Morgunblaðið - 11.02.2004, Blaðsíða 21
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2004 21
Ráðstefna Öryrkjabandalags Íslands
Aðgengi að upplýsingasamfélaginu
Grand hótel Reykjavík, 12. febrúar 2004.
Ráðstefnustjóri Kristján Kristjánsson sjónvarpsmaður
Dagskrá
09:00 Mæting
09:15 Setning ráðstefnu. Afhending viðurkenningar
Öryrkjabandalags Íslands fyrir störf að upplýsingamálum.
Garðar Sverrisson formaður Öryrkjabandalags Íslands.
09:30 Þróun fjölmiðla í náinni framtíð og lausn á þörfum ólíkra hópa.
Stefán Jökulsson lektor í upplýsingatækni og miðlun hjá
Kennaraháskóla Íslands.
10:00 Kaffi hlé
10:20 The Information Society and people with disabilities.
Karin Bendixen yfirmaður samskiptatækni Dansk Center for
Tilgængelighed.
10:40 Aðgengi að breskum heimasíðum.
Sigrún Þorsteinsdóttir notendaviðmótsfræðingur.
11:00 Prófun heimasíðna með aðgengi í huga.
Sirrý Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Sjá ehf.
11:20 Vandinn við að hanna aðgengilegar síður.
Már Örlygsson vefhönnuður.
11:40 Stjórnarráðsvefurinn og hönnun hans.
Sigurður Davíðsson, vefstjóri stjórnarráðsvefsins.
12:00 Hádegisverðarhlé
13:00 Hjal-verkefnið og þróun talgervils. Helga Waage, tæknistjóri Hex.
13:30 Upplýsingasamfélagið og heyrnarskertir.
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir varaþingmaður.
13:40 Fólk með þroskahömlun og upplýsingasamfélagið.
Sigurður Fjalar Jónsson framhaldsskólakennari.
13:50 Lesblindir og upplýsingasamfélagið.
Snævar Ívarsson varaformaður Félags lesblindra á Íslandi.
14:00 Aðgengi fatlaðra að vísindaritum og æðri menntun.
Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir landsbókavörður.
14:20 Nýtt upplýsingakerfi Strætó BS og bætt aðgengi.
Ásgeir Eiríksson framkvæmdastjóri Strætó bs.
14:40 Rafræn þjónusta Landsbankans.
Viggó Ásgeirsson forstöðumaður vefsviðs Landsbanka Íslands.
15:00 Kaffi hlé
15:20 Microsoft og bætt aðgengi. Elvar Þorkelsson framkvæmdastjóri
Microsoft Íslandi og Gísli Rafn Ólafsson sérfræðingur
Microsoft Íslandi.
15:40 Hvernig vinna skjálesarar?
Hartmann Guðmundsson forstöðumaður Örtækni og
Hlynur Már Hreinsson leiðbeinandi í Örtækni.
16:10 Umræður
17:00 Ráðstefnuslit
Ráðstefnugjald kr. 5.000 kaffi og hádegisverður innifalið.
Skráning og upplýsingar: www.obi.is / bsj@obi.is eða síma 530-6700 Bára Snæfeld upplýsingafulltrúi.
1 4 4 4
w w w. g u l a l i n a n . i s
Suðurstrandarkúrinn, SouthBeach Diet, nýtur vinsældaum þessar. Læknirinn Arth-ur Agatston, sem setti hann
saman, heldur því fram að fólki sé
kennt að treysta á réttu kolvetnin og
réttu fituna og auka þar með heil-
brigði sitt og missa kíló hvort sem
þau eru 5, 10, 15 eða fleiri. Kúrinn
byggist á 3 stigum. Byrjað er á að
taka allt úr fæðunni sem eykur löng-
un eða þrá eftir mat. Á næsta stigi á
að bæta kolvetnum smám saman inn í
fæðið aftur og þá, í þriðja lagi, er fólk
tilbúið til að venja sig á mataræði sem
það getur haldið sig við það sem eftir
er ævinnar.
