Morgunblaðið - 11.02.2004, Síða 19

Morgunblaðið - 11.02.2004, Síða 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2004 19 Hólmavík | Á sunnudag- inn fór fram fyrsta um- ferð í spurningakeppni Strandamanna 2004. Umsjón með keppninni hefur Sauðfjársetur á Ströndum og er þetta annað árið sem keppnin er haldin. Þátttakendur eru 16 lið frá félögum, fyrirtækjum eða ein- staka sveitum í sýsl- unni. Keppt er með fyr- irkomulagi útsláttarkeppni og fóru leikar þannig fyrsta keppniskvöldið að skrifstofa Hólmavík- urhrepps sigraði Lyf- söluna á Hólmavík með 25 stigum gegn 24, Hólmadrangur sigraði Grunnskólann á Drangs- nesi með 25 stigum gegn 21, Hér- aðsbókasafn Strandasýslu sigraði lið Félags eldri borgara með 26 stigum gegn 15, og Bitrungar sigr- uðu Sparisjóð Strandasýslu með 20 stigum gegn 18. Allar umferðirnar voru afar spennandi og oft mjótt á munum. Spyrill, dómari og höf- undur spurninga er Arnar S. Jóns- son frá Steinadal í Kollafirði. Spurningarnar eru fjölbreyttar og hæfilega þungar og er lífgað upp á keppnina með mynd og hljóð- dæmum. Arnari til aðstoðar eru Hildur Guðjónsdóttir stigavörður og Jón Ragnar Gunnarsson sem er tímavörður og tæknimaður. Þá koma aðrir sjálfboðaliðar á vegum Sauðfjárseturs á Ströndum að skipulagningu og framkvæmd keppninnar. Næsta keppniskvöld verður að hálfum mánuði liðnum og lýkur þá sextán manna úrslit- um. Eftir það verða undanúrslit og og úrslit með hálfsmánaðar milli- bili. Öll keppniskvöldin fara fram í félagsheimilinu á Hólmavík. Áhorfendur á þessu fyrsta keppn- iskvöldi voru um 150 manns á öll- um aldri. Spurningakeppni Strandamanna Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Lið Sparisjóðs Strandamanna: Þórður Hall- dórsson, Svanhildur Jónsdóttir og Guðmundur Björgvin Magnússon. Selfoss | Hörður Friðþjófsson myndlistarmaður sýnir myndir sínar í Gallery Österby, á rakarastofu Leifs Österby í Gamla Bankanum á Selfossi. Þetta er þriðja einkasýning Harðar en hann sýnir aðallega landslagsmyndir málaðar með olíu- litum. Hörður hefur fengist við myndlist í rúman áratug eða frá árinu 1992. Hann hefur sótt námskeið hjá Mynd- listarfélagi Árnesinga ásamt því að stunda nám í Myndlistarskólanum í Reykjavík en er að öðru leyti sjálf- menntaður í list sinni. Hörður hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum Myndlistarfélags Árnesinga en einn- ig hefur hann sýnt myndir sínar á bókasafninu í Hveragerði og í kondi- toríinu í Hverabakaríi. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Þriðja einkasýningin: Hörður Frið- þjófsson við eina af myndum sínum. Hörður sýnir í Gall- ery Österby Siglufjörður | Fyrirtækið Egils- síld í Siglufirði fékk fyrir skömmu afhent sérstök gæðaverlaun frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna (Icelandic í USA). Viðurkenningin er áletraður skjöldur og á honum kemur fram að viðurkenningin sé fyrir góðan árangur í vöruvöndun á árinu 2003. Það var Jón Jóhann- esson frá Icelandic sem afhenti Jóhannesi Egilssyni, fram- kvæmdastjóra Egilssíldar, viður- kenninguna að viðstöddu starfs- fólki fyrirtækisins. Egilssíld hefur starfað í ára- tugi, en það var faðir Jóhannesar sem upphaflega stofnaði fyrirtæk- ið. Síðustu ár hefur það verið mest í að reykja lax, einnig fæst það við að reykja síld og að grafa lax. Á síðasta ári seldi það 85 tonn af reyktum laxi til Bandaríkjanna einnig selur Egilssíld talsvert af reyktum laxi hér innanlands. Stærsti markaður fyrir síldarflök- in er Ítalía en þau fara til nokk- urra