Morgunblaðið - 11.02.2004, Side 17

Morgunblaðið - 11.02.2004, Side 17
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Tölvukýrin Karólína | Á Fræðaþingi landbúnaðarins kom fram í erindi Jó- hannesar Sveinbjörnssonar, Rannsókn- arstofnun Land- búnaðarins, að hermilíkanið Karólína sé brátt tilbúið. Fræði- menn á öllum Norðurlöndunum hafa undanfarin ár unnið sameig- inlega að því að útbúa hermilíkan sem gefur spágildi um væntanlegar af- urðir kúa miðað við gefið fóður. Samvinna Norðurlandanna í þessu verkefni hefur skilað sér í því að stutt er í að kúabændur á Norðurlöndunum geta farið inn á Veraldarvefinn, slegið inn upplýsingum um það fóður sem gefa á kúnum og fengið út með nokkuð góðu ör- yggi hverjar afurðirnar verða! Líkan sem þetta vinnur út frá ákveðnum gefnum forsendum eins og gefur að skilja, en er þrátt fyrir það mjög áhugavert fyrir alla kúabændur, að því er segir á vefnum naut.is Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Verkfræðingur á Sléttu | Veðrið hefur verið áberandi í fréttaflutningi síðustu daga. Á laugardag mátti finna eftirfarandi á vef Raufarhafnar- hrepps: „Kalla þurfti út björgunarsveitina Pól- stjörnuna á Raufarhöfn í gærkveldi til að að- stoða bíla sem höfðu fest sig í „Verkfræð- ingi“ á Melrakkasléttu. Einnig þurfti að aðstoða fólk innanbæjar á Raufarhöfn sem komst hvorki lönd né strönd .... „Verkfræðingur“ er smá veg- arspotti á Sléttunni þar sem myndast allt- af stór og mikill skafl um leið og einhvern snjó setur. Sagan segir að þegar verið var að gera veginn hafi bændur varað við því að vegurinn lægi á þessum stað en svörin voru alltaf „verkfræðingurinn segir að þetta eigi að vera svona – þetta sé besta leiðin“.“ Skóladans | Samþykkt hefur verið að fella danskennslu inn í stundaskrá Vopnafjarð- arskóla og gera nemendum skylt að mæta í tíma. Danskennarinn Hinrik Valsson er mættur til leiks. Dansiðkun er því stunduð stíft þessa dagana í skólanum, segir í frétt- um á vef sveitarfélagsins. Tekið hefur veriðsaman yfirlit yfirþá einstaklinga sem setið hafa flesta bæj- arráðsfundi frá stofnun bæjarráðs í Vestmanna- eyjum árið 1954 til ársloka 2003. Sigurgeir Kristjáns- son er efstur á þessum lista, en hann sat 786 fundi í bæjarráði í Eyjum. Aðrir einstaklingar sem setið hafa 400 bæjarráðsfundi í Vestmannaeyjum eða fleiri eru eftirtaldir: Guð- mundur Þ. B. Ólafsson 696, Magnús H. Magnús- son 663, Guðjón Hjörleifs- son 564, Ragnar Óskars- son 466, Sigurður B. Stef- ánsson 460, Sigurður Jónsson 455, Arnar Sigur- mundsson 447, Andrés Sigmundsson 431 og Guð- laugur Gíslason 412. Bæjarráð Búðardalur | Sjaldgæf sjón blasti við á Hauka- dalsvatni á laugardaginn, þegar hópur Reykvíkinga mætti með ísbora og hóf dorgveiðar í gegnum ís- inn á vatninu. Þessir veiðimenn höfðu farið víðar um Dalina að veiða í gegnum ís. Ekki hafði bit- ið á hjá þeim þegar fréttaritari hitti þá en börnin stilltu sér upp fyr- ir myndatöku. Morgunblaðið/Helga Ágústsdóttir Dorgað á Haukadalsvatni Þessa dagana kemurfólk varla samanán þess að gæða sér á hrútspungum og sviðakjömmum. Sig- mundur Benediktsson gerði þorravísur á blóti Kvæðamannafélagsins Iðunnar um síðustu helgi: Þorri býður grimma gjörð gefur lýðum trega ólmast hríðin yfir jörð alveg gríðarlega. Stormakyljur steyta hramm storðu hylja fönnum garra byljir geisast fram götur dylja mönnum. Krapa vakir, klaki nýr kreppir hrakin löndin storma takið strengi knýr stynja klakaböndin. Ásjón lagði orð í belg: Ó, hvað súrin anga hér eykst vor kvíða byrði; þorramatur þykir mér þúsund grísa virði. Súrin anga pebl@mbl.is Hólmavík | Undanfarin skóla- ár hafa nemendur 10. bekkjar Grunnskólans á Hólmavík fengið að spreyta sig á því að kryfja rottur. Krufningin er fastur liður í náttúrufræðikennslunni síðan