Grænmeti, fiskur og hnetur
Á fyrsta stiginu má borða venju-
lega skammta af rauðu kjöti, kjúk-
lingi, kalkún, fiski eða skelfiski. Þá
má borða mikið af grænmeti, eggjum,
osti og hnetum. Nota má venjulega
ólífuolíu á salatið og gert er ráð fyrir
að borða þrjár vel samsettar máltíðir
á dag og passa upp á að verða ekki
svangur. Fólk er hvatt til að fá sér
eitthvað á milli mála til að koma í veg
fyrir að það verði svangt og svo má fá
sér desert eftir kvöldmat. Með þessu
á að drekka vatn, auðvitað, og kaffi og
te. Fyrstu 14 dagana má ekki borða
brauð, hrísgrjón, kartöflur, pasta eða
bakkelsi. Heldur ekki ávexti, sæl-
gæti, kökur, ís eða sykur og alls ekk-
ert áfengi. Þetta flokkast allt undir
fæðutegundir sem auka matarlöng-
unina og þessir dagar reynist mörg-
um erfiðir. Svo á löngunin í sætindi að
hverfa.
Eftir hálfan mánuð á fólk að vera
búið að breyta því hvernig líkaminn
bregst við fæðu sem gerði það feitt.
Löngunin, eða réttara sagt þráin, eft-
ir mat, á að vera horfin og mun ekki
koma aftur svo framarlega sem farið
er eftir kúrnum. Nú má fara að borða
brauð, pasta, hrísgrjón, kartöflur eða
morgunkorn, ávexti og jafnvel súkku-
laði. Aðalmálið er að læra að velja og
hafna því ekki má borða yfir sig af
þessum fæðutegundum. Með þessari
aðferð ætti fólki að takast að halda
áfram að léttast þar til settu marki er
náð. Þegar markmiðinu er náð er far-
ið yfir á þriðja stigið, sem er að halda
óskaþyngdinni. Því er haldið fram að
hægt sé að halda sér við efnið með því
að borða allan venjulegan mat, ef far-
ið er eftir grundvallarreglum kúrsins.
Fólk léttist hratt
vegna vatnstaps
Laufey Steingrímsdóttir hjá Lýð-
heilsustöð (Manneldisráði) hefur að-
eins kynnt sér kúrinn en alls ekki til
hlítar. Hún segir að svo virðist sem
hér sé um að ræða einhvers konar
blöndu af nýjum fæðupýramída, sem
Harvard-menn hafa kynnt, og Atk-
ins-kúrnum. „Þarna eru fyrirmæli
um að sleppa kolvetnum fyrstu tvær
vikurnar, sem hefur í för með sér að
fólk léttist nokkuð hratt, jafnvel um
nokkur kíló,“ segir hún. „Stór hluti af
því tapi er samt blekking eða plat, þar
sem um er að ræða vatnstap sem er
ekki varanlegt heldur kemur aftur
jafnskjótt og kolvetnunum er bætt
við fæðið aftur. Þessi kúr virðist hins
vegar vera heldur heilsusamlegri en
Atkins-kúrinn. Hér virðist a.m.k. lögð
áhersla á að nota mjúka fitu og olíur
og hnetur í staðinn fyrir harða fitu
eins og smjör eða feitt kjöt. Eins er
kolvetnafæðu bætt smám saman við
matseðilinn eftir tvær vikurnar. Ef
það er rétt að einnig sé lögð áhersla á
grófar kornvörur og grænmeti er
ekki hægt að segja annað en hér sé á
ferðinni heilsusamlegt fæði.“ Laufey
segist þurfa að kynna sér kúrinn bet-
ur til að geta lagt frekari dóm á hann,
en segir æðsta dóminn auðvitað vera
hvort hann virki og fólk geti farið eft-
ir leiðbeiningunum. Hún vill benda á
bækling Manneldisráðs, Tekið í
taumana, þar sem er að finna ráð-
leggingar fyrir fólk sem vill grennast.
Hann er hægt að nálgast á vef Mann-
eldisráðs, www.manneldi.is, auk þess
sem hægt er að kaupa hann í apótek-
um og á heilsugæslustöðvum.
LÍFSSTÍLL|Suðurstrandarkúrinn vinsæll víða um heim
Blanda af nýjum fæðupýra-
mída og Atkins-kúrnum
Associated Press
Matseðill: Grænmeti má t.d. borða strax en ávexti eftir fjórtán daga.
asdish@mbl.is
TENGLAR
..............................................