landa auk þess að vera seld hér heima. Það kom fram þegar viðurkenningin var afhent að Eg- ilssíld væri nú að fá hana fimmta árið í röð og það væri einstakur árangur. Jóhannes sagði að vissu- lega væri hann ánægður með þessa viðurkenningu sem bæri vott um að hráefnið og öll með- höndlun þess væri í góðu lagi hjá fyrirtækinu. Hann sagði að starfs- menn væru um 15 talsins og það væru þeir, vönduð vinna, snyrti- mennska og hreinlæti sem gerðu það að verkum að Egilssíld sendi frá sér gallalausa vöru á markað ár eftir ár. Gæðaverðlaun fyrir reyktan lax Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Jóhannes Egilsson með við- urkenninguna sem hann veitti viðtöku fimmta árið í röð. LANDIÐ Fimmtíu sveitarfélög | Grétar Þór Eyþórs- son, forstöðumaður Rannsóknastofnunar Há- skólans á Akureyri, flytur fyrirlestur á Fé- lagsvísindatorgi í dag, miðvikudag, kl. 16.30 í Þingvallastræti 23. Fyrirlesturinn nefnist: Fimmtíu sveitarfélög á Ís- landi. Tálsýn eða raunhæf- ur möguleiki? „Síðastliðið haust ýttu stjórnvöld úr vör átaki til eflingar sveitarstjórn- arstigsins í landinu. Verður augum þar m.a. sérstaklega beint að því að sameina sveitarfélög enn frekar en nú er, þrátt fyrir nær helmingun á síðast- liðnum 10 árum. Hefur félagsmálaráðherra sagt að æskilegur fjöldi sveitarfélaga sé 50–60, sem myndi þýða helmingun frá því sem nú er. Í erindi sínu mun Grétar leggja mat á hversu líklegt það kunni að vera að sveit- arfélögum fækki svo mikið á næstu árum, án þess að til komi lagasetning um lágmarks- stærð,“ segir í frétt um fyrirlesturinn. Nýgengi krabbameina lægra | Á fundi bæj- arráðs Dalvíkurbyggðar í gær gerði Svanhildur Árnadóttir bæjarfulltrúi grein fyrir bréfi frá landlækni til forseta bæjarstjórnar Dalvík- urbyggðar, dagsett hinn 3. febrúar 2004, þar sem vísað er í símtal landlæknis og forseta ný- verið varðandi nýgengi krabbameins á Dalvík. „Fram kemur í bréfinu að upplýsingar hafa bor- ist frá Krabbameinsskrá um nýgengi krabba- meina á Dalvík. Samantekt fylgir með bréfinu en þar kemur skýrt fram að nýgengi krabba- meina á Dalvík meðal karla og kvenna á und- anförnum 12 árum er lægra en á landinu í heild og lægra en nýgengi utan Reykjavíkur,“ segir í bókun bæjarráðs Dalvíkurbyggðar. Afsláttarkort SVA | Á fundi fram- kvæmdaráðs var lagt fram minnisblað Stefáns Baldurssonar forstöðumanns Strætisvagna Akureyrar, SVA, þar sem lagt er til að taka upp 30 daga afsláttarkort annars vegar og 3 mánaða kort hins vegar. Framkvæmdaráð heimilaði forstöðumanni SVA að hefja sölu af- sláttarkorta fyrir notendur SVA. Um er að ræða tvennskonar handhafakort. Kort með gildistíma í einn mánuð á kr. 4.500 og kort með gildistíma í þrjá mánuði á kr. 10.500.       Með fullt hús | Halldór Brynjar Halldórsson og Smári Ólafsson eru efstir og jafnir með fullt hús vinninga eftir fjórar umferðir á Skákþingi Akureyrar. Í 4. umferð lagði Halldór Gylfa Þórhallsson eftir mikinn barning á meðan Smári hafði betur gegn Skúla Torfasyni. Af öðrum úrslitum má nefna að Eymundur Ey- mundsson vann sannfærandi sigur á Stefáni Bergssyni, segir í frétt um Skákþingið. GENGIÐ hefur verið frá samningi Mjallar-Friggjar hf. og Akureyrar- bæjar sem kveður á um að næstu þrjú ár kaupa allar stofnanir bæjar- félagsins, deildir og fyrirtæki hrein- lætisvörur og pappír af Mjöll-Frigg. Samningurinn var gerður að undan- gengnu opnu útboði og var tilboð Mjallar-Friggjar metið hagstæðast segir í frétt um samninginn. Markmið hans er að einfalda og samþætta öll