Morgunblaðið - 11.02.2004, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 11.02.2004, Qupperneq 20
SUÐURNES 20 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Frummælendur flytja erindi í 15 mín. hver: Árni Sigfússon bæjarstjóri. Upplýsingamiðstöðin og ferðamál í Reykjanesbæ. Reynir Sveinsson formaður SSS. Hvernig á að auka ferðamennsku á Suðurnesjum? Ómar Smári Ármannsson lögreglumaður. Gönguleiðir, saga og minjar. Kjartan Lárusson ráðgjafi. Markaðsskrifstofur ferðaþjónustunnar. Anna Sverrisdóttir aðstoðarfrkvstj. Bláa Lóninu. Uppbyggingin í Bláa Lóninu. Fyrirspurnir í 20 mín. Pallborð: Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæ. Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri Grindavík. Sigurður Jónsson bæjarstjóri Garði. Reynir Sveinsson forseti bæjarstjórnar Sandgerði. Jón Gunnarsson alþm. og oddviti Vatnsleysustrandarhreppi. Guðjón Guðmundsson framkvstj. SSS. Ráðstefnustjórar: Kristján Pálsson formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja og Guðbjörg Jóhannsdóttir atvinnuráðgjafi SSS. Ferðamálaráðstefna Hvert stefnir í ferðaþjónustunni á Reykjanesi? Ferðamálasamtök Suðurnesja og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum boða til fundar um ferðamál föstudaginn 13. febrúar 2004. Ráðstefnan verður haldin í Eldborg, Svartsengi, frá kl. 13.30 til kl. 17.00. Allir velkomnir. Fundarboðendur. Anna Sverrisdóttir aðstoðarframkvstj. Ómar S. Ármannsson lögreglumaður. Reynir Sveinsson formaður SSS. Árni Sigfússon bæjarstjóri. Reykjanesbær | „Þetta er alveg meiriháttar skemmtilegt, rosalega gaman, bara alveg geð- veikt,“ voru lýsingarorð sem meðlimir stúlkna- hljómsveitarinnar Kókoz létu falla, aðspurðir um hvernig þeim fyndist að spila í rythma- hljómsveit. Stúlkurnar, sem eru átta talsins, eru allar nemendur í Tónlistarskóla Reykjanes- bæjar. Helmingur sveitarinnar er í fiðlunámi, tvær eru að læra á þverflautu, ein á píanó og ein á básúnu og baritonhorn. Morgunblaðið kíkti á æfingu eitt fimmtudagssíðdegi á sal tónlistar- skólans. Í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar hefur verið boðið upp á samspilskennslu í fimm ár og fer Eyþór Kolbeins samspilskennari fyrir henni. Hljómsveitirnar sem myndaðar hafa verið í tím- unum hafa verið æði misjafnar. Sérstaða stúlknahljómsveitarinnar Kókoz er ekki síst sú að hún hefur slegið í gegn utan skólans og er mjög eftirsótt á hinum ýmsu skemmtunum. „Það hefur bæði kosti og ókosti,“ sagði Eyþór í samtali við blaðamann. „Kostirnir eru auðvitað þeir að stelpurnar þjálfast í að koma fram en ókostirnir eru þeir að það er mikil vinna í kring- um svona sveit, svo sem hljóðfæraburður, og það eru foreldrar þeirra sem eru rótarar. Sjálf- ur er ég líka alltaf á staðnum þegar þær eru að spila, svo það er margt sem hangir á spýtunni,“ sagði Eyþór. Stúlkurnar bæta við að þær séu að safna sér fyrir tíma í hljóðveri. „Já, þær fá að sjálfsögðu greitt fyrir að koma fram og innkomuna leggja þær fyrir. Stefnan hefur verið sett á að komast í hljóðver í vor og ef það gengur eftir munu þær fá víðtækari reynslu en samspilssveitirnar hér hafa öðlast hingað til.“ Lunkinn lagasmiður í hópnum Kókoz er bræðingur tveggja sveita sem urðu til í samspilskennslu síðastliðinn skólavetur. Fiðlunemarnir voru upphaflega í þjóðlagabandi en hinar stúlkurnar fjórar voru í rythmabandi. Þá síðarnefndu vantaði hins vegar fyllingu og því var þeim steypt saman í eina. Kókoz kom fyrst saman á vortónleikum skólans í fyrra og náði strax eyrum fólks. Þær komu m.a. fram við afhendingu Nýsköpunarverðlaunanna í fyrra og hafa skemmt Suðurnesjamönnum við hin ýmsu tækifæri, stór sem smá. Stúlkurnar sögðu í samtali við blaðamann að einn af stærstu kostunum við samspilið í Kókoz væri frjálsræðið sem þar ríkti og ein þeirra bætti við að það væri kærkomin