Kristján Sigurðsson tók við henni fyrir tæpum fjórum ár- um. Um er að ræða hvítar til- raunarottur sem ræktaðar eru á tilraunastöðinni á Keldum. Nemendum er skipt í þriggja manna hópa og fær hver hópur eina rottu til krufningar. Verkefni hópanna er að taka líffærin úr rottunni og skoða hvernig þau eru sam- ansett og hvernig þau liggja. Er þetta liður í dýrafræðinni og rottan er notuð til að sýna innyfli sem eru dæmigerð fyr- ir spendýr. Meðal þess sem krakkarnir tóku sér fyrir hendur var að mæla þarma og blása í lung- un. Krakkarnir hafa staðið sig með miklum ágætum og allir taka virkan þátt í verkefninu. Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Í kennslustund: Aldís Ósk Böðvarsdóttir, Anna Þórunn Guðbjörnsdóttir og Saga Ólafsdóttir. Gunnskólanemar kryfja rottur Vísindi Grýtubakkahreppur | Til stendur að byggja þriggja húsa gistiheimili á lóð við gisti- og veitingahúsið Miðgarða á Grenivík. Það er hlutafélagið Sænes, sem er í eigu Grýtu- bakkahrepps, sem stendur að framkvæmd- inni og er ætlunin að leigja veitingahúsinu aðstöðuna í framtíðinni. Skortur hefur verið á gistirými á Grenivík yfir háannatíma sum- arsins en með þessu verður bætt úr því. Nýlega voru opnuð tilboð í eitt þessara þriggja húsa, sem verður um 85 fermetrar að stærð. Tveimur byggingafyrirtækjum í Grýtubakkahreppi bauðst að gera tilboð í verkið en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á tæpar 17,5 milljónir króna. Trégrip ehf. átti lægra tilboðið en það hljóðaði upp á rúmar 14,6 milljónir króna, eða um 84% af kostn- aðaráætlun. SJBald ehf. bauðst til að vinna verkið fyrir rúmar 15,7 milljónir króna, eða um 90% af kostnaðaráætlun. Útboðsgögn og teikningar voru unnar af Arkitekta- og verkfræðistofu Hauks ehf. á Akureyri. Þannig mun gistiheimilið á Grenivík líta út þegar öll þrjú húsin hafa verið byggð. Nýtt gisti- heimili byggt á Grenivík Í UNDIRBÚNINGI er að hefja vinnu að aðalskipulagi fyrir Breiðafjörð. Hefur for- maður Breiðafjarðarnefndar sent átta sveitarfélögum sem eiga umdæmismörk að Breiðafirði bréf þar sem óskað er eftir að leitað verði leiða til að aðalskipulagið verði unnið sem fyrst. Í Snæfellsbæ var erindið tekið fyrir á fundi bæjarráðs í síðustu viku og samþykkt að vísa því til umfjöllunar í skipulags- og byggingarnefnd. Í bréfinu segir að það sé mat Breiða- fjarðanefndar að gerð aðalskipulags innan marka verndarsvæðis Breiðafjarðar sé ekki síst mikilvæg vegna uppbyggingar ferðaþjónustu við Breiðafjörð. „Eftir laus- lega könnun meðal þeirra átta sveitarfé- laga sem málið varðar, er að sjá sem vinna við aðalskipulag sveitarfélaganna sé mis- jafnlega á vegi stödd, allt frá því að vera lokið og til þess að ekki hefur enn verið haf- ist handa. Þar sem gerð aðalskipulags er lokið virðist það einungis taka til „fasta- lands“ sveitarfélaganna, þannig að eyjar á Breiðafirði og hafsvæðið umhverfis þær er undanskilið,“ segir m.a. í bréfinu. Aðalskipulag fyrir Breiðafjörð? ♦♦♦       Vorum að fá í sölu mjög fallega 3ja herb. íbúð í góðu 2-býlishúsi. Íbúðin er á tveimur hæðum, á 1. hæð og hluta kjallara. Listar og rósettur í loftum. Fulningahurðir. Gróin afgirt lóð til suðurs. V. 10,8 m. 3841 NÝLENDUGATA - VESTURBÆR BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar hefur ákveðið að efna til samkeppni um listaverk til að minnast þess að 12. desember á þessu ári eru rétt 100 ár liðin frá því að fyrsta almenningsrafveita á Íslandi tók til starfa í Hafn- arfirði. Auglýst er eftir tilbúnum verkum eða hugmyndum að útilistaverki sem komið verði fyrir innan skilgreinds staðar á lækjarsvæðinu frá Strandgötu að Hörðuvöllum. Miðað er við að heildarkostnaður vegna verksins fari ekki yfir 2,5 milljónir. Rafafmælis minnst í Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.