- ingsjöfnuður landsfjórðungsins var neikvæður um 23,2 af hverjum 1.000 íbúum á árunum 1996–2000, en var já- kvæður um 1,4 í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagstofunnar um búferlaflutninga. Dregið hefur úr fjölda aðfluttra til höfuðborgarsvæðisins umfram brott- flutta. Af þeim sem fluttu innanlands fluttu 559 fleiri til höfuðborgarsvæð- isins en frá því, samkvæmt upplýs- ingum frá Hagstofunni. 17 fleiri fluttu til Austurlands en frá og 10 fleiri fluttu til Suðurlands en fluttu þaðan. Aðrir landsfjórðungar misstu fleiri íbúa frá sér en fluttu í þá. Flutnings- jöfnuðurinn er óhagstæðastur á Vest- fjörðum eða 16,7 af hverjum 1.000 íbúum, en dregið hefur þó verulega úr brottflutningi þaðan því þetta hlutfall var 47,9 árið 1995. Fleiri fluttu frá landinu en til þess 3.704 einstaklingar fluttust til landsins á síðasta ári og 3.837 frá því. Flestir komu frá Póllandi eða 146 en næstflestir frá Danmörku eða 106. Hagstofan segir, að flutningar milli landa hafi verið háðir mun meiri sveiflum en innanlandsflutningar. Tíðni aðfluttra umfram brottflutta til og frá landinu var fremur há á síðari hluta 10. áratugarins eða 2,4 af 1000 íbúum. Árin 2002 og 2003 hafa aftur á móti fleiri flutt til útlanda en til lands- ins. Árið 2003 voru skráðar 60.822 breytingar á lögheimili í þjóðskrá. Í 53.281 tilvika var um að ræða búferla- flutninga innanlands. Árið 2003 skiptu 184,2 af hverjum 1000 lands- mönnum um lögheimili en árið 1986 var þetta hlutfall 149. Skýrsla Hagstofu Íslands um búferlaflutninga Fólki fjölgar á Austurlandi Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222. www.feminin.is Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Aukaafsláttur af útsöluvöru við kassa Stærðir 36—60 ÓDÝRT Stálhillur í fyrirtæki og heimili Stálhillur Stærð: D: 40 cm B: 100 cm H: 200 cm 5 hillur kr. 8.765,- Næsta bil kr. 6.125,- HÖFÐABAKKI 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335 en gott Við bjóðum 14 34 / TA K T ÍK n r. 4 0 A Skeifan 2 - 108 Reykjavík - S. 530 5900 poulsen@poulsen.is - www.poulsen.is NSK legur og pakkdósir Bankastræti 11, sími 551 3930 Opið virka daga kl. 10-18 og laugard. 11-16 Allsherjar útsala Allt á hálfvirði Kvöldfatnaður Brúðarkjólar st. 4-16 Brúðarskór st. 35-42 Spariskór st. 35-42 Skartgripir Sjöl, belti, töskur RÓMANTÍK Á VALENTÍNUSAR- DAGINN ÓMÓTSTÆÐILEGT FRANSKT SÚKKULAÐIFONDUE LJÚF TÓNLIST Í FALLEGUM GJAFABOXUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.