Allt um kúrinn, matseðlar og fleira á
vefnum: www.southbeachdiet.com.
Góð ráð fyrir þá sem vilja léttast á:
www.manneldi.is.
TALIÐ er að meira en þriðj-
ungur 16 ára unglinga hafi ein-
hvern tímann fengið högg á tenn-
ur. Sem betur fer eru flestir
þessir áverkar það vægir að
tennur og bein umhverfis þær
verða ekki fyrir varanlegum
skaða. Hafa verður þó í huga að
ekki er alltaf allt sem sýnist og
ættu því allir að leita til tann-
læknis sem fyrst eftir áverka til
þess að hægt sé að ganga úr
skugga að allt sé í lagi. Í það
minnsta skal nefna áverkann í
næstu reglulegri heimsókn til
tannlæknis.
Þegar alvarlegir tannáverkar
verða, skiptir öllu máli að strax
sé rétt brugðist við. Er jafnmik-
ilvægt að foreldrar sem og börn-
in sjálf viti hvernig á að bregðast
við. Vil ég hvetja alla foreldra til
að tala við börn sín og kenna
þeim lágmarks tannskyndihjálp.
Hvað á að gera þegar fullorð-
instennur verða fyrir áverka?
– Ef króna tannar hefur brotn-
að af getur tannlæknir oft límt
brotið á aftur. Þarf því fyrst af
öllu að finna brotin áður en farið
er til tannlæknis. Tíminn skiptir
ekki öllu máli í þessum tilfellum
og er því óhætt að eyða nokkrum
mínútum í að leita. Ef brotið er
þanng að það blæðir úr tönninni
má ekki bera neitt á sárið til að
stöðva blæðinguna, best er að
halda bara munninum lokuðum.
– Ef tönnin hefur ekki brotnað
heldur færst til í sæti sínu þá má
reyna að koma henni fyrir á rétt-
um stað með því að ýta henni til
baka með léttum þrýstingi. Ef
það dugar ekki má alls ekki
þvinga tönnina, heldur fara sem
allra fyrst til tannlæknis. Gott er
að hafa lítið þvottastykki milli
jaxlanna til að bíta á ef tönnin
hefur ýst aftur þannig að ekki er
hægt að loka munninum án þess
að hún lendi á mótstæðum tönn-
um.
– Ef tönnin var slegin út úr
munninum verður að bregðast
hratt við, ef um fullorðinstönn er
að ræða. Ef barnatönn er slegin
úr er yfirleitt ekki hægt að
bjarga henni og skiptir þá tíminn
minna máli. Yfirborð rótarinnar
er mjög viðkvæmt og ef fullorð-
instönnin er utan munns lengur
en 30 mínútur eru batahorfur
hennar mjög slæmar. Sé tönninni
hins vegar strax komið aftur fyr-
ir á sínum fyrra stað er oft hægt
að bjarga henni. Ekki má koma
við rótaryfirborðið, heldur skal
halda um krónuna og varlega en
með jöfnum þrýstingi setja tönn-
ina í aftur. Ef tönnin vill ekki
fara alveg upp má ekki beita
krafti heldur frekar að styðja
hana þar sem hún er komin og
halda af stað til tannlæknis. Ef
ekki er unnt að koma tönninni
fyrir aftur í munninum er mik-
ilvægt að geyma hana í vökva
sem heldur frumunum á yfirborði
hennar lifandi. Komið hefur í ljós
að mjólk er mjög góður kostur.
Geymast tennur í allt að 6 tíma í
mjólk, en ef tönnin er geymd
þurr eða í kranavatni skemmist
yfirborð rótarinnar á innan við
30 mínútum.
FRÁ LANDLÆKNISEMBÆTTINU
Geymast tennur í allt að
6 tíma í mjólk, en ef
tönnin er geymd þurr
eða í kranavatni skemm-
ist yfirborð rótarinnar á
innan við 30 mínútum
Ásgeir Sigurðsson tannlæknir, sér-
fræðingur í tannholsfræðum.
Skyndihjálp
vegna tannáverka