tilbreyting frá hinu klassíska námi. Það vakti athygli hinna hversu vel mælt þetta var, en flestar leggja þær klassísku hljófærin til hliðar og munda önnur, svo sem trommur, bassa, gítar og ýmis áslátt- arhljóðfæri, auk þess sem ein spreytir sig í söng. Söngkonan Marína Ósk er líka lunkinn lagasmiður og nýtur hljómsveitin að sjálfsögðu góðs af því. Í því liggur líka annars styrkur sveitarinnar, sem á eflaust eftir að fleyta þeim áfram á braut velgengninnar og vinsældanna. Stúlknahljómsveitin Kókoz, sem varð til í tíma í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, nýtur vinsælda Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Vinsæl stúlknahljómsveit: Hljómsveitin Kókoz er skipuð átta stúlkum, þær eru allar á vinstri myndinni, Harpa Jóhannsdóttir, bassi, Edda Rós Skúladóttir, gítar og fiðla, Camilla Petra Sigurð- ardóttir, fiðla og ásláttarhljóðfæri, Guðrún Harpa Guðmundsdóttir, fiðla og ásláttarhljóðfæri, Berglind Ýr Kjartansdóttir, trommur, Valgerður Björk Pálsdóttir, fiðla og gítar, Stefanía Helga Stefánsdóttir, hljómborð, og Marína Ósk Þórólfsdóttir, gítar, söngur og lagasmíðar. Á myndinni til hægri eru Guðrún Harpa, Camilla Petra og Harpa einbeittar á hljómsveitaræfingu. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Eru að safna fyrir tíma í hljóðveri Keflavíkurflugvöllur | Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði í janúarmánuði um 13 þúsund, eða tæplega 21%, frá sama mánuði á síðasta ári. Í janúar 2002 fóru rúmlega 61 þúsund gestir í gegnum flugstöðina en 74 þús- und í nýliðnum mánuði. Fjölgun farþega til og frá Íslandi nemur rúmlega 19% milli ára. Farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fjölgar hlutfallslega enn meira eða um 28%. Farþegafjöldi í janúarmánuði hefur ekki verið svo mikill frá því mælingar hófust, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Aldrei fleiri farþegar Morgunblaðið/Árni Sæberg Keflavík | Grjótið í Grundarfirði er heiti sýningar á verkum eftir Árna Johnsen sem opnuð verður í Gryfj- unni í Duushúsum í Keflavík næst- komandi laugardag. Verið er að gera salinn upp sem sýningarsal fyrir Byggðasafn Reykjanesbæjar og verður gert hlé á framkvæmdum meðan á sýningu Árna stendur. Á sýningu Árna verða tæplega fjörutíu verk sem unnin eru úr grjóti frá Grundarfirði, stáli og ýmsu öðru efni. Sýningin verður opnuð laugar- daginn 14. febrúar klukkan 15. Þriðji salurinn Unnið hefur verið að lagfæringum fiskhúsanna sem kennd eru við Duus og uppbyggingu menningarmið- stöðvar í þeim. Bátasafn Gríms Karlssonar hefur einn sal til afnota og Listasafn Reykjanesbæjar ann- an. Gryfjan er þriðja húsið sem tekið er fyrir. Þar var áður fiskmóttaka með stórri slorgryfju og er salurinn nefndur eftir henni. Á tíu ára afmælisdegi Reykjanes- bæjar, hinn 11. júní næstkomandi, opnar Byggðasafn Reykjanesbæjar sýningu í Gryfjunni í tilefni af 25 ára afmæli safnsins og á endurgerð sal- arins að ljúka fyrir þann tíma. Áformað er að sýningin standi í eitt ár. Búið er að steypa gólf í Gryfjuna og klæða og einangra loftið. Hlé verður gert á framkvæmdum á með- an Árni Johnsen sýnir verk sín. Val- gerður Jóhannsdóttir, menningar- fulltrúi Reykjanesbæjar, segir að eftir sé að gera upp annan endavegg Gryfjunnar en það er gaflinn á Bíó- húsinu sem þar stendur. Það hús er meira en eitt hundrað ára gamalt og er því háð húsafriðunarákvæðum. Hún segir að tekið verði til við það verk að sýningu Árna lokinni. Þegar endurgerð Gryfjunnar lýk- ur eru tvö elstu húsin í Duushúsa- röðinni eftir, Bíóhúsið og Bryggju- húsið. Valgerður segir að mikið átak verði að koma þeim í sitt fyrra horf. Unnið að endurgerð Gryfjunnar Grjótið: Árni Johnsen vinnur að einu verka sinna. Árni Johnsen sýnir Grjótið úr Grundarfirði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.