innkaup Akureyrar- bæjar á hreinlætisvörum og pappír og einnig að tryggja Akureyrarbæ hagstæðustu kjör og þjónustu hverju sinni. Þjónustuþátturinn er veiga- mikill hluti samningsins, en starfs- menn fyrirtækisins munu reglulega fara í stofnanir og fyrirtæki bæjarins og fylla á samkvæmt fyrirfram ákveðnum forsendum. Þetta er fyrsti heildarsamningurinn sem Mjöll- Frigg gerir um sölu á hreinlætisvör- um og pappír fyrir sveitarfélög. Samið um hreinlætis- vörur Mjöll-Frigg og Akureyrarbær UMFANGSMIKLAR breyting- ar og endurbætur standa yfir á Hótel Hörpu við Hafnarstræti á Akureyri. Fyrir vikið er hótelið lokað og verður það fram í miðj- an mars, þegar fer að lifna yfir ferðaþjónustunni á ný. Að sögn Páls Sigurjónssonar hótelstjóra er verið að skipta um þak hót- elsins, byggja yfir svalir á efstu hæð og vinna að endurbótum á herbergjum. Páll sagði að kom- inn hefði verið tími á nýtt þak og með því að byggja yfir sval- irnar sem snúa í austur, stækki herbergin á efstu hæðinni sem því nemur og eru þau herbergi nánast endurbyggð. Alls eru 26 herbergi á Hótel Hörpu og sagði Páll að önnur herbergi hótelsins væru einnig endurbætt. „Við erum að nota þennan rólega tíma til endur- bóta en ætlum að opna Hótel Hörpu aftur um miðjan mars. Að auki hefur verið unnið að því að skipta um gólfefni á öllum herbergjum Hótels KEA, mála og ýmislegt fleira. Hótel KEA er opið fyrir gesti en unnið hef- ur verið að lagfæringum þar eins og aðstæður leyfa.“ sagði Páll. Hótel Norðurland var lokað frá byrjun desembermánaðar og fram í lok janúar sl. vegna end- urbóta og viðhalds. Þar eru 34 herbergi en á Hótel KEA er 73 herbergi. Greifinn eignarhalds- félag, sem eignaðist hótelin þrjú í lok síðasta árs, hefur því yfir að ráða rúmlega 130 hótelbergj- um í bænum. Páll sagði að kostnaður við allar þessar fram- kvæmdir hlypi á tugum milljóna króna. Páll er bjartsýnn fyrir vet- urinn enda skíðafæri með besta móti og strax um helgina um miðjan mars er orðið vel bókað á hótelin þrjú. „Það er ágætis útlit hjá okkur og það er nú einu sinni þannig að þegar er hvítt í kringum okkur, skín í hvítt í munni okkar líka. Það er líka miklu meiri hugur í fólki, maður finnur það meðal fólks víða um land og undanfarnar helgar hef- ur verið mikið af utanbæjarfólki á skíðum í Hlíðarfjalli.“ Unnið að lagfæringum á hótelum Greifans Morgunblaðið/Kristján Unnið í skjóli kirkjunnar. Starfsmenn Trésmiðju Kristjáns Jónassonar og Hyrnu vinna í skjóli Akureyr- arkirkju á þaki Hótel Hörpu. Það er ekki vandamál hjá þeim að fylgjast með hvað tímanum líður.    Lesum lipurt | Sigríður Ólafsdóttir sérkennari kynnir námsefnið, Les- um lipurt, lestrar- og málþjálfunar- efni sem ætlað er nemendum í 1. til 6. bekk á morgun, fimmtudaginn 12. febrúar kl. 16 í raungreinastofu í Há- skólanum á Akureyri, Sólborg. Efnistök í Lesum lipurt eru ný og óhefðbundin segir í tilkynningu um kynninguna. Einnig að verkefnin þjálfi grunntækni lestrar með áherslu á réttar augnhreyfingar, svo lesturinn geti orðið bæði lipur og átakalaus. „Meðal annars er leitast við að teygja sjónskerpusviðið og stækka þannig það svæði sem augun sjá skýrt í hverri augndvöl. Með þessu móti fækkar augnhreyfingum, augunum miðar betur áfram í lín- unni og lestrarhraði eykst,“ segir ennfremur. Þá kemur einnig fram að nemandi sem á við lestrarvanda að stríða lesi með rykkjóttum augn- hreyfingum, í mörgum augndvölum og augun rási fram og aftur um lín- una.   

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.